Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þróun mála hjá Kópavogsbæ und- anfarin misseri þótt ýmislegt hafi gengið á í pólitíkinni á þeim bæn- um. Ég fékk það hlut- skipti árið 2009 að taka við starfi bæjarstjóra. Við blöstu mikil og erf- ið verkefni enda skammt liðið frá hruni íslensks efna- hagslífs og ljóst að Kópavogsbær þurfti að draga verulega saman í rekstri. Sem betur fer tókst ágæt samstaða meðal bæjarfulltrúa um að árangursríkast væri að takast sam- an á við verkefnin sem þá voru fram- undan. Bæjarstjórnin setti sér skýr markmið. Hagræða skyldi í rekstri þar sem reynt væri að veita áfram sömu þjónustu með minni tilkostn- aði en áður. Langtímamarkmiðið var að lækka skuldir. Kópavogsbær þurfti að endurfjármagna lán á þess- um tíma og aflaði lánsfjár á markaði. Lánveitendur, sem voru aðallega líf- eyrissjóðir, fengu ítarlega kynningu frá bænum þar sem fram kom og að allar tekjur af framtíðarsölu lóða færu í niðurgreiðslu skulda. Það tókst að hagræða í rekstri og endur- fjármagna lán þannig að ekki kom til greiðslufalls, sem þó gerðist hjá sveitarfélögum við þessar óvenju- legu og ótrúlegu aðstæður á þessum tíma. Festa og stöðugleiki Við kosningarnar árið 2010 lét ég af störfum sem bæjarstjóri enda leitaði ég ekki eftir endurkjöri í bæj- arstjórn. Ég hef þó fylgst vel með. Und- anfarin tvö ár hefur Ár- mann Kr. Ólafsson gegnt starfi bæj- arstjóra. Ég þekkti Ár- mann vel og hafði trú á að hann myndi leysa verkefnið vel af hendi. Það sem stendur upp úr er að hann hefur staðið í lappirnar þegar á hefur reynt og ekki hvikað frá þeirri stefnu, sem sveitar- félagið markaði við hrun efnahags- lífsins. Skuldir hafa lækkað, afgang- ur af rekstri hefur aukist, þjónustustig hefur haldist gott og skattar eru teknir að lækka. Hin stóra mynd er skýr. Í aðdraganda kosninga vill gjarnan bregða svo við að gefnir eru út kosningavíxlar í von um betri uppskeru í kosningum. Ný- samþykkt fjárhagsáætlun Kópa- vogsbæjar fyrir árið 2014 er hins vegar engin kosningaáætlun. Hún er í takt við fyrri áætlanir bæj- arstjórnar þar sem aðhalds er gætt í rekstri og áhersla lögð á skulda- lækkun. Hér er mikilvægt að hafa í huga að bærinn greiðir um 1,5 millj- arða króna í vexti og verðbætur og því mikilsvert að lækka skuldir. Öflugur listi Sjálfstæðismenn í Kópavogi völdu frambjóðendur sína í prófkjöri 8. febrúar síðastliðinn þar sem 2872 sjálfstæðismenn tóku þátt í að stilla upp lista. Óhætt er að fullyrða að vel tókst til og í boði er mjög öflugur listi með fjórum konum og tveimur körlum í sex efstu sætum listans. Þessir frambjóðendur koma úr ólík- um áttum og hafa mismunandi reynslu sem ég tel að efli listann. Í þeirri vinnu sem nú er í gangi í að- daganda kosninganna er ljóst að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins er einstaklega samhentur og vinnu- samur hópur sem á eftir að reynast bæjarfélaginu vel. Traust forysta Núverandi bæjarstjóri í Kópavogi hefur veitt trausta forystu í mál- efnum bæjarins og verið rödd skyn- seminnar þegar kemur að rekstri bæjarins. Hann hefur ekki hlaupið útundan sér í aðdraganda kosninga heldur komið fram af ábyrgð. Ár- mann Kr. Ólafsson er ekki átaka- stjórnmálamaður og því kannski ólíkur þeim forystumönnum sem mest hefur farið fyrir í Kópavogi undanfarin ár. En hann er engu að síður fylginn sér og kemur hlutum í verk með sínu