Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 Matur og drykkir E urovision fer fram í Dan- mörku þetta árið og er smurbrauðið framlag Dana til matarmenningar heims- ins. „Eftir Eurovision-partí er snið- ugt að nýta afganga í smurbrauð. Rífa kjötið og nýta það sem er til á heimilinu til að gera smurbrauð. Þetta snýst samt svolítið um að vera með gott hráefni,“ segir Bjarni Gunnar Kristinsson kokkurinn geð- þekki á Munnhörpunni sem staðsett er á jarðhæð Hörpunnar. Sérstaða smurbrauðsins er að það er fyrir öll skynfæri. Bragðið svíkur engan og augun laðast að skrautinu sem sett er á og getur breytt fátæk- legu hráefni í veislu. Smurbrauð á ávallt að borða með hníf og gaffli. „Allt sem við búum til hér á Munnhörpunni er lagað á staðnum og engin aukaefni. Kristín, næring- arráðgjafi Hörpunnar, er búin að tala mikið um ágæti Paleo- mataræðisins og við sleppum öllum aukaefnum,“ segir hann. „Smur- brauðið okkar er lagað frá grunni. Við reykjum laxinn hér og við vinnum allt hráefni þannig að við vitum hvað fer í það, við sættum okkur ekki við nein aukaefni. Brauð- ið bökum við líka á staðnum,“ segir Bjarni. „Við keyrum svolítið á smur- brauðunum í sumar og það er mín von að fólk sjái sér fært að stækka kvöldið aðeins fyrir stórviðburði tengda Hörpu með því að kíkja til okkar – tylla sér niður í einn drykk og smábita. Það þarf ekki alltaf að vera flókið eða dýrt.“ BJARNI GUNNAR KRISTINSSON Á MUNNHÖRPUNNI Pollapönk í Smurbrauði BJARNI GUNNAR VILL MEINA AÐ LAGIÐ ENGA FORDÓMA EIGI VEL VIÐ SMURBRAUÐ ÞVÍ ÞAÐ MÁ EKKI HAFA NEINA FORDÓMA ÞEGAR VELJA Á HRÁEFNI OFAN Á BRAUÐ. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is BLEIKUR Spægipylsa, gráðaostur með jarðarberjum, sellerírót og granateplum. BLÁR Gullostur og bláber. RAUÐUR Blár Kastali, hráskinka og rauðrófa. GULUR Maribóostur með apríkósusalsa. Apríkósur saxaðar með ögn af chili og ólífu- olíu, kryddað með sítrónusafa. BAKRADDIR Fjólubláar makkarónur (sem hægt er að kaupa í sælkerabakaríum eins og Kökuhúsinu eða Sandholt bakaríi) Hvítsúkkulaði með appelsínukremi Hvítt appelsínusúkkulaðikrem 300 g hvítt súkkulaði, bráðið 100 ml rjómi með 2 strimlum af appels- ínuberki 45 g sykur 50 g bolli smjör Rjómi, sykur og appelsínubörkur soðið saman, blandað í súkkulaðið og hrært með smjörinu í lokin. Látið kólna, setjið í sprautupoka og sprautið ofan á makkarónur, sem hægt er að kaupa í búðum. Setjið ost að eigin vali ofan á brauðið, skreytið svo með litríku meðlæti sem passar við hvern ost fyrir sig. Ávextir passa vel með ostum, svo er krydd- lagt rótargrænnmeti líka prýðisgott til að fá stökkt bit á milli laga. Til dæmis er hrá rauðrófa eða sellerí gott með smá ediki eða sítrónu og ólífuolíu, salti og pipar. Þetta þarf ekki að vera flókið bara litríkt og í stíl við Pollapönk – enga fordóma í hráefnisvali, Pollapönks-smurbrauð Pollapönkarar smakkast vel sem smurbrauð. Morgunblaðið/Golli SVÍNARIF Í BBQ-SÓSU 4 hreinsuð svínarif 30 g íslenskt flögusalt ½ tsk. svartur pipar, mulinn 2 tsk. hvítur pipar ½ tsk. cayenne-pipar 1 matskeið sykur ½ msk. hvítlauksduft ½ msk. laukduft Kryddið kjötið með þurrkrydd- unum. Góð BBQ-sósa að eigin vali eða hana má búa til. Bjarni lætur les- endur fá sína útgáfu. „Svínarif í grill- sósu er réttur sem óhætt er að leyfa sér endrum og eins. Það er sniðugt að setja kalt kjöt á smurbrauð dag- inn eftir veislu og hægt að nota ýmsa afganga af kjöti eða jafnvel fisk- réttum. Hráefnið er ódýrt og það er gaman að borða rif í góðra vinahópi með köldum bjór. Enn betra er að klára afganga af góðu smurbrauði daginn eftir. Gerið rif frá grunni eða notið forelduð rif úr kæliborði,“ segir Bjarni. Aðferð fyrir rifin: Blandið sam- an salti, papriku, sykri, hvítlauk og laukdufti og nuddið jafnt yfir kjötið. Forhitið ofninn í 155 °C. Vefjið svínarifin lauslega með álpappír, látið beinin snúa niður. Eldið rifin að lág- marki í 90 mínútur, snúið á 15 mín- útna fresti . BBQ-SÓSA BJARNA: ½ msk. sojasósa 1 bolli tómatmauk ¼ bolli kjúklingaseyði (vatn og kraftur) ¼ bolli tómatsósa ¼ bolli eplaedik 1 kryddaður bjór ½ bolli appelsínusafi ¼ bolli vatn 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 1 tsk. chiliduft 1 msk. laukduft 1 msk. salt 1 msk. svartur pipar 2 bollar ljós púðursykur Smurbrauð með svínarifj- um og eplum brauð rjómaostur reyktur lax rauðlaukur, smátt saxaður sítrusávextir að eigin vali ögn af ólífuolíu capers svartur pipar eftir smekk kryddjurtir að eigin vali Skerið brauðið í sneiðar. Setjið rjómaostinn á brauðið. Sneiðið laxinn þunnt og leggið rjómaostinn ofan á. Setjið rauðlauk og capers í skál með kjötinu af sítrusávöxtum og ólífuolíunni og myljið svo svart- an pipar yfir laxinn ásamt sítrus- ávöxtum og kryddjurtum að eigin vali, til dæmis dilli eða kóríander. Smurbrauð með reyktum laxi, sítrussalsa og rjómaosti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.