Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 29
U
ppáhaldsstaðurinn er líklega við borðstofu-
borðið því mér finnst ofsalega gaman að
borða góðan mat og svo nýtist borðið einn-
ig ósjaldan sem sníðaborð og allskyns
hönnunarborð. Þar vinn ég prótótýpur, prófa mig
áfram, fæ nýjar hugmyndir og hendi þeim slæmu út af
borðinu,“ segir Elín Hrund Þorgeirsdóttir. Elínu finnst
gaman að endurnýta og leggur mikið upp úr endur-
vinnslu og umhverfisvernd í hönnun sinni fyrir Dýrindi
þar sem hún hannar púða og töskur sem hún selur
meðal annars í Kraum og Kistunni í Hofi.
„Stíllinn minn er frekar strákalegur og afslappaður
held ég. Ég hef aldrei verið mikil blúnda í mér,“ segir
Elín og telur mikilvægt við innréttingu heimilisins að
það endurspegli hana og sé notalegt og bjart.
„Heimilið þarf að vera staður þar sem gott er að
hvílast en líka þar sem hægt er að hugsa og fá stór-
kostlegar og skemmtilegar hugmyndir.“
Spurð hvað vanti inn á heimilið segir Elín sófaborð
efst á óskalistanum.
„Það má ekki kosta of mikið en þarf samt að vera
fagurt og nýtast sem skyldi. Þetta fer því miður ekki
alltaf saman. Svo vantar mig líka matardiska og svona
ryksugu sem ryksugar sjálf!“
Eldhúsið á Brávallagötunni er bæði bjart og notalegt.
Persónulegar myndir ramma inn hurðina á skemmtilegan hátt.
Elín Hrund Þorgeirsdóttir hönnuður.
„Uppáhaldsstaðurinn er líklega
við borðstofuborðið því mér
finnst ofsalega gaman að borða
góðan mat og svo nýtist borðið
einnig ósjaldan sem sníðaborð
og allskyns hönnunarborð.“
Strákalegur og af-
slappaður heimilisstíll
ELÍN HRUND ÞORGEIRSDÓTTIR BÝR ÁSAMT DÓTTUR SINNI Í FALLEGRI
ÍBÚÐ Í VESTURBÆNUM. ELÍN HEFUR MIKINN ÁHUGA Á HÖNNUN OG HEFUR
STARFAÐ SEM MARKAÐSSTJÓRI, BLAÐAMAÐUR OG SÝNINGARSTJÓRI ÁSAMT
ÞVÍ SEM HÚN HANNAR FALLEGAR VÖRUR UNDIR NAFNINU DÝRINDI.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
ÞYKIR GAMAN AÐ ENDURNÝTA
* Stíllinnminn erfrekar stráka-
legur og af-
slappaður held
ég. Ég hef aldr-
ei verið mikil
blúnda í mér.“
11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Faxafeni 5, Reykjavik, S: 588 8477 | Skeiði 1, Ísafirði, S: 456 4566
Dalsbraut 1, Akureyri • S: 558 1100 • www.betrabak.is
TILVALIN
BRÚÐARGJÖF
NÝ SENDING – MIKIÐ ÚRVAL
SÆNGURFATA
DAGAR
50%
AFSLÁTTUR AF ELDRI
SÆNGURFATA-LÍNUM
ALLT
AÐ 20%
AFSLÁTTUR AF NÝJUM
SÆNGURFATA-LÍNUM