Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 51
11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 10 eftirminnileg lög með boðskap 1. Portúgal 2011 Flytjandi: Homens da Luta Lag: A Luta é Alegria - lenti í 18. sæti. 22 stig. Boðskapur: Ákveðinn kreppusöngur þar sem sungið er um að standa upp og láta í sér heyra. Góð hugmynd að mati Páls Óskars en kom út eins og um væri að ræða lítinn, slæman áhugamannaleikhóp og skemmdi það fyrir þeim. 2. Ísrael 2000 Flytjandi: PingPong Lag: Sameach - lenti í 22. sæti. 7 stig. Boðskapur: Hópurinn var með fána Sýrlands og Ísraels á sviði og vildi mótmæla þeirri sundrun sem átti sér stað í landinu.Að mati Reynis var þetta tilraun fólksins til þess að standa upp gegn eigin stjórnvöldum. 3. Finnland 2013 Flytjandi: Krista Siegfrids Lag: Marry me - lenti í 24. sæti. 13 stig. Boðskapur: Fyrsta samkynhneigða brúðkaupið á sviði og kyssti söngkonan „brúði“ sína á sviðinu í lokin. Páll Óskar taldi þarna vera kominn meiri brodd í keppnina. 4. Georgía 2009 Flytjandi: Stephane & 3G Lag: We Don't Want to Put in - komst ekki inn í úrslit. Boðskapur: Markmiðið með laginu var að komast ekki í úrslit og var því hæglega náð. Reynir taldi að með þessu mótmælti Georgía mjög augljóslega þrýstingi frá Rússlandi og átökum milli landanna en „Put in“ var borið fram eins og nafn núverandi forseta Rússlands,Vladimir Putin, sem þá var forsætisráðherra. 5. Úkraína 2005 Flytjandi: GreenJolly Lag: Razom nas bahato - lenti í 19. sæti. 30 stig. Boðskapur: Rapplag sem átti að lýsa Appelsínugulu byltingunni í Úkraínu 2004. Samkvæmt Reyni voru skilaboðin „sameinuð erum við mörg og ekki er hægt að sigra okkur.“ 6. Frakkland 1990 Flytjandi: Joelle Ursull Lag: White and Black Blues - lenti í 2. sæti. 132 stig. Boðskapur: Blökkumenn í Frakklandi höfðu iðulega verið nefndir innflytjendur en boðskapur lagsins var í raun að að þeir hefðu aldrei flutt neitt, þeir fæddust þarna og verið var að undirstrika það. Bæði Reynir og Páll Óskar voru sammála um að lagið hefði átt að sigra þetta árið. Lagið hafi verið tímalaus klassík. 7. Noregur 1990 Flytjandi: Ketil Stokkan Lag: BrandenburgerTor - lenti í 21. sæti. 8 stig. Boðskapur: Titill lagsins vísar til Brandenborgarhliðsins í Berlín og þarna var einnig verið að syngja um hinn fallna múr. Lagið var létt og auðvelt að syngja með því en skildi ekki mikið eftir. 8. Króatía 1993 Flytjandi: Vivien Galletta og fleiri Lag: Don't Ever Cry - lenti í 15. sæti. 31. stig. Boðskapur: Fyrsta lag Króatíu sem hafði nýlega hlotið sjálfstæði. Með laginu var verið að hughreista eigin þjóð eftir stríð og biðja um frið. 9. Bretland 1990 Flytjandi: Emma Lag: Give a Little Love Back to the World - lenti í 6. sæti. 87 stig. Boðskapur: Börn sungu lagið og að mati Páls Óskars var það sykurinn ofan á glassúrið. Friðarboðskapur fór að missa marks vegna þess að fólk sá í gegnum þann leik. Engu að síður fjallaði lagið um ást og frið. 10. Austurríki 1990 Flytjandi: Simone Lag: Keine mauern mehr - lenti í 10. sæti. 58. stig. Boðskapur: Bæði verið að syngja um hina andlegu múra, múra milli fólks en einnig múrinn í Berlín og hið áþreyfanlega. 