Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Flugmálafélag Íslands stendur að flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag, laugardaginn 29. maí, kl. 12- 16. Eins og áður verða tugir flyg- ilda til sýnis allt frá stórum far- þegaflugvélum til flugmódela. Í loftinu verða fjölbreytt sýning- aratriði sem gefa vísbendingu um flóruna í íslenskum flugheimi. Með- al flugatriða verður Landhelg- isgæslan með sýningaratriði, Hercules-flutningavél, Boeing 757 vél Icelandair, listflug m.a. á svif- flugu, fisflug, módelflug og margt fleira en atriðin eru á þriðja tug talsins. Í upphafi sýningarinnar verður mynduð 10 manna stjarna í fallhlífarstökki en stökkvararnir munu stökka úr DC-3 flugvélinni Páli Sveinsyni. Ókeypis er á sýn- inguna en hún er í samstarfi við ýmsa aðila sem tengjast flugi. Að- alstuðningasaðilarnir eru Ice- landair og Isavia. Flugsýning á Reykja- víkurflugvelli í dag Morgunblaðið/Styrmir Kári Sýning Boeing 757 farþegaþota mun fara yfir svæðið í lágflugi. Glæsilegir kaupaukar fylgja öllum keyptum La Mer vörum. Sérfræðingur frá La Mer verður í versluninni föstudag, laugardag og sunnudag. RESCULPT formar og lagar Handverks- og hönnunarsýning eldri borgara á Seltjarnarnesi verður opnuð á uppstigning- ardag, fimmtudaginn 29. maí kl. 15, að Skólabraut 3-5, en þar getur að líta afrakstur vetr- arstarfs hópsins. Meðal þess sem þar ber fyrir augu eru smíðam- unir frá félagsskap sem nefnir sig Timburmenn, glerverk úr glersmiðju, handgert bókband auk þess sem sýndur verður for- láta altarisdúkur sem hand- vinnukonur hafa verið að sauma og til stendur að gefa kirkjunni. Í tilefni dagsins verður guðsþjón- usta í Seltjarnarneskirkju helguð eldri borgurum og hefst hún kl. 14.00. Þeir taka þátt í söng og hugvekju og boðið er upp á kaffiveitingar á eftir. Hand- verkssýningin verður opin fimmtudag kl. 15.00-17.00 og föstudag og laugardag kl. 14.00- 17.00. Handverkssýning á Seltjarnarnesi Að störfum Handverkshópurinn situr við útsaum á hinum nýja altarisdúk kirkjunnar. Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Reykjanesbær varð til við samein- ingu sveitarfélaganna þriggja, Hafna, Keflavíkur og Njarðvíkur 11. júní 1994 og fagnar því 20 ára af- mæli innan fárra daga. Í Reykja- nesbæ búa rúm- lega 14.000 manns en land- svæði bæjarins nær frá norð- urmörkum Kefla- víkur og út á Reykjanestá. Bæjarkjarnarnir þrír byggðust kringum sjósókn og fiskverkun, sem einkenndist m.a. af miklum flutningum og ferð- um bæði fólks og vöru, enda segir Sigrún Ásta Jónsdóttir, for- stöðumaður Byggðasafnsins, það einkenna sögusýninguna „Þyrping verður að þorpi“, sem opnuð verður í dag í Miðlofti Bryggjuhúss. „Það sem einkennir þessa sýningu er flæði. Það flæðir svolítið á milli tíma, milli staða og út í náttúruna. Við erum með náttúrutengingu þannig að við getum séð söguna í samhengi, t.d. hvað varðar efnivið í húsagerð og hvernig umhverfið skapar manninn og menningin um- hverfið. Allt þetta er svo í samhengi við ferðlög, þ.e. flæði fólks á milli staða. Fólk kom hingað, stoppaði í nokkra mánuði og fór til baka. Fólk sem bjó hér fór líka annað í vinnu á sumrin því það var minnst að gera í fiskveiðunum þá. Svo voru bændur að koma hingað í verslunarferð til að versla með skreiðina og kaupa af kaupmanninum og á haustin þurfti að koma með vistirnar fyrir vertíð- ina. Þannig að það er alltaf einhver hreyfing. Síðan eru miklar sögur af fólki sem er að labba hérna á milli, kannski svolítið tragískar sögur því þetta eru mikið sögur af fólki sem verður úti, en það er líka vísbending um mikla hreyfingu á milli staða. Við megum svo ekki gleyma komu breska og bandaríska hersins.“ Tilurð sýningar Byggðasafnsins er þó fyrst og fremst sú að verið er að taka Bryggjuhús Duushúsa form- lega í notkun eftir áralanga end- urgerð. „Hugmyndin er sú að hér á Miðloftinu verði grunnsýning frá Byggðasafninu, þar sem sagan verð- ur sögð á víðum skala. Þannig eigum við möguleika á því að hafa minni þematengdar sýningar annars stað- ar í húsinu sem standa stutt, líkt og við höfum gert í Gryfjunni,“ sagði Sigrún Ásta í samtali við blaðamann. Gryfjan er eitt af fjölmörgum menn- ingarrýmum Duushúsa þar sem einnig er sýning frá Byggðasafni en í dag verður að auki opnuð sýning á fatnaði og skarti eftir hönnuði af Suðurnesjum. Þá er ótalið Bíóhús, listasalur og bátasalur. Sigrún Ásta sagði að hugmyndin væri að sýningin stæði í um áratug, að henni gæti fólk alltaf gengið. „Við munum leggja áherslu á ákveðin at- riði í sögu bæjarfélagsins sem munu halda sér, en sjáum líka fyrir okkur að sýningin geti tekið breytingum. Ég er spennt fyrir sjaldtölvuleið- sögn og að nota litla skjái þar sem fólk getur bæði flett og hlustað. Ég myndi vilja þróa eitthvað svoleiðis með þessari sýningu og leyfa henni að hreyfast með nýjum þáttum.