Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Upp með orkuna! FOCUS Á góðu verði á næsta sölustað: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og apótek um land allt Svalandi, kraftmikill og bragðgóður drykkur – frábær þegar þig vantar aukna orku og einbeitingu 15 freyðitöflur í stauk ... skellt út í vatn þegar þér hentar ! 4Inniheldur koffín, guarana og ginseng 4Enginn sykur - engin fita 450 mg Magnesium og aðeins 2 hitaeiningar og 0.5g kolvetni í 100 ml. Samfylkingin flýgur hátt þessa dagana á loforðum um að bjarga Reykvíkingum um 2.500-3.000 leiguíbúðir. Flokkurinn vill að borgin taki þátt í leigu- félögum sem leigi út íbúðir á almennum húsnæðismarkaði. Frambjóðendur hans hafa hins vegar þagað þunnu hljóði þegar gengið er á eftir þeim um svör um hvernig þeir ætla að forða því sem hefur gerst út um allan heim; afskipti hins opinbera af almennum leigumarkaði hafa slæm áhrif. Það er reyndar ekki bara Sam- fylkingin sem daðrar við þessar hugmyndir. Vinstriflokkarnir vilja allir inngrip hins opinbera í húsnæð- ismarkaðinn, þó með mismunandi áherslum. Þeir bera reyndar sjálfir mesta ábyrgð á stöðunni eins og hún er í dag. Í stjórnartíð núverandi meirihluta og R-listameirihlutanna á undan honum olli lóðaskortur því að framboð á húsnæði annaði ekki eftirspurn með tilheyrandi hækk- andi verðlagi. Hver á að borga? Dæmin um allan heim sanna hins vegar að afskipti hins opinbera af al- mennum leigumarkaði hafa slæm áhrif. Byggingarkostnaður hækkar yfirleitt og allar útgáfur af leiguþaki eru skammgóður vermir sem bjagar samkeppni og er loks engum til góðs. Það er algjörlega augljóst að ekki verður hægt að fjármagna og reka 2.500-3.000 leiguíbúðir án þess að því fylgi rausnarlegur niður- greiðslutékki frá borgarbúum. Byggingarkostnaður verður meiri en leigu- tekjur munu standa undir, eins og meira að segja stuðningsmenn hugmyndarinnar benda á – hver mun brúa það bil? Það verða að öllum líkindum reykvískir skattgreið- endur. Meirihlutinn rétt- lætir hugmyndirnar með því að það vanti húsnæði fyrir stúdenta, aldraða og þá sem standa höllum fæti. Það er rétt að félagslegt hús- næði vantar sárlega í Reykjavík, ekki síst út af því að á þessu kjör- tímabili hefur einungis verið útdeilt um fimmtungi þess fjölda fé- lagslegra íbúða sem gert var áratug- inn á undan. Það er því sjálfsagt að gera skurk í því en hins vegar er í húsnæðishugmyndum Samfylking- arinnar að fjórðungi húsnæðisins verði útdeilt inn á almenna leigu- markaðinn; það er ekki til hópa sem við höfum komið okkur saman um að sjálfsagt sé að borgin styðji held- ur til venjulegs fólks með miðlungs- tekjur. Það blasir því við að reykvískir skattgreiðendur muni niðurgreiða húsaleigu á almennum markaði fyrir einstaklinga sem eru hvorki aldr- aðir, stúdentar né þurfa félagslega þjónustu. Samfylkingin vill auðvitað fá atkvæði frá fólkinu sem vantar húsnæði og hyggst senda öllum Reykvíkingum tékkann eftir kosn- ingar. Biðja um undanþágu Meirihlutinn veit vel að þetta eru hættulegar hugmyndir þó þær hljómi vel sem kosningaloforð. Hann hefur óskað eftir því við Eft- irlitsstofnun EFTA (ESA) að fá undanþágu svo að borgin geti hlutast til um svona opinbera nið- urgreiðslu án þess að hún flokkist undir eiginlegan félagslegan stuðn- ing. ESA hefur ekki enn svarað. Meirihlutinn hefur þó ekki séð ástæðu til að upplýsa kjósendur um þann þátt málsins. Hagfræðin í þessu dæmi er til- tölulega einföld; ef eitthvað er boðið á undirverði verður til skortur. Það gildir hvort sem um er að ræða hús- næði, heilbrigðisþjónustu eða annað. Þetta hefur verið reynt víða og hef- ur alltaf þau áhrif. Í Svíþjóð til að mynda er eðlilegt að bið eftir leigu- íbúð sé tvö til sjö ár. Hverjum er greiði gerður með því þegar sú áhætta liggur þar að auki undir að með slíku inngripi