Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 73
hennar austur á Hérað og gerðist kennari við Menntaskólann á Egils- stöðum. Kristian hefur gefið út átta frum- ortar ljóðabækur og eina þýðingu á norsku skáldsögunni Brekkunni eft- ir Carl-Frode Tiller. Fyrir hana var hann tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2007. „Nýj- asta bók mín, Í landi hinna ófleygu fugla, kemur út í tilefni fertugs- afmælis míns þann 29. maí 2014, en hún samanstendur af ástarljóðum til Siggu.“ Hér getur að líta titilljóð bókarinnar: Í landi hinna ófleygu fugla býr vatna- stelpan. Þar býr félagi minn, sem ekki lengur dregur andann. Í landi hinna ófleygu fugla hvílir hin ígrundaða reynsla. Ég þarf sjálfur að hafa mig allan við til að gleyma ekki að anda. Í landi minn- inganna er eilíft myrkur. Alheimurinn þenst út, hin lifaða reynsla boðar alkul. Það eina sem dregur hann saman og bindur okkur traustum böndum er ást. Fjölskylda Maki Kristians er Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir, f. 14.8. 1981, kvik- myndagerðarmaður frá Kvikmynda- skóla Íslands. Foreldrar hennar eru Andrea E. Benediktsdóttir, f. 6.4. 1951, d. 11.8. 2003, skrifstofumaður í Reykjavík, og Sæmundur Haralds- son, f. 8.8. 1950, geðlæknir í Svíþjóð. Fyrri maki: Særún M. Samúels- dóttir, f. 12. maí 1972. Börn Kristians eru Búi Guttesen, f. 14.7. 2002; Karin Guttesen, f. 23.11. 2004; Tristan Gjúki Guttesen, f. 2.5. 2014. Stjúpbörn Kristians eru Glóey Jónsdóttir, f. 8.10. 2000, og Andrea Karítas Árnadóttir, f. 12.6. 2005. Uppeldissonur Kristians er Jökull Máni Kjartansson, 18.10. 1997. Systir Kristians er Anita Karin Guttesen, f. 26. júní 1978, kennari og skúlptúristi, bús. á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar Kristians eru Gutti Guttesen, f. 27.2. 1953, trésmiður og skólaliði á Akureyri, og Andrea Kristiana Bjarnadóttir, f. 29.9. 1952, sjúkraliði á Akureyri. Úr frændgarði Kristians Guttesens Kristian Guttesen Jens Christian Guttesen (kallaður Kisan) málarameistari, myndlistarmaður og trompetkennari í Þórshöfn Johanne Susanne Marie Guttesen (kölluð Hanna) húsfreyja í Þórshöfn Óli Jógvan Guttesen málarameistari í Þórshöfn í Færeyjum Karin Dorthea Guttesen húsfreyja í Þórshöfn í Færeyjum Gutti Guttesen trésmiður og skólaliði á Akureyri. Sivert Pauli Frederiksen verkamaður í Kunoy og í Klaksvík í Færeyjum Marin Susanna Christina Fred- eriksen (kölluð Sanna) húsfreyja í Kunoy og í Klaksvík Óskar Bernhard Bjarnason efnafræðingur í Reykjavík Bjarni Bernharður Bjarnason skáld og listmálari Kristín Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Júlíus Kemp kvikmyndagerðarmaður Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska listam. og kvikmyndagerðarm. Borghildur Óskarsdóttir myndlistarmaður í Reykjavík Guðlaugur Jón Þorleifson formaður í Mýrarkoti Andrea Kristjana Bessdóttir húsfr. í Mýrarkoti í Svarfaðardal Ingibjörg Júlíana Guðlaugsdóttir húsmóðir á Selfossi Bjarni Kristinn Bjarnason afgreiðslumaður á Selfossi Andrea Kristiana Bjarnadóttir sjúkraliði á Akureyri Bjarni Bernharðsson verkam. í Rvík, síðar