Morgunblaðið - 29.05.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 29.05.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. ViðskiptaMogginn, nýtt og endur- bætt viðskiptablað Morgunblaðs- ins, kemur út í dag. Blaðið mun fylgja Morgunblaðinu á fimmtu- dögum eins og verið hefur. „ViðskiptaMogginn byggist á þeirri hefð sem Viðskiptablað Morgunblaðsins hefur skapað, en að sjálfsögðu með breyttum áherslum,“ segir Sigurður Nordal, fréttastjóri viðskipta á Morg- unblaðinu. „Við munum leitast við að flytja fréttir um það sem helst er á baugi í atvinnulífinu, auk ýt- arlegra viðtala og fréttaskýringa um efnahagsmál og viðskipti,“ seg- ir hann. Sigurður segir að fjallað verði um atvinnulíf á breiðum grunni, meðal annars með aukinni áherslu á sjávarútveg og tengdar greinar. Fagtengdum greinum verður fjölg- að auk fjölbreytts efnis af léttara tagi. „Við munum svo birta valdar greinar í hverri viku frá blaða- mönnum Financial Times, sem eins og flestir vita er virtasta við- skiptablað heims. Blaðið er því fjölbreytt blanda af fréttum, fróð- leik og skemmtun og vonandi finna þar flestir efni við sitt hæfi,“ segir Sigurður. ViðskiptaMogginn er nýtt og endurbætt blað um viðskipti  „Fjölbreytt blanda af fréttum, fróðleik og skemmtun“ Morgunblaðið/Styrmir Kári ViðskiptaMogginn Sigurður Nordal skoðar eintak ásamt Guðmundi Gísla- syni og Stefáni Þorsteinssyni prenturum í prentsmiðju Landsprents í gær. Eigendur flugskýla hjá Fluggörðum eru ósáttir við að Bílaleiga Akureyr- ar hafi byrjað að girða af reit við flug- skýli í sinni eigu, en framkvæmdir hófust í gær. Alfhild Nielsen, formað- ur ByggáBIRK, hagsmunafélags eigenda flugskýla á vellinum, segir að svæðið sem um ræði sé innan flug- vallargirðingarinnar, og að bílaleigan hafi helgað sér helmingi stærri lóð en henni beri, en lóð Fluggarða er óskipt. Þá er einnig gagnrýnt að í þeim skipulagsreglum sem gilda um svæðið, sem séu frá 2009, segi að óheimilt sé að reka starfsemi sem tengist flugi eða rekstri flugvallarins með beinum hætti, nema flugvall- arstjóri veiti tímabundna und- anþágu, enda sé um að ræða starf- semi sem tengist flugrekstri eða rekstri flugvallarins, og sérstakar ástæður mæli með undanþágunni. Eigendur flugskýlanna segja að starfsemi bílaleigunnar geti vart fall- ið undir þá skilgreiningu, heldur eigi meira skylt við ferðaþjónustu. „Við teljum að þetta sé því á skjön við það leyfi sem er fyrir svæðinu,“ segir Alf- hild. Bergþór Karlsson, fram- kvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að fyrirtækið sé að reyna að nýta sér eign sína sem best, þar sem ekki sé um auðugan garð að gresja þegar kemur að jarðnæði hjá flug- vellinum. Bergþór hafnar því með öllu að með framkvæmdunum sé ver- ið að vega að Reykjavíkurflugvelli. „Sjálfur vildi ég að hann væri þarna um aldur og ævi.“ sgs@mbl.is Ósætti um framkvæmdir  „Ekki verið að vega að Reykja- víkurflugvelli“ Morgunblaðið/RAX Umdeild girðingarvinna Hópur fólks fylgdist með því þegar byrjað var að girða svæðið af fyrir Bílaleigu Akureyr- ar. Skiptar skoðanir eru á því hvort afmörkun lóðarinnar standist gildandi skipulagsreglur um flugvallarsvæðið. Þrefalt meira magn af norsk-ís- lenskri síld mældist innan íslensku fiskveiðilögsögunnar í nýafstöðnum leiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar en í leiðöngrum síð- ustu tveggja ára. Þótt stofninn sé enn á niðurleið gefa niðurstöður leið- angursins vísbendingar um styrk uppvaxandi árganga. Norsk-íslenska síld var að finna á stóru svæði í Austurdjúpi. Í leið- angrinum mældust um 1,5 milljón tonn af síld en til samanburðar má geta þess að um hálf milljón tonna mældist 2012 og 2013. Megnið af síldinni var 8 ára fiskur og eldri. Það er afleiðing þess að sterkir árgangar hafa ekki komið inn í stofninn og hann verið á niðurleið frá 2009. Í tilkynningu frá