Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 32
O
kkur hjónunum þykir gaman að bjóða heim fólki
úr ólíkum áttum þannig að þetta kvöld buðum
við þremur pörum í mat sem við þekkjum sjálf
vel en þau þekktust ekki mikið innbyrðis. Okkur
grunaði að hópurinn myndi smella saman,“ segir Kristín Gróa
Þorvaldsdóttir, tölvunarfræðingur hjá Marel. Kristín og eig-
inmaður hennar, Gunnar Kristjánsson, sem starfar sem tölv-
unarfræðingur hjá Plain Vanilla, gera mikið af því að bjóða
fólki heim, ekki endilega í stórsteikur enda tilefnið aðallega að
hittast og hafa gaman.
„Þar sem sumarið var formlega komið og það spáði góðu
veðri þetta kvöld langaði okkur að hafa létt og sumarlegt yf-
irbragð í boðinu. Það og gullna reglan um að hægt væri að
undirbúa sem mest fyrirfram leiddi mig að þessum matseðli.
Maturinn féll svo virkilega vel í kramið og þar sem aðalrétturinn var eins konar taco-bar gátu gest-
irnir raðað sínum eigin mat saman og það myndaðist létt og skemmtileg stemning í kringum það. Það
elda margir taco heima og hafa sinn hátt á því svo fólki fannst gaman að fá eitthvað allt annað til að
setja á kökurnar en það var vant.“
Kristín segist jafnan hafa það í huga fyrir matarboð að skipuleggja matseðilinn þannig að það þurfi
ekki að standa yfir matnum þegar gestirnir eru komnir í hús. Henni þykir upplagt að hafa eitthvað
sem hægt er að útbúa að miklu leyti fyrirfram eða eitthvað sem hægt er að stinga inn í ofninn og
gleyma þar eins og hægeldaða svínakjötið sem var meginuppistaðan í taco-réttinum. „Gestirnir vilja
miklu frekar tala við gestgjafann en að fá einhvern agalega flókinn og metnaðarfullan rétt.“
Man Kristín eftir eftirminnilegum eigin matarboðum í gegnum tíðina?
„Fyrir nokkrum árum buðum við hjónin vinum okkar í mat. Þegar það var nokkuð liðið á kvöldið
hvarf einn gesturinn fram og skilaði sér ekki til baka. Þegar við fórum að athuga málið fundum við
viðkomandi steinsofandi í rúminu okkar. Það vildi ekki betur til en svo að það var ekki nokkur leið að
vekja manneskjuna og frelsa rúmið svo við enduðum á að þurfa að taka leigubíl úr okkar eigin mat-
arboði til að gista annars staðar!“
Yfirgáfu eigin matarboð
Hjónin sem Kristín Gróa og Gunnar buðu heim eru úr ólíkum áttum. Létt stemning myndaðist þar sem allir þurftu að rétta hráefnið á milli sín.
Greipmargaríta
Handa 1
½ blóðgreip
½ lime
3 cl Tequila
3 cl Triple sec eða Coint-
reau
5-6 klakar
Kreistið safa úr blóðgreip og
lime í kokkteilhristara. Bætið
Tequila, Triple sec og klaka
saman við og hristið vand-
lega. Berið fram með sneið af
greipi.
Morgunblaðið/Ómar
Gestir frá vinstri og hringinn í kringum borðið: Aðalheiður Snæbjarnardóttir, agastjóri hjá VERT, Pétur Heide Pétursson, fyrirtækjaráðgjafi hjá Arion banka, Krist-
jana Guðjónsdóttir, hönnuður hjá Símanum, Gunnar Kristjánsson, tölvunarfræðingur hjá Plain Vanilla, Sigmar Stefánsson, hugbúnaðarverkfræðingur hjá OZ,
Steinn Eldjárn Sigurðarson, tölvunarfræðingur hjá Plain Vanilla, Hildur Hlöðversdóttir meistaranemi og Kristín Gróa Þorvaldsdóttir, tölvunarfræðingur hjá Marel.
FÓLK ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM SMALL VEL SAMAN
TÖLVUNARFRÆÐINGARNIR OG HJÓNIN KRISTÍN GRÓA ÞORVALDSDÓTTIR OG GUNNAR KRISTJÁNSSON
BUÐU HEIM Í HÆGELDAÐ SVÍNAKJÖT, TACO, GREIPMARGARÍTU OG FLEIRA TIL.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Hjónin og gestgjafarnir Kristín Gróa
Þorvaldsdóttir og Gunnar Kristjánsson.
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014
Matur og drykkir
Handa 8
500 ml rjómi
150 g sykur
2 tsk. vanilluextrakt
400 ml appelsínusafi
250 g mascarponeostur, við stofuhita
8 ladyfingers-kökur
500 g jarðarber, skorin í sneiðar
Setjið rjóma, sykur, vanilluextrakt og 60 ml af
appelsínusafa saman í stóra skál. Þeytið þar til
blandan líkist venjulegum þeyttum rjóma. Setjið
til hliðar. Setjið 60 ml af appelsínusafa og masc-
arponeost í stóra skál og þeytið saman þar til
blandan er orðin kekkjalaus. Setjið 1⁄3 af rjóma-
blöndunni saman við og þeytið í stutta sund. Setj-
ið svo afganginn af rjómablöndunni saman við og
blandið varlega með sleikju.
Setjið afganginn af appelsínusafanum í djúpan
disk. Vætið ladyfingers-kökurnar í appelsínusaf-
anum. Brjótið hverja köku í tvennt og látið í botn-
inn á glasi. Setjið 1-2 msk. af rjómablöndunni ofan
á kökurnar. Raðið jarðarberjum ofan á og svo aft-
ur 1-2 msk. af rjómablöndunni. Raðið að lokum
lagi af jarðarberjum fallega efst í glasið.
Jarðarberjatíramísú
Snittur með rækjum
og margarítusósu
Handa 8-10
SÓSAN
1 lime, börkur og safinn af helmingnum
250 ml léttmajónes
1 msk. tequila
½ tsk. agavesíróp eða sykur
1 tsk. salt í flögum
½ tsk. nýmulinn svartur pipar
Rífið börkinn af limeinu í miðlungsstóra skál og
kreistið svo safann úr helmingnum af því saman við.
Bætið majónesi, tequila, agavesírópi, salti og pipar
saman við og hrærið öllu vel saman. Setjið til hliðar.
RÆKJURNAR
450 g rækjur
½ lítill rauðlaukur, smátt saxaður
½ rauður chili, smátt saxaður
1 avókadó, skorið í teninga
1 msk. olía
½ lime, safinn
1 tsk. salt í flögum
½ tsk. nýmulinn svartur pipar
handfylli ferskur kóríander, gróft saxaður
1 baguette, skorið í sneiðar
1 chilipipar, skorinn í sneiðar
Blandið rækjum, rauðlauk, chilipipar, avókadó, olíu,
limesafa, salti, pipar og kóríander saman í stórri
skál.
Setjið u.þ.b. teskeið af sósunni á hverja brauð-
sneið og svo rækjublöndu ofan á. Skreytið með
sneið af rauðum chili.