Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 13
11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 og í raun algjör forréttindi að fá að kynnast sveitalífinu svona vel.“ Kristján var atvinnulaus þegar heim kom í byrjun júní. „Ég fór að skima í kringum mig um vinnu og var svo ótrúlega heppinn að vegna breytinga hjá Tryggingamiðstöð- inni á Akureyri fékk ég starf sem svæðisstjóri fyrirtækisins á Norð- urlandi. Ég sá að auglýst var staða við afgreiðslu og sölu, fékk hana reyndar ekki, en var svo í fram- haldinu boðin staða svæðisstjóra. Skrifstofan hér heyrir því undir mig svo og umboðsskrifstofur á Hvammstanga, Blönduósi, Sauð- árkróki, Ólafsfirði og Húsavík. Ég hef verið heppinn því fólk hér hef- ur tekið mér mjög vel og kennt mér margt. Þetta er ótrúlega mik- ill skóli og menn þurfa að vera vel að sér til að geta boðið fólki trygg- ingar og veitt því ráðgjöf svo það sé rétt tryggt.“ Kristján var í sveit sem strákur sem fyrr greinir. „Ég var í Belgs- holti í Melasveit öll sumur frá sex ára aldri til 15, þar sem mest voru 70 kýr. Ég þekkti dýrin því vel og var vanur að taka þátt í heyskap. Alltaf þegar ég kom í Hraunkot fór ég fyrst í fjós því ég er miklu meira fyrir kýr en kindur. Kýrnar eru skemmtilegri og gáfaðri.“ Kristján segir öllum hollt að kynnast lífinu í sveit af eigin raun. „Ég held að unga fólkið hefði gott af því að vinna í sveit og í fiski. Lífið er ekki bara sími og tölvur. Bændur vinna gríðarlega mikið, alla daga ársins, ekki síst þeir sem eru með kýr, og ég held að þeir hafi satt að segja ekkert rosalega mikið út úr því. Ég get vitnað um að það er mikil vinna að reka svona bú eins og ég var með. Líf bænda snýst ekki um að liggja á bakinu og bíða eftir bein- greiðslum!“ segir Kristján Krist- jánsson. Kristján sótti um á skrifstofu TM, fékk ekki en var boðið starf umdæmisstjóra. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Forráðamenn blakdeildar Þróttar í Neskaupstað stefna að því að kaupa tvær óvenjulegar íþróttahallir til landsins áður en þeir halda hið ár- lega öldungamót BLÍ næsta vor; uppblásin, færanleg hús Á öldungamótinu á Akureyri um síðustu helgi voru rúmlega 1.200 þátttakendur og gera má ráð fyrir öðru eins næsta ár. Þegar mótið var síðast haldið á Norðfirði, árið 2003, voru keppendur 600 þannig að sami húsakostur og þá dugar ekki! Nú þarf níu til 12 velli og hugmyndin er að uppblásnu húsin tvö verði sett ofan á gervigrasvöllinn meðan á mótinu stendur. Unnur Ása Atladóttir, fram- kvæmdastjóri blakdeildar Þróttar í Neskaupstað, segist ekki vita til þess að sambærileg tjöld hafi verið notuð hérlendis áður. NESKAUPSTAÐUR Norðfirðingar í leik gegn Fylki á öldungamótinu á Akureyri um síðustu helgi. Jóna Lind Sævarsdóttir til vinstri en Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir smassar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Næsta öldungamót í uppblásnum húsum? Hjónin Karl B. Örvarsson ogHalldóra Árnadóttir hafastarfað við skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði í 13 ár og rekið þær mest allan tímann. Vin- sældir skólabúðanna hafa aldrei ver- ið meiri. Það eru nemendur 7. bekkjar grunnskóla víða af landinu sem dvelja á Reykjum, viku í senn, nokkrar bekkjardeildir í einu. Sjö starfsmenn eru í fullri vinnu við búðirnar. „Hóparnir koma hingað um há- degi á mánudegi og eru til hádegis á föstudegi. Krakkarnir eru í sér- stöku prógrammi á okkar for- sendum við leik og störf allan tím- ann. Þau skila inn símunum sínum við komu og hafa ekki aðgang að netinu, blöðum, útvarpi eða sjón- varpi. Þetta er bókalaus skóli þann- ig að hér eiga allir jafn mikla mögu- leika og við kennum krökkunum allt í gegnum upplifun: förum niður í fjöru í náttúrufræðitíma og segjum sögu staðarins með því að fara á byggðasafnið. Við kennum töluvert utandyra, krakkarnir eru mikið í íþróttum og á hverju kvöldi er kvöldvaka sem þau sjá um sjálf,“ segir Karl. Starfið í skólabúðunum byggist á hópefli, að sögn Karls og eru ein- kunnarorð þeirra vinátta, virðing, væntumþykja. Hann segir jafnan allt ganga eins og í sögu og krakk- arnir séu yfirleitt himinlifandi, sem og kennarar og foreldrar. „Við fáum stundum að heyra að nemendurnir fari hingað sem börn en komi ung- lingar til baka! Það getur verið erf- itt að fara að heiman, þó ekki sé nema í nokkra daga, en margir hafa braggast mjög í skólabúðunum.“ Skólabúðir að norrænni fyr- irmynd voru fyrst starfræktar á Reykjum 1988, eftir að Héraðsskól- inn var lagður niður. Karl og Hall- dóra réðu sig til starfa 2001 og tóku við rekstrinum tveimur árum síðar. Aðsókn var lengi vel mjög góð en datt niður fyrstu misserin eftir efna- hagshrunið. Skólar höfðu þá ekki fjármagn til þess arna en sá sem þetta skrifar veit mörg dæmi þess að foreldrar tóku sig saman og söfn- uðu fé með ýmsu móti til þess að börn þeirra misstu ekki af ævintýr- inu. Smám saman hefur aðsókn svo aukist á ný. „Við höfum aldrei feng- ið fleiri umsóknir en um þessar mundir. Nú þegar er uppbókað fyrir allan næsta vetur.“ HRÚTAFJÖRÐUR Kennum með upplifun ÞÚSUNDIR 7. BEKKINGA VÍÐA AF LANDINU FARA ÁRLEGA Í SKÓLABÚÐIR Á REYKJUM Í HRÚTAFIRÐI. Stelpur úr Hólabrekkuskóla Reykjum í fyrra. Til vinstri Emilía Marta Wegenka, hægra megin Karen Ösp Guðnadóttir og fyrir aftan Karítas Guðrún Pálsdóttir. Ljósmynd/Karl Hjónin Halldóra Árnadóttir og Karl B. Örvarsson sj́á um skólabúðirnar. Auglýst hefur verið eftir hjúkrunarstjóra á hjúkr- unar- og dvalardeild heilbrigðisstofnunarinnar á Hornafirði. Þá vantar hjúkrunarfræðing í eitt ár og einnig hefur verið auglýst eftir ljósmóður til starfa. Viltu hjúkra á Hornafirði? Senn hefjast endurbætur á minnisvarðanum um Stephan G. Stephansson á Arnarstapa í Skagafirði. Varðinn var reistur 1953, þegar öld var liðin frá fæðingu skáldsins, skammt frá fæðingarstað þess, og hefur látið á sjá. Stephan G. endurbættur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.