Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 53
G ott hjá ykkur að tala við þá. Þetta eru bestu mennirnir í bænum. Þeir bjarga öllu,“ segir viðskiptavinur áður en hann, öllu heldur hún, smeygir sér út úr dyr- unum á Skóvinnustofu Hafþórs í Garða- strætinu framhjá sendinefnd Sunnudagsblaðsins. Það er heila málið. Það orð fer einmitt af Hafþóri Ed- mond Byrd og félaga hans, Loga Arnari Sveinssyni, að þeir geri við allt milli himins og jarðar. Hafþór staðfestir það. „Við höfum það fyrir reglu að taka við öllu sem fólki dettur í hug að koma með til okkar. Við tökum gjarnan við því sem aðrir taka ekki við. Það eina sem stöðvar verkið er ef kúnnanum þykir kostnaðurinn of mikill.“ Beðinn að taka dæmi um óhefðbundin verkefni nefna Hafþór og Logi brjóstahaldara, gervitennur, leðurjakka, leðursvipu, kafarabúning, blæju á Triumph-bíl og kerta- stjaka. „Konan sem átti kerta- stjakann hafði farið með hann víða, til allskyns sérfræðinga, en fékk ekki lausn á vandanum fyrr en hún kom til okkar,“ seg- ir Logi. Spurðir um gervitennurnar kveðst Hafþór hafa límt þær saman fyrir ágætan mann um árið. „Ég veit ekki betur en þær hafi haldið síðan.“ Hann glottir. Það er greinilega létt yfir mönnum. „Já, það gerir lím- ið,“ segir Hafþór hlæjandi. Á veggnum er gömul úrklippa úr blaði, þar sem hermt er af tónleikaferð hljómsveitar allra landsmanna, Stuð- manna. Upp í hana var lagt á „lengstu skóm sinnar teg- undar“, að sjálfsögðu smíðuðum af Hafþóri. Spurður um afdrif þeirra slær Hafþór sér á lær. „Það fór illa fyrir þeim. Landskunnur poppari, við nefnum engin nöfn, meig yfir þá. Ég á hins vegar sniðið og hver veit nema ég geri þá aftur og færi Árbæjarsafninu.“ Það eru ekki bara Stuðmenn, Hafþór er líka grjót- harður Stónsari. Þess ber glögglega merki á veggjum. „Það slær þeim enginn við, ég er búinn að sjá þá sex sinnum á tónleikum. Bítlarnir voru líklega betri mús- íkantar en það er meiri fílingur í Stones.“ Að vonum dreymir Hafþór um að flikka upp á skóna hans Micks Jaggers. „Hver veit nema hann detti hérna inn úr dyrunum einn daginn. Einu sinni birtist hann fyr- irvaralaust á Ísafirði. Þá komst Ólafur Helgi sýslumaður í feitt.“ Spurður hvort Jagger fengi ekki afslátt er Hafþór fljótur að kinka kolli. „Hann fengi þetta örugglega ókeypis. Er hann ekki svo blankur, karlinn?“ Hann hlær. Enda þótt hann beri það ekki með sér er Hafþór orð- inn sjötugur. „Ég fer ágætlega með mig, þannig lagað,“ segir hann. „Mér brá dálítið þegar ég var kominn í þriggja stafa tölu í þyngd en nú er ég léttari á mér enda hættur í bjórnum, sem er hættulega góður, og farinn að fá mér minna á diskinn. Allt er gott í hófi, sagði hest- urinn.“ Spurður hvort hann sé farinn að huga að því að setjast í helgan stein kinkar hann kolli. „Það styttist í það. Þetta fer að verða gott. Mig langar að ferðast með konunni og svo á ég sjö krakka. Ríkur maður. Ég er líka með bíla- og hjóladellu og langar að fá mér gamlan Mustang í ell- inni. Aðallega ætla ég þó bara að slappa af.“  Hafþór hefur stundað skósmíði í hartnær hálfa öld. Fyrst í Fisc- hersundi, þar sem hann keypti af Ámunda Ísfeld, en síðan í Garða- strætinu frá því um 1980. „Ég er með bíladellu og prófaði að vinna á bílaverkstæði en drullan þar var of mikil fyrir minn smekk. Þá sneri ég mér að skónum og hef verið hér síðan,“ segir Hafþór. Logi kom til liðs við hann fyrir átján ár- um og hefur samstarf þeirra verið afar farsælt. „Logi er búinn að vera hérna svo lengi að hann fer að fá ellilaun,“ segir Hafþór sposkur og Logi staðfestir að þeir eigi ljómandi vel skap saman. SKÓSMIÐUNUM Á SKÓVINNUSTOFU HAF- ÞÓRS, HAFÞÓRI EDMOND BYRD OG LOGA ARNARI SVEINSSYNI, HRÝS EKKI HUGUR VIÐ NOKKRU VERKEFNI. GILDIR ÞÁ EINU HVORT ÞAU TENGJAST SKÓM, KAFARABÚNINGUM, SVIPUM, KERTA- STJÖKUM EÐA GERVITÖNNUM. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Jagger fengi afslátt  Brjálað er að gera á stofunni og stundum vinna þeir félagar alla daga vikunnar – til að anna eftirspurn. „Stundum líða mán- uðir án þess að við fáum frí- dag,“ segja þeir.  Spurður hvað menn séu lengi að ná fullu valdi á faginu svarar Hafþór fimm til sex ár. „Hvers vegna spyrðu? Viltu komast á samning?“ ÁRNI SÆBERG Ljósmyndir 11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.