Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Rösklega 260 nemendur braut- skráðust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í vetur; 120 í desember og liðlega 140 um síðustu helgi. María Dís Ólafsdóttir fékk þá fern verð- laun en hún lauk stúdentsprófi frá þremur námsbrautum 19 ára gömul.    Kristín Guðjónsdóttir varð dúx skólans að þessu sinni og hlaut jafn- framt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, frábæran árangur í ensku og sérstök verðlaun fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.    María Dís Ólafsdóttir er frá bænum Fjöllum 1 í Kelduhverfi. Hún lauk 10. bekk í Öxafjarðarskóla ári á undan jafnöldrunum og er því stúdent ári á undan áætlun. Var fjögur ár í VMA.    „Þetta er ekkert rosalegt mál. Ég gerði það bara af því að það er hægt. Svo lítur það líka vel út á blaði!“ sagði María Dís við Morg- unblaðið. Hún lauk prófi frá öllum þremur námsbrautunum; fé- lagsfræði-, náttúrufræði og við- skipta- og hagfræðibrautum. „Bæði fannst mér erfitt að velja en braut- irnar eru líka mjög svipaðar að mörgu leyti. Þetta sýnir hve margir möguleikar eru í boði í þessum skóla og maður getur stjórnaði náminu mikið sjálfur,“ segir hún.    María Dís fékk verðlaun fyrir mjög góðan árangur í íslensku, spænsku og ensku og síðan sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa klárað þrjár stúdentsbrautir í einu. Það hefur enginn gert áður í VMA. Al- gengt er hins vegar að þeir sem út- skrifast úr verknámi ljúki stúdents- prófi samhliða, það gera til dæmis allir vélstjórar og í þeirra hópi er líka töluverður fjöldi sem bætir einnig við bóklegum fögum í raf- virkjun.    Einhverjir ljúka stúdentsprófi á þremur árum og María Dís segist ekki hafa verið í fleiri einingum en þeir. „Ég var bara aðeins lengur og því var ekki meira námsálag á mér.“ Verðlaunin komu henni nokkuð á óvart. „Þetta eru reyndar lélegustu greinarnar mínar! Ég varð því mjög hissa að fá verðlaun í tungumálum; hélt ég hefði ekki staðið mig sér- staklega vel í þeim og gekk miklu betur í öðrum greinum.“    Sauðburður er í fullum gangi heima hjá Maríu Dís þessa dagana og hún hefur því í nógu að snúast. „Svo tekur við sumarvinna í Kröflu, ég vonast til að geta unnið í Akurseli í haust við að taka upp gulrætur og svo ætla ég að skella mér í tveggja mánaða ferð til Perú, þar sem vin- kona mín býr,“ sagði hún í gær.    Þegar spurt er um næstu skref á námsbrautinni, svarar María Dís ákveðin: „Ég ætla að safna mér pen- ing fyrst, áður en ég fer í frekara nám. Mig langar ekki að taka náms- lán heldur eiga fyrir náminu og vil ekki byrja nema vera 100% viss um hvað ég vil. Nenni ekki að byrja í einhverju og hætta svo. Ég er búin að fá fullt af bæklingum frá háskól- unum og hef núna mestan áhuga á líftækni sem er bara kennd á Ak- ureyri.“    Áhugamálin eru mörg og María Dís hefur nóg fyrir stafni þó meira formlegt nám sé ekki alveg handan við hornið: „Ég er búin að taka eitt köfunarnámskeið og ætla á fleiri og er að bíða eftir vinnuvélanámskeiði.“ Hún hugðist einnig fara á námskeið í svifvængjaflugi (paragliding) á Húsavík en af því verður líklega ekki, segir hún, vegna þess að að- sókn var ekki nægjanleg.    Hjalti Jón Sveinsson, skóla- meistari VMA, sagðist við braut- skráninguna, sem fram fór í menn- ingarhúsinu Hofi, vonast til þess að á allra næstu misserum yrði unnt að bjóða upp á frekara nám í hvers kon- ar hönnun, nýsköpunarfræðum og upplýsingamiðlun við skólann. „Á þeim vettvangi hefur atvinnulífið verið að taka við sér og tel ég að brautin hafi verið rudd fyrir marg- vísleg atvinnutækifæri fyrir ungt og vel menntað fólk á þeim vettvangi. Ekki má heldur gleyma ferðaþjón- ustunni sem hefur vaxið fiskur um hrygg. Það er von okkar að haustið 2015 muni VMA geta boðið nem- endum sínum upp á fullnaðarnám fyrir bæði kokka og þjóna.“    Hópur nemenda brautskráðist af starfsbraut fatlaðra. „Er það von okkar að skólanum hafi tekist að búa þá út í lífið og þeir fari héðan með gott veganesti eftir fjögurra ára veru í skólanum. Svo mikið er víst að það hefur veitt okkur mikla ánægja um leið og það hefur verið okkur mikil uppörvun að eiga þess kost að fylgjast með þroska þeirra og fram- förum. Væri óskandi að þeir sem treysta sér til ættu þess kost að mennta sig frekar og auka færni sína til þátttöku í samfélaginu og til betri lífsgæða,“ sagði Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA. Ljósmynd/Hilmar Friðjónsson Brautskráning Hjalti Jón Sveinsson skólameistari virðir fyrir sér útskriftarhópinn fyrir hópmyndatökuna í Hofi. Ljósmynd/Hilmar Friðjónsson Verðlaunuð María Dís Ólafsdóttir varð stúdent af þremur námsbrautum. María Dís lauk stúdentsprófi af öllum brautum Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Sorpa bs. hefur sótt um lóð fyrir nýja gas- og jarðgerðarstöð í urð- unarstaðnum í Álfsnesi hjá umhverf- is- og skipulagssviði Reykjavík- urborgar. Verði umsóknin samþykkt mun svæðið sem Sorpa starfrækir í Álfsnesi stækka um tæpan 21 hekt- ara sem jafngildir 88 þúsund fer- metrum. Svæðið undir starfsemina er nú 46 hektarar en verður 65,7 hektarar verði umsóknin samþykkt hjá borginni. Sundabraut á milli Lóðin sem Sorpa hefur nú sótt um stækkar starfssvæðið til vesturs. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi á svæðinu er áætlað að Sundabraut muni aðskilja urðunarstaðinn frá nýrri gas- og jarðgerðarstöð. Braut- in mun því liggja á milli þessara tveggja hluta starfseminnar. Engin breyting verður á urðunar- staðnum sem þegar er í Álfsnesi en byggðasamlagið er í leit að nýjum urðunarstað utan höfuðborgarsvæð- isins. Að sögn Björns Hafsteins Halldórssonar stefnir Sorpa bs. að því að hefja framkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðarstöð í byrjun næsta árs. Áætlað er að fram- kvæmdir taki um eitt og hálft ár til tvö ár. Tekið fyrir eftir kosningar Umsókn Sorpu var tekin fyrir hjá skipulagsfulltrúa og vísað til um- hverfis- og skipulagsráðs. Fundi sem fram átti að fara hjá ráðinu í gær var frestað. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar verður málið að líkindum ekki tekið fyrir fyrr en ný borgarstjórn hefur verið mynduð. Sorpa vill stækka við sig í Álfsnesi  Sótti um lóð fyrir verksmiðju Mosfellingur/Raggi Óla Álfsnes Sorpa hefur sótt um lóð fyrir gas- og jarðgerðarstöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.