Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 69
hljóðfæraleikara. Hann var brautryðjandi í íslensku jazzlífi, margreyndur hljómsveitar- stjóri, stórsöngvari og jafnvíg- ur á básúnuna í öllum tónlist- artegundum. Bjössi var hægur í viðkynn- ingu og orðvar en undir bullaði kímnin og ég held að hann hafi notið þess á sinn hátt að vera með okkur miklu yngri mönn- um, að spila tónlist sem sam- einaði og þurrkaði út aldurs- muninn. Hann var líka fyrsti mað- urinn sem við gerðum að heið- ursfélaga Stórsveitar Reykja- víkur. Það segir allt um hvaða hug við bárum til hans. Eitt tilvik af mörgum kemur upp í hugann varðandi Bjössa og Stórsveitina: Frank Foster, sem var lykilmaður í hljómsveit Count Basie í áratugi, stjórnaði Stórsveitinni á Jazzhátíð Reykjavíkur 1997 og sérlega gaman var að sjá þá, liðlega jafnaldra, taka talið og deila reynslusögum frá löngum og glæstum ferli beggja. Við þökkum allar gjafir Bjössa: spilamennskuna, tryggðina, ósérhlífnina en um- fram allt vináttuna. Við sam- hryggjumst fjölskyldunni vegna missins en gleðjumst jafnframt með henni yfir ævi manns sem lifði vel. Gunnar Hrafnsson. Kveðja frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna Björn R. Einarsson er fallinn frá, 91 árs að aldri. Björn fæddist í Reykjavík 16. maí ár- ið 1923. Hann var sonur hjónanna Ingveldar Rósenkr- anz Björnsdóttur, húsfreyju og kjólameistara, og Einars Jór- manns Jónssonar, hárskurðar- meistara og tónlistarmanns. Björn var ein af stóru hetj- unum í íslensku tónlistarlífi. Hann var jafnvígur á alla tón- list og rak sína eigin hljómsveit í fjölda ára sem naut mikilla vinsælda þar sem hann bæði spilaði á básúnuna og söng af mikilli list. Hann var básúnuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá stofnun hennar og sinnti starfi sínu með miklum sóma þar til hann lét af störfum fyrir ald- urssakir. Hann spilaði einnig djass og stofnaði sína eigin djasshljómsveit 1946 en hljóm- sveitin vakti mikla athygli, ekki síst vegna þeirrar tegundar tónlistar sem hún lék en djass- inn var þá að skapa sér rúm í hjörtum Íslendinga. Það má segja að hvert sem litið er á ís- lenskt tónlistarlíf hafi Björn markað spor. Hann starfaði sem tónlistarkennari stóran hluta af starfsferli sínum og var einn fyrsti kennarinn sem ráðinn var við Tónlistarskóla FÍH árið 1980 og starfaði þar í tíu ár. Björn var ötull félagsmaður og starfaði hann fyrir stéttar- félagið sitt, Félag íslenskra hljómlistarmanna, í fjöldamörg ár. Hann var varaformaður, rit- ari, meðstjórnandi, sat í prófa- nefnd, í trúnaðarmannaráði og í skemmtinefnd og svona mætti lengi telja. Hann hlaut gull- merki FÍH sem er æðsta heið- ursviðurkenning félagsins. En orðstír Björns mun lifa og vilj- um við í stjórn FÍH þakka hon- um fyrir framlag hans til ís- lenskrar tónlistar og um leið fyrir ómæld störf í þágu okkar hljómlistarmanna. Glæsilegur hljómlistarmaður hefur kvatt okkur en við minnumst hans með hlýju og virðingu. Stjórn og starfsfólk Félags íslenskra hljómlistarmanna sendir fjöl- skyldu Björns einlægar sam- úðarkveðjur. F.h. stjórnar FÍH, Björn Th. Árnason formaður. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika fimmtudaginn 9. mars árið 1950 í Austurbæjarbíói. Hljómsveit- ina skipuðu þá 40 hljóðfæra- leikarar. Einn þeirra var Björn R. Einarsson, básúnuleikari, sem nú er látinn. Erfitt er að gera sér í hugarlund upplifun hljóð- færaleikaranna af þessum fyrstu tónleikum en ljóst að eft- irvæntingin hefur verið mikil. Á forsíðu Vísis var skrifað í til- efni tónleikanna að hljómsveit- in væri „skipuð betri kröftum og betur æfð en nokkur hljóm- sveit sem hér hefir verið til áð- ur“. Þessir tónleikar mörkuðu upphaf að löngum ferli Björns sem básúnuleikari í Sinfóníu- hljómsveitinni en hann starfaði með hljómsveitinni í 45 ár. Í bók Bjarka Bjarnasonar um Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sögu og stéttartali, sem kom út árið 2000 er skemmtilegt viðtal við Björn. Þar kemur fram að Björn hafi átt músíkalska for- eldra. Faðir Björns, Einar Jór- mann Jónsson, lærði sjálfur á básúnu og saman léku þeir feðgar í Lúðrasveit Reykjavík- ur. Síðar átti Björn sjálfur eftir að sitja við hlið sonar síns í Sinfóníuhljómsveit Íslands þeg- ar Oddur sonur hans tók við stöðu fyrsta básúnuleikara árið 1985. Oft er talað um að tónlist- argenið sé arfgengt. Í tilfelli þeirra básúnufeðga, Einars, Björns og Odds má sjá sönnur þess. Björn lét til sín taka í ís- lensku tónlistarlífi, kenndi hljóðfæraleik og stjórnaði hljómsveitum. En Björn var líka menntaður rakari og starf- aði sem slíkur um tíma. Segist hann í fyrrgreindu viðtali hafa „hitað upp rakarastofuna með lúðrablæstri“. Af því má ráða að tónlistin hafi ætíð staðið honum næst og hann leikið á básúnuna sína við flest tæki- færi. Nú hefur Björn R. Einarsson lokið sinni lífsgöngu. Að leið- arlokum er Birni þakkað hans mikla framlag til Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og eru að- standendum sendar innilegar samúðarkveðjur. Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Þegar ég minnist hennar Hildar syst- ur minnar kemur fyrst í hugann þakk- læti og gleði. Þakk- læti fyrir að hafa fengið að vera litla systir hennar og hafa fengið að vera samferða henni í tæp fimmtíu ár. Gleði yfir því að gleðj- ast með henni og hennar fallega og skemmtilega lífi. Hildur ólst upp hjá ömmu Möggu og afa Emil á Lokastíg og var stóra systir mín, sem ég leit mikið upp til. Við fengum eins dúkkur á jólum og mig rámar í myndir af okkur í eins jólakjólum. Ófáar stundirnar áttum við upp í herbergi hjá afa og ömmu og hlusta á Ríó Tríó, sem var mikið uppáhalds hjá henni í mörg ár. Seinna tóku svo Pálmi Gunnarsson, Björgvin Halldórsson og Stuðmenn við, ís- lensk tónlist og flytjendur voru hennar ær og kýr. Mér var sjálf- sagt sagt snemma að hún væri vangefin og mongólíti en fyrir mér var hún bara Hildur systir og fullkomin eins og hún var. Eftir því ég eltist og stækkaði sat hún systa mín svolítið eftir og var ekki par sátt. Hún vildi láta Þórð lækni stækka á sér hnén því eldri systur áttu auðvitað ekki að vera minni. Hægt og rólega breyttist sam- bandið okkar, hún var ekki lengur verndarinn minn, ég var orðin hennar. Mér var það mikið í mun að hún yrði ekki fyrir aðkasti eða nokkurri mismunun en eftir á séð voru þetta sjálfsagt óþarfa áhyggjur, Hildur spjaraði sig hvar sem var. Hún lærði að lesa og skrifa í Lyngási, sauma í Bjarkarási og var alla tíð mikil fé- lagsvera. Ljúfar minningar eigum við Ella vinkona um öll böllin, sem við fórum með henni í Tónabæ. Orð- heppin, blíðlynd, hláturmild, hóg- vær og dama eru allt lýsingarorð sem eiga vel við um Hildi systur mína. Vinahópurinn hennar var stór og einn þeirra var Gunnar Gunn- björnsson. Þau kynntust sem börn í Lyngási, unnu saman í Bjarkarási, síðar vinnustofunni Ási og voru miklir félagar. Þau léku saman í leikhópnum Perl- unni og ferðuðust um allan heim. Árið 1993, fóru þau að skjóta sér saman og það var sko skot í lagi. Hildur systir mín var ástfangin upp fyrir haus og Gunni