Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 Fjölskyldan Hvað? Framlag Íslands, Enga fordóma með Pollapönki, keppir tilúrslita í Eurovision í Kaupmannahöfn. Hvenær? Útsending RÚV hefst kl. 19 á laugardagskvöld. Annað: Áfram Ísland! Fordómalaus í Kaupmannahöfn Á göngum Alþjóðaskólans, semer sjálfstætt rekin eininginni í Sjálandsskóla, er sér- lega fjörugt og hljómar enska og ís- lenska til skiptis. Á móti blaðamanni Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins taka þrír nemendur skólans, þau Matteo Stilwell sem er 6 ára, Elías Uche Elíasson, 10 ára, og Karen Ar- dís Jakobsdóttir, 11 ára. Bakgrunnur þeirra er ólíkur en nemendur skólans eru ýmist íslensk- ir, hálfíslenskir eða frá öðrum lönd- um, en íslensk börn geta stundað nám í skólanum þótt þau hafi engin tengsl við önnur lönd en Ísland en læra þá um 30% námsefnisins á ensku en 70% á íslensku. Námsefni Matteo sem er bandarískur og býr hérlendis tímabundið er hins vegar aðeins á ensku. Elías er hálfíslenskur og hálfnígerískur og Karen Ardís er alíslensk. Matteo er fljótur að kveðja þegar myndatakan er yfirstaðin og heldur áfram með skóladaginn. Kar- en Ardís og Elías eru í tvítyngdu pró- grammi og læra námsefnið því bæði á íslensku og ensku. Hvernig kom það til að þið fóruð í Alþjóðaskólann? Karen Ardís: „Mamma og pabbi eru íslensk, lærðu úti í Þýskalandi þar sem ég átti heima þar til ég var fjögurra ára. Þar úti var ég í enskum leikskóla og þegar ég kom heim gat ég farið í Alþjóðaskólann og haldið enskunni við og lært meira í henni.“ Elías: „Ég fæddist á Íslandi en mamma mín er frá Nígeríu og pabbi minn íslenskur og ég hef alltaf búið hér fyrir utan að ég bjó í Englandi í eitt og hálft ár þegar ég var ekki byrj- aður í grunnskóla. Mamma fann Al- þjóðaskólann og leist vel á hann svo að ég byrjaði í honum í fimm ára bekk.“ Karen Ardís og Elías læra íslensku eftir hefðbundinni íslenskri námskrá sem og stærðfræði en stærð- fræðinámið fer bæði fram á íslensku og ensku. Önnur fög eru hins vegar kennd á ensku. Halda þau að það muni gagnast þeim í framtíðinni? Karen: „Já, ég held það. Til dæmis ef maður vill vinna í útlöndum, eða læra þar í framtíðinni eða bara vill ferðast. Pabbi minn ferðast til dæmis mjög mikið vegna vinnunnar sinnar og systir mín er að læra í London. Svo er gaman að hér kynnumst við krökkum frá alls konar löndum.“ Elías: „Pabbi er flugstjóri svo að hann ferðast líka mikið og ég hef farið í stuttar ferðir með honum, ef hann þarf bara að gista eina nótt. Mamma er frá Nígeríu og þarf líka að ferðast út af vinnunni sinni. Að læra ensku finnst mér gott því að mig langar til að verða körfuboltamaður og fara út og spila í framtíðinni.“ Karen Ardís: „Mig langar að verða ballerína. Ég gæti til dæmis farið til Kaupmannahafnar eða London í framhaldsnám en ég er í Listdans- skóla Íslands. En mig langar líka svo- lítið núna að fara á sumarnámskeið eitthvað út.“ Hvernig er Alþjóðaskólinn og skóladagurinn þar? Hvað stendur til dæmis hæst núna? Elías: „Skólinn er ekki bara ís- lenskur skóli og er því svolítið öðru- vísi. Við gerum margt skemmtilegt. Áðan var ég í stærðfræði og í IPC sem er þemaverkefni sem allur skól- inn er í og við erum að skoða heims- meistaramótið í fótbolta.“ Þess má geta að í IPC er sameinuð kennsla í sögu, landafræði, náttúru- fræði og fleiri greinum í stað þess að kenna þessar greinar sér. Karen Árdís: „Við erum að læra alls konar í kringum fótbolta, sögu hans, landafræði, það sem er að ger- ast í Brasilíu og fleira. Nýlega tókum við fyrir dýr í útrýmingarhættu. Núna er allur skólinn með HM en oft erum við ekki öll að vinna sama þemaverkefni.“ Elías: „Þegar Ólympíuleikarnir voru vorum við líka til dæmis öll í að gera þemaverkefni um leikana og bjuggum til okkar eigin keppni þar sem við kepptum í langstökki og fleiri greinum og fengum frostpinna og medalíur sem við bjuggum til.“ Hvað finnst ykkur skemmtilegast að læra? Elías: „Mér finnst skemmtilegast í leikfimi og sundi. Og mér finnst líka gaman í heimilisfræðinni. Ég er frek- ar góður í að búa til „brunch“. Karen: „Mér finnst gaman í heim- ilisfræðinni og tónmennt. Ég var að gista með vinkonum mínum um helgina og við bökuðum amerískar pönnukökur.“ Læra bæði á íslensku og ensku Frá vinstri: Karen Ardís Jakobsdóttir, 11 ára, Matteo Stilwell, 6 ára, Elías Uche Elíasson, 10 ára. HRESSIR KRAKKAR Í ALÞJÓÐASKÓLANUM SEGJA GAMAN AÐ STUNDA GRUNNSKÓLANÁM Á BÆÐI ÍSLENSKU OG ENSKU OG TRÚA ÞVÍ AÐ ÞAÐ MUNI NÝTAST ÞEIM VEL Í FRAMTÍÐINNI. SKÓLINN Á 10 ÁRA AFMÆLI UM ÞESSAR MUNDIR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn Alþjóðaskólinn er grunn- skóli sem býður upp á al- þjóðamenntun og er rekinn sem séreining inni í Sjálands- skóla í Garðabæ. Við skólann stunda íslensk og erlend börn nám. Þau börn sem fá einvörðungu menntun sína á ensku dvelja tímabundið á Íslandi. Í skól- anum eru einnig nemendur sem hafa góðan grunn í ís- lensku, ýmist íslensk, hálf- íslensk eða börn sem fluttu hingað frá útlöndum. Þau fá alþjóðlega menntun í al- þjóðlegu umhverfi. Börnin læra ýmislegt fleira í skólanum en að vera læs á fleiri tungumál en íslensku því þau öðlast dýrmæta sýn á mismunandi menningu og eiga í framtíðinni auðvelt með að starfa, læra og lifa víðsvegar um heiminn. SJÁLANDSSKÓLI 10 ÁRA Kynnast annarri menningu en eigin Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.