Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 59
11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Sögusafn bóksalans er áttunda skáldsaga hinnar 36 ára gömlu bandarísku skáldkonu Gabr- ielle Zevin. Bókin hefur fengið mjög góða dóma og útgáfurétt- urinn verið seldur til tæplega tuttugu landa. Líf bóksalans A.J. Fikry er í molum. Konan hans er látin, búðin er rekin með tapi og bú- ið er að stela frá honum verð- mætasta verkinu. En einn dag- inn fær hann einkennilega sendingu því lítil stúlka er skilin eftir í búðinni hans. Lífið verð- ur vitanlega ekki eins og áður. Hér er á ferð notaleg og læsileg skáldsaga um einmana- leika og ást þar sem heims- bókmenntirnar fléttast saman við líf söguhetjunnar. Einkennileg sending Bækur bandaríska rithöfundarins Johns Greens njóta gríðarlegra vinsælda hér á landi, líkt og svo víða annars staðar. Í september í fyrra fór The Fault in our Stars í fyrsta sæt- ið á hinum erlenda kiljumetsölulista Eymunds- son. Nú, 35 vikum síðar, er bókin enn í fyrsta sæti listans og hefur reyndar vermt fyrsta sæt- ið allan þennan tíma. Ekki er langt síðan bókin kom út í íslenskri þýðingu og hefur selst vel. Í næstu þremur sætum metsölulista Ey- mundsson yfir erlendar bækur eru allar bæk- urnar í Divergent-seríunni eftir Veronicu Roth. Bækurnar í fyrstu fjóru sætum listans eru því allar bækur sem ætlaðar eru ungu fólki en höfða greinilega líka til fullorðinna. Frá Eymundsson-verslunarkeðjunni berast fleiri fréttir, þar á meðal þær gleðifréttir að salan á erlendum kiljum fari þar sífellt vaxandi og einnig að með vaxandi fjölda ferðamanna seljist þýddar bækur eftir íslenska höfunda sem aldrei fyrr. Ekkert lát er á vinsældum bandarísku skáldsög- unnar The Fault in Our Stars. METSALA Í 35 VIKUR Á BÓK JOHNS GREENS Von er á nýrri Hugsanabók eftir Guðberg Bergson um miðjan maí en hún hefur að geyma 100 léttar hugsanir fyr- ir allan almenning, eins og seg- ir framan á kápu bókarinnar. Hinn sífrjói Guðbergur nýtur sín vel í þessu umhverfi þar sem hann fjallar um lífið og til- veruna, er ekkert óviðkom- andi og hlífir engu og engum, síst sjálfum sér. Hér fá lesendur nokkurn forsmekk af hugsunum Guð- bergs: „Bankar og við erum bestu skinn með gagnkvæman skiln- ing: Fyrir hrun vildu þeir allt fyrir okkur gera. Eftir það vilj- um við þjónusta þá.“ „Skáldsagan var fálki fyrri tíðar, hún reif allt í sig, núna gerir hún sér mófugla að góðu til að geta tórað.“ „Engin hugsun er fylling. Við hugsun er hægt að bæta. Ef hún væri fylling yrði bara hægt að bæta við hana tómi.“ HUGSANIR GUÐBERGS Guðbergur Bergsson deilir hugsunum sínum. 155 Ísland – Áfangastaðir í al- faraleið er bók eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson, fararstjóra og úti- vistarmann. Þetta er aukin og endurskoðuð útgáfa hinnar vinsælu bókar 101 Ísland. Í bókinni vísar Páll Ásgeir til veg- ar á 155 staði í alfaraleið við þjóðvegi landsins. Bókin opnar lesandanum nýja sýn á náttúru landsins og furður hennar og bregður einnig ljósi á þjóð- arsöguna og sérkenni þjóð- arsálarinnar. Páll Ásgeir vísar til vegar Vinsæl mús, ferðalög og Tolstoj NÝJAR BÆKUR NÝ BÓK UM MAXÍMÚS MÚSÍKÚS ER KOMIN ÚT. ÞEIR FERÐAGLÖÐU FÁ BÓK FYRIR SIG FRÁ PÁLI ÁSGEIRI ÁSGEIRSSYNI. ÆVISÖGULEG SKÁLD- SAGA EFTIR TOLSTOJ HLÝTUR AÐ HEILLA BÓKMENNTAFÓLK. NÝLEG ERLEND SKÁLDSAGA ER SVO KOMIN ÚT OG FJALLAR UM ÁST, EINMANALEIKA OG BÆKUR. Æska er önnur bókin í þríleik rúss- neska bókmenntarisans Levs Tol- stoj og framhald Bernsku sem einn- ig er komin út. Bókin byggist á uppvexti skáldsins og flestar per- sónurnar eiga sér fyrirmynd. Enginn verður svikinn af lestri bókarinnar sem er full af litríkum persónum og ber vott um næmt innsæi skáldsins, en Tolstoj var hálfþrítugur þegar verkið kom út. Minnisstæð æska Levs Tolstoj Maxímús Músíkkús kætist í kór er fjórða bókin um músina tónelsku. Geisladiskur fylgir bókinni þar sem Valur Freyr Einarsson les söguna og Barna- og ung- lingakór Íslands flytur lögin sem við sögu koma. Höf- undar bókarinnar eru Hallfríður Ólafsdóttir og Þór- arinn Már Baldursson. Að þessu sinni fer Maxímús Músíkús í æfingabúðir fyrir kóra uppi í sveit og lendir í ýmsum ævintýrum. Maxímús í æfinga- búðum fyrir kóra * Vantreystu öllum mönnum sem hafasterka tilhneigingu til að refsa.Friedrich Nietzsche BÓKSALA 30. APRÍL-6. MAÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Eða deyja ellaLee Child 2 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson 3 Martröð Skúla skelfisFrancesca Simon 4 Nikký og slóð hvítu fjaðrannaBrynja Sif Skúladóttir 5 AndófVeronica Roth 6 ParadísarfórnKristina Ohlsson 7 Húsið við hafiðNora Roberts 8 Maxímús Músíkús kætist í kórHallfríður Ólafsdóttir/Þórarinn Már Baldursson 9 Skúli skelfir - RisaeðlurFrancesca Simon 10 Sannleikurinn um mál Harrys QJoël Dicker Kiljur 1 Eða deyja ellaLee Child 2 ParadísarfórnKristina Ohlsson 3 Húsið við hafiðNora Roberts 4 Sannleikurinn um mál Harrys QJoël Dicker 5 Veröld sem varStefan Zweig 6 SkuggasundArnaldur Indriðason 7 HHhHLaurent Binet 8 Marco áhrifinJussi Adler Olsen 9 ÓlæsinginnJonas Jonasson 10 Og fjöllin endurómuðuKhaled Hosseini MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Örlög sín veit enginn fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.