Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 12
* Svakalega. Að verða borgarstjóri eins og Jón Gnarr og skrifanæstu bók mína sem borgarstjóri. Það gat alveg kitlað.Guðni Ágústsson, sem ákvað að bjóða sig ekki fram í
borgarstjórnarkosningunum, spurður hvort það hafi ekki kitlað.
Landið og miðin
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
UM ALLT LAND
ÍSAFJÖRÐUR
Settur hefur
verið upp radar
áVestrahúsinu á
Ísafirði. Hann er
gjöf frá fyrirtækinu
Brimrúnu til
Fræðslumiðstöðvar
Vestfjarða. Radarinn er af g ni
Furuno, með 64 sjómílna la drægni,
innbyggðu sjókorti og 20 tomma
litaskjá. Radarinn er notaðu ný
yfirfarinn og í góðu ásigkom
Fyrirtækið Særaf á Ísafirði
milligöngu um gjöfina og sá
uppsetningu ásamtVélsmið
Á heimasíðu Fræðslumiðst nn
segir að gjöfin muni nýtast ið
kennslu í skipstjórn.
SEYÐISFJÖRÐUR
Íþróttamaður Hugins
er kjörinn árlega, eins
íþrótt
lan
hi
á Sey
kjörse
heimi
og viðurke
ársins með viðhö
SKÓGAR
Hjónin Eyja Þóra Ei
Jóhann Frímanns
hafa opnað ný
hótel á Skóg
SÚÐAVÍK
Áhugavert verkefni
er framundan
nor
g ameð þá hu mynd að not ðir
fjölnota innkaupapokar í stað
oka í Búðinni okkar ehf. á
taðnum. Sveitarstjórn ákvað að
styrkja verkefnið um 70 þúsund
krónur, nú verður hugmyndin útfærð
og hrint í framkvæmd sem fyrst.
SELTJARNARNES
Kári Húnfjörð Einarsson h
ráðinn skólastjóri Tónlista
Seltjarnarness frá 1. ágúst
flestum bæjarbúum að gó
enda heur hann starfað vi
í 24 ár, þar af aðstoðarskó
sl. 17 ár. Hann á því stóran
þátt í uppbyggingu skólast
stöðu tónlistarskólans og
Seltjarnarness. Kári tekur
K
ristján Kristjánsson er
mörgum lesendum
Morgunblaðsins að
góðu kunnur. Hann
var blaðamaður og
ljósmyndari blaðsins á Akureyri í
rúman áratug en söðlaði um fyrir
nokkrum árum og hefur fengist við
býsna ótengd störf undanfarið!
Kristján er lærður vélvirki og
starfaði sem slíkur í Stálvík í
Garðabæ, hjá Foss á Akureyri og
loks hjá Norðurverki á Akureyri.
„Þaðan var ég lánaður í fyrirtækið
Vör og vann fyrir það við að skipta
um stýrishús á Þórði Jónassyni
þegar auglýst var eftir íþrótta-
fréttamanni á Degi, sem þá var að
verða dagblað. Ég taldi að þetta
gæti verið spennandi starf og sótti
um. Tók fram að ég kynni ekki á
ritvél en vissi allt um íþróttir og
gæti örugglega lært á ritvélina.“
Kristján var ráðinn og gegndi
starfinu í nokkur ár. Vann á Degi í
10 ár og tvo daga, síðustu árin sem
fréttastjóri. Réð sig svo til Morg-
unblaðsins þar sem hann starfaði í
10 ár og þrjá mánuði þangað til
hann varð ritstjóri Vikudags um
áramótin 2005-2006.
„Mér var boðið það starf eftir að
KEA keypti blaðið og var þar í sex
og hálft ár. Það er gríðarleg vinna
að vera með lítið blað; ég var bæði
ritstjóri og framkvæmdastjóri og
þótt ég hefði aðstoð mæddi mest á
mér þannig að maður var í
vinnunni flestar helgar og oft á
kvöldin.“
Mágur Kristjáns og kona hans,
sem er norsk, eru bændur í Að-
aldal. Blaðamaðurinn hafði leyst af
á bænum þegar bændurnir fóru í
sumar- og jólafrí og þegar hjónin
fengu þá hugmynd að dvelja einn
vetur með börn sín hjá foreldrum
hennar í Noregi lá beinast við að
leita til Kristjáns: gat hann hugsað
sér að hugsa um búskapinn á með-
an þau yrðu í burtu?
„Þetta var ekkert nýtt fyrir mér,
þar sem ég hafði leyst þau af í frí-
um, auk þess sem ég var að hluta
til alinn upp í sveit. Ég leit á þetta
sem góðan tímapunkt til að segja
skilið við Vikudag, fara í sveitina
og láta svo á það reyna hvað gerð-
ist þegar ég kæmi til baka.“
Kristján sló því til og tók við
stjórnvelinum á Hraunkoti 1 í Að-
aldal. „Búið telst nokkuð stórt, ég
mjólkaði mest 40 kýr, þarna eru
70-80 geldneyti, kálfar, naut og
kvígur á öllum aldri. Á bænum eru
líka 140 kindur á fóðrum, 13 hest-
ar, 10 hænur og tveir hundar.“
Kristján var að mestu einn við
bústörfin því eiginkonan, Borghild-
ur Kjartansdóttir, sat á skólabekk
á Akureyri og vann á sambýli aðra
hverja helgi. En hún kom í sveitina
tvær helgar í mánuði. „Tengdafor-
eldrar mínir búa líka á jörðinni
þannig að ég gat alltaf leitað í
smiðju þeirra ef á þurfti að halda.“
Þegar Kristján kom heim til Ak-
ureyrar á ný eftir dvöl í sveitnni
þóttust margir kannast við mann-
inn en áttuðu sig ekki alveg strax.
Hann hafði lagt svo mikið af.
„Ég missti hátt í 20 kíló. Þetta
er mikil vinna og veturinn var erf-
iður; mjög snjóþungur, svo ég
þurfti oft að moka mig að útihús-
unum og heyrúllunum sem voru
úti. En þetta var mjög lærdómsríkt
AKUREYRI
Vélvirki,
blaðamaður
og bóndi
GAFLARINN KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BJÓ UM TÍMA Á
HÚSAVÍK EN FLUTTI ÞAÐAN TIL AKUREYRAR. HANN ER
VÉLVIRKJAMEISTARI SEM FÓR Í BLAÐAMENNSKU ÞÓTT
HANN KYNNI EKKI Á RITVÉL, VAR MJÓLKURBÓNDI Í EINN
VETUR EN NÚ UMBOÐSMAÐUR TM Á NORÐURLANDI.
Kristján gerði heiðarlega tilraun til þess, að eigin sögn, að finna leið til að auka hárvöxt á eigin höfði. Það virkaði ekki!
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Alvörugæðaprufa í sveitinni. Mjólk er góð og ekki síst spenvolg að sumra mati.
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014