“ Sýningin flæðir Þegar farið er aftur til landnáms er fundur landnámsskálans í Höfn- um það sem vakin er athygli á á sýn- ingunni. Sagt verður frá rannsókn- inni og uppgreftri skálans sem hófst árið 2009. Í skálanum fundust nokkrir dæmigerðir munir 9. öld og er hluti þeirra nú til sýnis í Víkinga- heimum. „Frá landnámsskálanum förum við yfir í torfbæinn Stekkjar- kot en þetta eru hlutir sem fólk get- ur síðan skoðað með berum augum. Þarna er okkar saga. Með því að láta sýninguna flæða á milli þá erum við að opna á þessar gáttir, þannig að sagan er ekki bara klippt og skorin. Hér erum við aftur komin að flæðinu úti í náttúruna og þar á veðrið stóran þátt,“ sagði Sigrún Ásta. Þyrping verður að þorpi  Bryggjuhús Duushúsa í Reykjanesbæ verður formlega opnað almenningi með fjórum nýjum sýningum  Reykjanesbær fagnar 20 ára afmæli innan fárra daga Morgunblaðið/Ljósmyndasafn Reykjanesbæjar Miðloftið Eitt sýningarrýmið af fjórum í húsinu heitir Miðloftið og er því ætlað að hýsa sýningu Byggðasafnsins næsta áratuginn eða svo. Sigrún Ásta Jónsdóttir Bryggjuhúsið er elsta húsið í Duuskjarnanum. Það er þrílyft timburbús, byggt árið 1877 af danska kaupmanninum Hans Peter Duus sem vörugeymsluhús fyrir Duusverslun. Húsið reis upp af Duusbryggju til að auðvelda allan flutning frá bryggjunni. Teinar lágu frá bryggju inn í húsið í miðju þannig að hægt var að keyra vagn- ana beint inn. Í húsinu hefur vinduhjólið á efstu hæðinni varð- veist sem og brunnur á neðstu hæðinni sem notaður var til að sækja vatn fyrir verslunina. Brunn- urinn hefur verið yfirbyggður með gleri og vekur athygli gesta. Reykjanesbær hefur á undan- förnum árum staðið í endurgerð á Bryggjuhúsi og metnaður verið lagður í að varðveita allt heillegt í húsinu og færa það í upprunalegt horf. Bærinn hefur kostað endur- bæturnar að mestu leyti en fengið styrki frá Húsfriðunarsjóði ríkisins og Menningarsjóði Suðurnesja. Í húsinu eru fjögur sýningarrými, Gestastofa, Miðloft, Erlingsstofa og Ris. Sýning Byggðasafnsins, Þyrping verður að þorpi, er í Mið- lofti. Formleg opnun hússins verð- ur kl. 14.00 í dag. Tengill: reykjanesbaer.is/ byggdasafn Elsta húsið í Duuskjarnanum BRYGGJUHÚSIÐ VAR BYGGT ÁRIÐ 1877 Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Bryggjuhúsið Þetta sögufræga hús verður nú opnað almenningi. Sjómannadagurinn er á sunnudag en Vestmannaeyingar hefja hátíð- arhöld í tilefni hans með söngva- kvöldi í Akóges klukkan 22.00 í kvöld, fimmtudagskvöld. „Þetta byrjar klukkan tíu og verður siglt eitthvað fram eftir nóttu,“ sagði Árni Johnsen. „Þeir koma til liðs við okkur að þessu sinni þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson.“ Auk þeirra kemur fram hörkulið heima- manna. Þeirra á meðal er Árni Johnsen, Einar Hallgríms söngv- ari og gítarleikari, Frikki bassi, Finnur nikka og Jarl Sig- urgeirsson svo nokkrir séu nefnd- ir. Það verða því bæði land- krabbar og sjómenn sem stíga á svið og flytja sjómannalög og önnur lög. Söngvakvöldið fyrir sjó- mannadag í Eyjum var lengi haft á föstudagskvöldinu en hefur nú verið flutt á fimmtudagskvöld. gudni@mbl.is Sjómannalögin sungin í Eyjum í kvöld Rúmlega 600 manns höfðu um klukkan 15:30 í gær sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði inn á fasteignalán en opnað var fyrir slíkar umsóknir í gærmorgun á vef embættis ríkisskattstjóra. Skúli Eggert Þórðarson rík- isskattstjóri segir fjöldann vera heldur meiri en embættið átti von á. Í gær höfðu rúmlega 38 þúsund manns sótt um leiðréttingu verð- tryggðra fasteignalána en opnað var fyrir umsóknir um slíka leið- réttingu í byrjun síðustu viku. Umsóknirnar hafa borist frá 97 löndum, langflestar þó frá Íslandi eða 93%, 1,4% frá Noregi og 1,4% frá Bretlandi en færri frá öðrum löndum. pfe@mbl.is Margir sóttu strax um að fá að ráðstafa séreignarsparnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.