Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Malín Brand malin@mbl.is Þú ferð aftur í tímann oghorfir á heiminn út frádraumsýn nítjándu ald-arinnar,“ útskýrir Ingi- mar Oddsson, rithöfundur og skrímslasetursstjóri á Bíldudal, þegar hann er spurður um gufu- pönk eða steampunk eins og það kallast á ensku. Fyrsta gufupönkhátíðin verður haldin í sumar, 27.- 9. júní, í Vesturbyggð og má segja að Ingi- mar sé forsprakki hátíðarinnar, enda mikill áhugamaður um hug- arheim manna á nítjándu öld. „Gufupönkið kemur frá rithöfund- um eins og Arthur Conan Doyle, Jules Verne og H.G. Wells. Síðan gerist það í kringum 1984 að þetta orð, steampunk, verður til í framhaldi af cyberpunk sem var eins konar framtíðarstíll en gufupönkið skar sig frá með því að fara í afturhvarf til fortíðar og horfa á framtíðina með augum nítjándu aldar Viktoríuímabilsins,“ segir Ingimar. Gufudót eða gufudrasl Hátíðin í Vesturbyggð tekur mið af þessum þankagangi og ef einhver hélt að hér væri um tón- listarhátíð að ræða, innblásna af pönkstefnunni, þá er það af og frá en nafnið gufupönk getur villt um fyrir þeim sem það ekki þekkja. „Ég held að pönk megi útfæra á ís- lensku sem dót eða drasl og ef maður kallaði þetta gufudót eða gufudrasl, myndi það kannski skýra stefnuna betur,“ segir Ingi- mar. Þegar skáldverk nítjándu ald- ar eru skoðuð út frá gufupönkinu má greina að menn hafi séð fyrir sér að þeir ferðuðust um í loft- skipum, uppáklæddir með pípu- hatta og stór gleraugu. „Menn ímynduðu sér jafnvel að reiðhjól myndu knýja flugvélar og gerðu sér hugmyndir um að vél- in myndi losa manninn undan öllu erfiði og framtíðin væri mjög björt. Vélin sem slík var upphafin. Hún var máluð og pensluð en í dag setj- um við bara plast yfir allt,“ segir hann. Rýnt í gufupönkið á Vestfjörðum Það kann að hljóma undarlega að tala um afturhvarf til framtíðar. Þó er það alls ekki svo galið þegar nútímatækni og klassísk fagurfræði nítjándu aldarinnar eru verkfærin í þessu afturhvarfi. Hugmyndir manna á gufuöld um framtíðina voru æði magnaðar og skrautlegar en þær verða í forgrunni á mikilli hátíð á Vest- fjörðum í næsta mánuði þar sem konungsríkið Bíldalía tekur völdin. Ljósmynd/Jón Arnarson Konungur Bíldalíu Gufupönkið ein- kenndist af því að horft var á fram- tíðina með augum Viktoríutímabils- ins og traust lagt á vélarnar sem lausn undan erfiði. Nú getur landsbyggðarfólk sannar- lega glaðst því næsta sunnudag verð- ur lagt af stað hringinn í kringum Ís- land með gæðakvikmyndir frá Evrópu í farteskinu. Þessi evrópska kvik- myndahátíð er á vegum Evrópustofu og Bíó Paradísar og stendur til 10. júní. Komið verður við á Ólafsvík, Hólmavík, Súðavík, Blönduósi, Húsa- vík, Vopnafirði, Djúpavogi, Vík og á Flúðum. Enginn aðgangseyrir verður á hátíðina og myndirnar sem sýndar verða eru þrjár. Antboy, margverð- launuð dönsk fjölskyldumynd sem segir frá 12 ára strák sem er bitinn af maur og öðlast við það ofurhetju- krafta. Vert er að taka fram að hún er talsett á íslensku. Í íslensku kvik- myndinni Málmhaus segir frá ung- lingsstúlkunni Heru sem kennir sér um dauða bróður síns og í sorginni finnur hún sáluhjáp í þungarokki og dreymir um að verða rokkstjarna. Bro- ken Circle Breakdown er belgísk kvik- mynd sem hefur farið sigurför um heiminn, en þar segir frá ástum Elise og Didier, hún á húðflúrsstofu og hann spilar á banjó í blágresisbandi. Óvænt ógæfa leikur þau grátt og reynir á samband litlu fjölskyldunnar. Hring- ferðin hefst með hátíðarsýningu í Hlé- garði í Mosfellsbæ nú á sunnudag kl 14:30 þar sem Antboy verður sýnd. Kaffiveitingar verða í boði og allir eru velkomnir. Bíó Paradís kom sér nýver- ið upp fullkomnum stafrænum sýn- ingarbúnaði sem nýttur verður í hring- ferðinni, sýningargæðin verða því í hæsta gæðaflokki. Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebooksíðunni: EvropskKvikmyndahatid. Áætlanir um hringferðina hafa vakið athygli, blaða- maður breska dagblaðsins The Gu- ardian mun slást í för og fjalla um há- tíðina og hvernig hún fellur í kramið. Vefsíðan www.bioparadis.is Málmhaus Þar segir frá Heru sem fær útrás fyrir sorg í þungarokki. Gæðamyndir sýndar úti á landi Endilega … … kíkið á Timburmenn á Nesinu Altarisdúkur Konurnar sauma í dúkinn. Félagsskapur sem nefnir sig Timburmenn er meðal þeirra sem sýna smíðamuni á handverks- og hönnunarsýningu eldri borgara á Seltjarnarnesi sem verður opnuð í dag kl. 15 að Skólabraut 3-5. Meðal afraksturs vetrarstarfs þess hóps eru glerverk úr gler- smiðju, handgert bókband auk þess sem sýndur verður forláta altarisdúkur, sem handavinnu- konur hafa verið að sauma og til stendur að gefa kirkjunni. Guðs- þjónusta verður í kirkjunni kl. 14 í tilefni dagsins og verður hún helguð eldri borgurum sem ætla að taka þátt í söng og hugvekju. Boðið er upp á kaffiveitingar á eftir. Handverkssýningin verður einnig opin á morgun og laugar- dag kl. 14-17 og hægt verður að kaupa kaffi og vöfflur. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Kjarval Gildir 29. maí - 01. jún verð nú áður mælie. verð SS Ítalskar lambalærissneiðar....... 2.998 3.698 2.998 kr. kg Goða grillb. 4 stk m/brauði ........... 798 935 798 kr. pk. Holta kjúklingabringur 100% hr. .... 2.698 2.998 2.698 kr. kg Ostaþrenna -3 ostar í pk ............... 899 989 899 kr. kg Þykkvab. grillkartöflur fors. 750g ... 375 439 375 kr. pk. Ariel Regular þvottaefni 2,73kg ..... 2.499 2.799 2.499 kr. pk. Fjarðarkaup Gildir 29. - 31. maí verð nú áður mælie. verð Svínahnakki úrb. úr kjötborði......... 1.198 1.598 1.198 kr. kg Svínalundir úr kjötborði................. 1.598 2.398 1.598 kr. kg Kindafille úr kjötborði ................... 2.898 3.498 2.898 kr. kg Fjallalambs skyndigrill .................. 2.200 2.549 2.200 kr. kg Fjallalambs lambalærissneiðar...... 2.393 2.769 2.393 kr. kg Fjallalambs lambasirloin kryddað .. 2.126 2.465 2.126 kr. kg FK grísakótelettur kryddaðar.......... 1.298 1.398 1.298 kr. kg Hunt́s BBQ sósur 4 tegundir .......... 198 216 198 kr. stk. Hamborgarar 2x115g m/brauði .... 490 540 490 kr. pk. Coke dósir 12x0,33ml .................. 998 1298 83 kr. stk. Krónan Gildir 29. maí - 01. jún verð nú áður mælie. verð Grísakótelettur ............................. 998 1.469 998 kr. kg Grísakótelettur kryddaðar.............. 998 1.469 998 kr. kg Lambafille m/fiturönd .................. 3.998 4.498 3.998 kr. kg Lambafille m/fitur. kryddað........... 3.998 4.498 3.998 kr. kg Lambalæri kryddað ...................... 1.498 1.598 1.498 kr. kg SS Grískar grísahnakkasneiðar ...... 2.068 2.298 2.068 kr. kg Nóatún Gildir 29. maí - 01. jún verð nú áður mælie. verð Kindalundir úr kjötborði ................ 2.398 2.998 2.398 kr. kg Kindafille úr kjötborði ................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg Ungnauta hamb. 90 g úr kjötb....... 169 198 169 kr. stk. Ungnauta hamb. 120 g úr kjötb. ... 249 298 249 kr. stk. Ungnauta hamb. 200 g úr kjötb. ... 349 398 349 kr. stk. Lambalæri úrb. úr kjötb. ............... 2.698 3.198 2.698 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Styrmir Kári Í dag kl. 18 verður stefnumót tveggja manna þar sem opnuð verður inn- setningin YESNOOUI í verslun JÖR við Laugaveg. Þar fléttast fatasaum- ur saman við hegðunarmynstur. Dregin verður upp mynd af sam- skiptum, hvernig við hreyfum okkur innan í fötunum þegar við bregðumst við nánasta umhverfi og ákvörðun er tekin. Sýningin er samstarfsverkefni myndlistarmannsins Haraldar Jóns- sonar og fatahönnuðarins Guð- mundar Jörundssonar. Verkin eru í takmörkuðu upplagi og öll til sölu. Stefnumót Fatasaumur og hegðunar- munstur Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Stefnumót Þessir tveir ætla að mætast á innsetningunni í dag. Nýjar umbúðir – sama innihald Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur Polarolje „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.