Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 46

Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftirköst„evrópskajarðskjálft- ans“ eru athygl- isverð. Það glitti í fyrstu viðbrögðin á kvöldfundi leiðtoga ESB- ríkjanna daginn eftir að úrslitin komu í hús. Leiðtogar ESB byrjuðu á að fagna því að kosn- ingaþátttakan varð betri en síð- ast. Einhvern tíma hefði verið sagt að „litlu verður Vöggur feginn.“ Kosningaþátttakan var sem sagt 0,09% betri en fyrir 5 árum þegar hún skóf botninn. Og það skondna var að fleiri andstæðingar ESB drögnuðust á kjörstað núna en endranær, þegar augljóst virt- ist, að flokkar í nöp við evru og búrókrata í Brussel hefðu nokkurn byr. Í Frakklandi, öðrum aðalás ESB-samstarfsins, sátu yfir 60% kjósenda heima. Hollande, forseti Frakklands, hengdi kulnaðar vonir sínar á þann hankann, þegar hann kyngdi sigri Marine Le Pen í sjón- varpsávarpi, en flokkur Le Pen varð stærstur flokka í þessum kosningum með fjórðung at- kvæða. Flokkur forsetans var rassskelltur, hlaut aðeins tæp 14% atkvæðanna. Hollande hélt neyðarfund í ríkisstjórn sinni á mánudagsmorgni og lofaði ýmsu, m.a. skattalækkunum. Forsetinn sagðist einnig líta á kvöldverð leiðtoganna í Brussel sama dag sem neyðarfund. Á hon- um yrði að taka fyrstu skref í átt til minni afskipta ESB, aukinnar for- ystu aðildarþjóðanna á kostnað umboðslausra stjórnenda og baráttu fyrir auknum hagvexti. Hollande forseti sagði ESB fjarlægt og óskiljanlegt hinum almenna borgara. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, var einnig vígreifur þegar hann ræddi við blaðamenn við komu sína til Brussel. Hann sagði ESB orðið of stórt, fyrirferðarmikið og ráðríkt. Það ætti að láta aðild- arríkjunum eftir allt sem þau réðu við og aðeins fást við það fáa sem væri utan getu ríkj- anna. Ef þetta gengur eftir gætu ESB-ríkin jafnvel fengið að ráða því hvernig ljósaperur verði notaðar heima fyrir fram- vegis. Líklegt er þó að úrskurð- að yrði af Evrópudómstólnum, sem ber að stuðla að samruna ríkjanna, að slíkt verkefni væri venjulegum þjóðum ofvaxið. Í Bretlandi fór Frjálslyndi flokkurinn hrakför og Clegg, varaforsætisráðherra, stendur tæpt. Hann ber sig vel og segist stoltur yfir því að hans flokkur hafi verið einlægastur flokka í stuðningi við ESB. En slík ein- lægni hafi vissulega verið dýr- keypt. Kostaði alla þingmenn, nema einn, pólitískt lífið. Niðurlægðir leiðtog- ar berja sér á brjóst og bumbur} Nú eru það neyðarlegu neyðarfundirnir Fjármálaráð-herra gerði losun fjármagns- hafta að umtalsefni á ársfundi Fjár- málaeftirlitsins í gær og kynnti breytingar á fyrirkomulagi þeirrar vinnu sem á sér stað á vegum stjórnvalda til að losa um höftin. Hann benti á að fátt væri jafn mikilvægt fyrir ís- lenskan fjármálamarkað og losun haftanna og er óhætt að taka undir það. Raunar er það svo að losun haftanna snertir mun fleiri en fjármálamark- aðinn, því að öll fyrirtæki og heimili í landinu líða fyrir höft- in, beint eða óbeint. Fjármálaráðherra vék einn- ig að þessu í ræðu sinni þegar hann benti á að í almennri um- ræðu um fjármagnshöft bæri iðulega á því að rætt væri sér- staklega um stöðu slitabúanna og möguleika þeirra til að greiða kröfuhöfum út eignir. „Minna er gert úr möguleikum hins almenna Íslendings til sérlausna – heimilanna, fyr- irtækjanna, lífeyrissjóðanna og allra hinna sem eru fastir í þessum sömu höftum og slitabúin. Þetta ber með sér að kröfuhafahópum hafi orðið nokkuð ágengt í því að telja fólki trú um, að skjót og farsæl lausn fyrir slitabúin gagnist heildar- hagsmunum okkar. Fjölmiðlar spyrja sjaldnast um áhrif haft- anna á heimilin og fyrirtækin en þeim mun oftar um hvort samtal hafi átt sér stað við kröfuhafa. Þeir virðast lítt uppteknir af stöðunni