Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 „Mjög erfitt,“ svarar Aðalsteinn Pálsson, formaður knattspyrnu- deildar Þórs, þegar hann er spurður hvernig það sé að halda úti liði í efstu deild karla í knattspyrnu á Akureyri. „Það er ekki mikið um stór og öfl- ug fyrirtæki hér á Akureyrarsvæð- inu sem hafa áhuga á því að setja peninga í rekstur knattspyrnu- deilda. Stærstu fyrirtæki landsins eru á höfuðborgarsvæðinu og enda þótt sum þeirra reki þjónustuútibú hér fyrir norðan eru þau ekki aflögu- fær,“ segir Aðalsteinn. Margt smátt gerir eitt stórt og þá leið fara einmitt Þórsarar. „Það eru góðviljaðir Þórsarar úti um allan bæ sem leggja sitt af mörkum. Sumir meira að segja býsna mikið.“ Eigi að síður telur Aðalsteinn að Þór sé með eitt ódýrasta liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. Lið sem byggir að miklu leyti á heima- mönnum. Útlendingum hefur fækk- að milli ára. „Sum liðin fyrir sunnan eru örugglega með tvö- eða þrefald- an ársreikning miðað við okkur.“ Mikið óréttlæti Ferðalög eru að vonum snar þáttur í kostnaði hjá Þórsurum. „Það væri örugglega hægt að kaupa einhverja frambærilega leikmenn ef ferða- kostnaðurinn væri ekki til staðar,“ segir Aðalsteinn. Að hans mati er það mikið órétt- læti að ekki sé starfræktur jöfn- unarsjóður varðandi ferðakostnað innan knattspyrnuhreyfingarinnar. „KSÍ skipaði að vísu nefnd á síðasta ársþingi og vonandi kemst hún að góðri niðurstöðu.“ Leikmannaskipti milli liða á höf- uðborgarsvæðinu eru tíð. Á sama tíma eiga Þórsarar ekki auðvelt með að sannfæra menn, sem þeir hafa augastað á, um að flytja norður. „Það er alltaf að verða erfiðara,“ segir Aðalsteinn, „og hefur breyst mikið á síðustu árum. Það er mál fyrir menn að taka sig upp, mögu- lega með fjölskyldur, og gefa upp á bátinn vinnu og húsnæði fyrir sunn- an. Þá er miklu auðveldara að skipta í annað lið á höfuðborgarsvæðinu. Beygja bara til vinstri í stað hægri á rauðu ljósi.“ Keflavík – Þór. Halldór Orri Hjalta- son og Hörður Sveinsson eigast við. Erfitt að reka lið á Akureyri Akranes hefur leikið langflesta leiki landsbyggðarliða í efstu deild, 866. Næst kemur ÍBV með 695 leiki. Norðurland hefur átt fimm fulltrúa í efstu deild gegnum tíðina, Þór (298 leikir), KA (255), ÍBA (177), Leiftur, Ólafsfirði (126) og Völsung, Húsavík (36). Vestfirðir hafa ekki átt eins góðu gengi að fagna en ÍBÍ á Ísafirði er eina félagið þaðan sem leikið hefur í efstu deild, 46 leiki. Austfirðingar hafa aldrei átt fulltrúa meðal hinna bestu. Þrjú önnur landsbyggðarlið hafa spreytt sig í efstu deild, Selfoss (44 leikir), Víkingur, Ólafsvík (22) og Skallagrímur, Borgarnesi (18). K nattspyrnan hefur átt undir högg að sækja á landsbyggðinni sem er partur af þeirri byggðaþróun sem átt hefur sér stað hér á landi. Það er augljóst. Stærsti markaðurinn og stærstu fyrirtækin eru á suðvest- urhorninu og þangað er auðvitað auðveldast að sækja fjármuni til starfsins, ekki síst afreksstarfsins,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ). Aðeins tvö félög sem skilgreina má sem landsbyggðarlið leika í Pepsi-deild karla í sumar, Þór frá Akureyri og ÍBV í Vestmanna- eyjum. Eðli málsins samkvæmt er ferðakostnaður þeirra mun meiri en félaganna á suðvesturhorninu. Þórsarar og Eyjamenn þurfa að ferðast um langan veg í ellefu leiki en hin liðin tíu aðeins í tvo leiki. Afreksliðin ekki mest íþyngjandi Spurður hvort KSÍ hafi áform um að koma til móts við