lagi. Í mínum huga er enginn vafi að sveitarfélagið þarf áfram á kröftum Ármanns að halda og undir hans forystu muni sveitar- félagið halda áfram á réttri braut. Það mun koma Kópavogsbúum öll- um til góða. Áfram Kópavogur XD Góður árangur í Kópavogi Eftir Gunnstein Sigurðsson » Skuldir hafa lækkað, afgangur af rekstri hefur aukist, þjón- ustustig hefur haldist gott og skattar eru teknir að lækka. Gunnsteinn Sigurðsson Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi. Strípur Rótarlitun • WOW þekur grá hár • WOW lýsir dökka rót • WOW tekur augnablik • WOW endist á milli þvotta • WOW 6 litir HÁR Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Vertu vinur okkar á ÓMISSANDI Í TÖSKUNA Þetta er það næsta sem þú getur ekki verið án! BEAUTY INSIDERS´CHOICE W I N N E R COSMETIC EXECUTIVE WOMEN UK 2014 Hvað þýðir það? Jú, að okkur sé annt um náungann og að við viljum hag allra í samfélaginu sem bestan, að til dæmis enginn verði útundan, ef þannig má að orði komast. Allt frá því að maðurinn komst út úr hinum myrku mið- öldum og hóf að trúa á skynsemina á tímum upplýsing- arinnar á 17. og 18. öld hafa menn verið að glíma við hugtök eins og mannréttindi, lýðræði og frelsi. Fjölmargir og miklir heim- spekingar hafa velt þessu fyrir sér og þróað hugmyndir sem tengjast þessu. Margar þessara hugmynda liggja til grundvallar nútímastjórnmálum eins og við þekkjum þau. Nútímamanninum finnst þetta allt saman sjálfsagt og við teljum það æskilegt að búa við þetta, þ.e.a.s njóta mannréttinda, hafa frelsi og iðka eða ástunda lýð- ræði. Meðal annars um þetta snú- ast borgarstjórnarkosningarnar, þ.e. að kjósendur taki afstöðu til mismunandi stefnumála, frá mis- munandi flokkum sem bjóða þau fram. Dögun í Reykjavík er einn þessara flokka (eða framboða) og vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja alla sem hafa kosninga- rétt til þess að nýta sér hann á kjördag. Smám saman þegar á 19. og 20. öldina leið fæddist hugmyndin um velferðarkerfi. Í stuttu máli má segja að hún gangi út á að í sam- félaginu sé myndað ákveðið ör- yggisnet fyrir alla þegna þess, þannig að þeir geti til dæmis not- ið heilsugæslu og læknisþjónustu. Það finnst okkur líka sjálfsagt. Dögun í Reykjavík vill í raun tengja hugtökin mannréttindi og velferð og líta þannig á … „að flest það sem í dag er flokkað sem velferðarmál sé í raun mann- réttindamál“, eins og segir í stefnuskrá framboðsins, sem er mjög ítarleg og má lesa á www.dogunreykjavik.is. Þar segir ennfremur að … „Dögun í Reykjavík virðir mann- réttindi allra hópa og vill að allir fái notið þeirra án til- lits til uppruna, þjóð- ernis, litarháttar, trúarbragða, stjórn- málaskoðana, kyn- ferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætt- ernis, fötlunar, heilsu- fars eða annarrar stöðu“. Þá vill Dögun að utangarðsfólk njóti sömu mannréttinda og sama aðgengis að heilbrigðisþjónustu og aðrir. Mannréttinda- kaflinn í stefnu Dögunar er mjög efnismikill. Í sambandi við lýðræði leggur Dögun „ríka áherslu á ákvörð- unarrétt hinna ýmsu hópa sam- félagsins og hvetur til lýðræð- islegrar virkni íbúanna. Framboðið telur að ýmsir mögu- leikar séu til aukins lýðræðis á sveitarstjórnarstiginu“. Dögun tel- ur að í virku lýðræðissamfélagi fái allar raddir notið sín og að ákvarðanir geti verið teknar með aðkomu þeirra sem málið varðar. Hafa beri