Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 N 28 2014 Listahátíð í Reykjavík www.listahatid.is Khatia Buniatishvili Einleikstónleikar Harpa, Eldborg 29. maí, kl. 20:00 kr. 5.200—9.200 Listahátíð í Reykjavík 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það má segja að við stöldrum við og lítum til baka á þessari sýningu samtímis því sem við leikum okkur með fortíðina,“ segir Unnar Örn Auðarsson, annar tveggja sýning- arstjóra sýningarinnar S7 – Suð- urgata >> Árbær (ekki á leið) sem opnuð verður í Árbæjarsafni á morgun kl 17. Samsýningarstjóri hans er Heiðar Kári Rannversson. Spurður um tilurð sýningarinnar rifjar Unnar Örn upp að árið 2010 hafi Nýlistasafnið ráðist í það risa- vaxna verkefni að gefa út sögu þeirra óteljandi sýninga sem runnið hafi í gegnum sanfið á 30 ára starfs- afmæli þess. „Í framhaldinu af út- gáfu á sýningarsögu safnsins var formlega stofnað innan Nýlista- safnsins Arkíf um listamannarekin sýningarrými, þar sem haldið er til haga frumheimildum um gallerí og annan sýningarvettvang sem lista- menn hafa staðið að,“ segir Unnar Örn og rifjar upp að á árunum 1977 til 1982 hafi hópur ungra listamanna staðið fyrir afkastamikilli sýning- arstarfsemi sem og útgáfu tímarits- ins Svarts á hvítu í húsinu að Suð- urgötu 7 sem í dag gengur undir nafninu Hjaltestedhúsið á Árbæj- arsafninu, en húsið er eitt af elstu húsum borgarinnar, byggt árið 1833. Nýtt hlutverk sem safngripur „Sýningin er unnin í samstarfi við Minjasafn Reykjavíkur sem árið 1983 flutti húsið í heilu lagi á Árbæj- arsafn,“ segir Unnar Örn og tekur fram að eðlilega hafi öll merki um fyrri gallerístarfsemi verið þurrkuð út þegar húsið fékk nýtt hlutverk sem safngripur, en í Hjaltested- húsinu er í dag sviðsett heimili efna- fólks frá því um aldamótin 1900. Aðspurður segir Unnar Örn að fjórum ungum listamönnum verið boðið að vinna ný verk fyrir sýn- inguna S7 - Suðurgata. „Listamenn- irnir Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sæmund- ur Þór Helgason og Styrmir Örn Guðmundsson vinna verk sín inn í marglaga sögu hússins, arkitektúr þess og safnafræðilegt samhengi. Einnig hafa verið valin verk sem kallast á við þá sögulegu sviðsetn- ingu sem sett hefur verið upp í hús- inu. Þau eru eftir listamennina Önnu Hrund Másdóttur, Örnu Ótt- arsdóttur, Arnar Ásgeirsson og Leif Ými Eyjólfsson,“ segir Unnar Örn og bendir á að allir séu listamenn- irnir fæddir 1982 eða seinna. „Með sýningunni okkar nú verða gallerí- starfseminni að Suðurgötu 7 í fyrsta sinn gerð skil,“ segir Unnar Örn og bendir á að samhliða sýningunni komi út vegleg sýningarskrá þar sem fjallað er ítarlega um sýning- arsögu Gallerís Suðurgötu 7, sögu hússins og listamannarekinna rýma. Samfelld saga sem aldrei lýkur „Saga listamannarekinna rýma er í raun samfelld saga sem aldrei lýk- ur. Þannig tekur eitt við af öðru. Ungt og orkumikið listafólk sem vill sýna sitt finnur sér alltaf rými til þess. Orkan sem ríkti í kringum Gallerí Suðurgötu 7 dó ekki þegar starfsemin þar lagðist af og húsið var flutt, heldur fann orkan sér nýj- an vettvang,“ segir Unnar Örn og bendir á að ótal rými séu út um all- an bæ í dag þar sem ungir lista- menn eru að vinna og sýna. „Þessi orka finnur sér síðan leið inn í stóru söfnin og allt listkerfið.“ Þess skal að lokum getið að sýn- ingin stendur til 31. ágúst og er opin alla daga milli kl. 10 og 17. Morgunblaðið/Ómar Við Suðurgötu 7 Í fremri röð f.v. eru Hrafnhildur Helgadóttir og Heiðar Kári Rannversson, en í aftari röð f.v. Leif- ur Ýmir Eyjólfsson, Sæmundur Þór Helgason, Styrmir Örn Guðmundsson, Erla Silfá Þorgrímsdóttir og Unnar Örn. Orkan finnur sér rými Morgunblaðið/Ómar Safngripur Sett hafa verið upp valin verk í herbergjum Suðurgötu 7 sem kallast á við þá sögulegu sviðsetningu sem sett hefur verið upp í húsinu. „Pure mobile vs. Dolce vita“ nefn- ist gjörningur og listamannaspjall Moniku Frycová sem Myndhöggvarafélagið býður upp á í húsakynnum sínum að Nýlendu- götu 15 í dag, fimmtudag, kl. 13.00. Viðburðurinn er hluti af Listahátíð í Reykjavík. „Í september 2013 lagði Monika Frycová af stað frá Seyðisfirði með ferjunni Smyrli. Með í för var mótorhjól og tíu kíló af saltfiski. Ferðinni var heitið til Lissabon í Portúgal þar sem verkið var sýnt í Triangle Xerem. Nú er Monika á leið til Íslands aftur, með portú- galska afurð í farteskinu sem hún sýnir og segir frá á Listahátíð,“ segir í tilkynningu. Með saltfisk í farteskinu Ljósmynd/Andrea Riboni Mótorfákur Monika Frycová er tékkneskur myndlistarmaður sem býr og starfar að hluta til á Íslandi. Hún segir frá nýjasta verki sínu á Listahátíð. Örmyndirnar Ég er Ísland - Suður- land í mannsmynd verða frumsýndar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í dag kl. 18. „Um er að ræða fimm ör- myndir sem innihalda stutta persónu- lega frásögn nokkurra Sunnlend- inga. Þær festa á filmu áhrifaríka staði, stórbrotna náttúru, upplifun af Suðurlandi, menningu, sögur, raunir, tilfinningar og fegurð; - Suðurland í mannsmynd,“ segir í tilkynningu. Fyrir er til sýnis í safninu Hringiða sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Meðal þeirra sem þátt taka í Hring- iðu er Katrín Elvarsdóttir og mun hún ræða við gesti um sýninguna 1. júní kl. 15. Örmyndir og listamannaspjall Röð Úr myndaröðinni Hringiðu eftir Katr- ínu Elvarsdóttur í Listasafni Árnesinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.