Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 74
74 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D ✆ 565 6050 ✆ 565 6070 ÚTSKRIFTARGJÖFIN HENNAR FÆST HJÁ OKKUR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gefðu þér því tíma til að kryfja málin til mergjar. 20. apríl - 20. maí  Naut Fjárhagslegur ávinningur og félagsleg hæfni eru oftar en ekki tengd. Þú kannt sög- una á bakvið söguna svo láttu í þér heyra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sum reynsla er mjög dýrkeypt og vafasamt hvort það er þess virði að sækjast eftir henni. Sem betur fer skrifaðir þú aðal- spurningabókina – eða átt alla vega svar við öllu sem fólkið vill vita. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ástæðulaust fyrir þig að hengja haus því þú hefur unnið vel. En þó er óþarfi að fella allar varnir niður. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hvort sem það er vinna, samningur eða samband, þá ertu spennt/ur yfir því. Það er margt sem hugurinn girnist, en lífið leyfir ekki. Sá tími kemur að þú munt geta sagt hug þinn allan. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur sett stefnuna á ákveðið tak- mark og þá er bara að vinna að því og hvika hvergi. En að gera hlutina til hálfs er mun verra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Persóna þín er staðföst og er áköf í því að sannfæra aðra um ágæti hugmynda þinna. Mundu samt að það er ákaflega mik- ilvægt að geta verið sveigjanleg/ur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Aðrir eru ekki eins spenntir fyrir ferðahugmyndum og námáætlunum og þú. Titlar segja ekki alla söguna en aðrir sjá að þú trúir á skoðanir þínar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér finnst athygli annarra beinast að þér í of ríkum mæli. Vertu bjartsýnn leið- togi og hafðu gagnrýnanda með í för. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fólk bregst við þér á tiltekinn hátt því þú ert aðlaðandi. Gefðu þér tækifæri og og víkkaðu út sjóndeildarhring þinn. En það er bara að leggja af stað og láta þekkingar- þrána ráða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gættu þess að úthella ekki tilfinn- ingum þínum yfir þá sem hvorki skilja þær né virða. Opnaðu fyrir þann möguleika að leyfa öðrum að segja sína hlið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sumar hugmyndir virka á svipstundu. Ef þú lætur eigingirnina ráða ferðinni mun þér verða lítið ágengt. Rómantíkin krefst mik- illar orku, en er vel þess virði. Eftirvæntingin var eflaust mikilhjá lesendum Vísnahornsins er spurðist að Jón Ingvar Jónsson hygðist byrja aftur að yrkja og að það yrði kl. 11.30 á sunnudögum. Er umsjónarmaður hafði samband við hann á fésbók, þá svaraði Jón Ingvar: „Kl. 11.29 fór ég í veik- indafrí sem varir fram eftir degi.“ Alvöruleysi er Jóni Ingvari tamt eins og sést á kveðskap hans á www.heimskringla.net, en það er heimasíða eins af fáum bönkum sem tórðu bankahrunið, nefnilega Rímbankans. Þar getur fólk í vísna- vafstri tekið út rímorð að vild. Og fengið í vexti og vaxtavexti úrval kveðskapar Jóns Ingvars, svo sem þessa limru: Er Friðrekur jarðskjálftann fann á flótta þá óðar hann rann og barðist á millum bóka úr hillum uns biblían rotaði hann. Og þessa vísu: Veðrið hlýnar virðist mér, veturinn er breyttur. Þorri gamli, góði er getulaus og þreyttur. Nú er spurningin hvort Jón Ingv- ar lætur slag standa á sunnudaginn kemur og