Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftirköst„evrópskajarðskjálft- ans“ eru athygl- isverð. Það glitti í fyrstu viðbrögðin á kvöldfundi leiðtoga ESB- ríkjanna daginn eftir að úrslitin komu í hús. Leiðtogar ESB byrjuðu á að fagna því að kosn- ingaþátttakan varð betri en síð- ast. Einhvern tíma hefði verið sagt að „litlu verður Vöggur feginn.“ Kosningaþátttakan var sem sagt 0,09% betri en fyrir 5 árum þegar hún skóf botninn. Og það skondna var að fleiri andstæðingar ESB drögnuðust á kjörstað núna en endranær, þegar augljóst virt- ist, að flokkar í nöp við evru og búrókrata í Brussel hefðu nokkurn byr. Í Frakklandi, öðrum aðalás ESB-samstarfsins, sátu yfir 60% kjósenda heima. Hollande, forseti Frakklands, hengdi kulnaðar vonir sínar á þann hankann, þegar hann kyngdi sigri Marine Le Pen í sjón- varpsávarpi, en flokkur Le Pen varð stærstur flokka í þessum kosningum með fjórðung at- kvæða. Flokkur forsetans var rassskelltur, hlaut aðeins tæp 14% atkvæðanna. Hollande hélt neyðarfund í ríkisstjórn sinni á mánudagsmorgni og lofaði ýmsu, m.a. skattalækkunum. Forsetinn sagðist einnig líta á kvöldverð leiðtoganna í Brussel sama dag sem neyðarfund. Á hon- um yrði að taka fyrstu skref í átt til minni afskipta ESB, aukinnar for- ystu aðildarþjóðanna á kostnað umboðslausra stjórnenda og baráttu fyrir auknum hagvexti. Hollande forseti sagði ESB fjarlægt og óskiljanlegt hinum almenna borgara. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, var einnig vígreifur þegar hann ræddi við blaðamenn við komu sína til Brussel. Hann sagði ESB orðið of stórt, fyrirferðarmikið og ráðríkt. Það ætti að láta aðild- arríkjunum eftir allt sem þau réðu við og aðeins fást við það fáa sem væri utan getu ríkj- anna. Ef þetta gengur eftir gætu ESB-ríkin jafnvel fengið að ráða því hvernig ljósaperur verði notaðar heima fyrir fram- vegis. Líklegt er þó að úrskurð- að yrði af Evrópudómstólnum, sem ber að stuðla að samruna ríkjanna, að slíkt verkefni væri venjulegum þjóðum ofvaxið. Í Bretlandi fór Frjálslyndi flokkurinn hrakför og Clegg, varaforsætisráðherra, stendur tæpt. Hann ber sig vel og segist stoltur yfir því að hans flokkur hafi verið einlægastur flokka í stuðningi við ESB. En slík ein- lægni hafi vissulega verið dýr- keypt. Kostaði alla þingmenn, nema einn, pólitískt lífið. Niðurlægðir leiðtog- ar berja sér á brjóst og bumbur} Nú eru það neyðarlegu neyðarfundirnir Fjármálaráð-herra gerði losun fjármagns- hafta að umtalsefni á ársfundi Fjár- málaeftirlitsins í gær og kynnti breytingar á fyrirkomulagi þeirrar vinnu sem á sér stað á vegum stjórnvalda til að losa um höftin. Hann benti á að fátt væri jafn mikilvægt fyrir ís- lenskan fjármálamarkað og losun haftanna og er óhætt að taka undir það. Raunar er það svo að losun haftanna snertir mun fleiri en fjármálamark- aðinn, því að öll fyrirtæki og heimili í landinu líða fyrir höft- in, beint eða óbeint. Fjármálaráðherra vék einn- ig að þessu í ræðu sinni þegar hann benti á að í almennri um- ræðu um fjármagnshöft bæri iðulega á því að rætt væri sér- staklega um stöðu slitabúanna og möguleika þeirra til að greiða kröfuhöfum út eignir. „Minna er gert úr möguleikum hins almenna Íslendings til sérlausna – heimilanna, fyr- irtækjanna, lífeyrissjóðanna og allra hinna sem eru fastir í þessum sömu höftum og slitabúin. Þetta ber með sér að kröfuhafahópum hafi orðið nokkuð ágengt í því að telja fólki trú um, að skjót og farsæl lausn fyrir slitabúin gagnist heildar- hagsmunum okkar. Fjölmiðlar spyrja sjaldnast um áhrif haft- anna á heimilin og fyrirtækin en þeim mun oftar um hvort samtal hafi átt sér stað við kröfuhafa. Þeir virðast lítt uppteknir af stöðunni fyrir ís- lenskan almenning ef vanhugs- aðar