Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Qupperneq 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Qupperneq 49
11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 unum Gunnari hafi tekist að sannfæra mig um að flytja með sér til Íslands,“ segir Chandrika og hlær. „Sannleikurinn er sá að ég hafði aldrei komið til Íslands þegar sú ákvörðun var tekin en treysti dómgreind mannsins míns, auk þess sem ég hef aldrei veigrað mér við að hoppa út í djúpu laug- ina.“ Þau giftu sig árið 1992, fyrst í Indlandi en síðan á Íslandi. Chandrika kunni strax vel við sig á Ís- landi. Eitt var það þó sem hún saknaði sárt – indverska matarins. „Tengdamóðir mín ætlaði aldeilis að bjarga því, bauð mér í karrí. Það sem hún áttaði sig ekki á er að karrí er ekki sama og karrí! Alltént ekki þegar maður kemur frá Indlandi. Mér þótti ákaflega vænt um viðleitnina en þetta var ekki maturinn sem ég leitaði að.“ Hún hlær. Stóð upp og gerði tilboð Þá frétti Chandrika af „indverskum“ veit- ingastað á Hverfisgötunni, Taj Mahal, og mátti til með að gefa honum tækifæri. Sú reynsla var ekki góð til skemmri tíma litið en hafði heldur betur afdrifaríkar afleið- ingar. „Til að gera langa sögu stutta var maturinn á Taj Mahal ekki góður. Eigandinn var sjómaður úr Grindavík og þrátt fyrir að vilja eflaust vel hafði hann engar forsendur til að reka veitingastað undir þessum for- merkjum. Hann vissi lítið sem ekkert um indverska matargerðarlist. Meðan við sátum þarna yfir matnum fórum við hjónin að velta því fyrir okkur hvort við ættum ekki bara að bjóða í staðinn og gera þetta sjálf. Þeirri umræðu lauk með því að Gunnar stóð upp og gerði eigandanum óformlegt tilboð í stað- inn. Hann var tilbúinn að hlusta og fáeinum vikum síðar áttum við Taj Mahal.“ Hvorki Chandrika né Gunnar höfðu bak- grunn í matreiðslu en bæði höfðu komið að veitingarekstri. Gunnar var einn af stofn- endum pítsugerðarinnar Jóns bakan og Chandrika vann um sjö ára skeið á frönsku bistró-kaffihúsi í Bandaríkjunum. Byrjaði í uppvaskinu en endaði á því að reka staðinn. Pítsa er eitt, franskt bistró annað og ind- verskt eldhús allt annað. Hjónin voru þó hvergi bangin. Chandrika setti bara upp svuntuna og byrjaði að elda. „Ég lærði ekki matargerð en ólst upp við mjög góðan mat. Það varð að duga þangað til við fyndum ein- hvern betri,“ segir hún. Á gólfinu sat frumburður þeirra Gunnars, Ísar Nikulás, nokkurra mánaða, en Chand- rika var þá þegar ófrísk af öðru barninu, Jó- hönnu Preethi. Staðurinn, sem ennþá hét Taj Mahal, var opnaður 4. júlí 1994, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, sem hjón- unum þótti við hæfi þar sem það ágæta land hafði sameinað þau. „Þetta var líka sjálf- stæði í öðrum skilningi fyrir mig persónu- lega – matarlegum,“ segir Chandrika og hlær. Hvað vilja gestirnir? Engu var breytt til að byrja með enda segir Chandrika það hafa verið meðvitaða ákvörð- un að hlusta á gestina. Hvað vilja þeir? „Ég sá strax möguleikana. Íslendingar eru afar duglegir að ferðast og mennta sig í út- löndum. Fyrir vikið hafa margir kynnst ind- verskri matargerð. Líkurnar á því að hitta að minnsta kosti einn Indverja á þessum ferðum eru líka yfirgnæfandi miklar þar sem við erum svo mörg. Sá Indverji hefur svo örugglega eldað fyrir Íslendinginn, þar sem Indverjar eru svo gestrisnir að upplagi.