Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 56
56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Mér finnst að borg- aryfirvöld hafi verið afar slöpp í því að vinna gegn ýmsum umhverfislýtum sem er að finna víðsvegar um borgina. Það hef- ur oft áður á vett- vangi Morgunblaðsins verið fjallað um þau mál, en því miður án þess að gaumur hafi verið gefinn að eðli- legum ábendingum um það sem betur má fara. Nú þegar dregur að borgarstjórnarkosningum er ekki úr vegi að kjósendur skoði afrekaskrá núverandi meirihluta í þeim efnum og íhugi hvort vítin séu til þess að varast þau og hvort þeir vilji hreina og snyrtilega borg. Ég hvet Reykvíkinga til þess að spyrja frambjóðendur til borgarstjórnar þ.m.t. í öllum Gnarrfylkingarafleggjurum hvað þeim finnist um eftirfarandi og hvort eða hvað eigi að gera í mál- unum eða hvort afgreiða eigi út- svarsgreiðendur með meira af því sama? Krot og málning Veggjakrot er augljós hörmungarsjón og slæm skemmd á eignum. Þetta var að lagast sums staðar um hríð þegar þáver- andi borgaryfirvöld lögðu metnað í að vera með stöðuga hreinsun sem mér fannst nokkuð skynsamleg sálfræðibarátta og skilaboð til skemmdarvarganna um að þetta yrði ekki liðið. Þetta tókst nokkuð vel þar sem ég sá til og vargarnir gáfust upp um hríð og var allt hreinna og fallegra víða í nokkurn tíma. Þetta hefur hins vegar versnað aftur og mjög hin síðustu ár og get ég vitnað um harmkvæl- una við göngubrúna og á útbíuð- um stöplunum undir Gullinbrú við Grafarvog en ekkert er að gert, hvað þá að þessi andskoti sé upp- rættur úr miðbænum, sem er vægast sagt hörmuleg borg- arkynning. Hvað finnst frambjóð- endum um sóðaskapinn? Á að gera málarmeisturunum að greiða fyrir skemmdirnar og svo sekta þá að auki eða þá að mála sárvantandi öryggismerkingar á götum eins og sebrabrautir í staðinn? Finnst þeim hverjum og einum svona lag- að velviðunandi eða hvernig vilja þeir að borgin bregðist við? Bílakirkjugarðar Ónýtir bílar og ým- is efni og ónýtt föng fyrir framan bygg- ingar eða við götur eru önnur lýti sem eru látin viðgangast í hverfum höfuðborg- arinnar og alls kyns tækja- og búnaðarhræ víða og keyri ég dag- lega fram hjá slíkum. Hvað ætlar þú fram- bjóðandi góður að gera til þess að slíkt verði alls staðar hreinsað burt eða finnst þér þetta í lagi eins og frá- farandi meirihluta augljóslega finnst? Frágangur Ófrágengnar byggingar eru víða um borgina og eru jafnvel bygg- ingar, sem eru komnar til ára sinna, enn ópússaðar, ómálaðar eða óklæddar og eru hryggð- armyndir að sjá og á þetta einkum við iðnaðarhúsnæði. Hvað finnst þér og þínum flokki um svona slóðaskap? Finnst þér þetta sæma höfuðborg landsins? Hvað ætlið þið að gera í málunum? Blettasár Ókláraðir lóðablettir og smá svæði, sem særa augun, eru því miður víða þ.m.t. í eldri iðn- aðarhverfum, sem ættu að vera löngu fullgróin. Auðvelt ætti að vera að sá grasfræjum, gróð- ursetja lágvaxna kvisti eða tré eft- ir því sem við á og gera mönnum að gera slíkt hið sama inni á lóð- um sínum ef þarf. Ætlar flokkur þinn að standa fyrir slíku fegr- unarátaki eða vill hann halda í augnkvölina? Viðhald Viðhaldi bygginga að utan og girðinga er víða ábótavant og ekki til mikillar ununar hvorki fyrir ná- granna né tilfallandi gesti. Hvað finnst þér og þínum flokki um svona? Eruð þið með ákveðnar áætlanir um úrbætur? Forsmán Rusl er ætíð mikil þjáningarsjón og það er hreint ótrúlegt að horfa upp á það þegar fólk hendir því út um bílglugga. Vilt þú og þinn flokkur að kerrur og vörupallar séu byrgð, að átak sé gert í því að hreinsa upp rusl, að sóðabrækur verði sektaðar eða eru þið ánægð með skömmina? Ef ekki hvað ætl- ið þið þá að gera í raun og alvöru? Gróðurhirða Grassláttarstyggð og slæm um- hirða hefur verið allsráðandi og til mikilla augnasárinda, ófrægðar og skömmustu