Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Page 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 BÓK VIKUNNAR Ljóðasafn Gerðar Kristnýjar geymir allar fimm ljóðabækur þessarar frábæru skáldkonu sem þekkt er fyrir meitluð og áhrifamikil ljóð. Lesið og njótið! Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is T vífari gerir sig heimakominn er ný ljóðabók eftir Anton Helga Jónsson og höfuðborgin og ákveðnir staðir í Reykjavík eru þar í forgrunni. „Mig hefur lengi langað til að yrkja ljóð um lífið í borginni og fór að skrifa hjá mér hug- myndir að þessum ljóðum fyrir um tíu ár- um,“ segir Anton Helgi. „Ég hafði þá eign- ast nýútkomið ljóða- og textasafn eftir Paul McCartney og það kveikti í mér. Hug- myndirnar fóru að hlaðast upp hjá mér og í fyrra fannst mér bókin vera tilbúin en lét ég hana liggja í nokkra mánuði og kom svo ferskur að henni aftur í vetur og þá áttaði ég mig á því að ég gat unnið ýmsa þræði hennar betur. Nú er verkið komið út og ég er mjög ánægður með það.“ Hvernig er lífið í borginni samkvæmt þessari ljóðabók? „Þetta er fjörug og glaðvær bók þar sem ég bregð á leik en það er blús þarna líka og dökkur undirtónn. Þetta er mikið til bók um samskiptaleysi og fólk sem nær ekki saman. Þetta er bók um einmana fólk. Ég nota einkunnarorð frá Paul McCart- ney: All the lonely people, where do they all come from?/All the lonely people, where do they all belong? Titillinn vísar til þess að stundum er eins og eitthvað stemmi ekki í samskiptum, það er eitthvað fram- andi við þann sem maður telur sig þekkja vel, hvort sem það er nú félagi manns, maður sjálfur eða veruleikinn í kring um mann.“ Fyrr á árinu hlaut Anton Helgi Ljóðstaf Jóns úr Vör í annað sinn. Verðlaunaljóð hans Horfurnar un miðja vikuna er í bók- inni. „Þegar ég vann að ljóðunum gerði ég eins og ég geri oft; ímynda mér persónu vera að tala,“ segir hann. „Varðandi þetta ljóð þá sá ég fyrir mér gamlan kunningja sem langaði alltaf til að verða músíkant. Þegar ég fékk svo verðlaunin varð ég að viðurkenna fyrir sjálfum mér að þetta er ljóð um mig. Ljóðið er persónuleg tjáning manns sem er kominn á minn aldur og er að vona að hann eigi eitthvað eftir.“ Síðustu árin hefur Anton Helgi verið nokkuð iðinn við að senda frá sér ljóða- bækur. Árið 2010 gaf hann út bókina Ljóð af ættarmóti, en sú bók vakti athygli og fékk mjög góða dóma. „Ég er að mörgu leyti mjög ánægður með þá bók,“ segir Anton Helgi. „Hún var ansi lengi að fæð- ast, reyndi fyrst að vera eins konar skáld- saga en það gekk ekki alveg upp og þá bútaði ég hana niður í eintöl og úr varð ljóðabók.“ Árið eftir kom svo Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð en sú bók inniheldur meðal annars ljóðið sem hann hlaut Ljóðstafinn fyrir árið 2009. Árið 2012 sendi Anton Helgi frá sér bókina Hálf- gerðir englar og allur fjandinn sem inni- heldur limrur. Aðspurður segist hann nú vera að vinna að skáldsögu en er einnig að skrifa leikrit. Anton Helgi segist afar ánægður með þær góðu viðtökur sem bækur hans hafa fengið: „Ég hef fengið sterk viðbrögð og fólk hefur samband í tölvupósti eða hringir sem gleður mig mjög og er hvetjandi.