Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 ✝ Rafn Ingvars-son fæddist á Eskifirði 5.3. 1935. Hann lést á Dval- arheimili aldraðra, Hulduhlíð, Eski- firði 19. maí 2014. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urjóna Jóhanna Júlíusdóttir, f. að Hofi í Hjaltadal, Skagafirði, 22.12. 1912, d. á Eskifirði 20.1. 2009, húsmóðir og verkakona á Ak- ureyri, Dalvík og Eskifirði og Ingvar Guðmundur Jónasson, f. á Eskifirði, 27.9. 1909, d. á Ak- ureyri, 22.5. 1985, sjómaður og verkamaður á Akureyri, Dalvík og Eskifirði. Rafn var þriðji í röðinni af níu systkinum. Hin eru: 1) Sig- urjón Guðni, f. 20.4. 1931. 2) skólanámi. Hann fór fljótlega eftir fermingu til sjós sem há- seti, en síðar sem vélstjóri á ýmsum fiskibátum eftir að hafa um tvítugt tekið vélstjórapróf á minna mótoristanámskeiði Fiskifélagsins sem þá var haldið á Seyðisfirði. Hann hætti að mestu til sjós um þrítugt og hóf að vinna við húsasmíðar á Eski- firði, en fór þó nokkrum sinnum á sjó eftir það sem afleysinga- vélstjóri í lengri eða skemmri tíma. Hann tók sveinspróf í húsasmíði 1974 og fékk réttindi sem húsasmíðameistari 1977. Hann vann síðan við innrétt- ingar og húsasmíðar á Eski- firði, bæði hjá sínum fyrrver- andi meistara og sem sjálfstæður, allt þar til hann varð 67 ára. Rafn fluttist á Dvalarheimili aldraðra, Huldu- hlíð á Eskifirði, um mitt ár 2013, þar sem hann lést. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 29. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 11. Margrét Aðalbjörg, f. 3.11. 1932, maki Blængur Grímsson, látinn. 3) Eygló, f. 11.9. 1937, d. 7.7. 1940. 4) Eymar Yngvi, f. 20.7. 1941. Maki Guðrún Sigríður Gísladótt- ir. 5) Eygló Halla, f. 22.7. 1943. Maki Guðmundur Guð- mundsson. 6) Kol- brún Ásta, f. 24.8. 1949, maki Rögnvaldur Reynisson. 7) Páll Geir, f. 13.2. 1951. 8) Ómar Grétar, f. 13.2. 1954, maki Steinunn Jónasdóttir. Rafn var ógiftur og barns- laus. Rafn ólst upp í foreldra- húsum á Eskifirði og gekk þar í Barna- og unglingaskólann, en ekki varð af framhalds- Hjartkær bróðir okkar er nú skyndilega látinn. Það kom nokkuð óvænt þótt hann væri kominn undir áttrætt og líkam- inn orðinn alllélegur eftir löng veikindi. En samt var þetta ekki alveg í nánd að okkur fannst – allir óviðbúnir andlátsfréttinni er hún barst eins og þruma úr heið- skíru lofti – þótt öllu lífi fylgi hinn óhjákvæmilegi dauði – en samt einhvern tímann í órafjar- lægð, að manni finnst. Við litum einhvern veginn allt- af á Rabba bróður sem sjómann þó að hann hafi starfað lengstan hluta starfsævinnar í landi sem húsasmiður eða í um 37 ár, en ekki nema í um 15 ár samfleytt á sjó. Sjómennskan var nefnilega aðalstarf karla í föðurættinni fyrr á árum. Pabbi, bræður hans og flestir synir þeirra voru sjó- menn. Rabbi varð engin undan- tekning frá þessari hefð. Hann var aðeins 14 ára gamall þegar hann fór fyrst á sjóinn sem há- seti á Gullfaxa frá Neskaupstað og var síðan á ýmsum bátum fram til tvítugs er hann fór á mótoristanámskeiðið á Seyðis- firði. Eftir það var hann vélstjóri á Björgu og Seley frá Eskifirði, sem hann var lengst á samfleytt, en einnig um tíma á Snæfugli frá Reyðarfirði. Það ríkti einhver ævintýra- ljómi yfir sjómennskunni á þess- um árum þegar síldarævintýrið stóð sem hæst og stýrði nánast öllu lífi fólks í sjávarbæjum og þorpum landsins. Bátar að koma inn drekkhlaðnir af síld og vekj- arar síldarplananna hlupu um þorpin og vöktu síldarsöltunar- fólkið. Þá var oft handagangur í öskjunni. Stillt var á bátabylgj- una í útvarpinu og fylgst með hvernig gekk á miðunum. Strák- arnir áttu sína uppáhaldsbáta og vonuðu að þeirra bátur yrði nú aflahæsti báturinn á vertíðinni. Og sjóararnir voru hetjurnar – þeir áttu sviðið þegar þeir komu í land. Við yngri bræðurnir litum upp til þeirra eldri og öfunduðum þá af því að fá