Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Sá einfaldasti í uppsetningu, tjaldast með fortjaldi á örfáum mínútum Tjaldvagnar Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - isband@isband.is - www.isband.is Opið vi rka dag a frá 10- 18 laugard aga 11-15 Verð frá 1.190.000,- Framúrskarandi tjalddúkur — Álfelgur Á yfirstandandi kjör- tímabili hefur verið unn- ið í mikilli og góðri sam- vinnu meiri- og minnihluta skipulags- nefndar að deiliskipulagi nokkurra hverfa bæj- arins með það markmið að ljúka skref fyrir skref skipulagningu bæjarins í heild. Vinna sem þessi tekur alla jafna nokkurn tíma, þar sem þess er gætt að hafa mikið og ítarlegt samráð við íbúa og fjöldi kynningarfunda haldinn í því skyni. Engu að síður miðar verkinu vel og er útlit fyrir, að um mitt þetta ár verði búið að deiliskipuleggja ríflega helming allrar byggðar bæjarins og það í breiðri sátt. Lítilsháttar fækkun íbúa stendur til bóta Íbúum Seltjarnarness hefur fjölgað um 1% á liðnu ári og eru nú um 4.400, en hafði fækkað lítillega árin áður og er eðlileg skýring á því. Ekki eru hér í bæ sömu aðstæður og víðast annars staðar. Þar er landrými nægt til þess að ný hverfi geti risið á óbrotnu landi og íbúafjöldi haldið viðstöðulítið áfram að vaxa eftir því sem þjóðinni fjölgar. Seltjarnarnes er landminnsta sveitar- félag Íslands og hefur því ekki sömu möguleika og önnur bæjarfélög að þessu leyti. Það er ekki stefna okkar að sækja land út í sjó með fyllingum eða byggja á vestursvæðunum. En við höfum í nánu samráði við íbúa skipu- lagt nýja byggð við Bygggarða, auk þess sem auðir bygg- ingareitir hafa verið skipulagðir. Þannig horfum við nú fram á fjölgun íbúa í bænum. Með haganlega hönnuðum húsum sem bæjaryfirvöld hafa með skipulagsaðgerðum sín- um beitt sér fyrir að rísi verður m.a. bætt úr þeirri þörf sem verið hefur fyrir fleiri tiltölulega litlar og meðalstórar íbúðir. Þessar nýbygg- ingar fela í sér tækifæri fyrir ungt fólk sem er að byrja búskap og sömuleiðis eldri bæjarbúa sem vilja minnka við sig. Fróðlegt yfirlit yfir stærð íbúðarhúsnæðis Fróðlegt er annars að skoða hvern- ig háttað er stærð íbúðarhúsnæðis í bænum. Í töflunni er að finna heildar- yfirlit yfir þær rúmlega 1600 íbúðir og einbýlishús sem eru á Seltjarnarnesi. Eins og sést á töflunni eru nær 17% allra íbúða í bæjarfélaginu innan við 80 fermetrar. Þá er fjöldi íbúða 100 fm eða minni meiri en húsnæðis yfir 200 fm að stærð. Þetta mun líklega koma sumum á óvart, því töluvert hefur verið gert úr því að minni og meðalstórar íbúðir væru fáar í bæn- um. Nálægt 200 nýjar íbúðir – um- ferðaræðar höfuðborgarinnar mikilvægar Í skipulagsvinnu síðustu missera hefur verið skipulögð byggð þar sem áður var iðnaðarsvæði við Bygg- garða. Tekur hin nýja byggð mið af þeirri sem fyrir er í grenndinni og verða þarna ýmist einbýlishús, rað- hús eða fjölbýlishús. Hæð húsa þ. á m. fjölbýlishúsanna mun ekki fara yf- ir það sem verið hefur á svæðinu og gott rými verður fyrir götur, gang- stíga, svo og leiksvæði og útivist íbúa utan lóða. Á þessu svæði og fáeinum öðrum á Nesinu munu rísa nálægt 200 nýjar íbúðir. Mun hlutfall lítilla íbúða hækka enn frekar frá því sem nú er. Í ljósi alls þessa er ég þess full- viss að hér mun brátt verða gott framboð á íbúðum í öllum stærðum fyrir allar fjölskyldustærðir og bær- inn halda áfram að eflast. Auk framangreindra þátta sem lúta að skipulagningu og bygging- arstarfsemi í bæjarfélaginu sjálfu er vert að geta þess, að í svæð- isskipulagsnefnd höfuðborgarsvæð- isins hefur af hálfu Seltjarnarness verið lögð rík áhersla á að tryggja að sem greiðfærast sé um helstu akst- ursleiðir Seltirninga inn í borgina og áfram út úr henni. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes hafa, vegna þessa, gert samkomulag um að akreinum á stofnbrautum vestan Kringlumýr- arbrautar og akreinum á Mýrargötu/ Geirsgötu verði ekki fækkað nema í samkomulagi við Seltjarnarnesbæ. Það er stefna þeirra sem farið hafa með skipulagsmálin á Seltjarnarnesi og stjórn bæjarfélagsins að unnið verði áfram í eindrægni að skipulags- málunum á komandi árum í náinni samvinnu við bæjarbúa. Einungis þannig verður bæjarskipulagið sú umgjörð um blómlegt og fagurt mannlíf sem við öll viljum. Skipulagsmál á Seltjarnarnesi Eftir Bjarna Torfa Álfþórsson Bjarni Torfi Álfþórsson » Seltjarnarnes er landminnsta sveitar- félagið og ekki mikil tækifæri til stækkunar Við munum samt ekki sækja land út í sjó eða byggja á vestursvæð- unum. Höfundur er formaður skipulags- nefndar og forseti bæjarstjórnar Sel- tjarnarness. Stærð íbúðarhúsnæðis á Seltjarnarnesi Íbúða- eða húsastærð Fjöldi Hlutfall hvers stærðar- Uppsafnað – hverjum í fermetrum íbúða flokks af heildinni stærðarflokki bætt við Innan við 60 88 5,5 % 5,5 % 60 -70 98 6,1 % 11,6 % 70 -80 84 5,2 % 16,8 % 80 -90 85 5,3 % 22,1 % 90 -100 76 4,7 % 26,9 % 100 - 120 196 12,2 % 39,1 % 120 - 150 285 17,8 % 56,8 % 150 – 200 309 19,3 % 76,1 % 200 – 250 219 13,6 % 89,7 % 250 – 300 110 6,9 % 96,6 % 300 eða meira 55 3,4 % 100% Hafnfirðingar vilja breytingar. Það er komið meira en nóg af tólf ára stjórn vinstri manna í bæj- arstjórn í Hafnarfirði. Skoðanakannanir sýna að meirihlutinn er kolfallinn og að fólk kallar eftir nýj- um hugmyndum, nýju fólki og nýrri framtíð- arsýn. Eina leiðin til þess að tryggja að breytingar verði að veruleika er að Sjálfstæðisflokk- urinn fái öflugan stuðning í kosn- ingunum á laugardag. Öguð fjármálastjórn er besta kjarabótin Við sjálfstæðismenn höfum lagt fram tillögur að því hvernig hefja megi sókn í bænum okkar eftir tímabil stöðnunar. Það þarf með skipulegum hætti að fjölga at- vinnutækifærum, kynna bæinn betur og laða að ný fyrirtæki. Það er lykilatriði að auka tekjur sveit- arfélagsins til að hægt sé að tryggja þjónustu sem stenst sam- anburð við nágrannasveitarfélögin, ráðast í ný verkefni og greiða niður skuldir. Við sjálfstæðismenn viljum fara vel með skattfé bæjarbúa, leita allra leiða til að auka skilvirkni og koma í veg fyrir sóun í rekstri bæj- arins. Öguð og ábyrg fjár- málastjórn er besta kjarabótin fyr- ir Hafnfirðinga. Vinstri menn í Hafnarfirði hafa sýnt að það skipt- ir máli hverjir stjórna því þeir hafa komið bænum í þá stöðu að bæjarfélagið greiðir gríðarlega fjármuni í vexti á hverju ári sem betur væri nýttir í efl- ingu þjónustu við bæj- arbúa og lækkun álaga. Viljum vinna með Hafn- firðingum að breyt- ingum Hafnfirðingar eiga það besta