Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 ✝ Margrét Kol-finna Guð- mundsdóttir (Maddý) fæddist í Reykjavík 28. nóv- ember 1941. Hún lést á Sjúkrahúsa- húsinu á Akranesi 3. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Jóhann- esson, f. 20. maí 1907, d. 20. september 1973 og Aðalbjörg Hallmundsdóttir, f. 27. október 1911, d. 28. febrúar 1963. Systkini Maddýar eru 1) Guðrún Halla Guðmundsdóttir, f. 5. júlí 1939, maki Árni Stef- ánsson, látinn, og áttu þau tvö börn. 2) Vigdís Guðríður Guð- mundsdóttir, f. 26. ágúst 1940, maki Gunnar Jensson og eiga þau þrjú börn. 3) Stefanía Ey- björg Guðmundsdóttir, f. 9. nóvember 1943, maki Jón Bald- vinsson og eiga þau sex börn. 4) Ragnar Kristinn Guðmundsson, f. 29. júní 1945, maki Elísabet Karlsdóttir og eiga þau tvö börn. 5) Jóhanna Andrea Guð- mundsdóttir, f. 15. maí 1949, maki Valur Guðmundsson og eiga þau fjögur börn. 6) Sigrún María Guðmundsdóttir, f. 26. október 1950, maki Sverrir Gíslason og eiga þau þrjú börn. Smári Arnarsson, f. 5. maí 1971. Börn þeirra eru a) Karen Ösp, f. 4. október 1987, maki hennar er Sigurjón Þórsson, f. 1986 og börn þeirra eru Garðar Þór, f. 2010 og Brynjar Arnþór, f. 2013. b) Andri Már, f. 24. október 1991. c. Rúnar Páll, f. 1. apríl 1995. d) Sigurósk Gréta, f. 10. mars 1997. Bernskuár Maddýar voru á Ránargötu fram til fimm ára aldurs. Þaðan flytur hún á Bú- staðarveginn og sautján ára á Tunguveginn í Reykjavík. Grunnskólaganga Maddýar var við Austurbæjarskóla. Á yngri árum starfaði Maddý við ýmis verkakvennastörf. Árið 1976 flytja Maddý og Svenni á Hvammstanga og áttu þau heima þar upp frá því. Á Hvammstanga starfaði Maddý við ýmis verkakvennastörf en lengst af við Saumastofuna Drífu og sambýlið Grundartúni og einnig önnur störf um skemmri tíma. Maddý hafði mikið yndi af því að ferðast bæði innanlands og erlendis. Síðustu árin dvöldust þau hjón- in langdvölum á Kanarí yfir veturna og ferðuðust mikið inn- anlands á sumrin. Hún var handlagin og hafði gaman af sauma- og prjónaskap. Fjöl- skyldan skipti hana mestu máli og áttu barnabörnin og barna- barnabörnin alltaf skjól og hlýj- an faðm hjá henni. Útförin fór fram frá hvammstangakirkju 10. maí 2014, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 7) Hallmundur Guðmundsson, f. 5. apríl 1953, maki Agnes Björk Magn- úsdóttir og eiga þau fjögur börn. Af fyrra hjónabandi Guðmundar er Anna, f. 16. júlí 1932, d. 5. apríl 2003, maki Brynj- ólfur Þorsteinsson, látinn, og áttu þau sex börn. Einnig átti Guð- mundur Guðrúnu Hjálmdísi, f. 18. maí 1942, og á hún tvö börn. Eiginmaður Maddýar er Sveinn Gunnarsson, f. 8. desem- ber 1940 og giftust þau 8. des- ember 1962. Börn þeirra eru 1) Gunnar Sveinsson, fæddur 7. júní 1968, maki Marín Sig- urbjörg Karlsdóttir, f. 20. des- ember 1971. Börn þeirra eru a) Heiðrún Guðný, f. 8. mars 1990, b) Sara Eir, f. 25. september 1990. Maki hennar er Birgir Þór Þorbjörnsson, f. 1992 og börn þeirra eru Bríet Anja, f. 2010 og Ísar Myrkvi, f. 2012, c) Kolfinna Rún, f. 26. september 1995, unnusti Jón Marel Magn- ússon, f. 1994. d) Sveinn Arnar, f. 2. febrúar 1998. e) Jónína Arney, f. 16. október 2000. 