“ ANTON HELGI VINNUR AÐ SKÁLDSÖGU OG ER AÐ SKRIFA LEIKRIT Bók um einmana fólk „Þetta er fjörug og glaðvær bók þar sem ég bregð á leik en það er blús þarna líka og dökkur undirtónn,“ segir Anton Helgi Jónsson um nýju ljóðabókina. Morgunblaðið/Þórður ANTON HELGI JÓNSSON HEFUR SENT FRÁ SÉR NÝJA LJÓÐABÓK, EN ÞAR YRKIR HANN UM LÍFIÐ Í BORGINNI. LJÓÐASAFN EFTIR PAUL MCCARTNEY KVEIKTI HUGMYNDINA AÐ BÓKINNI. Það er erfitt fyrir bókaorma að velja sér uppáhaldsbók. Endur fyrir löngu var uppáhaldsbókin mín Bör Börsson og ég grét fögrum tár- um yfir Önnu Karenínu eftir Tolstoj þegar ég var 12 ára. Þannig hafa uppáhaldsbækurnar verið ótalmargar í gegnum tíðina og yfirleitt hef ég á ákveðnum tímabilum tekið ástfóstri við bækur ákveðinna höfunda og lesið nán- ast allt eftir þá. Ég held að það sé samt ekki á neina bók hallað þótt ég nefni Heimsljós eftir Halldór Laxness sem mína uppáhaldsbók. Ég las hana alla í einum rykk þegar ég lagðist í slæma flensu um tvítugt. Bókin tók mig slíkum heljartökum að því gleymi ég aldrei. Ég þjáðist með Ólafi ljósvíkingi, gladdist og vonaði, en án árangurs. Textinn var magnaður og endirinn ógleymanlegur. Gabriel Garcia Marquez, sem nú er nýfallin frá, var einn af þeim höfundum sem ég las mikið og Ástin á tímum kólerunnar er óvenjuleg saga um ást og þolinmæði. Töfrar hans voru slíkir að við lestur bóka hans er hægt að finna þrúgandi hitann og lyktina af rykinu í bæjunum þar sem sögurnar gerast. Síðustu árin hef ég haft sérstaka ánægju af bókum sem fjalla um sagnfræði og pólitík. Ævisaga Katharine Graham, útgefanda Washington Post, er meðal bestu bóka í þeim flokki. Hún er allt í senn, heimild um líf bandarískrar konu af ákveðinni stétt, um sögu landsins, pólitík, blaðamennsku og að sjálfsögðu um Watergate. Dásamleg blanda. Bækur Guðjóns Friðrikssonar eru allar á lista yfir uppáhalds- bækurnar mínar og bókin Gunnar Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson var einnig frábær. Í UPPÁHALDI ERNA INDRIÐADÓTTIR FJÖLMIÐLAMAÐUR Heimsljós eftir Halldór Laxness er uppáhaldsbók Ernu Indriðadóttur, en þegar hún var yngri var Bör Börsson í miklu uppáhaldi. Morgunblaðið/Golli Halldór Laxness BÓKSALA 1.-30. APRÍL Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Eldhúsið okkarMagnús Ingi Magnússon 2 30 dagar - leið til betri lífsstílsDavíð Kristinsson 3 Eða deyja ellaLee Child 4 Húsið við hafiðNora Roberts 5 PrjónabiblíanGréta Sörensen 6 Marco-áhrifinJussi Adler-Olsen 7 SonnettugeigurValdimar Tómasson 8 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir 9 Pennafærni: Skrifum ogþurrkum út 10 ParadísarfórnKristina Ohlsson Kiljur 1 Eða deyja ellaLee Child 2 Húsið við hafiðNora Roberts 3 Marco-áhrifinJussi Adler-Olsen 4 ParadísarfórnKristina Ohlsson 5 Og fjöllin endurómuðuKhaled Hosseini 6 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 7 Stelpa fer á barHelena S. Page 8 HHhHLaurent Binet 9 SandmaðurinnLars Kepler 10 Fimmtíu gráir skuggarE L. James

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.