Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 –– Meira fyrir lesendur : Morgunblaðið gefur út glæsilegt sumarblað um Tísku og förðun föstudaginn 6. júní 2014 Tíska & förðun Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 2. júní. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna sumarið 2014 í fatnaði, förðun og snyrtingu auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira SÉRBLAÐ SUMARIÐer tíminn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það var í miðri kreppunni að Jósep Grímsson og kona hans Regína Óm- arsdóttir ákváðu að opna ísbúð. Þau eiga og reka Ísfólkið í Spönginni 25 og fá börnin á heimilinu að hjálpa til á bak við búðarborðið eins og þörf er á. Jósep segir fjölskylduna hafa stundað það við hvert tækifæri að fara í bíltúr að kaupa ís, og það hafi verið í kringum þá ánægjulegu bíl- túra að hugmyndin að Ísfólkinu fór að verða til. „Húsnæðið þar sem ísbúðin er í dag hafði staðið autt um nokkurt skeið, en hér var áður verslun ÁTVR. Lengi hafði ég haft augastað á rýminu og var um leið farið að langa að stunda eigin rekstur eftir að hafa starfað sem sölu- og markaðsstjóri hjá Ofna- smiðjunni og síðar hjá Kötlu. Okkur Regínu fæðist dóttir árið 2008 og eftir fæðing- arorlofið hugsa ég með mér að kominn sé tími til að breyta til.“ Segist Jósep að við opn- un ísbúðarinnar hafi hann ekki haft nein kynni af ís önn- ur en þau að hafa borðað mikið af honum yfir ævina. „Rekstur ísbúð- ar heillaði okkur því við höfðum tek- ið eftir að í ísbúðum eru allir ham- ingjusamir. Það fer enginn að kaupa sér ís og hreytir einhverju ónotalegu í afgreiðsumanninn og allir kveðja glaðir í bragði.“ Fikta við uppskriftina Ísgerð er í sjálfu sér ekki flókin. Þarf ekki mikið meira til en vand- aðar ísvélar og svo ísblöndu frá Kjörís. „Ísinn í flestum ísbúðum landsins er að uppistöðunni sá sami, en svo geta búðirnar gert tilraunir eftir eigin höfði til að gera ísinn meira að sínum. „Við búum til dæm- is til sérstakan jólaís á aðventunni þar sem við blöndum sérstökum pip- armyntu- og súkkulaðibragð- efnum út í ísinn og gefum honum líka jóla- legan lit. Einnig höfum við þróað kókosís sem hreinlega rýkur út úr búðinni. En það er léttur og sérlega bragðgóður ís og ótrúlega vinsæll yfir sumartímann svo við nán- ast mokum honum út.“ Annað sérkenni búð- arinnar er það sem Jósep kallar „gamli ísinn“. „Hann er kaldari og ferskari en hefðbundni rjóma- eða jurtaísinn og þykir minna á Brynjuísinn á Akureyri. Ótrúlegur fjöldi Norðlendinga eru fastakúnnar okkar og koma hingað til Ísfólksins þegar þá langar í ís eins og þann sem þeir eru vanir frá höfuðstað Norður- lands.“ Vöruþróunin heldur áfram og hvert sumar má reikna með að finna eitthvað nýtt og forvitnilegt í ísbúð- inni. „Nammisjeik er nýjasta til- raunin okkar og felur í sér að blanda saman eiginleikum bragðarefs og mjólkurhristings. Rétt eins og með bragðarefinn er þremur sælgæt- istegundum blandað við ísinn en allt fer þetta í hakkara og er brytjað mjög smátt svo að drekka má ísinn með röri frekar en að borða með skeið. Útkoman er ótrúlega góð og upplifunin eins og að drekka nammi.“ Talandi um bragðaref þá er hann langsamlega vinsælasta varan. „Nærri helmingur af öllum pönt- unum er lítill bragðarefur. Vinsæl- asta samsetningin er bragðarefur með þristi, dæm og jarðarberjum og mætti kalla það ríkisbragðaref okk- ar Íslendinga.“ Jakob segir íssöluna ráðast nær alfarið af veðurfarinu. Sem ís- búðarstjóri verði hann að vakta veðurspána vel og ef von er á sól og blíðu er eins gott að hafa nógu marga starfsmenn til taks í búð- inni. „Utan sumartímans er salan töluvert minni, en þó stöku ís- unnandi sem rekur inn nefið yfir daginn. Við erum líka við hliðina á heilsugæslustöð og ekki óal- gengt að foreldrar komi hingað til okkar með börnunum eftir læknisheimsókn og er ísinn verð- laun fyrir að hafa hegðað sér vel í skoðuninni.“ Salan er, merkilegt nokk, ekki mest þeg- ar sólin er allrahæst á lofti og hit- inn mestur utandyra. „Stærstur hluti söl- unnar á sér stað eftir kl. 20 á kvöldin og viðskiptavinirnir að meirihluta til pör á aldrinum 18- 25 og svo fjölskyldufólk á miðjum aldri.“ Svo skrítið sem það kann að hljóma þá segist Jósep hafa dregið mjög úr ísneyslunni eftir að ísbúðin hóf rekstur. Sömu sögu er ekki að segja um sum börnin á heimilinu og nýta þau sér það til hins ýtrasta að eiga foreldra sem reka ísbúð. „Sú yngsta er núna orðin sex ára og heimtar ís daglega. Ég hugsa að hún væri orðin eins og bolti í lag- inu ef hún væri ekki svona ótrú- lega dugleg í íþróttum. Hún æfir sund af kappi og verður senni- lega komin á Ólympíuleikana eftir tólf ár.“ Veðrið stýrir sölunni Morgunblaðið/Ómar „Í ísbúðum eru allir hamingjusamir“  Jósep íssali segist nánast moka út vin- sæla kókosísnum  Áhugaverðar tilraunir með „nammisjeik“ sem blandar saman eig- inleikum bragðarefs og mjólkurhristings Draumavélin Jósep Grímsson með syni sínum Alexander Huga. Jósep segist ekki hafa haft neina reynslu af ísgerð þegar hann opnaði Ísfólkið, aðra en þá að hafa borðað kynstrin öll af ís yfir ævina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.