dýrkaði jörðina sem hún gekk á. Turtil- dúfurnar hófu sinn búskap á Sei- lugranda og fluttu síðan að Ein- arsnesi 62 A. Trúlofunarveislan þeirra árið 1996 er okkur öllum eftirminnileg en Gunni þráði að giftast Hildi sinni og sá draumur varð að veruleika, hinn 15. júní 2002. Brúðkaupið fór fram á heimili þeirra í Einarsnesi og fal- legri brúðhjón hef ég aldrei á ævi minni séð. Ástin sveif yfir vötnum og ekki var þurrt auga á gestun- um. Þessi fallega ást og hamingja fylgdi þeim alla tíð, þar til yfir lauk. Þegar elskulegur mágur minn, Gunnar, lést eftir stutt veikindi 12. janúar 2013, var eins og systa mín missti lífslöngunina og síð- asta eitt og hálft ár hefur verið henni erfitt. Hún naut yndislegr- ar umönnunar hins frábæra starfsfólks í Einarsnesi, allt til síðasta dags. Vinir hennar í hús- inu, Jóhanna, Rúnar og Vaka, hafa sýnt einstakt æðruleysi í veikindum hennar og sorg þeirra er mikil. Ég kveð yndislega syst- ur með virktum og þakklæti í hjarta. Júlía Margrét Sveinsdóttir. Hildur Óskarsdóttir ✝ Hildur Ósk-arsdóttir fædd- ist 23. ágúst 1960. Hún lést 19. maí 2014. Útför Hildar fór fram 28. maí 2014. Þá er hún litla frænka mín látin. Ég ætla ekki að fara að rekja ævifer- il hennar hér heldur aðeins að lýsa þakk- læti mínu fyrir að hafa fengið að eiga samleið með henni. Við Hildur vorum systrabörn og að- eins tvö ár á milli okkar. Ég var fyrsta barnabarn ömmu og afa og svo kom Hildur og að sjálfsögðu kall- aði ég hana til að byrja með „litlu frænku“. Það voru margir í heim- ili hjá afa og ömmu, Gulla móð- ursystir mín með Hildi og móð- urbræður mínir tveir, Guðjón og Gunnar. Hildur ólst því upp á stóru heimili þar sem hún naut ástríkis og umhyggju. Að sjálf- sögðu átti maður sjálfur erindi til afa og ömmu og því voru náin samskipti við Hildi frænku mína. Þegar árin liðu urðu samskipt- in minni en það var alltaf jafn in- dælt að hitta Hildi þó langt liði á milli. Hún var hlý og lífsglöð kona sem lagði aldrei nema gott eitt til hvers og eins. Ég held að við öll, sem urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að þekkja Hildi, höfum orðið aðeins betri manneskjur fyrir vik- ið. Ég og fjölskylda mín vottum Gullu, Júlíu Margréti og Emil Anton samúð okkar. Guð blessi minningu Hildar frænku minnar. Emil Örn Kristjánsson. Í dag kveðjum við kæra vin- konu, Hildi Óskarsdóttur, eftir erfið veikindi hennar undanfarna mánuði. Birgitta dóttir mín og Hildur voru samferða í lífinu, þó sex ára aldursmunur væri á þeim. Þær tilheyrðu sama hópnum frá unga aldri, unnu saman í mörg ár og voru báðar í leikhópnum Perl- unni þar sem þær kynntust best og umgengust mest. Ég kynntist Hildi fyrst sumar- ið 1988 þegar Perlan fór í sína fyrstu leikferð til útlanda. Hildur var þá búin að leika með hópnum árum saman, en þetta var mín fyrsta ferð sem aðstoðarmaður. Hún hreif mig strax með per- sónuleika sínum og ljúfu fasi. Hildur var alin upp í kristinni trú og trúði sjálf á sinn Guð. Einu sinni, á göngu um götur Brüssel, gengum við fram á trúarlega lág- mynd, og þó ég muni ekki ná- kvæmlega eftir henni man ég við- brögð Hildar þar sem hún horfði í lotningu á þessa fallegu mynd og grét. Hildur var skemmtileg og hnyttin í tilsvörum og orðavali. Einu sinni fyrir mörgum árum var ég búin að vera e-ð lasin og hún vissi af því, hringdi að kvöld- lagi og kom sér strax að efninu og sagði: “ Freyja mín, ég var að heyra að þú værir dáin. Er það ekki bara vitleysa ?