að vera á sjónum, en við fengum í mesta lagi að velta tómum tunnum á síldar- plönunum. Þetta voru skemmtileg ár og lifa sterkt í minningunum og er Rabbi órjúfanlegur hluti af þeim. Rabbi var þó ekki allra og oft á tíðum þungur í lund dagsdag- lega, en gat svo verið hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir. Stundum fannst manni hann ekkert vilja með mann hafa – en það var bara á yfirborðinu, innst inni bar hann hag bæði foreldr- anna og okkar systkinanna fyrir brjósti á sinn hátt og reyndist alltaf traustur og góður þegar á reyndi. Systkinabörnin hændust að honum og var hann þeim ávallt góður og fús til að hlusta á og tala við þau. Rabbi var hagur bæði á tré og járn og reyndist smiður góður. Hann tók sér ársfrí frá sjónum 1964 til að klára húsið okkar, Sunnuhlíð, sem pabbi hóf að byggja nokkrum árum áður. Fjölskyldan gat því flutt inn rétt fyrir jólin sama ár. Eftir það byrjaði Rabbi að vinna hjá Geir Hólm, húsasmíðameistara, fór á samning og tók sveinspróf og varð húsasmíðameistari 1977. Hann vann síðan við þá iðn það sem eftir var starfsævinnar og virtust smíðarnar eiga vel við Rabba. Við minnumst bróður okkar með hlýhug og virðingu og von- um að hann njóti lífsins í nýjum vistarverum. Guð blessi minn- ingu hans. Hinsta kveðja. Fyrir hönd systkinanna, Ómar Grétar. Rafn Ingvarsson Þegar ég sest niður til að minnast tengdamömmu þá rifj- ast upp svo ótal minningar. Þessi hægláta kona sem alltaf bauð mig velkominn hvenær sem ég kom til þeirra hjóna. Ég man fyrst þegar ég kom heim til þeirra Eddu og Sigga að hún var alltaf á fullu og ef við settumst niður fyrir framan sjónvarpið var hún á þönum að bjóða öllum kaffi eða annað. Hún frétti t.d. einu sinni af fjölskyldu sem var svo illa stödd að enginn matur var til, hún dreif sig út í búð keypti inn og lét að sjálfsögðu fylgja hell- ing af eggjum með. Hún var með eindæmum hjálpsöm og það var ósjaldan að hún hjálpaði mér að kaupa bæði jóla- og afmælisgjafir handa minni konu. Smátt og smátt urðum við öll háð henni því ef okkur vantaði eitthvað, hvort sem það var að passa krakkana, sækja þau og jafnvel taka alla í mat fyrir- varalaust, þá var ekkert sjálf- sagðara og ekki má gleyma öll- um fatnaðinum sem hún kom með og gaf börnunum okkar og það var í stærri kantinum. Ég met mikils að hafa fengið að kynnast þessar sómakonu og efast um að ég eigi eftir að kynnast annarri, líkri henni á ævinni. Sagt er að tengdamamma sé alltaf að röfla í tengdasonum sínum en þessi gerði það aldrei og var haft á orði við hana í Edda Hólmfríður Lúðvíksdóttir ✝ Edda Hólm-fríður Lúðvíks- dóttir fæddist í Reykjavík 29. mars 1941. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 17. maí 2014. Útför Eddu fór fram frá Keflavík- urkirkju 27. maí 2014. vinnunni hvort þessi Annel væri líka sonur hennar því þegar hún tal- aði um mig var það „Annel minn“. Ég minnist hennar með hlýhug og á eftir að sakna hennar sárt því í raun var hún ein að mínum bestu vinum og hún kunni að vera tengdamamma. Ég vona að Guð eigi eftir að styrkja fjölskyldu okkar og vini. Annel Borgar Þorsteinsson. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Það er skrýtið að Edda skuli ekki vera hér lengur hjá okkur. Það er samt staðreynd að hún er farin. Okkur langar til að þakka henni fyrir allt og allt. Orð segja hins vegar svo lítið. Góði Guð, biðjum við þig að opna faðm þinn fyrir elskulegri Eddu okkar og taka vel á móti henni. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Siggi, Guðrún og An- nel, Hrafnhildur og Halli, Siggi, barnabörn og barna- barnabörn, Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Verði elsku Edda kært kvödd og megi hún hvíla í friði. Þinn bróðir Þórir og Anna. Við elsku amma áttum marg- ar góðar minningar saman. Til dæmis á sumrin fórum við sam- an í sumarbústaðinn í Þrast- arskóginum og gerðum margt, fórum í berjamó, spiluðum (Eddu-spilið, Ólsen Ólsen…), borðuðum besta hafragrautinn hennar ömmu á veröndinni undir sólinni. Amma var vön að vakna á undan öllum og gera hafragrautinn handa okkur. Hún var oft með keppni í bú- staðnum hver vær stilltastur og snyrtilegastur og hver væri fyrstur að sofna og sá sem vann oftast íkeppninni fékk að velja fyrstur af verðlaununum. Ég man varla eftir því að amma væri ekki að þrífa eða elda. Það var alltaf besti mat- urinn hjá ömmu. Ef ég ætti að lýsa ömmu þá var hún mesta pæjan. Amma vissi alltaf hvað við vildum, föt, skó, skartgripi. Við eigum líka mjög margar minningar frá Miðgarði 9, til dæmis að fara út á lóð og tína fífla fyrir hana og gefa henni og þegar maður var búinn að gefa henni fíflana, þá fór hún að ná í sápu til að þrífa fíflamjólkina af höndunum. Mér fannst alltaf gaman að hjálpa ömmu að þrífa, til dæmis að vaska upp, þurrka af og ryk- suga með litlu handryksugunni. Lovísa Lóa Annelsdóttir. Þegar ég var lítill fór ég oft til ömmu minnar og afa. Ég sagði aldrei að fara bara til ömmu eða bara til afa. Það var alltaf amma og afi. Ég man margoft eftir því þegar ég var með systrum mínum að spila. Stundum fórum við í Eddu-spil- ið en hún amma hét það og var spilið nefnt eftir henni, okkur fannst það skemmtilegt. Ég minnist þess þegar ég var yngri, þá fórum við einu sinni til þeirra á afmælisdaginn okkar, amma var búin að baka einhverja mjög góða köku. Afi sagði okkur að fara í skóna og fara fyrir framan dyrnar að bíl- skúrnum. Þegar hann var bú- inn að opna sáum við hjól. Við vorum búin að óska eftir stærri hjólum og þau gáfu okkur í af- mælisgjöf. Ég man mjög vel hvað hún var snyrtileg, góð- hjörtuð, skemmtileg og vissi alltaf hvað við vildum. Það er sárt að kveðja hana en hún er á betri stað. Hún var besta amma í heimi og hún mun vera alltaf í hjartanu mínu og allra í fjöl- skyldunni. Sigursteinn Annel Annelsson. Elsku Edda amma, ég mun ávallt elska þig og þér mun ég aldrei gleyma. Ást mín til þín er endalaus, enda geymi ég fullt af minningum um þig. Að hafa þekkt þig er dásamlegt, en að hafa misst þig, yfir því er ég svekkt. Við spiluðum oft t.d. Eddu-spilið, fórum til Flórída saman, sumarbústaðinn og töl- uðum um lífið og tilveruna og þú reyndir að gera allt sem ég bað þig um. Á þessum tímum, þá var gaman. Það verður erfitt að lifa án þín, ó elsku amma mín. Ég man þegar ég var lítil, ég var alltaf hjá þér og þú varst alltaf til í að gera allt með mér. Við töluðum og hlógum saman, já við skemmtum okkur vel, en núna ert þú farin, farin frá mér. En þótt þú sért farin þá mun ég aldrei gleyma þér og ég veit að þú munt aldrei gleyma mér. Ég veit þú munt vera hjá mér allt mitt líf og vaka yfir mér dag og nótt. Þú ert ljósið í lífi mínu og lýsir upp mitt líf eins og lítill vernd- arengill. En þegar þú ert farin, þá öllum líður illa. En þegar ég veit að þér líður vel, þá líður mér vel. Ég elska þig amma og sakna þín svo mikið. Ég er feg- in að hafa getað kvatt þig á spítalanum, ég veit þú heyrðir í mér og gerir enn. Elsku amma, ég mun ávallt elska þig og þér mun ég aldrei gleyma. Þitt barnabarn og nafna, Huldís Edda Annelsdóttir. Nú þegar amma hefur kvatt þennan heim koma margar góðar minningar fram í hugann. Amma var alltaf orkumikil, lífsglöð og dugleg. Hún fór í sund í Laugardals- lauginni nánast upp á hvern dag þangað til fyrir um ári, þegar heilsu hennar hrakaði. Amma valdi ávallt að nota útiklefann og gerði æfingar þar langt fram eftir aldri. Hún var mjög fé- lagslynd og skemmti sér ein- staklega vel þegar hún spilaði bridge með vinum sínum. Þegar við systurnar vorum yngri spil- aði hún oft við okkur og þótti það ekki síður skemmtilegt en okkur. Við fórum í ansi margar sundferðir með ömmu og það var gaman fylgjast með því