bóndi á Eyvindarstöðum Ragnhildur Höskuldsdóttir húsf. í Rvík og á Eyvindarst. á Álftanesi Hjónaleysin Sigga og Kristian. Ljósmynd/Glóey Jónsdóttir ÍSLENDINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 85 ára Hanna E. Jónasdóttir Skafti Björnsson 80 ára Karl Guðnason Kristján Friðrik Björnsson Lóa Guðrún Gísladóttir Valgerður B Gröndal 75 ára Guðlaug Ingibergsdóttir Jóhanna M. Helgadóttir Jóna Sigríður Jónsdóttir Margrét Sæbjörnsdóttir Rafn Jóhannsson 70 ára Bergþór Friðþjófsson Guðrún Valdís Ragnarsdóttir Pálmi Kárason Sólveig Hjálmarsdóttir 60 ára Birgir Kaaber Björk Hjaltadóttir Erla Ásdís Kristinsdóttir Guðbjörg Hákonardóttir Gylfi Felixson Katrín Ingibergsdóttir Kristín Böðvarsdóttir Margrét Sæunn Frímannsdóttir Marta Haraldsdóttir Torfi Halldórsson 50 ára Arnar Laufdal Aðalsteinsson Ásgeir Jónsson Ásta Dóra Ingadóttir Birgir Hauksson Bylgja Hauksdóttir Dagmar Kristín Hauksdóttir Elín Eva Grímsdóttir Guðrún Anna Erlingsdóttir Heiðrún Dúadóttir Pétur Logi Lo Sherly Kannanaikkal Sigþór Þórarinsson Stanislaw Zacharek Sævar Hilmarsson Unnur Birna Karlsdóttir Þorbjörg Elín Kristinsdóttir 40 ára Arlene Ubay Becera Björn Karlsson Garðar Örn Guðmundsson Guðmundur Ingi Þóroddsson Hrönn Hallgrímsdóttir Jóhann Óskar Borgþórsson Kathya Luisa Foelsche Polo Paul Lars-Niclaes Jerkeholt Róbert Örn Ásmundsson 30 ára Aðalsteinn Grétar Guðmundsson Davíð Sigurðsson Elín María Leósdóttir Elsa Dung Ínudóttir Guðmundur Þór Böðvarsson Hrafnhildur Kristjánsdóttir Ívar Þór Guðmundsson Kristín Theodóra Guðmundsdóttir Masashi Fujiwara Piotr Tomasz Trzyna Rafal Piotr Bronisz Sædís Ósk Aðalsteinsdóttir Vilhjálmur Hendrik Karlsson Til hamingju með daginn 40 ára Helga Huld er Hafnfirðingur og er grunnskóla- og íþrótta- kennari í Áslandsskóla. Maki: Þorkell Magnús- son, f. 1974, verkfræð- ingur hjá ALDA sjóðir. Börn: Orri Freyr, f. 1999, Elín Klara, f. 2004, og Magnús Logi, f. 2012. Foreldrar: Sigtryggur Ingi Jóhannsson, f. 1948, vél- stjóri, og Sigurborg Þóra Helgadóttir, f. 1950, hús- móðir. Helga Huld Sigtryggsdóttir 30 ára Eydís er frá Hellu og er nýflutt þangað aft- ur. Hún er íþróttaheilsu- fræðingur að mennt. Maki: Víðir Reyr Þórsson, f. 1971, bóndi á Kastala- brekku við Hellu. Börn: Veigar Þór, f. 2006, Vikar Reyr, f. 2008, og Víðir Snær, f. 2013. Foreldrar: Tómas Tómas- son, f. 1959, vinnur hjá Landgræðslunni, og Ólafía Eiríksdóttir, f. 1963, vinnur á Skattst. á Hellu. Eydís Hrönn Tómasdóttir 40 ára Hólmfríður er frá Höfn, býr í Rvík og er líf- fræðingur og framhalds- sk.kennari v/ Flensborg. Maki: Ingvaldur Mar Ing- valdsson, f. 1974, við- skiptafræðingur hjá VÍS. Börn: Ísak Sölvi, f. 1999, Tómas Orri, f. 2003, og Embla María, f. 2007. Foreldrar: Sigþór Guð- mundsson, f. 1931, d. 2008, bókari, og María Marteinsdóttir, f. 1935, skrifstofum., bús. á Höfn. Hólmfríður Sigþórsdóttir Ása Vala Þórisdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína „Mataræði og járnbú- skapur íslenskra ungbarna - í kjölfar endurbættra ráðlegginga um mat- aræði ungbarna“ við Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvís- indasviði Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar sem doktorsritgerð þessi byggist á var að auka þekkingu á járnbúskap ungbarna og tengslum hans við mataræði og vöxt á fyrsta ári. Enn fremur var mark- miðið að meta áhrif endurbættra ráð- legginga á mataræði og járnbúskap barnanna. Á árunum 1995-97 var járnskortur ungbarna algengt vandamál hér á landi og mikil neysla kúamjólkur tengdist honum sterkt. Járnskortur á ungbarnaskeiði tengdist síðan verri útkomu úr þroskaprófi sem gert var þegar börnin urðu 6 ára. Í kjölfar þess- arar rannsóknar komu opinberar ráð- leggingar um mataræði ungbarna út í endurbættri útgáfu árið 2003. Þar er lögð aukin áhersla á brjóstagjöf og járnbætt stoðmjólk ráðlögð frá sex mánaða til tveggja ára aldurs í stað hefðbundinnar kúamjólkur. Niðurstöður nýrrar rannsóknar á landsúrtaki ung- barna, sem fædd- ust árið 2005, sýna áhrif end- urbættra ráðlegg- inga um mat- aræðið. Hærra hlutfall barna var nú á brjósti út fyrsta árið og járn- skortur meðal barnanna var næstum horfinn. Stærsta breytingin á mat- aræði barnanna frá því áður en ráð- leggingunum var breytt var að neysla á stoðmjólk hafði að miklu leyti komið í staðinn fyrir neyslu á hefðbundinni kúamjólk, sem er í samræmi við ráð- leggingarnar. Tölfræðileg tengsl milli járnbúskapar við 12 mánaða aldur og útkomu þroskaprófs við 6 ára aldur (2011) voru veikari nú en í fyrri ung- barnarannsókninni, líklega vegna þess að járnskortur á ungbarnaskeiði sást varla meðal barnanna sem fædd voru 2005. Rannsóknin sýnir fram á mik- ilvægi forvarna snemma á lífsleiðinni, til að koma í veg fyrir járnskort á ung- barnaskeiði, þegar líkaminn er hvað viðkvæmastur vegna örra breytinga í tengslum við vöxt og þroska. Doktor í næringarfræði  Ása Vala Þórisdóttir er fædd 1981. Hún lauk BS prófi í líffræði frá Háskóla Ís- lands árið 2005 og MS prófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2007. Hún hóf doktorsnám í næringarfræði haustið 2008. Ása Vala hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og komið að fjölda annarra verkefna hjá Rannsóknastofu í næringarfræði frá árinu 2007. Hún starfar núna sem rann- sóknarstjóri á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Foreldrar hennar eru Þórir Haraldsson, menntaskólakennari og Una Sigurliðadóttir, skólafulltrúi. Sambýlis- maður Ásu Völu er Rúnar Sigþórsson, viðskiptafræðingur og eiga þau dótturina Urði Evu. Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is www.veislulist.is Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupand i sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á b orð á einnota veislufötum. Sé veislan 150manna eðameira eru a llar veitingar afhentar á einnota veislufötum. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan PINNAMATUR FYRIRÖLLTÆKIFÆRI Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar PINNAMATUR Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tím a dagsmóttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Skoðið verðin á heimasíðu okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.