yrkir vísu! Davíð Hjálmar Haraldsson er kominn í vorskap eins og lesa mátti um á Leirnum, póstlista hagyrðinga, í byrjun vik- unnar: „Í gær var fyrsti dagur vors- ins þar sem túnfífillinn náði sér verulega á strik. Yfir blettinn fíflar flæða, fránir eins og bráðið gull. Dreift um bláma himinhæða Herrann breiðir skýjaull. Í morgun gekk ég sem oftar upp í Hlíðarfjall og það leyndi sér ekki að vorið er komið. Fuglarnir sungu allt um kring og snjórinn bráðnar þótt enn sé kappnóg af honum í fjallinu. Nokkrir voru þar á skíðum. Á leiðinni sá ég útsprungna túnsó- ley, hófsóley, þrenningarfjólu, alaskalúpínu, túnsúru og fyrstu blómin voru að opnast á skóg- arkerfli. Fyrir viku voru þessi blóm ekki sprungin út, aðeins sáust þá dansandi víðikettlingar og nokkrir fíflar – og auðvitað vetrarblómið. Já, og ég þarf að slá blettinn í dag eða á morgun.“ Pétur Blöndal p.blondal@gmail.com Vísnahorn Af þorra, jarðskjálfta og himinhæðum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIILTU DEILA LEIGUBÍL? ÉG ER EKKI MEÐ NEINN PENING.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... villt brúðkaup! VELKOMIN Í OKKAR HEIM. SKILDU ÞINN EFTIR VIÐ DYRNAR. HRÓLFUR SEGIST ÆTLA Í MEGRUN EFTIR HÁTÍÐIRNAR ... ... EN Í HANS AUGUM ... ... TEKUR EIN HÁTÍÐIN VIÐ AF ANNARRI. SUMIR HUNDAR ERU VINNUHUNDAR. JÁ, ÞAÐ ERU TIL HUNDAR SEM ERU HEIMSKARI EN ÞÚ.Taktu þátt í draumadeildinni og þúátt möguleika á vinning!“ Svo hljóðaði auglýsingin, sem sannfærði frú Víkverja um að hún ætti að setja saman svonefnt „draumalið“ fyrir ís- lenska boltann. Draumadeildin er orðin nokkuð vinsæl iðja meðal sumra fótboltamanna, en hún gengur út á það að hægt er að velja saman lið með vissum takmörkunum, með þeim leikmönnum sem maður telur að muni standa sig best í sumar. Til þess að tryggja fjölbreytni má ekkert lið til dæmis hafa fleiri en þrjá menn úr sama liði, og sömuleiðis má liðið ekki kosta meira en 100 milljónir, en sá peningur er furðufljótur að fara þegar eytt er í þá sem eru verðmæt- astir. x x x Nema hvað, frú Víkverji er ekkibeint sparkunnandi, þó svo að Víkverji hafi nýtt tímann vel frá upp- hafi sambands þeirra til þess að venja hana við tilhugsunina um KR. Hún beitti því nokkuð öðruvísi að- ferðum við að velja sitt lið en Vík- verji. Hún komst til dæmis að því að margir góðir fótboltamenn hétu fjög- urra stafa nöfnum. Aron Elís flaug því í liðið hjá henni, sömuleiðis Emil Páls. „Þú þarft greinilega bara að heita Aron eða Emil til þess að geta eitthvað í fótbolta,“ sagði hún með gleði í röddinni. Aðrir í liðinu voru valdir út frá svipuðum pælingum. x x x Víkverji hló góðlátlegum hlátri, oghugsaði með sér: „Þetta er ungt og leikur sér.“ Sjálfur valdi hann sitt lið út frá alls kyns knattspyrnufræð- um, samanber: hversu mörg spjöld fékk þessi á síðasta ári, hversu mörg skoraði þessi í vorleikjunum? Er löppin á Þórólfi komin í lag? Hvort á liðið að spila með fjóra á miðjunni eða fimm? Eftir langa mæðu var lið Vík- verja loksins tilbúið í slaginn, hokið af reynslu. x x x Það kemur væntanlega engum les-anda á óvart þó að Víkverji ljóstri því upp að eins og staðan er núna, að þá er frú Víkverji að vinna hann í draumadeildinni með ágætum mun. „Hmmm, kannski Aron sé gott nafn á börnin?“ víkverji@mbl.is Víkverji Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut. (Sálmarnir 143:10) mbl.is alltaf - allstaðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.