undanfarin sumur. Eins og allir vita þá hefur mun- urinn á milli nærliggjandi sveitar- félaga og Reykjavíkur verið eft- irtektarverður og hefur skipt alveg um frá vel slegnu og snyrti- legu þar yfir í lubbann og órækt- ina í höfuðborg Íslands og beða- ræksla hefur verið víða til vansa eins og dæmin sanna. Ert þú og flokkur þinn hrifinn af þessu eða hvernig ætlið þið standa að mál- unum? Margur er vargur Ég bý við Grafarvoginn og fer stundum í bíltúr niður að tjörn á sumrin. Ég hef horft upp á fugl- varginn tína upp ungana þannig að t.d. í fyrra var varla önd eða æði að sjá með unga. Það sama er að segja um hólmann í tjörninni. Meindýravarnir borgarinnar svara því til að þeir megi lítið gera þótt fegnir vildu. Ætlar flokkur þinn að styðja áfram vargfuglinn, sem ekkert gagn gerir eða vilt þú ljá minnimáttar fiðurfé og ungviði þess stuðning þinn og ef svo er þá nákvæmlega hvernig? Sleifarlag Mér finnst umhverfismál vera meðal undirstöðuatriða borg- armála. Látið ekki frambjóðend- urna komast upp með merking- arlaust orðablaður, heldur að þeir standi fyrir svörum og skuldbindi sig í leiðinni. Það er hins vegar ljóst að núverandi ráðamenn eru blindir fyrir þessum málum ella væri þetta ekki svona. Þá er það spurningin hvort Reykvíkingar kjósa sér meira af því sama eða ætla þeir að hreinsa þann fé- lagsskap burt með öðru slóðaríi? Mér finnst sjálfum nóg komið og vil breytingar. Hvað segja frambjóðendur um umhverfislýti í Reykjavík? Eftir Kjartan Örn Kjartansson » Það er ljóst að nú- verandi ráðamenn eru blindir fyrir þessum málum ella væri þetta ekki svona. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er borgarbúi og fyrr- verandi forstjóri. Þegar við Seltirn- ingar göngum að kjörborði í lok mán- aðarins vitum við tvennt: Bænum okkar er stjórnað af festu og ábyrgð en það er hægt að gera enn bet- ur enda hefur meiri- hluti Sjálfstæð- isflokksins skapað tækifæri til þess. Í kjörklefanum tökum við sameig- inlega ákvörðun um hvort þessi tækifæri verða nýtt. Árangurinn í rekstri og þjónustu okkar góða bæjar á síðustu árum er öfundsverður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagsmálum þjóð- arinnar, hefur okkur tekist - með ráðdeild, fyrirhyggju og réttri for- gangsröðun - að tryggja öfluga þjónustu, hófsemd í álögum og lækkun skulda. Það er því engin tilviljun að 95% íbúa eru ánægðir með búsetu- skilyrðin. Ábyrg og öguð fjármálastjórn Ábyrgð og festa hefur einkennt rekstur bæjarsjóðs á kjör- tímabilinu. Fagleg vinnubrögð hafa verið lögð í vinnu við fjárhagsáætl- anir sem starfsmenn, stjórnendur í samstarfi við kjörna fulltrúa hafa sett fram af ábyrgð og skynsemi. Niðurstaða þessara ábyrgu vinnu- bragða er sú að bæjarsjóður hefur verið rekinn með góðum afgangi sem aftur skapar tækifæri til að greiða niður skuldir. Fjárhagsleg staða er því sterk og 71% eiginfjárhlutfall ber vitni um fjárhagslegan styrk. Sem hlutfall af rekstrartekjum eru skuldir aðeins 55% af rekstrartekjum – langt und- ir því sem krafist er í lögum þar sem miðað er við 150%. Þessum ár- angri höfum við náð samhliða því að halda álögum á íbúa með því lægsta sem þekkist á landinu. Það er því ekki tilviljun að marg- ir líti til okkar á Nesinu í leit sinni að fyrirmynd um hvernig hægt sé að reka sveitarfélag, þar sem sam- an fara lágar álögur, litlar skuldir og öflug þjónusta. Á sama tíma og rekstur sveitar- félagsins hefur skilað afgangi hefur verið unnið að mikilvægum við- haldsverkefnum en u.