Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 36
SVIÐSLJÓS Lára Hilmarsdóttir lara.hilmarsdottir@gmail.com Borgarstjórn Barcelona á Spáni ákvað í október á síðasta ári að inn- heimta 8 evra aðgangseyri, jafnvirði u.þ.b. 1.200 króna, að Park Güell- garðinum, sem spænski listamað- urinn og arkitektinn Antoni Gaudí hannaði. Upplýsingafulltrúi BSM, fyrir- tækisins sem rekur Park Güell af hálfu borgarinnar, segir helstu ástæðurnar fyrir gjaldtökunni þær að vernda menningarlega og list- ræna arfleifð garðsins, auka lífs- gæði nágranna garðsins og tryggja að þeir njóti góðs af auknum straumi ferðamanna um svæðið, betrumbæta upplifun íbúa Barce- lona jafnt sem ferðamanna og fækka ferðamönnum í garðinum um tvo þriðju. BSM áætlar að 6 til 8 milljónir gesta heimsæki Park Güell ár hvert en nú eftir að gjaldtakan er hafin verður fjöldi ferðamanna sem fá að- gang að garðinum á hverjum klukkutíma takmarkaður við 800 þar sem markmiðið er að fækka heildarfjölda gesta á ári í 3 millj- ónir. Stór hluti af Park Güell er ennþá aðgengilegur gjaldlaust en flest byggingarverk Gaudí sem gera garðinn einstakan eru innan af- markaða svæðisins þar sem gestum er skylt að greiða til þess að fá að- gang. Klukkutími í garðinum Gestum er úthlutað klukkutíma í garðinum. Þau Brian (65 ára) og Sheila (63 ára) Elliot frá Englandi höfðu keypt sér miða í garðinn en þau þurftu að bíða í rúma klukku- stund eftir að geta farið inn. Þegar miði er keyptur í gegnum netið er hægt að velja sér það tímabil sem maður vill fara í garðinn og þar með er hægt að forðast slíka bið. „Við höfum allan daginn, við er- um í fríi svo það skiptir okkur engu máli að þurfa að bíða aðeins,“ sögðu þau. Þeim fannst 8 evrur ekki vera of dýrt, sérstaklega í samanburði við ferðamannastaði í London. Gokhan (32 ára) og Guldane (32 ára) Sahin frá Tyrklandi ákváðu hinsvegar að skoða aðeins þann hluta Park Güell sem er gjaldfrjáls. Þau höfðu lesið umsagnir á netinu þar sem aðrir gestir töldu það ekki þess virði að borga 8 evrur fyrir að- gang og því ákváðu þau að sleppa að kaupa sér miða. „ Barcelona er dýr, hvað sem þú ætlar að skoða eða gera þarftu að borga aðgangs- eyri, stundum 20 evrur eða 40 evrur fyrir tvo. Það er dýrt fyrir okkur, sérstaklega þar sem gjaldmiðilinn okkar er tyrkneska líran.“ Gjaldtakan er umdeild meðal íbúa Barcelona og Katalóníu, hér- aðsins sem borgin er í. Rodgrigo Arroya, íbúi í hverfinu El Coll sem liggur að garðinum, hefur barist fyrir því að garðurinn sé opinn öll- um gestum gjaldfrjálst, íbúum borgarinnar jafnt sem ferðamönn- um. Helsti vettvangur Rodrigo er samtökin Defensem el Park Güell sem hann setti á laggirnar og þar starfa núna 15 manns sem sjálf- boðaliðar sem sjá um að skipu- leggja mótmæli og upplýsa ferða- menn og íbúa um málefnið. Keyptur fyrir opinbert fé „Garðurinn var keyptur með opinberu fjármagni og Barcelona hefur umsjón með honum en hún getur ekki eignað sér garðinn,“ seg- ir Rodrigo. Hann telur að borgin geti fjármagnað viðhald og við- gerðir í garðinum með skattfé borg- arbúa ásamt gistináttaskatti sem ferðamenn greiða. Þar að auki hef- ur garðurinn tekjur af sölu á leyfum fyrir bókabúð, bar og aðrar versl- anir í garðinum en upplýsinga- fulltrúi borgarinnar gat ekki upp- lýst blaðamann um hversu miklum tekjum slík leyfi skila. Auk þess innheimtir garðurinn 5,50 evrur, eða u.þ.b. 850 krónur fyrir aðgang að safni Casa Museu Gaudí sem er í garðinum og er tileinkað Gaudí. Ro- drigo segir gjaldtökuna ósann- gjarna. „Ef ég, sem ferðamaður, borga gistináttaskatt til þess að greiða fyrir uppbyggingu á almenn- ingsgarði þá á ég ekki að þurfa að borga til þess að komast inn í garð- inn.“ Gjaldtaka í Park Güell hefur vak- ið mikla athygli í spænskum jafnt sem alþjóðlegum fjölmiðlum enda er garðurinn fjölsóttur ferðamanna- staður. Hins vegar hefur gjaldtaka á öðrum álíka stöðum í borginni vakið mun minni athygli. Til dæmis hófst 3. mars sl. gjaldtaka fyrir að- gang að virkinu Montjuïc sem er byggt á samnefndri hæð. Virkið var fyrst byggt árið 1640 en var svo rif- ið niður og byggt upp sem kastali og nýtt sem herfangelsi þar til ein- ræðisherrann Franco lét breyta því í hersafn. Þar til í mars var hægt að skoða virkið og kastalann án endur- gjalds en greitt var fyrir aðgang að sérstöku safni. Nú verða gestir hinsvegar að greiða 5 evrur, u.