2) Nína Björg Sveinssdóttir, f. 25. september 1969, maki Garðar Elsku mamma, það er erfitt að skrifa þessi fátæklegu orð til þín. Eins og presturinn orðaði það þá erum við búin að fylgjast að frá minni vöggu til þinnar grafar. Margar minningar koma upp í hugann, fyrst frá Tunguveginum í barnæskunni þar sem ýmislegt var brallað af litlum og dugleg- um puttum. Flutningurinn norð- ur til að fylgja pabba í sinni vinnu við sjómennskuna. Fyrstu mánuðina bjuggum við í Reyk- holtinu meðan verið var að byggja framtíðarheimilið á Mela- veginum. Á unglingsárunum varst þú ótrúlega þolinmóð við okkur systkinin og treystir okk- ur alltaf. Ég veit ekki alveg hvort við stóðum alltaf undir því trausti en þú efaðist aldrei. Eftir að við Marín fluttum alkomin á Hvammstanga aftur keyptum við hús í sömu götu og telst mér til að milli húsanna okkar séu sjötíu skref. Samgangur hefur því alla tíð verið mikill milli okkar. Barnabörnin gátu „flúið“ til ömmu ef þeim leist ekki á hvað var í matinn heima og voru þau farin að fara ein fyrir tveggja ára aldurinn yfir til ömmu og afa. Síðasta sumar var Bríet lang- ömmustelpan farin að fara líka á eigin vegum og þar sem hún náði ekki í bjölluna var bara settur pallur fyrir utan, spes fyrir hana. Svona varst þú, með opinn og hlýjan faðm fyrir barnabörnin og barnabarnabörnin, já og líka fyr- ir börn og tengdabörn. Ótal ferðalög höfum við farið í saman bæði innanlands og erlendis en efst í minningunni er viku ferða- lag um Vestfirði árið 2007 og all- ar systkinaútilegurnar. Þótt þú hafir ferðast víða þá held ég að ferðin til Mexíkó hafi verið í mestu uppáhaldi hjá þér. Þangað fóruð þið til að halda upp á sex- tugsafmælið hans pabba og þar fékkst þú að hjálpa skjaldböku- ungum fyrsta spölinn til sjávar. Ef þið voruð ekki erlendis um jól og áramót þá voruð þið pabbi hjá okkur Marín. Um síðustu jól fenguð þið rjúpu í matinn, sem var ykkar uppáhaldsmatur, og hafðir þú þá á orði að aldrei hefð- ir þú fengið hana jafn góða og þá. Undanfarna vetur dvölduð þið pabbi á Kanarí yfir veturinn og eru það ótal Gunnurnar og Jón- arnir sem við höfum heyrt sögur af frá Kanarí, en þar kynntist þú mörgu fólki sem var þér kært því þú varst félagslynd og hafðir gaman af því að vera innan um skemmtilegt fólk. Síðustu mánuðir voru þér erf- iðir og lítið gekk að kljást við vá- gestinn sem að lokum hafði sig- ur, því miður. Litli bróðir þinn orti til þín eftirfarandi vísu: Lífsins blóm nú laust er frá ljúfum stundum sínum. Minning vekur bros á brá í bernskudraumum mínum. Elsku mamma. Þú varst ein- stök manneskja, hlý, góð og vild- ir allt fyrir fjölskylduna þína gera. Nú ylja ég mér við minn- ingar um líf okkar saman, minn- ingar sem munu aldrei fölna. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Takk fyrir allt það sem þú varst mér og mínum. Þinn sonur, Gunnar Sveinsson. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þá hefur hún Maddý, kær mágkona mín, kvatt þetta líf eftir stutta og snarpa baráttu við krabbamein. Áður hafði hún háð nokkrar baráttur en sigrað. Óbil- andi kraftur og lífsvilji ein- kenndu hana í þeim baráttum. Ég, ung stúlka frá Neskaup- stað, rétt skriðin af unglingsár- um, kom inn á heimili þeirra Svenna með Ragga bróður Mad- dýjar. Vel var tekið á móti mér, bros og hjartahlýja. Á heimili þeirra bjuggu þá nokkur yngri systkin Maddýjar en þau höfðu tekið við heimilinu nokkru eftir að móðir Maddýjar lést langt um aldur fram. Þar kom vel í ljós hversu þau, þá ung hjón, voru samtaka. Veturinn sem við Raggi bjuggum í Reykjavík var farið á Tunguveginn með þvott og spjallað meðan vélin vann. Eftir að skóla lauk fluttum við til Neskaupstaðar og minnkaði þá samgangur en síminn var aldrei langt undan. Árið 1971 komu þau hjón ásamt tengdaföður mínum austur og þá var mikið gaman hjá okkur. Nokkru síðar komu þau með börnin sín og var þá stoppið lengra, enda gaman hjá litlu frændsystkinunum. Þau fluttu síðar á Hvammstanga, var þá komið þar við á leið í borgina. Þá fengum við þekktu Maddýjar kleinur. