Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Vinir í borginni Tveir þolinmóðir vinir bíða frekar daprir í bragði eftir eiganda sínum fyrir utan verslun í Austurstræti í Reykjavík og láta sem þeir sjái ekki kisuna sem þeir voru festir við. Golli Á laugardaginn tök- um við mikilvæga ákvörðun um næstu fjögur ár, – og í sumum tilfellum miklu lengri tíma. Margt af því sem gert verður á næstu ár- um mun hafa áhrif um langa framtíð, hvort sem um er að ræða ákvarðanir sem varða skipulagsmál eða hvernig staðið er að þjónustu við börn í sveitarfélaginu. Það er ánægjulegt að tekjur sveit- arfélaganna fari vaxandi og skulda- staða þeirra almennt sé að batna, en um leið er brýnt að halda þétt um stjórn- artaumana. Þegar rof- ar til í fjármálunum er alltaf sú freisting fyrir hendi að auka útgjöld, en nú þegar útlit er fyr- ir að slakinn í hagkerf- inu sé að hverfa er mik- ilsvert að sveitarfélögin fari sér varlega. Þá skiptir forgangsröðun máli og ábyrgð í verk- efnavali. Fjárfesting ríkis og sveitarfélaga er enn við sögulegt lágmark, enda er víða uppsöfnuð viðhaldsþörf eftir mögur ár og innviðir sem þarf að hlúa að. Litlar álögur ásamt ábyrgð og ráðdeild í rekstri sveitarfélaga eru lykilhugtök í stefnuskrám okkar, enda kemur það skýrt fram í kjörum íbúanna hvernig sveitarfélag þeirra er rekið. Þannig má nefna að í Reykjavík hafa álögur á meðalfjöl- skyldu aukist um rúmar 400.000 kr. á kjörtímabilinu, en á sama tíma hafa gjaldskrár á Seltjarnarnesi lækkað að raungildi. Þar er afkoma bæjarsjóðs jákvæð og skuldir fara lækkandi. Munurinn á skuldabyrði hvers íbúa í þessum tveimur sveit- arfélögum er gríðarlegur, eða um það bil tólffaldur, Reykvíkingum í óhag. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins um allt land hafa sett góða þjónustu við íbúa ásamt valfrelsi og virðingu fyrir ólíkum lífsstíl á odd- inn. Öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf hefur verið í öndvegi í stefnu flokks- ins á sveitarstjórnarstiginu og hafa sjálfstæðismenn verið brautryðj- endur í að auka val foreldra og nem- enda í skólamálum. Við leggjum áfram mikla áherslu á að koma til móts við mismunandi þarfir skóla- barna með betri menntun og betra menntakerfi að leiðarljósi. Við sjálfstæðisfólk höfum löngum haft þá skoðun, að undir stjórn Sjálf- stæðisflokksins sé almannafé best varið til að veita góða og nauðsyn- lega þjónustu í heimabyggð. Dæmin sanna þetta víða um land og íbúar þeirra sveitarfélaga finna það glöggt á eigin hag hversu þýðingarmikil skýr sýn og örugg tök á rekstri eru. Það er mikilvægt að nýta kosn- ingaréttinn og hafa þannig áhrif á hvernig veigamiklum verkefnum í okkar nánasta umhverfi er stjórnað. Veljum meira frelsi, betri þjónustu og lægri útgjöld. Setjum X við D á laugardaginn. Eftir Bjarna Benediktsson »Undir stjórn Sjálf- stæðisflokksins er almannafé best varið til að veita góða og nauð- synlega þjónustu í heimabyggð. Bjarni Benediktsson Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Kjósum valfrelsi og ábyrgð Niðurstöður kosn- inga til Evrópuþingsins um síðustu helgi komu um margt á óvart. Svo- kallaðir efasemd- arflokkar um ágæti Evrópusambandsins og yfirlýstir andstæðingar þess rökuðu að sér fylgi og fengu flest atkvæði eða á bilinu 25-27% í fjórum ríkjum sam- bandsins, þ.e. í Bretlandi, Frakk- landi, Danmörku og Grikklandi. Fleiri framboð í þessum sömu lönd- um lýstu yfir andstöðu við þróun ESB. Í samanburði við hliðstæðar kosningar fyrir fimm árum er nið- urstaðan nú sláandi og ætti fljótt á lit- ið að geta styrkt andstöðuöflin á Evr- ópuþinginu og heima fyrir í viðkomandi þjóðríkjum. Þannig er hins vegar um hnútana búið í Evr- ópusambandinu að annað og meira þarf til að knýja fram raunverulegar breytingar á grunnstefnunni sem er niðurnjörfuð í samþykktum þess, síð- ast í Lissabonsáttmálanum frá 2005. Enginn pólitískur meirihluti er til staðar eða í sjónmáli sem líklegur er til að hrófla við þessum undirstöðum. Niðurstaða nýafstaðinna kosninga í Frakklandi og Bretlandi kann vissu- lega að hafa áhrif á stjórnmálaþróun í þess- um löndum á næstu ár- um og þá um leið á stöðu Evrópusam- bandsins, en það er sýnd veiði og langt frá því að vera gefin. Brotakennd and- staðan úr ólíkum áttum Andstaðan við