þ.b. 770 krónur, fyrir að fá að skoða virkið. Annað dæmi er Parc del Labrint d’Horta, sem er garður í úthverfum norðvesturhluta borgarinnar, en þar hófst gjaldtaka fyrir rúmum áratug og er aðgangseyrir 2,23 evr- ur, u.þ.b. 350 krónur. Þeir sem búa í grennd við Park Güell, Montjuïc-virkið og Parc del Labirint d’Horta mega heimsækja þessa áfangastaði gjaldfrjálst og geta gert það með því að sækja um sérstakt aðgangskort hjá skrif- stofum borgarinnar. „Þetta er grafalvarlegt mál, það er verið að einkavæða opinber svæði. Þetta er ekki ferðamönnum að kenna heldur borginni sem stjórnar ferðaþjónustunni illa. Ég er ekki mótfallin ferðaþjónustu en það þarf að stjórna henni betur,“ segir Rodrigo. Mikilvæg ferðaþjónusta Ferðaþjónusta gegnir stóru hlut- verki í efnahagslífi Katalóníu og Barcelona, sérstaklega í kjölfar efnahagsþrenginga sem hófust 2008 þegar spænska ríkið stóð höllum fæti vegna mikilla skulda ríkissjóðs, húsnæðismarkaðurinn sprakk, stór fyrirtæki fóru á hausinn og atvinnu- leysi fór yfir 25%. Að sögn stofn- unarinnar World Tourism &Travel Council lagði ferðaþjónustan til 15,7% af vegri landsframleiðslu Spánar árið 2013, og 15,8% af at- vinnu. Árið 2013 var hlutfall ferða- þjónustu af vergri landsframleiðslu í Barcelona 12% og að sögn San- tiago Tejedor, aðstoðarforstöðu- manns framhaldsnáms í ferðablaða- mennsku við Universitat Autònoma de Barcelona, skapar ferðaþjónusta 20 milljónir evrur, eða rúma 3 millj- arða íslenskra króna, í tekjur á hverjum degi í borginni. Um 100.000 manns starfa við ferðaþjón- ustu í Barcelona, en í borginni búa rúmar 1,6 milljónir manna. Það er hinsvegar athyglisvert að þrátt fyrir fjölgun ferðamanna hef- ur störfum í ferðaþjónustunni í Katalóníu fækkað. Árið 2013 hafði störfum fækkað um 35.200 í ferða- þjónustunni frá því 2008 samkvæmt nýlegri grein í spænska dagblaðinu El País. Ferðamönnum í borginni hefur fjölgað ört frá aldamótum. Sam- kvæmt tölum Turisme Barcelona, stofnunar á vegum hins opinbera sem fer með það hlutverk að kynna borgina, komu rúmar 1,7 milljónir ferðamanna til borgarinnar árið 1990. Tíu árum seinna var fjöldi ferðamanna orðinn um 3,1 milljón og í fyrra, 2013, rúmar 7,5 milljónir. Íbúar Barcelona eru á báðum átt- um gagnvart ferðaþjónustunni og ljóst er að margir hafa haft tekjur af auknum fjölda ferðamanna sem flestir kaupa gistingu, afþreyingu og veitingar. Hinsvegar finnst sum- um íbúum borgarinnar að ferða- þjónustan skerði lífsgæði þeirra. Eduardo Chibas, kvikmyndagerð- armaður frá Venesúela, hefur búið í Barcelona í rúman áratug. Hann gerði nýlega klukkutíma langa heimildarmynd sem hægt er að sjá í heild sinni á YouTube þar sem hann dregur upp mynd af borginni sem skemmtigarði fyrir ferðamenn þar sem lítið pláss er eftir fyrir daglegt líf íbúa. Umdeilt ferðamannagjald á Spáni  Gjaldtaka í Park Güell mætir andstöðu íbúa Barcelona  Markmiðið m.a. að fækka ferðamönnum í garðinum  Ferðaþjónustan mikilvæg tekjulind en ekki eru allir sáttir við stjórnun atvinnugreinarinnar Morgunblaðið/Lára Hilmarsdóttir Park Güell Um 6-8 milljónir heimsækja garðinn árlega. Með gjaldtöku á að fækka gestum í þrjár milljónir. 36 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandað vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Spænski frumkvöðullinn Eusabio Güell keypti stórt land í norðurhluta Barcelona rétt í enda García-hverfisins á seinni hluta nítjándu aldarinnar þar sem Park Güell er nú. Güell fól spænska listamanninum og arkitekt- inum Antoni Gaudí það hlutverk að hanna garðinn og hófst vinna við það fyrst árið 1900. Í upphafi var Park Güell skipt upp í sextíu þríhyrndar lóðir sem efnuðum fjölskyldum var gefið tækifæri til að fjárfesta í og byggja sér heimili. Eftirspurnin eftir lóðunum var dræmari en Gaudí og Güell höf- uðu áætlað. Þegar Güell lést árið 1918 höfðu aðeins tvö hús verið reist. Ár- ið 1922 keypti borgin garðinn af erfingjum Güells og frá 1926 hefur svæð- ið verið almenningsgarður. Alla tíð síðan hefur Park Güell verið fjölsóttur af erlendum gestum jafnt sem heimamönnum, sem koma í garðinn til þess að njóta útsýnisins yfir borgina ásamt húsum og turnum, bekkjum og borðum garðsins, sem eru skreytt litríkri mósaík og einkennast af formum óbeinna lína sem eru ráðandi í hönnun Gaudí. GARÐURINN PARK GÜELL Litrík byggingarlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.