fyrir ís- lenskan almenning ef vanhugs- aðar undanþágur yrðu veittar erlendum áhættufjárfestum,“ sagði fjármálaráðherra. Þetta eru sömu sjónarmið og komu nýlega fram hjá for- sætisráðherra og hafa frá upp- hafi komið frá þessari rík- isstjórn. Afar mikilvægt er að staðið verði fast á því að hags- munir íslensks almennings séu í fyrirrúmi og að ekki sé látið undan þrýstingi erlendra kröfuhafa og innlendra mál- pípna þeirra. Hagsmuni erlendra kröfuhafa má aldrei aftur taka fram yfir innlenda hagsmuni} Almenningur í forgangi Þ eir sem hafa kosið að stimpla Framsóknarflokkinn sem þjóð- ernissinnaðan afturhaldsflokk sem líti útlendinga hornauga hafa fram að þessu ekki haft af- gerandi dæmi þeirri skoðun sinni til staðfest- ingar. Formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, á reyndar til að hampa þjóðlegum gildum í ræðum sínum og fær iðulega bágt fyrir og þegar hann fór í megrunarkúr hér um árið valdi hann íslenskan kúr, og þótti þar með sýna andúð á því sem útlenskt er. Forsætisráðherrann er síðan mikill and- stæðingur þess að Ísland gangi í Evrópu- sambandið. Ekkert af framansögðu er sér- stök sönnun þess að Framsóknarflokkurinn hatist við það sem útlent er. Það hlýtur að vera í lagi að forsætisráðherra haldi þjóðlegar ræður á tyllidögum, varla er það svo grunsamlegt að borða íslenskan mat í megrunarkúr (þótt vissulega megi flokka það sem sér- visku) og vonandi telst það ekki staðfesting á útlend- ingahatri að vera andstæðingur þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Nú ber hins vegar svo við að oddviti Framsókn- arflokksins í borginni vill afturkalla lóð sem veitt hefur verið til byggingar mosku í borginni. Nær ómögulegt er að túlka orð oddvitans á annan hátt en sem andúð í garð múslima. Nokkrir forvígismenn Framsóknarflokksins hafa stigið fram og harmað þetta útspil oddvitans, þar á meðal er þingflokksformaður flokksins og ut- anríkisráðherra. Formaður Framsókn- arflokksins og forsætisráðherra hefur ekki tjáð sig um málið og er það miður. Hann ætti að kveða sér hljóðs og mótmæla harðlega þeim viðhorfum sem oddvitinn virðist aðhyll- ast. Framsóknarflokkurinn er leiðandi í rík- isstjórnarsamstarfinu og samstarfsflokk- urinn og kjósendur í landinu eiga rétt á að vita af því ef hörð andstaða við innflytjendur sem fylgja ekki „réttri“ trú er eitt af stefnu- málum flokksins. Flokkar sem kenna sig við umburðarlyndi og virða trúfrelsi geta sóma síns vegna ekki unnið með flokki sem er hat- ursfullur í garð innflytjenda. Í símatíma á útvarpsstöð mátti í vikunni heyra fólk, sem vísast hrósar sér af því að vera hreinræktaðir Íslendingar, lýsa andúð sinni á mús- limum. Einn harmaði það mjög að múslimar skuli fjölga sér og annar, sem taldi sig afar umburðarlyndan, sagði svosem í lagi að múslimar ættu mosku meðan það hús væri fjarri mannabyggð. Innhringjendur tóku svo sér- staklega fram að þeir ætluðu að kjósa Framsókn- arflokkinn næstkomandi laugardag. Framsóknarflokkurinn kann að ná inn manni í borg- arstjórn vegna þess að fordómar oddvitans í garð músl- ima laða að atkvæði þeirra sem eru sama sinnis. Fróð- legt verður að sjá hvort forvígismenn flokksins muni fagna nýjum kjósendum sínum og leggja sig fram við að gera þeim sérstaklega til hæfis. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Fordómar í Framsókn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Alls 18,4% fullorðinna íbúa34 aðildarríkja Efnahags-og framfarastofnunar-innar, OECD, þjást af of- fitu. Af þeim ríkjum sem tölur stofn- unarinnar ná til er vandinn mestur í Bandaríkjunum, Mexíkó og Nýja- Sjálandi, þar sem hlutfall of feitra er yfir 30% en neðst á listanum er að finna Indland, Indónesíu, Kína, Jap- an og Kóreu, þar sem hlutfallið er innan við 5%. Þetta kemur fram í nýju yfirliti stofnunarinnar um offitu í heiminum en þar segir einnig að þrátt fyrir að nýjar upplýsingar frá tíu ríkjum staðfesti áframhaldandi útbreiðslu vandans, hafi aukningin verið hægari síðastliðin fimm ár en áður hefur sést. Í yfirlitinu kemur fram að vax- andi fjöldi landa hafi gripið til að- gerða til að stöðva útbreiðslu offitu. Nokkur aðildarríkja OECD hafa til að mynda gripið til fjárhagslegra hvata í auknum mæli en í ein- hverjum ríkjum Bandaríkjanna geta einstaklingar t.d. fengið ákveðin gjöld niðurfelld ef þeir uppfylla ákveðin heilbrigðisviðmið. Þá hafa stjórnvöld í löndum á borð við Bandaríkin og Bretland einnig feng- ið fyrirtæki og stofnanir í lið með sér til að ná tilteknum lýðheilsumark- miðum. Viðamiklar aðgerðir í Mexíkó Eitt þeirra ríkja sem hafa gripið til hvað víðtækastra aðgerða er Mexíkó. Þar var tekin í gagnið að- gerðaáætlun til að berjast gegn yf- irvigt, offitu og sykursýki en hún byggist á þremur þáttum: bættri heilsu og eftirliti, betri þjónustu við fólk með langvinna sjúkdóma og reglugerðum og fjárhagslegum úr- ræðum. Frá því að áætluninni var hrundið úr vör á seinni hluta árs 2013 hefur m.a. verið ráðist í fjöl- miðlaherferð til að vekja fólk til með- vitundar um offitu og tengda lang- vinna sjúkdóma og endurskoðun á reglum um auglýsingar sem miðað er að börnum, merkingar á unnum matvörum og matarframboð í skól- um. Mexíkó er einnig meðal þeirra ríkja sem hafa gripið til skattlagn- ingar í baráttunni gegn offitu. Í jan- úar á þessu ári var 8% skattur lagð- ur á öll matvæli sem innihalda meira en 275 hitaeiningar í hverjum 100 grömmum og 1 pesóa, 0,06 evrur, á hvern lítra af drykkjum með við- bættum sykri. Tekjurnar af skatt- inum, sem var harðlega mótmælt af hagsmunaaðilum en vel tekið af al- menningi, eiga að renna til heilbrigð- istengdra verkefna en hafa þó ekki verið sérstaklega eyrnamerktar. Beita skattlagningu Samkvæmt yfirliti OECD eru Danmörk, Finnland, Frakkland og Ungverjaland meðal annarra aðild- arríkja sem hafa tekið upp viðlíka skattlagningu á mat og óáfenga drykki. Í Ungverjalandi leiddu kannanir í ljós að sérstakur heilsu- skattur sem var tekinn upp 2011 varð til þess að verð þeirra vara sem álögurnar náðu til hækkaði um 29% en sala þeirra dróst saman um 27%. Þá er áætlað að um 40% framleið- enda hafi gripið til aðgerða í kjölfar- ið og minnkað eða hætt notkun þeirra innihaldsefna sem skatturinn nær til. Í Danmörku dróst neysla ákveðinna vara saman um 10-15% eftir að þarlend stjórnvöld ákváðu að skattleggja mettaða fitu árið 2011 en fallið var frá skattlagningunni í nóv- ember 2012 vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum og pólitísks ágrein- ings um málið. Ríkin grípa til vopna gegn offituvandanum Morgunblaðið/Þorkell Óhollusta Heilbrigðisyfirvöld á Írlandi áætluðu árið 2012 að 10% skattur á sykraða drykki myndi fækka of feitum um 10.000. Samkvæmt tölum OECD, sem eru allt að tveggja ára gamlar, er hlutfall of feitra ein- staklinga eldri en 15 ára 21% á Íslandi. Alls þjást 19,3% kvenna á Íslandi af offitu en 22,7% karla. Meirihluti íbúa aðildarríkja OECD, þar af eitt af hverjum fimm börnum, er í yfirþyngd eða þjáist af offitu. Fjöldi of feitra einstaklinga og ein- staklinga í yfirþyngd hefur nokkurn veginn staðið í stað í Bandaríkjunum, Englandi, Ítalíu og Kóreu en aukist um 2-3% í Ástralíu, Kanada, Frakklandi, Mexíkó, Spáni og Sviss. Þeir sem eru minna mennt- aðir og lægra settir félags- hagfræðilega eru líklegri til að þjást af offitu en það á sér- staklega við um konur. Offita hefur þó aukist meðal allra hópa óháð menntunarstigi síð- astliðin ár. 21% Íslend- inga of feitir OFFITA OG YFIRÞYNGD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.