Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 26
 Stærðfræði er líka skemmtileg heitir þróunarverkefni sem unnið er eftir í leikskólanum Heiðarseli í Reykjanesbæ BAKSVIÐ Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Sif Stefánsdóttir leikskólakennari í Heiðarseli er að ljúka meist- aranámi í stjórnunarfræðum frá Háskóla Íslands. Eitt af námskeið- unum sem hún sat var „Þróun- arstarf í menntastofnunum“ og sagðist Sif hafa viðrað það við sína stjórnendur í leikskólanum hvort það væri eitthvað sem þær gætu séð fyrir sér að hún ynni fyrir skól- ann og nýtti það um leið í náminu. „Hugmyndin að þessu verkefni kom af tvennum ástæðum. Í fyrsta lagi hafði ný framtíðarsýn fyrir leik- og grunnskólana á Suð- urnesjum nýlega komið fram, þar sem lögð er áhersla á læsi og stærðfræði í öllu skólastarfi, og í öðru lagi kom til áhugi minn á stærðfræðiverkefninu Numicon, sem hafði vaxið eftir að ég fór á fyrsta námskeiðið um efniviðinn og kynntist möguleikum þess að kenna ungum börnum stærðfræði,“ sagði Sif. Ólöf Kristín Guðmunds- dóttir sérkennari skólans og að- stoðarleikskólastjóri bætti við að lengi hafi mikil áhersla verið lögð á læsi í skólanum og að verið væri að vinna með stærðfræði, en að starfsfólk hafi ekki verið svo með- vitað um það. „Okkur vantaði því að gera stærðfræðina sýnilegri í öllu starfi og þess vegna fannst okkur tilvalið að hún legðist í þessa vinnu,“ sagði Ólöf. Stofnað var teymi með fulltrúum allra deilda leikskólans svo verkefnið næði til alls starfsfólks. Auk Sifjar skipa Svava Ósk Stefánsdóttir, Elísabet Hall Sölvadóttir og Kolbrún Sig- urðardóttir leikskólastjóri teymið. Eitt helsta markmið þróunar- verkefnisins er að sögn Sifjar að gera stærðfræðina sýnilega á öllum þremur deildum skólans, með tilliti til aldurs og þroska hvers og eins. „Við vildum koma stærðfræðinni inn í allt daglegt starf skólans og nýta umhverfi skólans í tengslum við stærðfræði. Elstu nemendurnir fá kennslu í sérstökum stærð- fræðitímum en við leggjum samt mestu áhersluna á að þetta lærist í gegnum leik og að það sé skemmti- legt að læra stærðfræði.“ Þegar gengið er um skólann má á sjá hvernig stærðfræðin er allt um lykjandi í skólastarfinu. Yngstu börnin hafa Numicon-formin fyrir augunum bæði í vali og frjálsum leik, eldri börnin læra að vinna með tölur og súlurit bæði í gegnum dagatal og skoðanakönnun, öll hólf og box nemenda eru merkt með tölustöfum og í hverjum mánuði er tala mánaðarins skoðuð og tengd við hluti og fyrirbæri í umhverfinu. „Það er margt skemmtilegt sem kemur upp í umræðum um tölur, allt frá númeri íþróttamanns til fótafjölda skordýra,“ sagði Sif sem er sérstaklega ánægð með hvernig hægt hefur verið að taka verkefnið inn í allt starfið og hversu börnin eru áhugasöm og dugleg. Þau sjái jafnvel um að reka á eftir starfs- fólki sé tala mánaðarins ekki komin upp og nýr mánuður hafinn. „Íþróttakennarinn er með form og tölur inni í íþróttasalnum, matráð- urinn hefur mótað brauðbollur eftir stærðfræðiformum og tónlistar- kennarinn hefur verið að bæta stærðfræðinni inn í tónlistartím- ana. Og af því að stærðfræðin er allsstaðar hafa börnin lært hugtök eins og á morgun, eftir tvo daga, í næstu viku, fyrst, næst, síðast, elstur, yngstur og svo framvegis. Þau elstu þekkja meira að segja oddatölur og sléttar tölur. For- eldrar barnanna hafa veitt því eft- irtekt að börnin eru meðvitaðri um tölur og stærðfræðihugtök,“ sagði Sif að lokum um árangur verkefn- isins. Stærðfræði umlykur allt skólastarf Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksd. Námsefni verður til Bryndís Theódóra Harðardóttir og Elísa Gunnlaugsdóttir með námsgögn sem búin voru til í leikskólanum. Með þeim eru Sif Stefánsdóttir, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir og Svava Ósk Stefánsdóttir. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Leikur að tölum Stærðfræði umlykur allt skólastarfið. Börnin læra að þekkja tölurnar og ein stúlkan var fljót að sjá að núllið væri eins og augu í laginu. Stærðfræðin leikur » Leikskólinn Heiðarsel var fyrstur til að hefja stærð- fræðikennslu með Numicom- kennsluefninu en efnið er nú til í öllum leikskólum Reykja- nesbæjar. » Bæði starfsfólk og for- eldrar hafa tekið eftir aukinni þekkingu barnanna á Heið- arseli á stærfræðihugtökum og formum. Á þeim tveimur vetrum sem þróunarverkefnið „Stærðfræði er líka skemmti- leg“ hefur verið notað í skól- anum hefur þetta m.a. komið fram: » -Börnin tala mikið um stærðfræði. -Þau vilja læra tölur og telja. -Börnin sýna meiri áhuga á flestum hlutum, t.d. klukkunni og talnarunum. -Þau tengja tölur við daglegt líf. Dæmi: hólfið hans er sama númer og húsið mitt. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Frískandi húðvörur úr suðrænum sítrusávöxtum Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaíslandÚtsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir Hin dásamlega sítruslína frá Weleda inniheldur afurðir úr lífrænt ræktuðum sítrónum frá Salamita Cooperative á Sikiley. Hún dekrar við og frískar húðina - í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.