Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 1

Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 9. M A Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  126. tölublað  102. árgangur  FALLEGUR SMIÐUR BEÐINN AFSÖKUNAR URÐU ÓVINIR VIÐSKIPTA- BANKANS MESSI OG ALLIR HINIR SENUÞJÓFARNIR VIÐSKIPTAMOGGINN STJÖRNUR Á HM ÍÞRÓTTIRPRINS PÓLÓ 80 Oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, nær kjöri í borg- arstjórn samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi fram- boðslista í höfuðborginni. Fylgið mælist 5,5%. Samfylkingin ber höfuð og herðar yfir önnur framboð. Hefur fylgi flokksins aukist frá síðustu könnun og er nú 37,3%. Fengi Samfylkingin samkvæmt því sex borgarfulltrúa. Hafsteinn Birgir Einarsson, sér- fræðingur hjá Félagsvísindastofnun, segir að oddviti Framsóknar sé fimmtándi maður inn í borgarstjórn. Minnki fylgi framboðsins um 0,2% frá könnuninni nái sjöundi maður Samfylkingarinnar kjöri í stað Sveinbjargar. Stuðningur við Sjálf- stæðisflokkinn mælist nú 20,9%, fylgi sem gefur þrjá borgarfulltrúa. Fylgi Bjartrar framtíðar er nú 19,9% og dugar fyrir þremur fulltrúum, Píratar eru með 7,5% og einn mann og Vg 6,1% og einn mann. »42 Framsókn með mann  Ný könnun  Samfylking með sex í Reykjavík  Sjálfstæðisflokkur þrjá Fylgi flokka í borgarstjórn Reykjavíkur Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 21.-26.maí 2014. Samfylkingin 37,3% Sjálfstæðisflokkurinn 20,9% Björt framtíð 19,9% Píratar 7,5% Vinstri - grænir 6,1% Framsóknarflokkurinn 5,5% Dögun 1,6% Alþýðufylkingin 0,3% Aðrir 0,8% 37,3% 20,9% 19,9%7,5% 6,1% 5,5% 0,3% 1,6% 0,8%  Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir það veikja samkeppnisstöðu sjóðsins að geta aðeins veitt að hámarki 20 milljóna króna íbúðalán. Því séu „nær engar líkur á því“ að útlán sjóðsins í ár verði umtalsvert meiri en í fyrra. Oddgeir Á. Ottesen, aðal- hagfræðingur IFS Greiningar, tel- ur það munu ýta Íbúðalánasjóði út af markaðnum ef hámarkslánin verða ekki hækkuð. Hlutdeild Íbúðalánasjóðs af nýj- um útlánum á fyrstu þremur mán- uðum ársins var um 23%, eða svip- uð og allt árið í fyrra. Ný útlán sjóðsins í apríl námu hins vegar að- eins 300 milljónum króna. »12 Morgunblaðið/Ómar Reykjavík ÍLS á í vök að verjast. Hlutdeild ÍLS gæti minnkað mikið í ár  Börnin í leik- skólanum Heið- arseli í Reykja- nesbæ tala mikið um stærðfræði og vilja læra töl- ur og telja. Þetta er afrakstur þró- unarverkefnisins „Stærðfræði er líka skemmtileg“ sem unnið hefur verið að í tvö ár. Leikskólinn varð sá fyrsti til að hefja stærðfræði- kennslu með Numicom-kennsluefn- inu en það er nú til í öllum leik- skólum bæjarins. Stærðfræðinni er komið að í öllu daglegu starfi skól- ans. »26 Leikskólabörnin vilja telja og læra Sex Tölur eru um allan leikskólann. Hvalirnir eru mættir í Skjálfandaflóa eftir vetrardvöl í suðri. Þar eru hnúfubakar á ferð og nokkrar steypi- reyðar. Hvalaskoðun er mikilvægur liður í ferðaþjón- ustunni á Húsavík og tekur starfsfólk hvalaskoð- unarfyrirtækjanna og gestir þeirra hvölunum fagnandi. Ekki er annað að sjá en vertíðin sé hafin fyrir alvöru. Útlit er fyrir ágætis veður á Norðausturlandi fram yfir helgi. Hvalirnir mættir í Skjálfandaflóa Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hvalaskoð- unarvertíðin komin á fullt Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra segist hlakka til að takast á við þau verkefni sem bíði rík- isstjórnarinnar, en um síðustu helgi var liðið ár frá því að ríkisstjórn hans tók við völdum. Sigmundur segir í viðtali við Morgunblaðið að í nýju fiskveiðistjórnunarkerfi muni þurfa að vera aukin tenging á milli réttrar afkomu fyrirtækjanna og gjaldtöku, þannig að hægt verði að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi, og koma í veg fyrir of mikla sam- þjöppun. Tekur hann fram að sjávar- útvegur hafi aldrei skilað meiru til samfélagsins en nú, og að illskilj- anlegt sé hversu illa sé talað um þennan undirstöðuatvinnuveg þjóð- arinnar. Sigmundur ræðir einnig ESB- málið og þau viðbrögð sem tillaga ut- anríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hlaut. Segir hann að engin ástæða hafi verið til að ætla að við- brögðin yrðu á þann veg sem varð, og að ýmsir aðilar hafi séð sér þar leik á borði til þess að ná sér niðri á rík- isstjórninni. Þá fer Sigmundur einnig yfir stöðu Íslands á þeim 70 árum sem liðin eru frá lýðveldisstofnun. Hann segir að það verði forgangsmál á næstu árum að viðhalda byggð og þjónustu um allt land. MÁrangurinn byggðist »40 Útgerðin aldrei skil- að meiru Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigmundur Davíð Ánægður með þann árangur sem náðist á árinu. Framkvæmdir við allt að þrjú kís- ilver og eina sólarkísilverksmiðju myndu hafa keðjuverkandi áhrif út um allt hagkerfið, að mati Árna Jó- hannssonar, forstöðumanns mann- virkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Hann bendir á að fjármagn sem varið er til verktöku fari marga hringi um kerfið og hafi víða áhrif. Í gær hófust framkvæmdir við kísilver í Helguvík í Reykjanesbæ og gerður var risasamningur um sölu á afurðum annars kísilvers við Helguvík. Þá var gengið frá samn- ingsskilmálum vegna byggingar sólarkísilverksmiðju á Grundar- tanga. Fjórða kísilverkefnið er á Bakka við Húsavík. Mörg hundruð varanleg störf munu skapast verði þessi verkefni að veruleika og á annað þúsund störf verða í 2–3 ár við uppbygginguna. „Við erum að sjá hugmyndir um að nýta orkuna á Íslandi til að skapa ný verðmæti verða að veru- leika, verðmæti sem eftirspurn er eftir úti í hinum stóra heimi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra. Hann segir að verkefnin muni hafa jákvæð áhrif við sköpun nýrra starfa, auka hagvöxt og ekki síst við öflun gjaldeyris. »ViðskiptaMogginn Keðjuverkandi áhrif  Fjögur kísilverkefni á þremur stöðum eru í burðarliðnum Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Mora cera Eldhústæki Verð áður: 25.500.- TILBOÐ:19.900.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.