5 sigurlög með sterkum boðskap 1. Ísrael 1979 Flytjandi: Gali Atari og Milk and Honey Lag: Hallelujah Páll Óskar: Landið sigraði af tvennum ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta snilldarlega vel samið lag og kannski besta uppbygging á sigurlagi í Eurovision sögunni. Ég fæ ennþá gæsahúð. Í öðru lagi var þarna nýbúið að skrifa undir friðarsamning eftir mikil átök í Ísrael og þannig var ríkjandi ástand notað til góðs til að ýta undir frið. Reynir: Hvað getur maður sagt, þetta lag var svolítill brautryðjandi í þessum friðarboðskap og snerist mikið um samstöðu. Það var líka svo sterkt þegar þau stigu eitt af öðru inn á svið og má í raun túlka það þannig að maður er aldrei einn. 2. Þýskaland 1982 Flytjandi: Nicole Lag: Ein bißchen Frieden Páll Óskar: Það eru alltaf einhver átök alls staðar og þetta var eitt af þeim lögum sem höfðu skýran friðarboðskap hvað það varðar. Ein bißchen Frieden stendur alveg fyrir sínu. Reynir: Þetta var í miðju vígbúnaðarkapphlaupinu og kannski gert til þess að senda þau skilaboð um að hægja á og stilla til friðar. 3. Ítalía 1990 Flytjandi: Toto Cutugno Lag: Insieme: 1992 Páll Óskar: Múrinn er fallinn í Berlín og lagið var um það. Ég skil hins vegar ekki enn þann dag í dag hvers vegna lagið vann. Mér fannst lagið ekkert sérstaklega grípandi né söngvarinn. Reynir: Þarna er verið að syngja um að sameina Evrópu eftir fall múrsins í Berlín. Árið 1990 var í sérflokki hvað Eurovision varðar, vegna þess að þá var múrinn fallinn og það varð í raun algjör sprenging í því að syngja um frið og frelsi. 4. Ísrael 1998 Flytjandi: Dana International Lag: Diva Páll Óskar: Það vissu allir sem vita vildu að Dana International hafði farið í kynleiðréttingu og var hún fyrsti opni keppandinn sem slík. Lagið snerist ekki um það en hún sjálf var bara svo flott í öllum viðtölum og sjónvarpsþáttum. Hún var mikil upplýsingaveita um hvað það er að fara í kynleiðréttingu og hvað felst í því. Reynir: Dana var með framkomu sinni að sýna að það væri pláss fyrir alla. Þetta hefur eflaust aukið á vitundarvakningu hvað varðar kynleiðréttingu. 5. Finnland 2006 Flytjandi: Lordi Lag: Hard Rock Hallelujah Páll Óskar: Hard Rock Hallelujah er innrás rokkaranna í Eurovision, eitthvað sem enginn átti von á og frábært hjá þeim að brjóta sér leið inn í þessa keppni, sem hingað til hafði verið kennd við ballöður og tyggjókúlupopp. Það er yndislegt pláss fyrir alla í Eurovison og allir mega vera með.Allir geta tekið þátt og allir hafa sömu möguleika, burt séð frá því hvaða landi þeir koma frá og burt séð frá því hvaða tónlistarstefnu þeir aðhyllast. Þar er ég þeim hjartanlega sammála. Reynir: Lordi tók Ísrael á annað stig. Þarna er augljóslega verið að lýsa því að hægt er að segja hallelujah á margan hátt, ekki bara í blíðu heldur einnig líka af hörku! Vinur við veginn!Taktu grænu skrefin með Olís – og Reykjavíkurborg. Tiltektarhelgi er liður í vorverkum Reykjavíkurborgar og styður Olís það verkefni með svörtum poka til þeirra sem vilja taka þátt. Ruslapokana má skilja eftir á gangstéttum að átakinu loknu og sér Reykjavíkurborg um að hirða þá upp. 10.–11.maí hreint til verks vík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.