undanþágur yrðu veittar erlendum áhættufjárfestum,“ sagði fjármálaráðherra. Þetta eru sömu sjónarmið og komu nýlega fram hjá for- sætisráðherra og hafa frá upp- hafi komið frá þessari rík- isstjórn. Afar mikilvægt er að staðið verði fast á því að hags- munir íslensks almennings séu í fyrirrúmi og að ekki sé látið undan þrýstingi erlendra kröfuhafa og innlendra mál- pípna þeirra. Hagsmuni erlendra kröfuhafa má aldrei aftur taka fram yfir innlenda hagsmuni} Almenningur í forgangi Þ eir sem hafa kosið að stimpla Framsóknarflokkinn sem þjóð- ernissinnaðan afturhaldsflokk sem líti útlendinga hornauga hafa fram að þessu ekki haft af- gerandi dæmi þeirri skoðun sinni til staðfest- ingar. Formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, á reyndar til að hampa þjóðlegum gildum í ræðum sínum og fær iðulega bágt fyrir og þegar hann fór í megrunarkúr hér um árið valdi hann íslenskan kúr, og þótti þar með sýna andúð á því sem útlenskt er. Forsætisráðherrann er síðan mikill and- stæðingur þess að Ísland gangi í Evrópu- sambandið. Ekkert af framansögðu er sér- stök sönnun þess að Framsóknarflokkurinn hatist við það sem útlent er. Það hlýtur að vera í lagi að forsætisráðherra haldi þjóðlegar ræður á tyllidögum, varla er það svo grunsamlegt að borða íslenskan mat í megrunarkúr (þótt vissulega megi flokka það sem sér- visku) og vonandi telst það ekki staðfesting á útlend- ingahatri að vera andstæðingur þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Nú ber hins vegar svo við að oddviti Framsókn- arflokksins í borginni vill afturkalla lóð sem veitt hefur verið til byggingar mosku í borginni. Nær ómögulegt er að túlka orð oddvitans á annan hátt en sem andúð í garð múslima. Nokkrir forvígismenn Framsóknarflokksins hafa stigið fram og harmað þetta útspil oddvitans, þar á meðal er þingflokksformaður flokksins og ut- anríkisráðherra. Formaður Framsókn- arflokksins og forsætisráðherra hefur ekki tjáð sig um málið og er það miður. Hann ætti að kveða sér hljóðs og mótmæla harðlega þeim viðhorfum sem oddvitinn virðist aðhyll- ast. Framsóknarflokkurinn er leiðandi í rík- isstjórnarsamstarfinu og samstarfsflokk- urinn og kjósendur í landinu eiga rétt á að vita af því ef hörð andstaða við innflytjendur sem fylgja ekki „réttri“ trú er eitt af stefnu- málum flokksins. Flokkar sem kenna sig við umburðarlyndi og virða trúfrelsi geta sóma síns vegna ekki unnið með flokki sem er hat- ursfullur í garð innflytjenda. Í símatíma á útvarpsstöð mátti í vikunni heyra fólk, sem vísast hrósar sér af því að vera hreinræktaðir Íslendingar, lýsa andúð sinni á mús- limum. Einn harmaði það mjög að múslimar skuli fjölga sér og annar, sem taldi sig afar umburðarlyndan, sagði svosem í lagi að múslimar ættu mosku meðan það hús væri fjarri mannabyggð. Innhringjendur tóku svo sér- staklega fram að þeir ætluðu að kjósa Framsókn- arflokkinn næstkomandi laugardag. Framsóknarflokkurinn kann að ná inn manni í borg- arstjórn vegna þess að fordómar oddvitans í garð músl- ima laða að atkvæði þeirra sem eru sama sinnis. Fróð- legt verður að sjá hvort forvígismenn flokksins muni fagna nýjum kjósendum sínum og leggja sig fram við að gera þeim sérstaklega til hæfis. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Fordómar í Framsókn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Alls 18,4% fullorðinna íbúa34 aðildarríkja Efnahags-og framfarastofnunar-innar, OECD, þjást af of- fitu. Af þeim ríkjum sem tölur stofn- unarinnar ná til er vandinn mestur í Bandaríkjunum, Mexíkó og Nýja- Sjálandi, þar sem hlutfall of feitra er yfir 30% en neðst á listanum er að finna Indland, Indónesíu, Kína, Jap- an og Kóreu, þar sem hlutfallið er innan við 5%. Þetta kemur fram í nýju yfirliti stofnunarinnar um offitu í heiminum en þar segir einnig að þrátt fyrir að nýjar upplýsingar frá tíu ríkjum staðfesti áframhaldandi útbreiðslu vandans, hafi aukningin verið hægari síðastliðin fimm ár en áður hefur sést. Í yfirlitinu kemur fram að vax- andi fjöldi landa hafi gripið til að- gerða til að stöðva útbreiðslu offitu. Nokkur aðildarríkja OECD hafa til að mynda gripið til fjárhagslegra hvata í auknum mæli en í ein- hverjum ríkjum Bandaríkjanna geta einstaklingar t.d. fengið ákveðin gjöld niðurfelld ef þeir uppfylla ákveðin heilbrigðisviðmið. Þá hafa stjórnvöld í löndum á borð við Bandaríkin og Bretland einnig feng- ið fyrirtæki og stofnanir í lið með sér til að ná tilteknum lýðheilsumark- miðum. Viðamiklar aðgerðir í Mexíkó Eitt þeirra ríkja sem hafa gripið til hvað víðtækastra aðgerða er Mexíkó. Þar var tekin í gagnið að- gerðaáætlun til að berjast gegn yf- irvigt, offitu og sykursýki en hún byggist á þremur þáttum: bættri heilsu og eftirliti, betri þjónustu við fólk með langvinna sjúkdóma og reglugerðum og fjárhagslegum úr- ræðum. Frá því að áætluninni var hrundið úr vör á seinni hluta árs 2013 hefur m.a. verið ráðist í fjöl- miðlaherferð til að vekja fólk til með- vitundar um offitu og tengda lang- vinna sjúkdóma og endurskoðun á reglum um auglýsingar sem miðað er að börnum, merkingar á unnum matvörum og matarframboð í skól- um. Mexíkó er einnig meðal þeirra ríkja sem hafa gripið til skattlagn- ingar í baráttunni gegn offitu. Í jan- úar á þessu ári var 8% skattur lagð- ur á öll matvæli sem innihalda meira en 275 hitaeiningar í hverjum 100 grömmum og 1 pesóa, 0,06 evrur, á hvern lítra af drykkjum með við- bættum sykri. Tekjurnar af skatt- inum, sem var harðlega mótmælt af hagsmunaaðilum en vel tekið af al- menningi, eiga að renna til heilbrigð- istengdra verkefna en hafa þó ekki verið sérstaklega eyrnamerktar. Beita skattlagningu Samkvæmt yfirliti OECD eru Danmörk, Finnland, Frakkland og Ungverjaland meðal annarra aðild- arríkja sem hafa tekið upp viðlíka skattlagningu á mat og óáfenga drykki. Í Ungverjalandi leiddu kannanir í ljós að sérstakur heilsu- skattur sem var tekinn upp 2011 varð til þess að verð þeirra vara sem álögurnar náðu til hækkaði um 29% en sala þeirra dróst saman um 27%. Þá er áætlað að um 40% framleið- enda hafi gripið til aðgerða í kjölfar- ið og minnkað eða hætt notkun þeirra innihaldsefna sem skatturinn nær til. Í Danmörku dróst neysla ákveðinna vara saman um 10-15% eftir að þarlend stjórnvöld ákváðu að skattleggja mettaða fitu árið 2011 en fallið var frá skattlagningunni í nóv- ember 2012 vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum og pólitísks ágrein- ings um málið. Ríkin grípa til vopna gegn offituvandanum Morgunblaðið/Þorkell Óhollusta Heilbrigðisyfirvöld á Írlandi áætluðu árið 2012 að 10% skattur á sykraða drykki myndi fækka of feitum um 10.000. Samkvæmt tölum OECD, sem eru allt að tveggja ára gamlar, er hlutfall of feitra ein- staklinga eldri en 15 ára 21% á Íslandi. Alls þjást 19,3% kvenna á Íslandi af offitu en 22,7% karla. Meirihluti íbúa aðildarríkja OECD, þar af eitt af hverjum fimm börnum, er í yfirþyngd eða þjáist af offitu. Fjöldi of feitra einstaklinga og ein- staklinga í yfirþyngd hefur nokkurn veginn staðið í stað í Bandaríkjunum, Englandi, Ítalíu og Kóreu en aukist um 2-3% í Ástralíu, Kanada, Frakklandi, Mexíkó, Spáni og Sviss. Þeir sem eru minna mennt- aðir og lægra settir félags- hagfræðilega eru líklegri til að þjást af offitu en það á sér- staklega við um konur. Offita hefur þó aukist meðal allra hópa óháð menntunarstigi síð- astliðin ár. 21% Íslend- inga of feitir OFFITA OG YFIRÞYNGD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.