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur jókst samgangur mikið. Maddý og Svenni komu alltaf til okkar í ferðum þeirra til borgarinnar. Maddý var með létta lund en jafnframt ákveðnar skoðanir, það líkaði mér vel. Á sumrin voru Maddý og Svenni dugleg að ferðast um Ísland og nutu þau íslenskrar náttúru og að hitta fólk. Maddý og Sigrún systir hennar komu á árlegum útilegum stórfjölskyldunnar sem eru nefndar Ættingjar og fylgi- fiskar. Þar mættust systkinin og afkomendur sem sáu sér fært að mæta. Þetta eru einstaklega skemmtilegar helgar. Maddý gekk alltaf um með frægu klein- urnar sínar í skál og hópuðust þá börnin í kringum hana enda átti hún mikla vináttu í þeim. Við munum halda þessu áfram og jafnframt heiðra minningu Mad- dýjar með því að hittast og gleðj- ast, það hefði hún viljað. Á vet- urna dvöldu þau langdvölum á Kanarí eftir að þau fóru í langa fríið, eins og Maddý orðaði eft- irlaunaaldurinn svo skemmti- lega. Í hitanum leið þeim vel og eignuðust þau marga trygga vini þar. Fastur liður hvern dag var að fara í minigolf. Einn veturinn heimsóttum við hjónin þau þang- að og auðvitað vorum við tekin með í golfið. Þar hafði Svenni yf- irleitt vinninginn, Maddý í örðu sæti, Raggi í því þriðja en auðvit- að rak ég lestina. Ég vil trúa því að nú dvelji hún Maddý mín í Sumarlandinu þar sem alltaf er hlýtt og engin veikindi. Elsku Svenni minn, Gunni, Nína og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðar- kveðjur, megi minningar um eig- inkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu veita ykkur styrk í sorginni. Elísabet Karlsdóttir (Ebbý). Vorið var komið. Á meðan dagarnir lengdust og birtan jókst dró úr þreki systur minnar í baráttunni við illvígan sjúkdóm- inn. Að lokum hafði hann betur. Stríðið var orðið langt. Meinið greindist fyrir nokkrum árum. Hún fór aftur og aftur í stórar skurðaðgerðir, náði góðum bata á milli og naut lífsins. Hún barð- ist af hörku og kvartaði aldrei. Hún var þriðja í hópi átta systkina sem fæddust á fjórtán árum. Sex systur og tveir bræð- ur. Hjá þessari stóru fjölskyldu var oft mikið um að vera, systk- inin stundum misjafnlega sátt innbyrðis, það var tuskast og ærslast. Pabbi var löngum á sjó, mamma fæddi og klæddi. Í minn- ingunni er Maddý eitt af hljóðlát- ari börnunum í þessum oft svo háværa hópi. Öll komumst við til manns, hún er fyrst til að falla frá. Var það ættarfylgja eða mat- urinn hennar mömmu sem sem olli því að við höfum öll verið fremur hraust til þessa, hver veit? Hún var ung þegar hún kynntist mannsefninu sínu, Sveini Gunnarssyni. Þau giftust og stofnuðu heimili í Garðabæ. Eftir að móðir okkar dó tóku þau að sér heimili föður okkar. Það var mikil áskorun fyrir ungar manneskjur. Yngstu systkinin áttu hjá þeim skjól þar til þau flugu úr hreiðrinu. Ungu hjónunum fæddust son- ur og dóttir með skömmu milli- bili, Gunnar og Nína. Svenni stundaði lengi sjó fyrir norðan og á endanum flutti fjölskyldan á Hvammstanga og reisti sér þar hús. Þau voru samhent og sam- stiga í lífinu. Voru dugleg að ferðast, fóru vítt um landið og eru árlegar systkinaútilegurnar minnisstæðar. Hin síðari ár voru þau oft langdvölum á Kanaríeyj- um. Hlýtt loftslagið þar hjálpaði