“ Hún brosir. Chandrika segir veitingastaðinn hafa verið viðunandi á þessum tíma en hún vildi meira. Miklu meira. „Mig langaði að gera gestina háða staðnum. Draumurinn var að þeim lík- aði svo vel að þeir kæmu aftur og aftur og aftur ...“ Um haustið voru gerðar róttækar breyt- ingar. Matseðlinum var gjörbreytt og staðn- um gefið nýtt nafn, Austur-Indíafjelagið. Spurð um nafnið kveðst Chandrika hafa vilj- að íslenskt nafn sem þó hefði skírskotun til Indlands. Ýmsum í kringum þau þótti nafnið þó óþjált, auk þess sem staðsetningin væri ekki upp á marga fiska. Hverfisgatan væri vondur staður fyrir veitingahús. „Fólk hélt að við værum gengin af göfl- unum, að reka stað með þessu skrýtna nafni á Hverfisgötunni. Það gæti ekki endað vel,“ rifjar Chandrika upp. „Við létum það hins vegar sem vind um eyru þjóta.“ Chandrika lagði áherslu á að finna ind- verskan matreiðslumeistara og gerði það. Það var hins vegar hægara sagt en gert að fá leyfi til að flytja hann til landsins. Mán- uðum saman beið málið afgreiðslu í kerfinu. Þessi maður er fjármálaráðherra! Það var svo föstudagskvöld eitt síðla árs 1994 að hjón pöntuðu sér borð á Austur- Indíafjelaginu. Þeim líkaði maturinn og spurðu Chandriku hver matreiðslumaðurinn væri. Hún svaraði því til að það væri hún sjálf, kasólétt og gegn læknisráði, vegna þess að illa gengi að fá leyfi til að flytja ind- verskan matreiðslumeistara til landsins. Þetta þótti gestunum miður og maðurinn tók upp nafnspjald og vísaði Chandriku um leið á konu í félagsmálaráðuneytinu. „Farðu til hennar strax á mánudagsmorguninn og segðu að ég hafi sent þig,“ sagði hann. Chandrika bar ekki kennsl á manninn en þakkaði pent fyrir. Daginn eftir færði hún þetta í tal við bónda sinn og sýndi honum nafnspjaldið. Færðist Gunnar þá allur í aukana. „Þú verð- ur að fara strax á mánudaginn að hitta þessa konu. Þessi maður heitir Friðrik Sophusson og er fjármálaráðherra landsins.“ Chandrika lét ekki segja sér það tvisvar. Fór að finna konuna, Berglindi Ásgeirs- dóttur, ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðu- neytinu. Hún leit strax á málið og sá að matreiðslumeistarinn hafði öll tilskilin rétt- indi og fyrir vikið væri ekkert að vanbúnaði. Fáeinum vikum síðar var hann kominn til landsins – og hefur verið hér síðan. Ástæðan fyrir því að Chandrika lagði áherslu á að fá indverskan matreiðslumeist- ara til starfa er einföld. „Indversk matar- gerð er ástríða. Þú verður að hafa hana í blóðinu,“ útskýrir hún. „Auðvitað er hægt að kenna góðum matreiðslumeisturum margt en það verður aldrei eins. Þess utan vildi ég fá mann frá mínu heimahéraði. Fá matinn minn.“ Það eru ekki bara Indverjar í eldhúsinu, heldur líka í salnum. Chandrika ræður bara indverska þjóna og einungis þá sem hafa til- skilin réttindi. „Það er mikilvægt að þjón- ustan sé í sama klassa og maturinn,“ segir hún. „Það er vanvirðing við gestinn kunni þjónninn ekki til verka.“ Stimpill frá Steingrími Fleiri en Friðrik Sophusson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir kunnu að meta mat- inn á Austur-Indíafjelaginu og staðnum óx jafnt og þétt ásmegin. „Við fundum fyrir vel- vild og tókum eftir því að sama fólkið kom aftur og aftur. Það er alltaf góðs viti. Það voru engir samskiptamiðlar á þessum tíma, internetið var ekki einu sinni komið, þannig við þurftum að treysta á orðið á götunni. Og svo auðvitað blöðin.