Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er. SUMARIÐer tíminn Nokkrir ómissandi aukahlutir fyrir sumarið Þarfaþing BarkerBag er svefnpoki fyrir hundaeigendur. Pokinn er ekki enn kominn í framleiðslu en safnað er fyrir verkefninu á Kickstarter og nýbúið að ná fjármögnunartak- markinu. Hönnuður pokans hefur mikið yndi af að fara með besta vininn í útilegu en hann uppgötvaði fljótt hversu óhentugt það getur verið að leyfa hundinum að sofa ofan í svefnpokanum. Bæði getur hundurinn dregið óhreinindi með sér ofan í pokann, en það dregur líka úr hitaeinangr- uninni ef poki er of troðinn, með bæði hund og mann innanborðs. Gengur þó ekki að láta voffa sofa án skjóls og hlýju og svo eru líka sumir hundaeigendur þannig að þeir geta hreinlega ekki fest svefn ef seppi kúrir ekki til fóta. Með BarkerBag hefur hundurinn sinn eigin litla svefnpoka sem festur er með rennilás við poka eigandans og hægt að festa litla smellu í pokanum við ólina svo að hundurinn getur ekki tekið á rás í leyfisleysi. Töffarataska Eitt er að ferðast, og annað að ferðast með stæl. Af hverju ekki að líta vel út á flugvellinum og vera með smekklega handfarangurstösku í eft- irdragi? Þessi forláta taska kemur frá framleiðandanum Globe Trotter og er smíðuð eftir aðferðum sem eiga sér rösklega aldargamla sögu. Hún bland- ar saman sígildu útliti, nýtískulegum litum og tækni, því hjólin og útrenn- anlegt handfangið eru vitanlega á sín- um stað. Þessi tiltekna útgáfa var hönnuð gagngert fyrir nett- ískuverslunina vinsælu MrPorter.com og fæst þar til sölu fyrir rétt rúmlega 1.042 pund, sem gerir um 196.000 kr. á gengi dagsins í dag. Fegurðin kostar því sitt. Bjartsýni Það er ekkert sumar án flottra sólgleraugna, og fáir standa Ray-Ban framar þegar kemur að sólgleraugnahönun. Wayfarer Flat Metal-sólgleraugun koma sterklega til greina í keppninni um flott- ustu gleraugu sumarsins. Þau eru gerð úr næfurþunnu stáli sem skorið er með leysigeisla og svo litað með mattri áferð. Fá má gleraugun í hvítu, rauðu, bláu, svörtu og svo „byssumálm“-lit. Gleraugun eru seld á www.ray-ban.com á 170 dali, um 19.000 kr. án sendingarkostnaðar og gjalda í tollinum. Breskar línur Það gengur ekki að fara á ströndina eða bara í sundlaugina og ætla að setjast beint á næsta sólbekk eða á heitan sandinn. Gott strandhandklæði er ómissandi fyrir sólríku sumar- dagana og ekki úr vegi að handklæðið sé þá stílfært tískuhandklæði. Breski hönnuðurinn Paul Smith lætur ekki sitt eftir liggja með þessu snotra svarta strandhandklæði. Klassísku Paul Smith-línurnar eru á sínum stað og þekkjast langar leiðir. Handklæðið fæst á PaulSmith.co.uk og kostar þar 75 pund eða rétt rösk- lega 14.000 kr. Mallandi Það þarf ekki endilega að vera svo dýrt eða flókið að láta drauminn um heitan pott rætast. Þeir sem eiga ekki of mikið af peningum, eða þurfa ekki að hafa pott í gangi nema rétt nokkra daga á sumri, ættu að skoða þennan uppblásanlega pott frá Mspa. Þrátt fyrir að vera uppblásanlegur er potturinn búinn rafhitara sem gerir vatnið rjúkandi heitt og loftdælum sem fá pottinn til að freyða eins og vandlega hrist kampavín. Þarf síðan mikið til að bíta á þremur lögum af plastfilmu sem halda vatninu á sín- um stað. Ofan í pottinum rúmast svo tæplega 700 lítrar af vatni. Dýrðin fæst á Amazon.com og kostar þar 673 dali, um 76.000 kr. án flutningskostnaðar og íslenskra skatta. Hvað er það sem setur punktinn yfir i-ið á blíð- viðrisdögunum í sumar? Blaðamaður Morg- unblaðsins fór á stúfana og fann eitt og annað skemmtilegt og nytsam- legt fyrir makindadagana úti í garði, helgarferð- irnar út í heim og útileg- urnar uppi á heiði. ai@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.