Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Síða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Síða 39
Sega Dreamcast reyndist vera síðasta leikjatölvan sem Sega framleiddi. Leikjatölvan kom á markað í Japan 1998 og ári síðar til Bandaríkjanna og Evrópu. Þeir hjá Sega settu tölvuna á markað á undan Pla- ystation 2, Xbox og GameCube frá Nintendo og eignuðu sér markaðinn af sjöttu kynslóðar leikjatölv- um til að byrja með – svo fór að halla undan fæti. Gríðarlegum fjárhæðum var eytt í markaðs- setningu en þeir hjá Sega þurftu nauðsynlega á góðri sölu að halda eftir að Sega Saturn hafði farið í vask- inn. Í fyrstu var henni tekið vel enda hafði hún margt fram að færa. Hægt var að spila í gegnum netið sem þá var algjör nýjung, leikirnir þóttu frumlegir og end- ingargóðir og þá var hægt að tengja hana við tölvu- skjái. Grafíkin var einnig góð og fékk mikið hrós. Það sem varð henni þó að falli var að hún studdi ekki hið nýja form kvikmynda, DVD, sem Playstation 2 gerði. Það og leikurinn Grand Theft Auto voru banabiti Sega Dreamcast því neytendur keyptu frek- ar Playstation tölvurnar. Framleiðslu tölvunnar var hætt í mars 2001 eftir að 10,6 milljónir eintaka höfðu selst. GAMLA GRÆJAN Sega Dreamcast Í kjöri Imagine Games Network var Sega Dreamcast kosin áttunda besta leikja- tölva sem hef- ur verið gerð. 11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * „Ef bílaframleiðendur hefðu haldið í við tæknina,værum við að keyra um á bílum sem kæmust1.000 kílómetra á tankinum og kostuðu 25 dollara.“ Bill Gates The Trojan Room coffee pot er titluð fyrsta vefmyndavélin. Vélin var búin til árið 1991 og sett þar sem kaffivélin var í tölvudeild Cam- bridge háskólans í Englandi. Hlut- verk hennar var að fylgjast með hvort það væri ekki örugglega heitt á könnunni. Var þetta gert til að starfsfólk færi síður í fýluferð og kæmu að könnuninni tómri. Upplausnin var svarthvítt 128×128 punkta sem þykir fremur lítið í dag en HD upplausn, sem flestar vefmyndavélar hafa í dag, er 1920 x 1080 punktar. Allir starfsmenn Cambridge gátu séð útsendingu myndavélarinnar í sínum tölvum en þegar internetið var að fóta sig 1993 settu þeir Daniel Gordon og Martyn John- son, sem þá voru starfsmenn Cam- bridge, útsendinguna þangað. Náði útsendingin af kaffivélinni töluverðum vinsældum. Árið 2001 flutti tölvudeild Cambridge háskól- ans og var þá slökkt á útsending- unni. The Times, The Washington Post og þýska blaðið Der Spiegel fjölluðu öll um örlög The Trojan Room coffee pot. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Kaffivélin í Cambridge Síðustu stundirnar árið 2001. Sýna kaffikönnuna tóma og þegar ýtt var á „off.“ Þ eir sem þekkja það að fót- eða handarbrotna vita hversu óþægilegt það getur verið að þurfa að vera í gifsi í nokkrar vikur. Það má ekki blotna og byrjar eðlilega að lykta ansi illa þess vegna og svo klæjar þeim slasaða mikið undan gifsinu. Engin þróun hefur verið í þessum geira, plastgifsin komu á sjúkrastofur fyrir rúmum 15 árum. Einn frumkvöðull frá Nýja Sjálandi, Jake Evill, hand- leggsbrotnaði fyrir skemmstu og trúði því hreinlega ekki að ekki væri hægt að gera betur. Hann bjó því til Cortex gifsið sem er þrívíddarprentað gifs sem má blotna, er mjög létt en gríðarlega sterkt og endurvinnanlegt. Bækl- unarlæknirinn Guðni Arinbjarnar hefur sett gifs á sjúk- linga í hartnær 20 ár og segir að hugmynd Evill sé bráð- snjöll en hún sé hinsvegar greinilega ekki alveg tilbúin. „Mér sýnist þetta ljómandi lausn á sumar gerðir brota, en stundum þarf maður að halda broti í skorðum á meðan gipsað er og þar til gips harðnar, þá gengi þetta illa upp. Hann er greinilega ekki alveg búinn að klára dæmið, en klárlega er þetta framtíðin og flott hugmynd.“ HÖNNUN OG UPPFINNINGAR Nýja gipsið er prentað með þrívíddartækninni. Það má blotna og er endurvinnanlegt. Ljómandi lausn Gamla góða gipsið er enn í notkun á sjúkrahúsum lands- ins. Það hefur ekkert breyst síðustu áratugi. Morgunblaðið/ÞÖK Smáralind | Sími 512 1330 Opið Sunnudaga 13-18 Thunder tilboð Thundertilboð 27” Thunderbolt skjár ásamtMacmini, USB lyklaborði og Macallymús Tilboð:249.990.- Fullt verð: 318.960.- iPad festing íbílinn Einföld en traust festing fyrir iPad í bílinn. Fyrir iPad Air Verð: 10.990.- iPhone festingáhjól Frábær lausn fyrir hjólreiðafólkið. Fyrir iPhone 5, 5s og 5c Verð: 6.990.-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.