þeg- ar hún heimsótti þetta „annað heimili sitt“ en þar heilsaði hún öðrum hverjum manni. Amma hafði virkilega gaman af allri útivist, hún var mikið á skíðum þegar hún var yngri og var alltaf dugleg að stunda göngur og njóta náttúrunnar. Húsið hennar ömmu var samkomustaður fjöl- skyldunnar, þar var ávallt nota- legt að vera og þar áttum við margar skemmtilegar stundir saman. Amma naut þess að vera í kringum fjölskylduna og vera umkringd barna- og barna- barnabörnum sínum. Við eigum margar fleiri minn- ingar um þig, elsku amma, sem við geymum í hjörtum okkar. Við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ninna Björg og Íris Ósk. Það voru forréttindi að alast upp í Sporðagrunni upp úr miðri síðustu öld. Sporðagrunn var okkar afmarkaða samfélag. Heimilisfeðurnir héldu til vinnu á morgnana og eftir voru konur og krakkar í hverju húsi. Krakk- arnir í endalausum leikjum, úti og inni, og konurnar í kaffi hver hjá annarri þegar færi gafst frá heimilisstörfum. Gatan var okk- ar öruggi miðpunktur með mömmur innan seilingar sem þurftu oft að hugga og skakka leikinn, en ef við vildum skoða heiminn þá voru ævintýrasvæði allt í kring, gömlu laugarnar og nýja Laugardalslaugin í bygg- ingu, holtin þar sem Hrafnista Kristín Árnadóttir ✝ Kristín Árna-dóttir fæddist 12. júní 1925. Hún lést 16. maí 2014. Útför Kristínar fór fram 28. maí 2014. er, Laugardalurinn með skurðum og mýrum og Vatna- garðarnir óskap- lega spennandi og forboðið svæði, Sundahöfn langt undan. Kristín réð ríkj- um í Sporðagrunni 14 og ól upp með kyrrlátri festu fimm kröftug og stórlynd börn. Við bjuggum í Sporðagrunni 16. Heimilisfeð- urnir voru skólafélagar og fjöl- skyldurnar byggðu saman par- hús sem skóp ramma um áratuga löng og góð nágranna- tengsl. Það var einstaklega fal- leg vinátta milli Kristínar og móður okkar, Kristjönu. Hún dó fyrir aldur fram 1990 og í hvert skipti sem við hittumst minntist Kristín þess hversu mikið hún saknaði hennar. Kristín skar sig dálítið úr mömmufjöldanum. Í fyrsta lagi var hún alltaf svo sólbrún sem vakti mikla aðdáun. Hún var líka mjög grönn og nett og við skoð- uðum með aðdáun gamlar mynd- ir sem sýndu að hún átti fortíð sem fimleikjastjarna. Hún var einstaklega rösk og hröð í snún- ingum. Ósjaldan þegar ég leit út um gluggann sá ég Kristínu á harðaspani niður götuna. Ör- stuttu síðar að mér fannst var Kristín á hraðferð aftur tilbaka þá búin að fara í laugarnar sem hún reyndi að sækja á hverjum degi. Lífið fór ekki alltaf mjúk- um höndum um Kristínu en hún tókst á við allar áskoranir af stillingu og æðruleysi. Hún var ekki kona margra orða enda þurfti hún þess ekki því hún átti þessi brúnu augu sem sögðu svo margt. Oftast kímin og góðleg, en ég sá þau líka örvænting- arfull þegar sjúkdómur heimilis- föðurins herjaði sem þyngst á fjölskyldunni. Þegar aðstæður breyttust lærði hún til sjúkraliða og starfaði við það í mörg ár. Í því starfi hefur hún örugglega átt mörg og góð handtök. Undir lokin var hún orðin ein eftir í húsinu sem áður rúmaði svo mikið líf. Þar tók hún á móti manni í neðri stofunni með kaffi- bolla og sígarettupakka sér við hlið. Sjálfri sér lík, hlýleg og innileg og minnti mann á gamla og góða tíma, t.d. allar skemmti- legu morgunstundirnar í skotinu hjá henni þegar sólin skein og fólk naut þess að drekka saman morgunkaffi í sólinni. Nú er Kristín gengin, síðasti landnem- inn í Sporðagrunni, eins og Óli sonur hennar sagði þegar hann greindi okkur frá andláti henn- ar. Hún var sannkölluð hvunn- dagshetja. Blessuð sé minning hennar og við þökkum góða samfylgd. Kveðja, systkinin í Sporða- grunni 16, Bjarni og Anna. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og vinsemd við fráfall SVEINS BIRGIS RÖGNVALDSSONAR. Guðný Kristín Rögnvaldsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.