“ Eitt af leikverkunum sem Perl- an setti á svið var “ Sólin og vind- urinn“, skemmtileg saga þar sem tvö öfl metast á um yfirráð. Hild- ur lék sjálfa sólina og er ógleym- anleg þar sem hún skein á sviðinu í sólgulum kirtli. “ Ég er sterkari en þú“ tilkynnti hún vindinum hátt og skýrt í lok flutnings. Hildur sjálf var sterk, hafði sterka nærveru og sterka rödd, en svo var hún líka viðkvæm og hrædd við margt sem óvænt varð á vegi hennar. Þá var gott að hafa styrka hönd til að halda í. Margir af félögunum úr Perl- unni hafa látist á undanförnum árum, þar á meðal Gunnar maður Hildar. Þau voru saman í mörg ár áður en þau giftust, en Gunnar var löngu búinn að velja brúðar- kjólinn fyrir brúðina sína og kaupa hann. Mér sýndust þau vera hið fullkomna par sem bættu hvort annað upp með styrkleika sínum þar sem hitt var veikara fyrir. Þau leiddust í gegnum lífið á meðan þau gátu. Fyrr á þessu ári heimsótti ég Hildi á heimili hennar. Hún lá þá í rúminu og gat ekki lengur tjáð sig. Ég veit ekki hvort hún þekkti mig þar sem ég sat á rúmstokkn- um og hélt í hönd hennar. Úr því sem komið var get ég svo vel sam- glaðst þessari kæru vinkonu með að hafa fengið að fara. Kannski hefur hún nú þegar hitt hann Gunna sinn sem hefur beðið eftir henni og verið búinn að útvega nýjan, hvítan brúðarkjól. Saman hafa þau þá dansað inn í Himna- landið þar sem þau verða héðan i frá, hamingjusöm og hvort við annars hlið. Með samúðarkveðjum frá okk- ur Birgittu og Herði til fjölskyldu Hildar. Freyja K Þorvaldsdóttir Nú, þegar við kveðjum enn einn sólargeislann úr Einarsnes- inu, dettur mér í hug þetta erind- ið úr ljóði föður míns, Braga Sig- urjónssonar. Ljóðið heitir Og nú er svo komið. Ég vissi ekki annað en værir þú jafnoki hinna, sem voru til ræktunar sendar í garðinn minn, og öllum ég reyndi í upphafi jafnt að sinna, en eftir sastu hnípin með dvergvöxtinn þinn. Svo ég tók að hlúa að þér betur og bet- ur, en það bar ekki árangur nokkurn, svo þess sæi stað. (BS) Hildur og Vaka bjuggu í Ein- arsnesi og urðu vinkonur frá fyrsta degi. Duglegar og klárar konur. Engum er líklega eins mikil- vægt að eiga góða að og þroska- heftum. Hildur var heppin með fjöl- skyldu og átti þvi láni að fagna að eiga góðan eiginmann. Því var sársaukinn mikill þegar hann lést og Hildur okkar stóð hnípin eftir. Það hefur verið sárt að horfa á eftir henni inn í óminnið. Nú þarf Vakan enn og aftur að kveðja vin úr hópnum hinsta sinni. Við mæðgur þökkum fyrir gönguna með Hildi og Gunnari, minnugar þess sem Vakan segir: „Nú dansa þau saman, Hildur og Gunnar, og þá verður aftur gam- an. Blessuð sé minning Hildar Óskarsdóttur. Gunnhildur og Vaka. hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut, sem börnum átti að búa vernd og skjól er burtu klippt af lífsins sjónarhól. Drýpur sorg á dáins vinar rann, Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann, börnin ung sem brennheit fella tár, besti faðir, græddu þeirra sár. Þú ert einn sem leggur líkn með þraut á lífsins örðugustu þyrnibraut. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku hjartans Guðbjörg, Veronika, Sylvía, Kristjana, systkini, Jóna Maja og aðrir ást- vinir. Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og okkur öll í þessari miklu sorg. Nonni hefur fengið hlý faðmlög í nýjum heimkynnum. Pabbi hans og aðrir ástvinir hafa tekið á móti honum. Minningin um yndislegan mann mun lifa. Vertu Guði falinn, elsku fallegi frændi minn. Guðný Jónsdóttir (Níný). Dáinn, hann Jón Hákon er dá- inn. Þessi orð enduróma í huga mér. Af algjöru skilningsleysi gagnvart almættinu reyni ég að öðlast einhvern skilning á þessum hörmulegu fréttum. Dáinn, horf- inn, ekki meir. Hans ævi er öll. Eftir stendur Guðbjörg með þrjár yndislegar dætur sem nú alast upp í fjarveru elskandi föður. Guðbjörg og Nonni voru ein af þessum nafnatvennum sem við þekkjum svo vel. Nafn annars var sjaldnast nefnt nema nafn hins fylgdi með. Ekki meir. Dauðinn er svo endanlegur og við sem eftir erum þurfum að læra að lifa með sorginni. Fyrir Guðbjörgu og stelpurnar verður lífið aldrei eins. Nonni eins og hann var oftast kallaður var stór á allan hátt. Hann var stór maður vexti og hann hafði að geyma stóra per- sónu. Hann hafði skoðun á mönn- um og málefnum og var ekki hræddur við að láta skoðanir sín- ar í ljós. Það var eftirtektarvert hversu natinn fjölskyldumaður Nonni var, hann var vinur vina sinna og fólk vissi hvar það hafði hann. Hann var einn af stólpunum sem halda uppi sterku samfélagi á Bíldudal í dag. Hann skilur eftir sig stórt skarð sem ekki verður fyllt upp í. Sortnar þú ský! suðrinu í og síga brúnir lætur; eitthvað að þér eins og að mér amar; ég sé, þú grætur. Virðist þó greið liggja þín leið um ljósar himinbrautir; en niðri hér æ mæta mér myrkur og vegaþrautir. Hraðfara ský! flýt þér og flý frá þessum brautum harma; jörðu því hver of nærri er oft hlýtur væta hvarma. (Jón Thoroddsen) Guðbjörg og Nonni eiga þéttan og góðan vinahóp á Bíldudal og það er huggun að vita til þess að Guðbjörg getur nú hallað sér að þeim. Ég bið góðan Guð að styrkja Guðbjörgu, Veroniku Karen, Sylvíu Björt, Kristjönu Maju og fjölskylduna alla á þess- um erfiðu tímum. Þó að ég sé fjarri þá er hugurinn hjá ykkur. Alda Hlín Karlsdóttir. Mikið er það óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningargrein um þig, Nonni. Ég talaði við þig í síma fyrr um kvöldið og við skelli- hlógum. Næsta símtal sem ég fékk var svo óraunverulegt að ég ætlaði ekki að trúa þeim fregnum sem ég fékk. Einn minn besti vinur er látinn. Við höfum verið vinir frá barns- aldri en síðustu ár kynntist ég Nonna enn betur þar sem við höf- um nánast verið öllum stundum saman í vinnu. Allt það sem við höfum gert saman undanfarin ár vekur upp minningar. Rækjan á Brynjari, skakið á Mardöll, Kaup- félagið, Anna, Una og allar sam- verustundirnar. Einlægni og jafn- aðargeð kemur fyrst upp í hugann en traustur vinur og félagi var hann þó fyrst og fremst. Elsku Guðbjörg, Veronika, Silvía og Kristjana, allur minn hugur er með ykkur á þessum sorgartímum. Þið voruð það eina sem Nonni hafði alltaf hugann við. Hann sagði stundum að hann vissi ekki hvað þið mynduð gera án hans en ég veit að hann fylgir ykkur áfram í gegnum lífið. Guðbjörg, eitt máttu vita, að hvenær sem er megið þið leita til okkar með stórt sem smátt. Stórt skarð hefur verið hoggið í vinahóp okkar hér á Bíldudal. Með þökk lítum við til baka og minnumst allra samverustund- anna sem við höfum átt með Nonna. Óteljandi minningar og augnablik koma upp í hugann þar sem gleði og hlátur fyllir loftið. Þú varst bara einn af þessum stóru. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Vinarkveðja, Björn Magnús. ✝ Þökkum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát ástkærs eiginmanns míns og fósturföður okkar, HERMANNS ÞORSTEINSSONAR, Espigerði 2 (Þórsgötu 9). Hjúkrunarfólki og læknum Landspítalans þökkum við einstaka umönnun, nærgætni og hlýhug. Sérstakar kveðjur til starfsfólks Vífilsstaðaspítala. Helga Rakel Stefnisdóttir, Steinunn Sara Helgudóttir, María Helgudóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.