þeim að takast á við þverrandi heilsufar. Þau Svenni voru vin- mörg og það var gott að vera gestur í notalega húsinu þeirra fyrir norðan. Bóndi minn sagði einhverju sinni „Maddý er best“ og átti þá við systkinahópinn. Hann var mannþekkjari og vissi hvað hann söng. Hún hafði þjála lund, fór ekki fram með neinum látum, var föst fyrir ef á þurfti að halda og lét ekki vaða yfir sig. Hennar er sárt saknað af mörgum og ég óska systur minni góðrar heim- komu í faðm eilífðarinnar. Þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. Svenna, Gunnari, Nínu og fjöl- skyldum þeirra sendi ég dýpstu samúðarkveðjur. Tíminn læknar ekki sárin en hann hjálpar okkur að takast á við sorgina og sefar söknuðinn. Guðrún Halla Guðmundsdóttir. Margrét Kolfinna Guðmundsdóttir „Rær hann og kveður, blítt veit á veður, þegar hann gefur, þá rær hann og kveð- ur“ Árabátur í fjarska líður um í lygnum sjón- um, í bátnum er hraustlegur og sterkbyggður maður sem hend- ir út neti í rólegheitunum. Hann sest niður hugsi og nýtur þess að vera úti í náttúrunni. Á Áskell Jónsson ✝ Áskell Jónssonfæddist 4. júlí 1924. Hann lést 18. maí 2014. Útför Ás- kels Jónssonar fór fram 28. maí 2014. meðan bíða í fjör- unni nokkrir krakkar sem fylgj- ast spenntir með. Ætli hann fiski í dag? Þetta er ein af mörgum minning- um sem ég á um hann afa Kela. Okkur krökkunum þótt svo gaman að fá að skoða fiskana og ef rauðmagi slæddist í netið þá fengum við að selja hann. Ekki þótti okkur það slæmt. Með hlýhug hugsa ég um þenn- an yndislega afa sem nú er fall- inn frá. Það var ekki mikill ólgusjór í kringum hann. Ef svo var þá náði hann með sinni einstöku lagni að slétta úr honum og gera gott úr. Mér þótt gott að vera í kringum hann, kannski því hann var ekki svo ólíkur mér. Hann sagði okkur krökk- unum sögur, við tíndum egg saman á Akrafjalli og ekki má gleyma ævintýralegum strand- ferðunum sem ég fór með þeim ömmu og afa. Já, að gefa sér tíma með ungviðinu er eitthvað sem skilar sér og þegar ég lít til baka var afi ansi góður í því. Þær minningar eru dýrmætar og þegar lífshlaupið er skoðað eru það stundirnar sem við njótum saman með okkar nán- ustu sem standa upp úr. Afi hugsaði vel um aðra, setti sig ekki í fyrsta sæti heldur hugaði að öðrum. Hann var góður karlinn og vildi öllum vel. Hann var vinnusamur og dug- legur en það mátti berlega sjá á sterklegum höndum hans. Það verður þó ekki af honum tekið að rólegur var hann. Hann var hlýr og góður maður sem hafði einstaklega góða nærveru. Nú liggur árabáturinn í fjör- unni, lúinn og þreyttur, búinn að skila sínu. Sjórinn er sléttur og við hin sem eftir lifum horf- um fram á við og yljum okkur með minningum um góðan mann. Hvíldu í friði, elsku afi. Dagur Þórisson. Nú er komið að kveðjustund og minnist ég Kela með miklum hlýhug. Ég var svo heppin að kynnast þeim hjónum Dísu og Kela þegar ég fór að vera með Degi, barnabarni þeirra, fyrir tæpum 20 árum. Það hefur allt- af verið gott að heimsækja þetta yndislega fólk og á ég sérlega góðar minningar frá Stekkjarholtinu. Keli var rólegur og lét ekki mikið á sér bera. Hann var þó alltaf til í að spjalla þegar við hittumst og spurði hann oftar en ekki hvort það væri ekki eitthvað skemmtilegt að frétta. Það var alltaf svo gott að vera í kringum hann, enda einstak- lega ljúfur og góður maður. Árin hafa liðið hratt og minn- ingarnar um þennan ljúfa mann mun ég geyma vel. Ég og strákarnir mínir vorum heppin að fá að kynnast honum. Hvíldu