Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 2
Ert þú mikill Eurovison-aðdáandi? Nei, ég get ekki sagt það, en ég hef alltaf frá því ég var krakki haft gaman af Söngvakeppni sjónvarpsins. Euro- vision hefur aldrei legið vel fyrir mér, kannski þá bara stigagjöfin. Hvert er uppáhalds Eurovison-lagið þitt? Eitt lag enn. Það er bullandi stemning í því. Ertu búinn að ákveða hver verður fyrsta línan í spjalli þínu við Dani? Hello Denmark, eða fáum við brandara? Nei, ég hef í raun ekki ákveðið neitt. Oftast enda brandarar í þessu með því að verða bara ekkert fyndnir heldur ömurlegir. Ég hlýt að finna flöt á þessu fyrir laugardaginn. Annars eru allir að spyrja mig í hverju ég ætli að vera. Ég var og er nákvæmlega ekkert búinn að pæla í því. Þú ert einn harðasti stuðningsmaður Real Madrid hér á landi. Hvers vegna? Hef alltaf verið með Madridar-hjarta en þegar Liverpool ákvað að vera sídrullandi þá varð maður að finna sér eitthvað skemmtilegra til að horfa á og þá fórum við bræður að fylgjast betur með Real. Ekki skemmdi það svo fyrir að systir okkar giftist spænskum manni og búa þau í sjálfu mekkanu, Madridarborg. Annars horfir allt til betri vegar hjá Liverpool, svo þetta verður bara hvort tveggja betra. Verður Liverpool meistari á sunnudag? Við tökum Newcastle en ég held að City sé ekkert að fara að kasta þessu frá sér á móti West Ham. Þetta var soldið „to good to be true“-tímabil. Það má vinna með það í haust. Af hverju er skammstöfun svona langt orð? Skammstöfun er stytting á einu eða fleiri orðum, en styttingin sam- anstendur vanalega af stöfum úr upprunalegu orðunum. Það er lík- lega besta skýringin. Morgunblaðið/Kristinn BENEDIKT VALSSON SITUR FYRIR SVÖRUM 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 Svar: Ég held að þeir verði svolítið ofarlega. Mér finnst þeir mjög flottir. Ætli við verðum ekki inni á topp 10 listanum – svona fyrst við erum komin alla þessa leið. Anna Kristinsdóttir, 57 ára. Svar: Þetta er risastór spurning en ég hef góða trú. Boðskapurinn er góður, þeir eru flottir á sviðinu og gætu heillað fleiri en margir búast við. Ég segi 12. sæti. Kjartan Tómas Guðjónsson, 28 ára. Svar: Ég horfði ekki á þriðjudaginn en ætla að horfa á úrslitin. Ég spái þeim góðu gengi, ætla að setja þá í fimmta sæti. Held að boð- skapur lagsins rífi þá upp. Helga Hrund Friðriksdóttir, 21 árs. Svar: Ég hef lítið fylgst með Eurovision þetta árið en ég hef trú á þeim – að þeir endi of- arlega. Held að Evrópa sé hrifin af þeim og boðskap lagsins. Elsa Dóra Jóhannsdóttir, 28 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. HVERNIG MUN POLLAPÖNKURUNUM GANGA Í ÚRSLITUM EUROVISION? Daði Guðbjörnsson fagn- ar sextugsafmæli með mynd- listarsýningu. Í viðtali ræðir hann um myndlistarferilinn, en hann segir að nánast sé búið að eyðileggja sölumark- aðinn í myndlistinni 14 BÚIÐ AÐ EYÐILEGGJA MARKAÐINN Forsíðumyndina tók Golli Rakel Hlín Bergsdóttir rekur skemmtilegu vefversl- unina Snúruna. Rakel leggur ríka áherslu á góða þjón- ustu og gæði. Í snúrunni fást vörur frá þekktum hönn- unarhúsum þar á meðal HK living, RosenbergCph og Nynne Rosenvinge 26 Það þarf ekki að hafa mikið fyrir því að búa til súpur og segir Íris Huld, eigandi veitingarstaðar- ins Kryddlegin hjörtu, oft sniðugt að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum til þess að búa til súpur 30 Hverjum myndi ekki þykja ánægjulegt að sjá uppá- halds handsápuna sína til sölu með helmings af- slætti? Eða ávaxtasafann sem börnin svolgra í sig alla daga boðinn á 20% lægra verði? 44 Hraðfréttamaðurinn Benedikt Valsson verður stigakynnir fyrir hönd Íslands í Eurovision þetta árið og fetar í fótspor Ragnhildar Steinunnar, Brynju Þorgeirsdóttur og fleiri. Benedikt segist ekkert stressaður fyrir þessar örfáu sekúndur þegar augu Evrópu munu stara á hann. Í fókus Er ekki búinn að ákveða fötin Alþjóðaskólinn er sjálfstætt rekin eining innan Sjá- landsskóla í Garðabæ en námið í Alþjóðaskólanum fer bæði fram á íslensku og ensku. Nokkrir krakkar spjalla við blaðamann um starfsemi skólans 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.