“ Kvöld eitt stakk Steingrímur Sigur- geirsson, matar- og vínsérfræðingur Morg- unblaðsins, við stafni. Þeirri heimsókn gleymir Chandrika aldrei. „Við vissum af Steingrími og að umfjöllun hans um veit- ingastaði hefði mikla vigt. Hann vildi smakka allt á matseðlinum, eins og hann væri að leita að einhverju sem honum líkaði ekki,“ rifjar Chandrika upp. „Það virðist hann ekki hafa fundið. Alltént var umsögn hans afar lofsamleg.“ Chandrika segir umfjöllun Morgunblaðsins hafa valdið straumhvörfum. Traffíkin hafi snaraukist í kjölfarið. „Það hafði gríðarlega góð áhrif fyrir okkur að fá þennan „stimpil“ frá Steingrími. Hann beindi fjöldanum hing- að. Skömmu síðar fjallaði Siggi Hall um okk- ur í sjónvarpinu og skyndilega var Austur- Indíafjelagið á allra vörum.“ Chandrika kveðst leggja mikið upp úr góðu viðmóti og þjónustu og talar ekki um viðskiptavini heldur gesti. „Sá sem gleymir hvaðan hann kemur mun aldrei kunna að meta hvert hann er að fara. Auðmýkt er al- gjört lykilatriði í veitingarekstri. Ég lít alltaf svo á að ég sé að bjóða fólki heim til mín í mat og reyni að umgangast gesti mína í samræmi við það. Hjá okkur er gesturinn alltaf í öndvegi!“ Öllum gert jafnhátt undir höfði Sem frægt er sagði Hollywood-leikarinn Harrison Ford í Sunday Times um árið að Austur-Indíafjelagið væri besti indverski veitingastaður sem hann hefði borðað á. Fleiri erlendar stjörnur hafa látið vel af staðnum. Metallica snæddi þar oftar en einu sinni þegar málmbandið var hér á landi fyrir áratug, eins Pixies. Þá kemur Yoko Ono reglulega í mat á Hverfisgötunni. „Auðvitað er gaman að fá frægt fólk í heimsókn, það er góð kynning fyrir staðinn. Við tökum hins vegar ekkert öðruvísi á móti því en öðrum gestum. Háskólastúdentinn sem dettur inn af götunni er alveg jafn mik- ilvægur gestur. Ef ekki mikilvægari,“ segir Chandrika. Langstærsti hluti gesta er Íslendingar. „Við höfum ekki reynt að höfða sérstaklega til ferðamanna, hvað sem síðar verður. Þeir ferðamenn sem hingað koma hafa annað- hvort heyrt um staðinn eða fengið ábendingu frá hótelum eða ferðaskrifstofum.“ Ekki má útiloka erlendra miðla í þessu efni en Austur-Indíafjelagið hefur víða feng- ið lofsamlega dóma, meðal annars valdi lúx- usrisinn Louis Vuitton staðinn einn af bestu veitingastöðum Norðurlandanna í handbók sinni fyrir nokkrum árum. Gestirnir ráða matseðlinum Fastagestir eru fjölmargir og Chandrika segir marga þeirra hafa haldið tryggð við staðinn allt frá opnun. „Þetta fólk og auðvit- að margir fleiri hafa lagt heilmikið af mörk- um gegnum tíðina og í raun má segja að gestirnir ráði matseðlinum. Þeir hafa mun meiri áhrif en þeir gera sér grein fyrir. Ástæðan fyrir því að við höfum haft fleiri en eitt opnunarpartí vegna breytinganna er ein- faldlega sú að fastagestirnir eru svo margir. Ef ég er að gleyma einhverjum biðst ég innilega afsökunar en það er erfitt að halda utan um allan þennan fjölda. Við finnum að fólki þykir vænt um okkur. Íslendingar eru upp til hópa litlar tilfinningaverur en þegar þeim líkar eitthvað láta þeir vita af því.