Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 21
eða stórviðrum þarna. Þegar ég fór um borð átti Bæjarútgerðin á Akra- nesi Akureyna og skipið var í mjög góðri hirðu. Það fyrirtæki var á þessum árum þekkt fyrir hvað þeir voru ónískir á mat og viðurgjörning og það sem kokkurinn pantaði var aldrei skorið niður. Útgerðin var líka þekkt fyrir gott uppgjör við kallana og menn áttu nánast aldrei inni peninga hjá þeim lengi, eins og erfiðleikarnir voru þó á þessum ár- um. Samt var það svo að heima- menn á Akranesi höfðu lítinn áhuga á þessum skipum og í sex mánuði var ég eini Akurnesingurinn á skip- inu. Þarna var þó Valdimar Indr- iðason yfirvélstjóri, sem seinna fór á þing svo ég nefni eitt nafn. Biðröð við vaskinn eftir að komast í þvott og rakstur Kröfurnar voru aðrar heldur en núna, en ég þekkti ekki annað en góðan aðbúnað um borð. Við kynd- ararnir vorum í tveggja manna klefa eins og kokkar, kyndarar, bræðslumaður og bátsmaður, en vélstjórar og stýrimenn voru í eins manns klefum. Alls vorum við 10-12 aftur í skip- inu og þar var bara einn vaskur fyr- ir okkur sem þar sváfum. Þú getur ímyndað þér röðina þegar við vor- um að fara í land og allir þurftu að þvo sér og raka á sama tíma. Fram í voru hásetarnir í 6-8 saman í klefa og samtals voru yfirleitt rúmlega 30 kallar um borð í hverjum túr. Þá vænkaðist hagur Strympu Launin voru þokkaleg að ég kalla og ég var með nálægt 80 þúsund krónur í árslaun eitt árið. Góður túr gaf kannski 2.400-2.600 krónur með lifrarpeningum og menn vældu ekk- ert yfir afkomunni. Sem kyndari var ég með einn hlut, en svo þegar ég var orðinn það þroskaður og menntaður að ég gat leyst vélstjór- ana af þá vænkaðist hagur Strympu. Það tímabil kom að erfitt var að manna síðutogarana og þá var stundum lagt af stað án þess að skipið hafi verið fullmannað. Þá var stundum siglt út á ytri höfnina og stýrimaður sendur í land með lóðs- bátnum. Hann keypti þá flösku á leigubíla- stöð og kjaftaði menn um borð með því að gefa þeim brennivín. Þegar svo rann af þessum köllum voru þetta miklir fyrirmyndarmenn, sem þekktu sjómennskuna út og inn,“ segir Magnús Örn Óskarsson. FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Magnús Örn segir að vissulega hafi aðbúnaður, vinnuaðstæður og öryggi um borð í íslenskum fiskiskipum gjörbreyst á síðustu áratugum. Margt komi þar til og margir hafi lagst á árar. Hann segir sjómanna- daginn, sem er næsta sunnudag, þó ekki skipa sérstakan sess í sínum huga. „Mér hefur alltaf fundist þetta vera meira og meira dagur útvegsmanna, sérstaklega í höfuðborginni. Þeir halda lengstu ræðuna og svo tala allt- af sömu mennirnir í sjómannadags- ráði. Vissulega eru einhverjir heiðr- aðir og þá er talað um hetjur hafsins með blautu sjóvettlingana, vinnu- hörku og velting og allt þetta.“ Hann segir að í gamla daga hafi það mikið farið eftir mönnum hvort björgunartækjum var haldið við. „Einu sinni lentum við í því á Akur- eynni að vera fyrsta skip á vettvang þegar bensínbirgðavél frá Varnarlið- inu fórst suðvestur af Reykjanesi. Við ætluðum að setja út björgunarbát, en þeir voru nánast aldrei hreyfðir. Þeg- ar átti að hífa bátinn upp var kjölur- inn gróinn fastur í skónum sem hann sat í. Það var sjálfhætt við að setja bátinn niður, en við náðum talsverðu af drasli úr flugvélinni.“ Morgunblaðið/Ómar Breytingar Magnús Örn Óskarsson vélstjóri með myndir af Akurey. Talað um hetjur hafsins með blautu sjóvettlingana sinni um þann samning sem ákært er fyrir, þar sem BK-44 gat ekki tapað og Glitnir gat ekki annað en tapað. „Er það nokkur furða að þessi banki átti í erfiðleikum með að reka sig,“ sagði hann og vitnaði til þess að BK-44 fékk 85 milljónir í hagnað af því að taka 3,8 milljarða króna lán fyrir hlutabréfum sem eingöngu lækkuðu í verði. Fyrir liggur að krafa er uppi um fjögurra og fimm ára fangelsi vegna þessara viðskipta sem sérstakur sak- sóknari telur að hafi verið til mála- mynda. Verjendur sögðu þetta frá- leita kröfu enda hafi sakborningar annaðhvort ekki tengst málinu eða verið aðilar að eðlilegum viðskiptum. Morgunblaðið/Þórður Saksókn Ólafur Þór Hauksson (t.h.) og sérlegur aðstoðarmaður hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.