Hafrann- sóknastofnun kemur fram að fyrir- séð er að sú þróun haldi áfram þar til sterkir árgangar koma inn í stofninn og ná veiðanlegum aldri. Þótt niður- stöður leiðangursins, sem var sam- eiginlegur með Norðmönnum, Fær- eyingum, Rússum og ESB, liggi ekki fyrir segir Hafró að vísbendingar séu um styrk uppvaxandi árganga. Stór árgangur kolmunna Mikið magn kolmunna fannst fyrir suðvestan og sunnan land, einnig við landgrunnskant Færeyja og Noregs og í úthafinu. Var það að megninu eins árs kolmunni. Niðurstöðurnar eru taldar benda til að árgangurinn 2013 kunni að verða stór en hann kemur inn í veiðarnar á næsta ári. Niðurstöður leiðangursins verða notaðar við endurmat á stærð stofn- anna og kynntar í haust. helgi@mbl.is Vísbendingar um styrk uppvaxandi árganga  Mæla mikið magn af norsk-íslenskri síld og kolmunna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Síld Spriklandi á færibandi. Tilraunin til þess að búa til sam- stöðu í samfélag- inu um hóflegar launahækkanir hefur mistekist, samkvæmt álykt- un miðstjórnar ASÍ um kjaramál sem samþykkt var í gær. Vísar miðstjórnin þar til þess að eftir að samið var um 2,8% launahækkanir hafi stórir hópar sam- ið um allt annað og meira en talið var að væri til skiptanna. Taka yrði því mið af þeirri stöðu þegar næstu kjarasamningar yrðu gerðir. „Það lá alltaf ljóst fyrir þegar menn fóru í þetta ferli síðasta haust að það þyrfti að vera um það sátt á vinnumarkaði til að leiðin væri fær, því að það getur ekki gengið að sumir axli ábyrgð á verðbólgu og aðrir áskilji sér rétt til þess að sækja sér launahækkanir,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. Hann segir að gerð hafi verið grein fyrir því fyrir nokkrum vikum að for- ysta ASÍ sæi ekki að það yrði hægt að nálgast næstu samninga með sömu markmiðum og voru síðasta haust. Sveitarstjórnir séu nýbúnar að semja við kennara um töluverðar hækkanir en geri síðan kröfu til þess að verka- og iðnaðarmenn semji á öðrum for- sendum. „Við viljum því leggja þeim stuðning í því að það kemur ekki til greina. Samtökin munu styðja þessa félagsmenn til þess að fá sambæri- legar hækkanir og sveitarfélögin hafa mótað,“ segir Gylfi. „Þessi tilraun hefur mistekist, því að ríki og sveit- arfélög hafa samþykkt aðrar viðmið- anir og þær viðmiðanir gilda núna í samningum.“ sgs@mbl.is Tilraun um samstöðu mistókst Gylfi Arnbjörnsson  Félagsmenn fái sam- bærilegar hækkanir Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 41,9 millj. Sandavað1 1 0Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958 Lágmúla 4 www.miklaborg.is Samtals að stærð 126,3 m² Sér hannaðar allar innréttingar Mikil lofthæð og innfeld lýsing Útgengi út á svalir úr stofu og baðherbergi Stæði í bílakjallara Glæsileg íbúð með útsýni allan hringinn Væntingar slita- búa föllnu bank- anna hafa verið óraunhæfar. Tryggja þarf að samhliða afnámi gjaldeyrishaft- anna séu lífskjör í landinu varin, að jafnræði gildi og að þeim mikla ár- angri sem þegar hefur náðst verði ekki varpað fyrir róða. Þetta sagði Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Fjármálaeftirlitsins í gær. Hann sagði að framkvæmdastjórn um losun haftanna yrðu fengnir er- lendir ráðgjafar sem ynnu með stjórnvöldum við að skilgreina nán- ar efnahagsleg viðmið þegar ákvarðanir yrðu teknar um næstu skref. „Þar er einkum verið að horfa til skilyrða fyrir undanþágum frá höftunum, meðferðar aflandskróna og áhrifa annarra þátta á greiðslu- jöfnuð landsins næstu árin.“ Óraunhæfar vænt- ingar slitabúanna Bjarni Benediktsson Farþegi réðst á bílstjóra leigubif- reiðar við Lönguhlíð í gær. Farþeg- inn neitaði að greiða fyrir þjón- ustuna. Bílstjórinn hafði samband við lögreglu og var farþeginn hand- tekinn. Rætt verður við hann þegar víman hefur runnið af honum. Réðst á bílstjóra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.