í friði, elsku Keli. Hjördís Dögg Grím- arsdóttir. Ég ösla skaflana og snjóinn upp fyrir mitti á leið minni af Brekkubrautinni upp á Heið- arbraut, sex ára gamall. Ég var að fara til Áskels Jónssonar og fjölskyldu hans, til að horfa á Kanasjónvarpið; Bonanza var nefnilega í gangi. Áskell og fjöl- skylda hans höfðu búið á Brekkubraut 8, beint á móti nr. 11 þar sem við bjuggum. Var mikill vinskapur milli þessara heimila og ekki síst milli mín og Jóns Áskelssonar, sonar Kela, eins og hann var jafnan kall- aður. Sá vinskapur sem mynd- aðist á Brekkubrautinni varði alla tíð og slokknaði aldrei. Allt frá því að við Jóndi brunuðum Vesturgötuhringinn á þríhjól- unum hefur fjölskylda Áskels Jónssonar aldrei verið langt undan. Áskell kom hingað á Akranes sem ungur maður á vertíð, en fluttist síðan alfarið hingað með konu sinni, eins og svo margir aðrir Strandamenn á uppgangs- tímum Akraness á 6. áratugn- um. Hann vann víða eftir að hann kom hingað, en lengst af í Sementsverksmiðju ríkisins, eða þar til hann lét af störfum og fór á eftirlaun. Eftir að hafa búið á Heiðarbraut 31 í ein þrjú ár flutti hann á Stekkjarholt 5 og bjó þar í ein 40 ár er hann flutti á Þjóðbraut 1, en þar bjó hann alla tíð síðan eða þar til hann lést. Áskell var einn af þessum hvunndagshetjum síns sam- tíma, fæddur 24. júlí 1924 og átti því um tvo mánuði í nírætt. Hann var alla tíð jafnaðarmað- ur, samvinnumaður, en fyrst og fremst raunhyggjumaður. Það fann ég best eftir að hann var hættur að vinna, en þá kom hann oft til okkar á Spjallið, en það var vettvangur nokkurra ungra manna á öllum aldri sem létu til sín taka samtíðarmál, hversdagsleikann og pólitík. Hann hafði ekki hátt né var með gjallanda. Því urðum við hinir að hlusta þegar að Keli talaði. Sannaðist þá sem oft fyrr, að þeir sem tala mest og hæst eru ekki endilega þeir sem segja mest. Keli hafði mikið og gott verkvit og bjargaði sér ávallt sjálfur með viðhald og breyt- ingar á eignum sínum meðan heilsan leyfði. Hann var all- mörg vor við grásleppuveiðar og notaði gamla lagið; réri bát sínum og dró net með handafli. Ég á mikinn og góðan minn- ingasjóð frá liðinni tíð með Ás- keli og fjölskyldu hans. Þar sá ég hve vænt honum þótti um börn sín og barnabörn. Hann bar aldrei raunir sínar utan á sér, en er Áskell Jónsson missti dótturson sinn í hræðilegu bíl- slysi var engu leynt og stór tár mynduðust, sem sagði svo mik- ið um þennan aldna höfðingja. Reyndar áttaði ég mig ekki á hve hann og fjölskylda hans voru mér kær; fjölskylda sem hafði bara búið beint á móti er ég var undir sjö ára aldri, fyrr en ég frétti andlát hans. En eft- irsjá eftir að hafa ekki heimsótt Kela og Dísu í gær – í fyrradag – eða fyrir viku – var mitt sam- viskubit. Ég ætlaði alltaf á morgun, en sá dagur kom of seint og mun ekki koma. Um leið og ég votta Dísu, Sigrúnu, Jónda, Nönnu Þóru, og fjölskyldu þeirra samúð okk- ar Ingibjargar við þessi erfiðu tímamót, bið ég alla í framtíð- inni að njóta dagsins í dag. Á morgun gæti það verið of seint. Kristján Heiðar og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Borgarfirði eystri, Akureyri, Kópavogi, síðast til heimilis á Lindargötu 57, Reykjavík, lést föstudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 2. júní kl. 13.00. Halldóra Kristín Gunnarsdóttir, Bjartmar Sveinbjörnsson, Steingrímur Gunnarsson, Gunnar Halldór Gunnarsson, Svava Pétursdóttir, systkini, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.