ráð- andi stefnu ESB kemur úr mörgum áttum og á sér mismunandi forsendur. Að baki henni eru ósamstæð öfl sem ekki eru líkleg til að ná saman um grundvall- arbreytingar. Tilraunir ráðandi meirihluta í ESB og ýmissa frétta- miðla til að stimpla andófið sem birt- ist í nýafstöðnum kosningum sem ein- hlítan stuðning við öfgasinnaða hægriflokka eru hins vegar ekki að- eins einföldun heldur beinlínis rang- ar. Í Grikklandi var vinstrifylkingin Syriza sigurvegari kosninganna og fjölgaði fulltrúum hennar á Evr- ópuþinginu sexfalt frá því fyrir fimm árum. Í Danmörku fékk Danski þjóð- arflokkurinn 26,6% atkvæða og Þjóð- fylkingin gegn ESB, studd m.a. af Einingarlistanum sem telst lengst til vinstri, bætti við sig fylgi og fékk 8,1%. Það er því langsótt að túlka at- kvæði meira en þriðjungs danskra þátttakenda í þessum kosningum sem stuðning við hægri öfgastefnu. Afstaða almennings til innflytj- endastefnu í einstökum ESB-löndum á sér mismunandi rætur, bæði sögu- lega og hvað inntak snertir. Í sumum tilvikum eru tengsl við fasíska hug- myndafræði augljós og hafa ekki far- ið leynt, t.d. þegar í hlut á FPÖ í Austurríki. Á sama tíma og AfD, ný- stofnaður þýskur andstöðuflokkur við ESB, náði 7% fylgi hlaut þarlendur nasistaflokkur (NPD) sem starfað hefur frá 1964 1% atkvæða sem dugði honum fyrir einu þingsæti. Breytingar samt ekki í sjónmáli Þótt margháttuð ókyrrð sé innan Evrópusambandsins í kjölfar kosn- inganna ber að hafa í huga að stóru flokkasamsteypurnar, sósíal- demókratar, hægriflokkahópurinn og frjálslyndir, halda áfram yfir- burðastöðu sinni á Evrópuþinginu, svo og í ráðherraráði og fram- kvæmdastjórn ESB. Þessar fylk- ingar hafa um áratugi verið að heita má samstiga um þau skref í átt að miðstýrðu og ólýðræðislegu ESB sem stigin hafa verið síðasta ald- arfjórðung. Sósíaldemókratar hafa þar ekki haft neina sérstöðu. Hægri- menn sem töpuðu nú allmörgum þingmönnum frá kosningunum 2009 eru áfram stærsti flokkahópurinn og kandidat þeirra til formennsku í framkvæmdastjórninni í Brussel, Jean-Claude Juncker (f. 1954), fv. for- sætisráðherra Lúxemborgar, er tal- inn líklegur til að hreppa hnossið. Breski stjórnmálafræðingurinn Richard Whitman segir í viðtali við blaðið Information um kosn- ingaúrslitin um helgina: „Vandinn við stóru flokkasamsteypurnar er að þær ýta kjósendum í aðrar pólitískar áttir. Það er ekki lengur mikill munur á miðhægri og miðvinstri, svo að spurn- ingin er hvert snúa kjósendur sér í leit að öðrum kostum. … Svartsýn túlkun á úrslitunum er að jaðarhóp- arnir verði pólitískt gjaldgengir. Mót- sögnin er hins vegar að ávinningur fyrir ESB-gagnrýna flokka í löndum eins og Danmörku, Bretlandi og Frakklandi hefur ekki mikla þýðingu fyrir stefnu Evrópusambandsins, heldur fremur á innanlandsvett- vangi.“ Í orði hafa ýmsir leiðtogar ESB- ríkja látið að því liggja síðustu daga að nú verði að hægja á samrunaferl- inu og taka meira tillit til viðhorfa í aðildarríkjum. Ólíklegt er að slíkt standi til boða nema til langtum meiri tíðinda dragi, pólitískra eða efna- hagslegra. Til umhugsunar Í Evrópusambandinu er þannig um hnútana búið að markaðsfrjáls- hyggjan er niðurnjörfuð í sáttmálum bandalagsins. Þeim verður ekki hnik- að nema aðildarríkin 28 nái um það samkomulagi. Ef út af bregður er dómstóllinn í Lúxemborg reiðubúinn að bregðast við. ESB-kerfið leggur meginlínurnar fyrir ríkisstjórnir að- ildarlandanna, alveg sérstaklega inn- an evrusvæðisins. Í þessu kerfi gerist ekkert af skyndingu heldur þarf til þess víðtæka pólitíska samstöðu og langan tíma. Af þessum sökum duga skammt til breytinga pólitískar hrær- ingar af þeim toga sem menn urðu nú vitni að í kosningunum til Evrópu- þingsins. Íslendingar eru svo lán- samir að hafa enn ekki ánetjast þessu kerfi nema að því leyti sem gerist með þátttöku í Evrópska efnahags- svæðinu. Gæfa okkar sem þjóðar liggur við að ekki verði gengið lengra á þeirri braut. Eftir Hjörleif Guttormsson » Ýmsir leiðtogar ESB-ríkja segja að hægja verði á samruna- ferlinu og taka tillit til viðhorfa í aðildarríkjum. Ólíklegt er þó að slíkt standi til boða. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Kosningaúrslitin til Evrópuþingsins duga skammt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.