Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 14
D aði Guðbjörnsson myndlistarmaður fagnar sextugs- afmæli eftir helgi, 12. maí og hefur þegar verið minntur hressilega á aldurinn. „Þetta byrjaði ekki vel, ég fékk í pósti blað frá Félagi eldri borgara um það hvernig eigi að lifa lífinu. Mér brá svolítið við það,“ segir hann. „Annars hef ég ekki verið jafn hress árum saman, það er heilbrigðari lífsstíl að þakka, sér- staklega jóga. Það eru um átta ár frá því ég byrjaði að stunda Sahaja jóga en þar er leitast við að tengja andann við alheimsvitundina. Þann- ig getur maður breytt sjálfum sér til hins betra, notið þess að vera núinu og vera hamingjusamur. Þannig að Sahaja jóga hefur breytt lífi mínu til hins betra.“ Erfið fötlun Af hverju fannst þér ástæða til að breyta þér? „Mér fannst ég orðinn dálítið út- brunninn, ég hef reyndar alltaf hreyft mig en var farinn að borða óhollan mat og drakk aðeins of mik- ið og fann að sá lífsstíll var ekki að gera mér gott. Ég hef alltaf haft áhuga á andlegum efnum og fór að stunda jóga í framhaldi af því að ég kynnist konu sem hét Nora Kornblueh. Hún var sellóleikari og dyslexíukennari og var að leita að þekktu fólki sem vildi leggja nafn sitt við að vera lesblint. Mér fannst það allt í lagi vegna þess að þetta er erfið fötlun. Það eru notaðar slök- unaraðferðir í Davis lesblindu- meðferð sem ég heillaðist af og í framhaldinu kynntist ég Sahaja jóga sem ég stunda reglulega.“ Víkjum aðeins að lesblindunni, reyndist skólagangan þér erfið vegna lesblindunar? „Þegar ég var barn fengu les- blindir enga aðstoð í skólakerfinu og voru afgreiddir með því að þeir væru heimskir. Það var því ekki annað í boði fyrir mig en að vera í tossabekk. Í sjálfu sér var skóla- gangan mér ekki erfið og ég skemmti mér ágætlega. Ég var í ákveðinni stöðu og reyndi að finna sem besta leið fyrir sjálfan mig. Þar sem ég gat það ekki í gegnum bók- nám þá gerði ég það á annan hátt. Í gagnfræðaskóla gekk ég í málfunda- félagið og leiklistarfélagið og tók þátt í að gefa út skólablað. Ég var í félagsskap skemmtilegs fólks. Ég held að ég hafi fengið mikla bjart- sýni í vöggugjöf og það hjálpaði mér. Ég sat í tímum og þegar ég var ekki að tala og trufla kennsluna hlustaði ég á kennarann og þar sem ég hafði heyrnarminni tókst mér að læra. Það sem háði mér mest var að ég gat ekki komið frá mér því sem ég vissi því ég skrifaði allt vitlaust. Svörin voru röng af því þau voru vitlaust skrifuð. Einhvern veginn tókst mér samt að ná lokaprófum í gagnfræðaskóla.“ Tíminn vann með mér Hvernig stóð á því að þú ákvaðst að læra myndlist? „Eftir gagnfræðaskóla var planið að læra myndlist en karl faðir minn var vel stæður togaraskipstjóri og vildi engan aumingjaskap í sinni fjölskyldu. Hann píndi mig til að læra húsgagnasmíði og eftir á reyndist það hafa verið góð hug- mynd. Ég lærði húsgagnasmíði hjá Helga Einarssyni sem var þekktur fyrir fallega hönnun, og rak menn- ingarlegt húsgagnaverkstæði þar sem ég undi mér ágætlega með skemmtilegum vinnufélögum. Á kvöldin var ég á námskeiðum í Mynd- og handíðaskólanum og lærði teikningu hjá Hringi Jóhann- essyni. Ég ákvað svo að taka inn- tökupróf í skólann og náði því. Ef ég hefði fallið í fyrstu atrennu sem unglingur, þá er ekki víst að ég hefði lagt fyrir mig myndlist. Ég var örlítið eldri en aðrir nem- endur þegar ég kom á svæðið með mína lesblindu sem er samkvæmt því sem mér skilst núna mikil guðs- gjöf fyrir listamenn því þrívídd- arhugsun hentar mjög vel fyrir myndlistarnám. Flestir nemendanna voru að fara í sitt fyrsta fagnám og stefndu síðan á kennaradeild eða auglýsingadeild og ætluðu að leggja fyrir sig eitthvað praktískt. Mér, með bakgrunninn í húsgagnasmíð- inni, fannst ég hins vegar vera bú- inn að gera nógu margt praktískt í þessu jarðlífi og jafnvel þeim næstu og ákvað að gera það sem mér sýndist. Málaradeildin á þeim tíma fannst mér ekki vera spennandi svo ég fór í nýlistadeildina. Tískusveifl- ur eru mjög hraðar á Íslandi og þegar kom að nýlistinni skynjaði ég að þar var ein lína í gangi; lista- menn voru að gera ljósmyndir í stíl Sigurðar Guðmundssonar. Það hent- aði mér ekki þannig að ég flosnaði upp úr nýlistinni og þegar ég út- skrifaðist úr Myndlista- og hand- íðaskólanum var ég farinn að mála á fullu. Ég hafði á tilfinninguna að komið væri að endurkomu mál- verksins, þótt sú hugmynd mín þætti fremur heimskuleg í íslensk- um listaheimi þessa tíma. Ég fór til Hollands í framhalds- nám í myndlist til að bæta við mig. Mér fannst að það hlyti að vera þroskandi að fara út, kynnast nýj- um straumum og viðhorfum og horfa á myndlistina hér utan frá. Mér gekk vel því um svipað leyti og ég hóf námið í Hollandi hélt ég myndlistarsýningu í Amsterdam sem hlaut nokkra fjölmiðlaathygli og í skólanum vissi fólk hver ég var. Þegar Sigurður Guðmundsson kom svo í heimsókn til mín í skólann og gaf mér í nefið um leið og hann leit- aði eftir aðstoð í ákveðnu máli þá voru hinir hollensku samnemendur mínir vissir um að ég væri mjög óvenjulegt séní því Siggi var goð í hollenska listalífinu á þessum tíma. Þegar ég sneri heim fóru verkin Fékk mikla bjartsýni í vöggugjöf DAÐI GUÐBJÖRNSSON FAGNAR SEXTUGSAFMÆLI MEÐ MYNDLISTARSÝNINGU. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM MYND- LISTARFERILINN, EN HANN SEGIR AÐ NÁNAST SÉ BÚIÐ AÐ EYÐILEGGJA SÖLUMARKAÐINN Í MYNDLISTINNI. LESBLINDA OG JÓGA BERST EINNIG Í TAL SVO OG STJÓRNMÁLIN. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 Svipmynd Mæðradagurinn er í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.