skilið. Hafnarfjörður hefur allt til þess að verða fyrirmyndarbær með frábæru mannlífi. Við sjálfstæð- ismenn erum bjartsýn á að hægt sé að snúa við blaðinu og rífa bæinn okkar upp! Við sjálfstæðismenn bjóðum fram samhentan og öflugan hóp fólks með fjölbreytta reynslu sem er tilbúinn að byggja upp og vinna með Hafnfirðingum. En til þess að svo megi verða, þurfum við á þín- um stuðningi að halda í kosning- unum á laugardaginn. Það gefst ekki annað tækifæri næstu fjögur árin. Horfum björt fram á veginn og setjum X við D. X-D fyrir breyting- ar í Hafnarfirði Eftir Rósu Guðbjartsdóttur Rósa Guðbjartsdóttir » Við sjálfstæðismenn erum bjartsýn á að hægt sé að snúa við blaðinu og rífa bæinn okkar upp! Höfundur leiðir framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Í Garðabæ er að- staða til íþróttaiðk- unar til fyrirmyndar. En samræming á íþróttasvæðinu í bæn- um er óhjákvæmileg. Í Breiðumýri er sár- leg vöntun á gervi- grasvelli fyrir fótbolt- ann og í Ásgarði liggur fyrir að end- urbætur þurfa að vera á sundlauginni svo eitthvað sé nefnt. Góð vísa er aldrei of oft kveðin, íþrótta og æskulýðsstarf skiptir alltaf máli og á að standa öllum til boða. Við vitum öll hversu mikið forvarnargildi felst í því að börnin okkar stundi einhverskonar íþrótta- eða æskulýðsstarf. Í Garðabæ er málum þannig háttað að hvatapen- ingar, að upphæð 27.500 kr. á ári, eru lagðir til sé barn í einhverskon- ar íþróttum eða æskulýðsstarfi. Það er vel. Hins vegar er það nú svo að íþróttir eiga ekki við alla. Sláandi upphæð Ef við setjum upp einfalt dæmi, tökum vísitölufjölskylduna, hjón með tvö börn. Eldra barnið, fætt árið 2000, æfir fótbolta og er í framhaldsnámi við tónlistarskólann. Fyrir þetta greiða for- eldrarnir 159 þúsund. Yngra barnið, fætt árið 2002, er í skátunum og söngnámi við tónlistar- skólann. Fyrir þetta greiða foreldrarnir rúm 118 þúsund. Sam- anlagður útlagður kostnaður við íþrótta- og tónlistarnám barnanna er rúmlega 277 þúsund. Þegar hvatapeningur er tekinn með þá er upphæðin 222 þúsund á ári eða tæplega 19 þúsund á mánuði. Það getur verið erfitt fyrir fjöl- skyldur að standa straum af þess- um kostnaði ásamt öðru sem fylgir íþrótta- og tómstundastarfi barns, svo ekki sé talað um önnur útgjöld sem fylgja heimilisrekstri. Hvatapeningar hækkaðir Við viljum að öll börn, sama hver staða fjölskyldunnar er, hafi jafnan aðgang að því metnaðarfulla og blómlega starfi sem unnið er hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum og ekki síður tónlistarskóla bæjarins. Við hjá Samfylkingunni viljum gera enn betur en nú er gert. Við viljum hækka hvatagreiðslur til barna á kjörtímabilinu. Fjárhagsstaða foreldra á aldrei að standa í vegi fyrir því að barn geti stundað íþróttir eða tóm- stundastarf. Í okkar huga er þetta einfalt, betri bær fyrir okkur öll. Setjum X við S á laugardaginn. Íþrótta og æsku- lýðsmál í Garðabæ Eftir Guðrúnu Örnu Kristjánsdóttur Guðrún Arna Kristjánsdóttir » Við vitum öll hversu mikið forvarnargildi felst í því að börnin okk- ar stundi einhverskonar íþrótta- eða æskulýðs- starf. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sam- fylkingar og óháðra í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.