landsbyggð- arliðin vegna ferðakostnaðar upp- lýsir Geir að starfshópur hafi verið settur á laggirnar eftir síðasta árs- þing sem skoða á möguleika á jöfn- un ferðakostnaðar. „Þar er um að ræða jöfnun milli allra félaganna en myndi án efa nýtast liðunum á landsbyggðinni vel. Það er samt einföldun að segja að þetta snúi bara að afreksliðunum. Í heildar- kostnaði við rekstur knattspyrnu- félags vegur ferðakostnaður af- reksliðsins yfirleitt ekki þyngst. Yngriflokkastarf er oft og tíðum meira íþyngjandi. Þar hallar veru- lega á landsbyggðina,“ segir Geir. Hann segir þetta búsetusjón- armið og fagnar þess vegna til- komu ferðasjóðs íþróttahreyfing- arinnar sem er á fjárlögum. „Þar þarf hins vegar að gefa í. Það er sárgrætilegt að sjá félög úti á landi hætta við að senda lið til keppni á Íslandsmóti í yngri flokkum þar sem ferðakostnaðurinn er svo íþyngjandi. Það er mikið áhyggju- efni fyrir hreyfinguna.“ Árangur knattspyrnufélaga er vitaskuld háður stuðningi í héraði. Hvar stæði ÍBV til dæmis án Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum? Hún vegur þungt í rekstri deild- anna, bæði í fótbolta og handbolta, þar sem Eyjamenn glíma nú til úr- slita um sjálfan Íslandsbikarinn. Eyjamenn urðu síðast Íslands- meistarar í knattspyrnu 1998 en Skagamenn síðast landsbyggð- arliða, 2001. Annars má auðvitað deila um hvort skilgreina ber ÍA sem landsbyggðarlið eftir tilkomu Hvalfjarðarganganna. Annars konar stuðningur gæti komið úr atvinnulífinu á staðnum. Það gerði Ólafsfirðingum til dæmis kleift að halda úti liði í efstu deild í nokkur ár. Sömu sögu má segja um Ólafsvíkur-Víking sem þreytti frumraun sína í efstu deild síðasta sumar. „Það er mjög dýrt að reka lið í efstu deild. Það verður ekki gert án þess að hafa fjárhagslegan stuðning og það yfir lengra tímabil. Þetta er ekki gert á einu eða tveimur árum,“ segir Geir. Vilja fleiri landsbyggðarlið Spurður hvort æskilegt sé að dreif- ingin sé meiri í efstu deild svarar Geir: „Það er mikill samhljómur innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Menn vilja sjá fleiri landsbyggð- arlið í Pepsi-deildinni, helst eitt úr hverjum landshluta, hið minnsta. Það er enginn draumur að hafa öll liðin í efstu deild héðan af suðvest- urhorninu og ég held ég tali fyrir munn býsna margra þegar ég segi að við söknuðum Akureyringa með- an þeir áttu ekki lið í efstu deild. Liðin fyrir sunnan hafa gaman af því að spila þar. Nú söknum við Skagamanna, eins sigursælasta fé- lags íslenskrar knattspyrnu. Það yrði líka mjög gaman að sjá lið af Austurlandi meðal hinna bestu í fyrsta skipti. Það yrði mjög já- kvætt fyrir knattspyrnuna í landinu.“ Fram og ÍBV kljást í Laugardalnum. Einar Bjarni Ómarsson og Jonathan Glenn berj- ast um knöttinn. Morgunblaðið/Golli Landsbyggðarliðin eiga undir högg að sækja AF TÓLF LIÐUM Í PEPSI-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU Í SUMAR KOMA AÐEINS TVÖ AF LANDSBYGGÐINNI, ÞÓR AK- UREYRI OG ÍBV Í VESTMANNAEYJUM. FORMAÐUR KSÍ SEGIR ÞETTA EINA BIRTINGARMYND BYGGÐAÞRÓUNAR Í LAND- INU EN AUÐVELDARA SÉ AÐ HALDA ÚTI AFREKSLIÐI Á SUÐVESTURHORNINU. HANN SEGIR ÞESSA ÞRÓUN ÁHYGGJU- EFNI OG MYNDI FAGNA ÞVÍ EF HVER LANDSFJÓRÐUNGUR ÆTTI AÐ MINNSTA KOSTI EINN FULLTRÚA Í EFSTU DEILD. ALDREI LIÐ FRÁ AUSTFJÖRÐUM Geir Þorsteinsson, form. KSÍ. * Knötturinn er hnöttóttur.Þýski knattspyrnumaðurinn og -þjálfarinn Sepp heitinn Herberger.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.