“ Fyrir áratug færðu Chandrika og Gunnar út kvíarnar þegar þau opnuðu Austurland- ahraðlestina. Þar er á ferðinni einfölduð út- gáfa af Austur-Indíafjelaginu, ekki síst hugs- uð fyrir þá sem vilja hafa matinn með sér heim. „Við stofnuðum Austurlandahraðlest- ina til að mæta vaxandi eftirspurn og létta á eldhúsinu hjá okkur. Viðbrögð hafa verið mjög góð,“ segir Chandrika. Fyrir tveimur áratugum þótti Hverfis- gatan ekki spennandi staðsetning fyrir veit- ingastað. Það hefur lítið breyst en Chand- rika og Gunnar hafa eigi að síður aldrei hugleitt það af neinni alvöru að fara annað. „Okkur líður frábærlega hér á Hverfisgöt- unni. Auðvitað er traffíkin minni en á Laugaveginum en í okkar tilviki held ég að það ráði ekki úrslitum. Okkar starfsemi snýst ekki um glamúr, heldur þjónustu. Þess utan hefur gatan nú fengið hressilega and- litslyftingu og hver veit nema líf eigi eftir að færast yfir hana á komandi misserum.“ Já, hver veit. Eftir breytinguna gefst gestum tækifæri til að bíða eftir borði í þessari glæsilegu biðstofu. Chandrika Gunnarsson er fædd og upp- alin á plantekru í Coorg-héraði í suður- hluta Indlands, þar sem ræktað er kaffi og krydd. Fjölskylda hennar býr þar enn og hefur hún haldið góðu sambandi við hana. Fjölskyldan setti á laggirnar skóla í héraðinu fyrir fáeinum misserum og hef- ur Austur-Indíafjelagið stutt starfsemina. „Ég ann mínum heimahögum og fátt gleður mig meira en að geta gefið til baka. Þetta er ein leiðin,“ segir hún. Chandrika hefur búið í 22 ár á Íslandi og líkar alltaf jafn vel. „Ég nýt þess að búa á Íslandi. Hér hef ég eignast fjölmarga vini og tengdafjölskyldan gæti ekki hafa tekið mér betur. Yndislegt fólk. Alls staðar eru rasistar og ég hef ekki farið varhluta af því hér. Þau ónot eru þó óveruleg og að langmestu leyti hefur það verið stórkost- leg reynsla að búa á Íslandi. Ég hefði ekki getað óskað mér betra lífs,“ segir hún. Það er ekki bara loftslagið og mann- fjöldinn sem greina Ísland og Indland að. Chandrika hallast raunar að því að löndin eigi aðeins eitt sameiginlegt, upphafsstaf- inn. „Bæði lönd eru dásamleg, hvort á sinn hátt.“ Chandrika talar prýðilega íslensku en er þó öruggari með enskuna. Hún talar móðurmál sitt, kannada, við börnin sín en enska og íslenska heyrast gjarnan á heimilinu líka. „Það er svo merkilegt með börnin mín að hér á Íslandi eru þau Ís- lendingar en Indverjar á Indlandi. Aðlög- unarhæfni þeirra er mikil. Sama máli gegnir um manninn minn. Gunnar skilur kannada mjög vel, eldar mjög góðan ind- verskan mat og myndi flytja eins og skot til Indlands kæmi til þess. Hann hlýtur að hafa verið Indverji í fyrra lífi.“ Chandrika fer reglulega til Indlands og sonur hennar dvaldist þar í eitt ár til að kynnast fólkinu sínu og menningunni bet- ur. „Þegar það verður of kalt hérna fer ég til Indlands og þegar það verður of heitt þar kem ég hingað aftur.“ Chandrika er búin að vera tæp þrjátíu ár í burtu en eigi að síður líður henni eins og hún hafi aldrei farið frá Indlandi. Það gera góð tengsl við heimahagana og svo auðvitað Austur-Indíafjelagið. Þar inni er nefnilega auðvelt að ímynda sér að mað- ur sé staddur á Indlandi. „Gæti ekki óskað mér betra lífs“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.