þ.b. einum milljarði króna hefur verið varið í viðhald, uppbyggingu og fegrun bæjarins. Þetta er vitnisburður um metnaðarfulla stefnu og ábyrga meðferð mikilvægra eigna sem við Seltirn- ingar erum stoltir af. Framtíðin er björt Sú ráðdeild sem ein- kennt hefur rekstur bæjarsjóðs skapar okkur tækifæri til framtíðar til að veita bæjarbúum enn betri þjónustu. Við sjálf- stæðismenn ætlum að nýta góðan árangur til þess að bæta hag og auka þjón- ustuna. Á grunni þess sem gert hefur verið getum við sjálfstæðismenn gefið loforð sem við vitum að hægt er að standa við, loforð um að gera enn betur: Fasteignaskattur verður lækk- aður um 5%. Styrkir til tómstunda verða hækkaðir úr 30 þúsund krón- um í 50 þúsund. Leikskólagjöld verða lækkuð um 25%. Við sjálfstæðismenn viljum að allir Seltirningar njóti með beinum hætti þess góða árangurs sem náðst hefur og þá ekki síst barna- fjölskyldur. Á komandi kjörtímabili verður það sameiginlegt verkefni okkar að bæta og styrkja okkar góðu skóla og efla íþróttastarfsemi. Við ætlum að gera skólana okkar enn betri og efla enn frekar allt starf þeirra sem yngri eru, en um leið styrkja þjónustu við eldri borg- ara. Allt þetta er hægt með festu í rekstri sveitarfélagsins. Um leið skapast svigrúm til að lækka út- svar. Við sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi höfum sýnt og sann- að að forsenda öflugrar þjónustu er aðhaldssemi í fjármálum og lágar álögur. Við getum og mun- um gera enn meira Eftir Guðmund Magnússon Guðmundur Magnússon » Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efna- hagsmálum þjóðarinn- ar, hefur okkur tekist - með ráðdeild, fyr- irhyggju og réttri for- gangsröðun - að tryggja öfluga þjónustu, hóf- semd í álögum og lækk- un skulda. Höfundur er bæjarfulltrúi og í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Að henda verðmæt- um er að mínu mati ekki góðir við- skiptahættir. Verðmæti geta ver- ið af ýmsum toga. Það liggur kannski ekki í augum uppi að rusla- pokar heimilisins séu fullir af verðmætum. Fyrsta hugsun getur verið að þetta sé bara rusl. En efni hefur þann góða eiginleika að geta um- breyst. Kaffikorgurinn okkar, ávaxtahýðið og afgangurinn sem gleymdist inni í ísskáp getur t.a.m. orðið að mold. Það kostar peninga að flytja úrgang og urða hann. Reyndin er meira að segja sú að það kostar meira að losna við það sem mætti kalla almennt sorp en endurvinn- anlegan úrgang. Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má end- urvinna. Landsáætlun um með- höndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun gaf út fyrir árin 2013-2024 er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög varðandi svæðisbundnar áætl- anir í málaflokknum. Meginmarkmið áætl- unarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og að dregið verði skipu- lega úr myndun úr- gangsefna eftir því sem unnt er. Er það m.a. hægt með því að draga markvisst úr myndun úr- gangs og þess í stað auka end- urnotkun og endurnýtingu. Að flokka úrganginn sem fellur til á heimilinu á að vera einfaldur og fyr- irhafnarlítill verknaður og besta leiðin til þess er að bjóða upp á fleiri flokkunarkosti við heimilin. Í dag er flokkaður úrgangur frá heimilum sveitarfélagsins Árborgar um 15%. Með því að bæta við flokkunarkost- um fyrir plast og málma væri hægt að hækka hlutfallið í 20-25%. Ef flokkun fyrir lífrænan úrgang er bætt við eykst hlutfallið í u.þ.b. 50% en 30% af heimilisúrgangi eru líf- ræn. Flestir ef ekki allir nota bláu tunnuna sem var innleidd í Árborg fyrir örfáum árum. Við hjá Bjartri framtíð viljum auka möguleika íbúa Árborgar til auðveldari endur- vinnslu. Ekki er það einungis um- hverfisvænna heldur líka hagkvæm- ara þar sem flutningskostnaður á almennu sorpi er mun hærri en á endurvinnanlegum úrgangi og því myndu sparast fjármunir sem mögulega væri hægt að nýta í aðra málaflokka í staðinn. Erum við að henda verðmætum? Eftir Guðríði Ester Geirsdóttur Guðríður Ester Geirsdóttir » Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má end- urvinna. Höfundur er umhverfis- og auðlinda- fræðingur og í 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Árborg. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.