Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 9. M A Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  126. tölublað  102. árgangur  FALLEGUR SMIÐUR BEÐINN AFSÖKUNAR URÐU ÓVINIR VIÐSKIPTA- BANKANS MESSI OG ALLIR HINIR SENUÞJÓFARNIR VIÐSKIPTAMOGGINN STJÖRNUR Á HM ÍÞRÓTTIRPRINS PÓLÓ 80 Oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, nær kjöri í borg- arstjórn samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi fram- boðslista í höfuðborginni. Fylgið mælist 5,5%. Samfylkingin ber höfuð og herðar yfir önnur framboð. Hefur fylgi flokksins aukist frá síðustu könnun og er nú 37,3%. Fengi Samfylkingin samkvæmt því sex borgarfulltrúa. Hafsteinn Birgir Einarsson, sér- fræðingur hjá Félagsvísindastofnun, segir að oddviti Framsóknar sé fimmtándi maður inn í borgarstjórn. Minnki fylgi framboðsins um 0,2% frá könnuninni nái sjöundi maður Samfylkingarinnar kjöri í stað Sveinbjargar. Stuðningur við Sjálf- stæðisflokkinn mælist nú 20,9%, fylgi sem gefur þrjá borgarfulltrúa. Fylgi Bjartrar framtíðar er nú 19,9% og dugar fyrir þremur fulltrúum, Píratar eru með 7,5% og einn mann og Vg 6,1% og einn mann. »42 Framsókn með mann  Ný könnun  Samfylking með sex í Reykjavík  Sjálfstæðisflokkur þrjá Fylgi flokka í borgarstjórn Reykjavíkur Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 21.-26.maí 2014. Samfylkingin 37,3% Sjálfstæðisflokkurinn 20,9% Björt framtíð 19,9% Píratar 7,5% Vinstri - grænir 6,1% Framsóknarflokkurinn 5,5% Dögun 1,6% Alþýðufylkingin 0,3% Aðrir 0,8% 37,3% 20,9% 19,9%7,5% 6,1% 5,5% 0,3% 1,6% 0,8%  Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir það veikja samkeppnisstöðu sjóðsins að geta aðeins veitt að hámarki 20 milljóna króna íbúðalán. Því séu „nær engar líkur á því“ að útlán sjóðsins í ár verði umtalsvert meiri en í fyrra. Oddgeir Á. Ottesen, aðal- hagfræðingur IFS Greiningar, tel- ur það munu ýta Íbúðalánasjóði út af markaðnum ef hámarkslánin verða ekki hækkuð. Hlutdeild Íbúðalánasjóðs af nýj- um útlánum á fyrstu þremur mán- uðum ársins var um 23%, eða svip- uð og allt árið í fyrra. Ný útlán sjóðsins í apríl námu hins vegar að- eins 300 milljónum króna. »12 Morgunblaðið/Ómar Reykjavík ÍLS á í vök að verjast. Hlutdeild ÍLS gæti minnkað mikið í ár  Börnin í leik- skólanum Heið- arseli í Reykja- nesbæ tala mikið um stærðfræði og vilja læra töl- ur og telja. Þetta er afrakstur þró- unarverkefnisins „Stærðfræði er líka skemmtileg“ sem unnið hefur verið að í tvö ár. Leikskólinn varð sá fyrsti til að hefja stærðfræði- kennslu með Numicom-kennsluefn- inu en það er nú til í öllum leik- skólum bæjarins. Stærðfræðinni er komið að í öllu daglegu starfi skól- ans. »26 Leikskólabörnin vilja telja og læra Sex Tölur eru um allan leikskólann. Hvalirnir eru mættir í Skjálfandaflóa eftir vetrardvöl í suðri. Þar eru hnúfubakar á ferð og nokkrar steypi- reyðar. Hvalaskoðun er mikilvægur liður í ferðaþjón- ustunni á Húsavík og tekur starfsfólk hvalaskoð- unarfyrirtækjanna og gestir þeirra hvölunum fagnandi. Ekki er annað að sjá en vertíðin sé hafin fyrir alvöru. Útlit er fyrir ágætis veður á Norðausturlandi fram yfir helgi. Hvalirnir mættir í Skjálfandaflóa Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hvalaskoð- unarvertíðin komin á fullt Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra segist hlakka til að takast á við þau verkefni sem bíði rík- isstjórnarinnar, en um síðustu helgi var liðið ár frá því að ríkisstjórn hans tók við völdum. Sigmundur segir í viðtali við Morgunblaðið að í nýju fiskveiðistjórnunarkerfi muni þurfa að vera aukin tenging á milli réttrar afkomu fyrirtækjanna og gjaldtöku, þannig að hægt verði að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi, og koma í veg fyrir of mikla sam- þjöppun. Tekur hann fram að sjávar- útvegur hafi aldrei skilað meiru til samfélagsins en nú, og að illskilj- anlegt sé hversu illa sé talað um þennan undirstöðuatvinnuveg þjóð- arinnar. Sigmundur ræðir einnig ESB- málið og þau viðbrögð sem tillaga ut- anríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hlaut. Segir hann að engin ástæða hafi verið til að ætla að við- brögðin yrðu á þann veg sem varð, og að ýmsir aðilar hafi séð sér þar leik á borði til þess að ná sér niðri á rík- isstjórninni. Þá fer Sigmundur einnig yfir stöðu Íslands á þeim 70 árum sem liðin eru frá lýðveldisstofnun. Hann segir að það verði forgangsmál á næstu árum að viðhalda byggð og þjónustu um allt land. MÁrangurinn byggðist »40 Útgerðin aldrei skil- að meiru Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigmundur Davíð Ánægður með þann árangur sem náðist á árinu. Framkvæmdir við allt að þrjú kís- ilver og eina sólarkísilverksmiðju myndu hafa keðjuverkandi áhrif út um allt hagkerfið, að mati Árna Jó- hannssonar, forstöðumanns mann- virkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Hann bendir á að fjármagn sem varið er til verktöku fari marga hringi um kerfið og hafi víða áhrif. Í gær hófust framkvæmdir við kísilver í Helguvík í Reykjanesbæ og gerður var risasamningur um sölu á afurðum annars kísilvers við Helguvík. Þá var gengið frá samn- ingsskilmálum vegna byggingar sólarkísilverksmiðju á Grundar- tanga. Fjórða kísilverkefnið er á Bakka við Húsavík. Mörg hundruð varanleg störf munu skapast verði þessi verkefni að veruleika og á annað þúsund störf verða í 2–3 ár við uppbygginguna. „Við erum að sjá hugmyndir um að nýta orkuna á Íslandi til að skapa ný verðmæti verða að veru- leika, verðmæti sem eftirspurn er eftir úti í hinum stóra heimi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra. Hann segir að verkefnin muni hafa jákvæð áhrif við sköpun nýrra starfa, auka hagvöxt og ekki síst við öflun gjaldeyris. »ViðskiptaMogginn Keðjuverkandi áhrif  Fjögur kísilverkefni á þremur stöðum eru í burðarliðnum Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Mora cera Eldhústæki Verð áður: 25.500.- TILBOÐ:19.900.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.