það í huga að … „þeir sem hafa mestu þörfina hafa oft lægstu röddina“. Að lokum vil ég svo hvetja þig, lesandi góður, til að kynna þér stefnu Dögunar á heimasíðu okkar og kjósa á kjördag – það er lýð- ræðislegur réttur þinn og í raun mannréttindi. Þitt atkvæði skiptir máli! Dögun í Reykjavík er félagshyggju- og mannúðarframboð Eftir Gunnar Hólm- stein Ársælsson Gunnar Hólmsteinn Ársælsson » Í sambandi við lýð- ræði leggur Dögun „ríka áherslu á ákvörð- unarrétt hinna ýmsu hópa samfélagsins“ Höfundur er stjórnmálafræðingur og í 5. sæti á lista Dögunar í Reykjavík. Sundabraut er væg- ast sagt þarfaþing sem ekki hefur verið í umræðunni í þeim mæli sem hún ætti að vera. Hugmyndir að Sundabraut hafa verið inni á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar frá árinu 1984. Innan- ríkisráðherra og vara- formaður Sjálfstæð- isflokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gaf um- ræðunni vítamínsprautu nýlega með tillögum um að setja málið í gang sem fyrst. Hún orðaði það reyndar ekki svona, en innihald orðræðunnar var í þessa veru. Ég tek heilshugar undir með henni og hvet til þess að sveit- arstjórnarmenn og alþingismenn á höf- uðborgarsvæðinu taki höndum saman og komi þessu verkefni í gang á sýnilegan hátt. Hugsa mætti sér að strax eftir kosningar um næstu helgi verði stofnað einskonar sam- starfsráð sveitarfélaga og alþingismanna til þess að ræða útfærslur og gera tillögur um framkvæmd. Sam- starfsráðinu verði sett tímamörk um skil á tillögum sem stjórnvöld tækju síðan til skoðunar. Ýmislegt er til á teikniborðinu um Sunda- braut enda um stórverk að ræða. Hlutverk samstarfsráðsins gæti fyrst og fremst verið að ræða fjár- mögnun og öryggisatriði en miklu skiptir að hægt sé að rýma borgina skjótt og örugglega, reynist það nauðsynlegt. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því umræðan um Sundabraut kom fyrst upp á borðið en í sjálfu sér hefur ekki mikið gerst. Höfum hugfast að hér er um að ræða mikið hagsmunamál, bæði fyrir íbúa höf- uðborgarsvæðisins sem og þá sem hingað eiga erindi. Sundabraut er ekki bara þörf – hún er nauðsyn. Sundabraut Eftir Ásgerði Halldórsdóttur Ásgerður Halldórsdóttir » Ýmislegt er til á teikniborðinu um Sundabraut enda um stórverk að ræða. Höfundur er bæjarstjóri Seltjarnarness. Stutt í sumarfrí í Gullsmáranum Spilað var á 12 borðum í Gull- smára mánudaginn 26. maí. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 227 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 198 Samúel Guðmundss. - Jón Hanness 185. A/V Magnús R. Jónsson - Pétur Jósefsson 216 Björn Pétursson - Valdimar Ásmundss. 211 Ágúst Vilhelmsson - Kári Jónsson 195 Lokaspiladagar fyrir sumarfrí verða í næstu viku, mánudag og fimmtudag. Félag eldri borgara í Reykjavík Mánudaginn 26. maí var spilaður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara Spilað var á 11 borð- um. Efstu pör í N/S: Siguróli Jóhannss. – Sigurður Jóhannss. 264 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 241 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 238 A/V Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 293 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 279 Trausti Friðfinnss. – Guðl. Bessason 274 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is mbl.is alltaf - allstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.