Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Side 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 P útín er vinsæll í Rússlandi um þessar mundir. Vetrarleikarnir miklu í Sochi heppnuðust vel og hrakspár um annað rættust ekki. Óhemju fé var varið til undirbúnings leikanna og það skilaði glæstum atburði, sem gladdi Rússa, en efasemdir eru þó um að hinar dýru framkvæmdir nýtist í framtíðinni. En það er auka- atriði, að minnsta kosti um sinn. Kappinn í Kreml Pútín kastaði svo af sér skíðunum og bauð öllum heiminum birginn. Hann náði Krímskaga undan Úkraínu fyrirstöðulaust og efnahagsþvinganir, sem ákveðnar voru í kjölfarið, eru ekki farnar að bíta. Föstudagurinn 9. maí var fagnaðardagur stríðsloka eystra og hersýningar voru fyrirferðarmeiri en und- anfarin ár, enda er það í takt við síðustu atburði. Pútín hélt mikla ræðu á Rauðatorginu og sagði þar að Rússland (Sovétríkin) hefði bjargað Evrópu undan fasismanum í síðari heimsstyrjöldinni. Það hefur fall- ið í kramið, enda hluti af barnalærdómi flestra þar eystra, og minnt á að þakklætiskúrfa Evrópumanna er svívirðilega brött. Síðar sama dag hélt Pútín til Krím til að gleðjast með nýjum löndum sínum og fagna tvöföldum sigri Rússa þar. Stríð þjappa þjóðum saman og fylla þær stolti og fögnuði, a.m.k. á meðan vel gengur. Adolf Hitler var í hávegum hafður af löndum sínum árin 1941-1942 þeg- ar hann hafði tekið Vestur-Evrópu í nefið, innlimað Austurríki, náð Tékklandi og stærstum hluta Pól- lands, svo sýnishorn séu nefnd af afrekum hans. Og sigurvíman og stuðningur við „foringjann“ reis einnig í hæstu hæðir eftir innrásina í Sovétríkin, enda gekk herförin með ólíkindum vel fyrsta kastið. Eftir þrjár vikur voru þýskar hersveitir komnar 500 kílómetra inn fyrir landamærin og rauði herinn þá hvarvetna á flótta og var hið mikla ríki kommúnismans þó meira en helmingi fjölmennara en Þýskaland. Fráleitt er það auðvitað, þegar verið er að líkja þeim Adolf Hit- ler og Pútín saman, rétt eins og þar sé lítill munur á. En samanburðurinn, sem hér er gerður, er einungis til að minna á að sigurvíma, sem hefur þjóðarleiðtoga eða „foringja“ á hæsta stall, getur runnið hratt af mönnum þegar á móti blæs, eins og sagan sýnir. Óvinsæla stríðið Þegar John Kennedy og síðan Lyndon Johnson, Bandaríkjaforsetar, hófu aðgerðir í Vietnam og fóru loks í stríð, höfðu þeir góðan stuðning til þess. Banda- ríkin höfðu, fram að því, aldrei tapað stríði og al- menningur var því sigurviss og sannfærður um að stöðva yrði framrás kommúnista, eins og tókst að gera í Kóreu, að vísu þá undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. En Víetnam varð stríðið sem Bandaríkin töpuðu. Sumir segja, að þá hafi orðið ljóst, að ekki sé hægt að heyja svo ljótan leik eins og stríð í beinni útsendingu, eins og þarna var reynt í fyrsta sinn. En víst er að þetta stríð varð svo óvinsælt að ungir menn sem komu sér undan herþjónustu fengu lítinn áfellisdóm fyrir að svíkjast undan merkjum. Johnson forseti, sem unnið hafði stórsigur í forseta- kosningunum 1964, heyktist á því að bjóða sig fram árið 1968 og Richard Nixon vann sigur, 8 árum eftir Margt er í heiminum hverfult, en ekki þó allt Reykjavíkurbréf 09.05.14

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.