Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 76

Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 76
76 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 N 28 2014 Listahátíð í Reykjavík www.listahatid.is Khatia Buniatishvili Einleikstónleikar Harpa, Eldborg 29. maí, kl. 20:00 kr. 5.200—9.200 Listahátíð í Reykjavík 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það má segja að við stöldrum við og lítum til baka á þessari sýningu samtímis því sem við leikum okkur með fortíðina,“ segir Unnar Örn Auðarsson, annar tveggja sýning- arstjóra sýningarinnar S7 – Suð- urgata >> Árbær (ekki á leið) sem opnuð verður í Árbæjarsafni á morgun kl 17. Samsýningarstjóri hans er Heiðar Kári Rannversson. Spurður um tilurð sýningarinnar rifjar Unnar Örn upp að árið 2010 hafi Nýlistasafnið ráðist í það risa- vaxna verkefni að gefa út sögu þeirra óteljandi sýninga sem runnið hafi í gegnum sanfið á 30 ára starfs- afmæli þess. „Í framhaldinu af út- gáfu á sýningarsögu safnsins var formlega stofnað innan Nýlista- safnsins Arkíf um listamannarekin sýningarrými, þar sem haldið er til haga frumheimildum um gallerí og annan sýningarvettvang sem lista- menn hafa staðið að,“ segir Unnar Örn og rifjar upp að á árunum 1977 til 1982 hafi hópur ungra listamanna staðið fyrir afkastamikilli sýning- arstarfsemi sem og útgáfu tímarits- ins Svarts á hvítu í húsinu að Suð- urgötu 7 sem í dag gengur undir nafninu Hjaltestedhúsið á Árbæj- arsafninu, en húsið er eitt af elstu húsum borgarinnar, byggt árið 1833. Nýtt hlutverk sem safngripur „Sýningin er unnin í samstarfi við Minjasafn Reykjavíkur sem árið 1983 flutti húsið í heilu lagi á Árbæj- arsafn,“ segir Unnar Örn og tekur fram að eðlilega hafi öll merki um fyrri gallerístarfsemi verið þurrkuð út þegar húsið fékk nýtt hlutverk sem safngripur, en í Hjaltested- húsinu er í dag sviðsett heimili efna- fólks frá því um aldamótin 1900. Aðspurður segir Unnar Örn að fjórum ungum listamönnum verið boðið að vinna ný verk fyrir sýn- inguna S7 - Suðurgata. „Listamenn- irnir Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sæmund- ur Þór Helgason og Styrmir Örn Guðmundsson vinna verk sín inn í marglaga sögu hússins, arkitektúr þess og safnafræðilegt samhengi. Einnig hafa verið valin verk sem kallast á við þá sögulegu sviðsetn- ingu sem sett hefur verið upp í hús- inu. Þau eru eftir listamennina Önnu Hrund Másdóttur, Örnu Ótt- arsdóttur, Arnar Ásgeirsson og Leif Ými Eyjólfsson,“ segir Unnar Örn og bendir á að allir séu listamenn- irnir fæddir 1982 eða seinna. „Með sýningunni okkar nú verða gallerí- starfseminni að Suðurgötu 7 í fyrsta sinn gerð skil,“ segir Unnar Örn og bendir á að samhliða sýningunni komi út vegleg sýningarskrá þar sem fjallað er ítarlega um sýning- arsögu Gallerís Suðurgötu 7, sögu hússins og listamannarekinna rýma. Samfelld saga sem aldrei lýkur „Saga listamannarekinna rýma er í raun samfelld saga sem aldrei lýk- ur. Þannig tekur eitt við af öðru. Ungt og orkumikið listafólk sem vill sýna sitt finnur sér alltaf rými til þess. Orkan sem ríkti í kringum Gallerí Suðurgötu 7 dó ekki þegar starfsemin þar lagðist af og húsið var flutt, heldur fann orkan sér nýj- an vettvang,“ segir Unnar Örn og bendir á að ótal rými séu út um all- an bæ í dag þar sem ungir lista- menn eru að vinna og sýna. „Þessi orka finnur sér síðan leið inn í stóru söfnin og allt listkerfið.“ Þess skal að lokum getið að sýn- ingin stendur til 31. ágúst og er opin alla daga milli kl. 10 og 17. Morgunblaðið/Ómar Við Suðurgötu 7 Í fremri röð f.v. eru Hrafnhildur Helgadóttir og Heiðar Kári Rannversson, en í aftari röð f.v. Leif- ur Ýmir Eyjólfsson, Sæmundur Þór Helgason, Styrmir Örn Guðmundsson, Erla Silfá Þorgrímsdóttir og Unnar Örn. Orkan finnur sér rými Morgunblaðið/Ómar Safngripur Sett hafa verið upp valin verk í herbergjum Suðurgötu 7 sem kallast á við þá sögulegu sviðsetningu sem sett hefur verið upp í húsinu. „Pure mobile vs. Dolce vita“ nefn- ist gjörningur og listamannaspjall Moniku Frycová sem Myndhöggvarafélagið býður upp á í húsakynnum sínum að Nýlendu- götu 15 í dag, fimmtudag, kl. 13.00. Viðburðurinn er hluti af Listahátíð í Reykjavík. „Í september 2013 lagði Monika Frycová af stað frá Seyðisfirði með ferjunni Smyrli. Með í för var mótorhjól og tíu kíló af saltfiski. Ferðinni var heitið til Lissabon í Portúgal þar sem verkið var sýnt í Triangle Xerem. Nú er Monika á leið til Íslands aftur, með portú- galska afurð í farteskinu sem hún sýnir og segir frá á Listahátíð,“ segir í tilkynningu. Með saltfisk í farteskinu Ljósmynd/Andrea Riboni Mótorfákur Monika Frycová er tékkneskur myndlistarmaður sem býr og starfar að hluta til á Íslandi. Hún segir frá nýjasta verki sínu á Listahátíð. Örmyndirnar Ég er Ísland - Suður- land í mannsmynd verða frumsýndar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í dag kl. 18. „Um er að ræða fimm ör- myndir sem innihalda stutta persónu- lega frásögn nokkurra Sunnlend- inga. Þær festa á filmu áhrifaríka staði, stórbrotna náttúru, upplifun af Suðurlandi, menningu, sögur, raunir, tilfinningar og fegurð; - Suðurland í mannsmynd,“ segir í tilkynningu. Fyrir er til sýnis í safninu Hringiða sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Meðal þeirra sem þátt taka í Hring- iðu er Katrín Elvarsdóttir og mun hún ræða við gesti um sýninguna 1. júní kl. 15. Örmyndir og listamannaspjall Röð Úr myndaröðinni Hringiðu eftir Katr- ínu Elvarsdóttur í Listasafni Árnesinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.