Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 2. júní, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S. Kjarval Verkin verða sýnd föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Perlur Einstakt uppboð á íslenskum meistaraverkum Jón Magnússon, fyrrverandi al-þingismaður, bendir á alþekkt- an tvískinnung:    Hinir umburð-arlyndu í Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Samfylkingunni hafa undanfarið hneykslast á oddvita Framsóknar í borgarstjórn fyrir efasemdir um lóðaúthlutun fyrir mosku í Reykja- vík.    Vilhallir fréttamenn þessa„umburðarlynda og víðsýna fólks“ hafa elt uppi forystumenn Framsóknarflokksins til að kreista fram fordæmingu á flokkssystur sinni.    Ummæli sem fréttahaukarnirtelja bera augljósan vott um rasisma og þjóðernisofstæki.    Samt sem áður hefur oddvitiFramsóknar ekki mælt styggð- aryrði um múslima eða veist að trúarskoðunum þeirra eftir því sem ég veit best. Á sama tíma er upplýst að Kristín Soffía Jónsdóttir fram- bjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur látið frá sér fara mun alvarlegri ummæli um trúar- hóp en oddviti Framsóknar um múslima. Svo bregður hins vegar við að reynt er að þagga það niður og forystumenn Samfylkingarinnar eru ekki eltir á röndum til að fá afstöðu þeirra til ummæla Kristínar Soffíu Jónsdóttur.    Ummæli Kristínar Soffíu sem hérer vikið að um Aust-róm- versku kaþólsku kirkjuna eru: „Öm- urlegt að Reykjavíkurborg sé búin að úthluta lóð til þessa skítasafn- aðar. Þessi söfnuður má fokka sér.““    Hún er í Samfylkingunni, húnmá, segir „RÚV“. Jón Magnússon Með leyfi RÚV STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.5., kl. 18.00 Reykjavík 12 léttskýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 15 léttskýjað Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 8 skúrir Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 léttskýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 7 skúrir Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 15 skýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 15 skýjað París 12 alskýjað Amsterdam 12 súld Hamborg 11 skýjað Berlín 10 alskýjað Vín 15 skýjað Moskva 17 alskýjað Algarve 22 skýjað Madríd 21 skýjað Barcelona 18 súld Mallorca 22 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 22 skýjað Montreal 12 alskýjað New York 13 alskýjað Chicago 18 skýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:30 23:21 ÍSAFJÖRÐUR 2:54 24:07 SIGLUFJÖRÐUR 2:35 23:52 DJÚPIVOGUR 2:50 22:59 Vegna anna hjá starfsmönnum Ríkisendurskoð- unar hefur ekki verið hægt að tímasetja verk- lok rannsóknar stofnunarinnar á máli Seðlabanka Íslands varðandi málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Eftir að fram komu upplýsingar um að bankinn hefði greitt máls- kostnað seðlabankastjóra vegna málsóknar Más gegn bankanum fór bankaráð Seðlabankans fram á rannsókn, en Már hafði stefnt bank- anum vegna lækkunar á launum sínum. Rannsókn Ríkisendurskoð- unar, sem sögð er vera talsvert um- fangsmikil, hófst um miðjan mars síðastliðinn. Verklok ekki tíma- sett vegna anna Úttekt á málinu stendur enn yfir. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Lokatónleikar Karlakórs Hreppa- manna verða haldnir í Gamla bíói í Vestmannaeyjum 31. maí en þeir eru hluti af tónleikaferðalagi kórsins sem ber heitið „Nú sigla svörtu skip- in“. Tónleikar verða einnig haldnir í Grindarvíkurkirkju í kvöld klukkan 20 en tónleikarnir eru að sögn Helga Más Gunnarssonar, formanns kórs- ins, óður til hafsins og sjómennsk- unnar. Bakgrunnur meðlima kórsins liggur þó ekki þar. „Þetta er gamall draumur stjórnanda okkar (Editar Molnár, innsk. blm.) en henni þykir sjómennskan á Íslandi vera afar heillandi. Okkur þótti það svolítið skemmtileg hugmynd að taka þetta verkefni fyrir þar sem við búum í sveitum lengst frá sjó. Einhverjir okkar hafa þó farið á vertíð eða eitt- hvað annað í þeim dúr svo við erum ekki alveg ókunnugir sjómennsk- unni,“ segir Helgi. Eins og fyrr kom fram liggur bak- grunnur meðlima ekki í sjómennsku en meirihluti þeirra er bændur. Sauðburður hefst yfirleitt í fyrra hluta maí en að mörgu er að hyggja í sauðburði og mikil vinna fylgir hon- um. Aðspurður hvernig gengið hefur að samtvinna störf kórsins með þeirri vinnu segir Helgi: „Það hefur verið smávegis vesen fyrir okkur að manna þetta. Okkur hefur samt al- veg tekist að bjarga þessu og nú er bara endaspretturinn eftir hjá flest- um,“ segir hann. Réðu leikara og leikstjóra Tónleikaferðalagið hófst í byrjun apríl í Reykjavík en síðan þá hefur kórinn sungið bæði á Flúðum og Stokkseyri. „Við náðum að troðfylla félagsheimilið á Flúðum á okkar heimaslóðum. Svo komum við fram á Stokkseyri í tengslum við bæjar- hátíð sem haldin var þar fyrr í vor en þeir tónleikar voru mjög vel sótt- ir. Í því verkefni vorum við í sam- starfi við Árborg og erum mjög ánægðir með útkomuna,“ segir Helgi. Kórinn fékk til liðs við sig Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóra og Magnús Guðmundsson leikara til að gera viðfangsefninu enn betri skil en í útfærslunni flytur Magnús ræður sínar á milli söngatriða í sjómanns- klæðum. „Þetta hefur komið vel út og gest- um hefur þótt þetta vera skemmti- legt uppátæki. Menn voru kannski svolítið hissa á fyrstu tónleikunum en síðan hefur þetta bara gengið vel,“ segir Helgi. Bændur syngja óð til sjómennsku Ljósmynd/Lýður Geir Guðmundsson Karlakór Hreppamanna Hér má sjá mynd af kórnum í Eyrabakkafjöru.  Karlakór Hreppamanna heldur tónleika víðsvegar um landið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.