og niður- greiðslum sé verið að skekkja allan markaðinn engum til góðs? Samfylkingin þarf að svara því – sem hún hefur ekki gert – hvers vegna það sama ætti ekki að gerast í Reykjavík. Það er ótrúlegt að stærsti flokkurinn í borgarstjórn samkvæmt skoðanakönnunum leyfi sér að svara engu um þá áhættu sem þetta risavaxna kosningaloforð felur í sér. En þið lásuð það hér að Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, hefur verið varaður við. Ef hann kýs að virða þær aðvar- anir að vettugi verður hann að bera ábyrgð á því. Borgin á því ekki að taka áhættu með peninga skattgreiðenda með því að taka beinan þátt í einhvers konar leigufélögum á almennum markaði. Hún þarf að skapa sóma- samlegan ramma sem auðveldar einkaaðilum að byggja og leigja út íbúðir ódýrar. Það er gert með því að bæta strax úr lóðaskorti, hafa samkeppnishæfar gjaldskrár þannig að þeir sem búa smærra borgi minna og einfalda og auka valfrelsi innan reglurammanna. Við treystum einkaframtakinu til að byggja ef stjórnmálamennirnir skapa hagstæðar aðstæður. Til að passa upp á hagsmuni og sanngjörn tækifæri þeirra sem vantar húsnæði án þess að það sé gengið á rétt ann- arra Reykvíkinga með ófyrirsjáan- legum afleiðingum er Sjálfstæð- isflokkurinn því augljós kostur í komandi kosningum. Hættulegt kosningaloforð Eftir Hildi Sverrisdóttur » Samfylkingin vill auðvitað fá atkvæði frá fólkinu sem vantar húsnæði og hyggst senda öllum Reykvík- ingum tékkann eftir kosningar. Hildur Sverrisdóttir Höfundur er í 5. sæti á frambjóð- endalista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. - með morgunkaffinu Eftir klúður og vandræðagang um oddvita Framsóknar í Reykjavík – sem nærri kæfði framboðið í fæð- ingu – hefur staðan nú skyndilega breyst til hins betra. Framboði Fram- sóknar og flugvall- arvina í Reykjavík hef- ur verið slegið saman undir forystu Sveinbjargar Birnu Sveinbjörns- dóttur lögfr., oddvita framsókn- armanna í Reykjavík. Framsókn og flugvallarvinir sátu hvor í sínu lagi á botninum í skoðanakönnunum viku eftir viku og hafa sjálfsagt ekki gert sér neinar væntingar um að koma inn svo mikið sem einum manni þeg- ar talið yrði uppúr kössunum. Þar sem margar áherslur flokkanna voru þær sömu voru framboðin því sameinuð. Hið nýja framboð er því með eina kosningaskrifstofu að Suð- urlandsbraut 24. Moskan Sveinbjörg er vel menntuð og reynslurík heimskona. Hún er greinilega fylgjandi íbúalýðræði – nokkuð sem okkur hefur stundum verið lofað en lítt staðið við. Svein- björg mun hafa nefnt í viðtali að t.d. hefði verið eðlilegt að spyrja Reyk- víkinga áður en úthlutað var glæsi- legri lóð fyrir mosku innst á Miklu- braut rétt hjá Elliðaám. Einhverjir sóttu víst strax rasistastimpilinn og skelltu sér á bloggið. Síðustu daga hefur Sveinbjörg hinsvegar verið eftirsótt í útvarpsviðtöl og mikið um hana og moskuna rætt í spjall- þáttum útvarpsstöðva þar sem hlustendur hringja inn og segja skoðun sína. Ég hef aðeins lagt eyr- un við og giska á að um 80% þessa fólks finnist ekki hafa verið staðið rétt að. Nær allir telja mosku alls ekki eiga heima á þessum stað, þar sem hún blasir við öllum sem koma niður Árbæjarbrekkuna. Lang- flestir ganga þó lengra og telja óæskilegt að múhameðstrúarfólk festi hér rætur yfirhöfuð – og alls ekki nema þjóðin hafi samþykkt það. Er þá oft vísað til reynslu hinna Norðurlandaþjóðanna þar sem mikil vandræði hafa hlotist af veru þess í viðkomandi landi. Árekstrar við inn- fædda kristna séu tíðir. E.t.v. er ekki við öðru að búast þar sem menningarheimarnir eru svo ger- ólíkir. Við höfum í gegnum árin dregið lærdóm af margvíslegri reynslu hinna Norðurlandaþjóðanna. Á þeim grundvelli einum er ég – eins og flestir sem ég hef heyrt í – á þeirri skoðun að múhameðstrú skuli ekki leyft að festa hér rætur. Það er ein- faldlega „óþörf áhætta“ og mikið í húfi. Vafalaust verður þetta mál mikið í umræðunni næstu vikur og áríðandi er að þeir sem eru sömu skoðunar greiði Framsókn og flugvallarvinum í Reykjavík atkvæði í kosningunum á laugardaginn. Flugvöllur eða íbúðir? Flugvallarmálið hefur verið hita- mál lengi og skiljanlega langt út fyr- ir Reykjavík. Tugir þúsunda kjós- enda hafa með undirskrift sinni farið fram á að flugvöllurinn fái að vera þar sem hann er, með öllum flug- brautunum. Læknar, verkfræð- ingar, flugrekstraraðilar og flug- menn hafa ítrekað útskýrt alla þá annmarka sem eru á „flutningi“ vall- arins. Samfylkingin sem hefur verið við völd í fjögur ár og væntir þess að vera það áfram vill hins vegar fá land flugvallarins til að byggja á – þétta byggð eins og það kallast. Finna verði annað landrými og flytja flugvöllinn, segir Samfylkingin og hyggst leysa húsnæð- isþörf með því að byggja nálægt þrjú þúsund íbúðir á næstu árum. Það er svolítið skondið eftir að hafa hlustað vikum saman á samfylkingarfólk á Al- þingi krefjast þjóð- aratkvæðagreiðslu um ESB-málið, í nafni rétt- lætis og heiðarleika, að félagar þeirra í borgarstjórn hafi ekki gert einmitt það fyrir þær tugþúsundir flugvallarvina sem undirrituðu bænaskjalið. En það er sjálfsagt eðlileg skýring á því! Hverjir eiga svo að byggja allar þessar íbúðir, borga þær og selja eða leigja er ekki alveg ljóst heldur. En, á því er sjálfsagt líka einhver eðlileg skýring! Að flytja flugvöll Alvöruflugvellir eru sérhæfð og flókin fyrirbæri, þeir verða ekki fluttir. Köllum hlutina sínum réttu nöfnum: Reykjavíkurflugvelli verð- ur rústað. Bara að hreinsa svæðið kostar einhverja milljarða. Ekkert verður notað aftur; ekki dýr flug- leiðsögutæki, ekki A5-aðflugskort – og ekki neitt þar á milli. Og kostn- aðurinn verður eftir því. Það skýtur manni skelk í bringu að fólk með völd skuli láta sér detta í hug að eyða slíkum fjármunum í það að byggja nýjan flugvöll og henda þeim sem er í fínu lagi, til þess að geta byggt hús úti í mýri. Og þetta gæla menn og konur við meðan við getum ekki haldið uppi fullnægjandi heilbrigðiskerfi, tólf þúsund börn búa við fátækt, aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir þurfa að velta hverri krónu og fjöldi fólks þarf að reiða sig á matargjafir. Nei, vinir flugvallarins – hvort sem þeir eru í Framsókn eða ekki – eru mínir vinir og í raun allrar þjóð- arinnar. Sveinbjörg Birna og hið nýja framboð hefur verið mikið í um- ræðunni og verður það sjálfsagt áfram. Svo mikið er víst að aðeins með því að halda aftur af flugvall- armálinu mun framboð Framsóknar og flugvallarvina hafa unnið fyrir kaupi sínu til margra ára – þó að þau næðu öll inn! Ýmsir hafa áhyggjur af vaxandi velgengni öfgaflokka í Evrópu og óttast óeirðir og ofbeldi. Ég tel að samtök eins og við erum að tala um hér muni ekki fara út á þá braut þar sem þau standa traust- um fótum í grónum stjórnmálaflokki sem á að baki sterk tengsl við land- ið, menninguna og þjóðina – og þar sem unnið er að öllum þjóðmálum á breiðum grunni. Mál eins og ég hef nefnt hér verða leyst þegar þarf og í sumum tilfellum með kosningu – íbúalýðræði sem við höfum nú þegar allnokkra reynslu af og sátt getur verið um. Nú er boltinn hjá okkur kjós- endum. Nú er tækifærið. Við fjöl- mennum á kjörstað á laugardaginn og fylkjum okkur um Framsókn og flugvallarvini í Reykjavík svo nægi- lega margir nái inn til að hafa raun- veruleg áhrif. Það gera engir nema við kjósendur. Er Sveinbjörg Birna borgar- stjóraefni? Eftir Baldur Ágústsson Baldur Ágústsson » Framsókn og flug- vallarvinir í Reykja- vík er eina framboðið sem vill leggja úthlutun moskulóðarinnar í dóm höfuðborgarbúa. Höf. er fv. forstjóri og forseta- frambjóðandi 2004. baldur@lands- menn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.