Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014
Menning
F
yrsta hugmyndin að Vonarstræti
kviknaði fyrir níu árum. Þetta
átti alltaf að verða mín fyrsta
mynd, en örlögin höguðu því
þannig að Órói varð á undan. Það
má því segja að fæðingin hafi orðið býsna
löng, en eftir á að hyggja var það hins veg-
ar til góðs, því þessi mynd reyndist svo
miklu flóknari en Órói var nokkurn tímann.
Þessi bið var því bráðnauðsynleg fyrir verk-
ið mitt,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Bald-
vin Z um mynd sína Vonarstræti sem frum-
sýnd verður föstudaginn 16. maí.
Kvikmyndahandritið skrifaði Baldvin í
samvinnu við Birgi Örn Steinarsson. Segir
hann kvikmyndina vera innblásna af sönn-
um atburðum og því viðbúið að áhorfendur
kannist við tilteknar aðstæður, persónur eða
atburði úr raunveruleikanum, enda ekki
langt um liðið síðan útrásin stóð sem hæst.
„Myndin er samt engin hrunmynd og setur
ekki sérstakan fókus á útrásarvíkingana,“
segir Baldvin. Ein sena myndarinnar gerist
um borð í skemmtiferðarsnekkju og segir
Baldvin að hún hafi verið ein sorglegasta
sena sem hann hafi nokkurn tímann þurft
að mynda einmitt sökum þess hversu
raunsæ hún sé. „Myndin er þó um svo
miklu meira og miklu alvarlegri hluti en
einhverja útrásarplebba. En vissulega flæk-
ist einn karakter myndarinnar inn í heim
útrásarvíkinga og fjármálaspillingar,“ segir
Baldvin og vísar þar til Sölva sem Þorvald-
ur Davíð Kristjánsson leikur.
„Sölvi er fyrrverandi atvinnumaður í fót-
bolta erlendis, en hættur þar og nýkominn
heim vegna meiðsla. Hann er ungur, graður
maður sem fær útrás fyrir sína greddu í
bankaumhverfinu. Við fylgjumst með honum
klifra upp metorðastigann í banka. Saga
hans fjallar þó meira um samband hans við
konuna sína og hvernig það molnar smám
saman eftir því sem hann sogast meira inn
í bankaumhverfið,“ segir Baldvin og tekur
fram að saga Sölva sé ein af þremur meg-
insögum myndarinnar.
Leikararnir guðs gjöf
„Myndin fylgir eftir þremur mjög ólíkum
persónum sem eiga það sameiginlegt að búa
yfir leyndarmáli. Þau eru öll að reyna að
fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt
fyrir hrun, þ.e. 2005-2006,“ segir Baldvin og
tekur fram að saga Móra, sem Þorsteinn
Bachmann leikur, hafi í reynd verið fyrsta
kveikjan að myndinni. „Móri er bóhemskáld
sem dvelur mikið á börum borgarinnar og
jafnvel bekkjum. Hann er að fara að gefa
út sína fyrstu bók í 20 ár og þarf að takast
á við ákveðna fortíðardrauga. Að lokum er
það svo saga Eikar sem Hera Hilmarsdóttir
leikur. Eik er einstæð móðir sem gerir það
sem hún þarf að gera til að lifa hversdags-
leikann af. Hún lifir tvöföldu lífi þar sem
hún vinnur annars vegar á leikskóla og hins
vegar stundar hún heimavændi, sem er mun
algengara hérlendis en fólk gerir sér al-
mennt grein fyrir,“ segir Baldvin og tekur
fram að örlög þessara þriggja persóna flétt-
ist saman á áhrifaríkan hátt. „Þau eru ör-
lagavaldar í lífi hver annars,“ segir Baldvin
og hrósar happi yfir góðum leikurum í
burðarhlutverkum.
„Ég var alltaf ákveðinn í að nota Þor-
stein, en var búinn að leita í nokkurn tíma
áður en Hera og Þorvaldur urðu fyrir val-
inu. Það var algjör guðs gjöf að fá þau tvö
inn í myndina, því þau eru ótrúlega hæfi-
leikaríkir og flottir krakkar. Með þeim
blása ferskir vindar sem skilar sér inn í
kvikmyndalistina hérlendis. Þau láta mig
líta fáránlega vel út sem leikstjóra,“ segir
Baldvin sposkur.
Kallaður lúxuspinni
Spurður hvernig fjármögnun myndarinnar
hafi gengið fyrir sig segist Baldvin verða að
vísa á framleiðendur sína, þá Ingvar Þórð-
arson og Júlíus Kemp. „Þeir leystu fjár-
mögnunina vel úr hendi, en það hjálpaði
vissulega til að hvað Órói hefur gengið vel.
Sú mynd hefur farið á 65 kvikmyndahátíðir
og verið seld til einhverra tugi landa,“ segir
Baldvin og tekur fram að erlendir fjárfestar
þori frekar að veðja á kvikmyndaleikstjóra
sem þegar séu búnir að sanna sig. „Með
Vonarstræti treysta þeir mér vonandi fyrir
öllum sínum peningum,“ segir Baldvin kím-
inn. Spurður hver heildarkostnaðurinn við
gerð Vonarstrætis hafi verið segist Baldvin
ekki vita það. „Og ég vil ekki vita það. Ég
heimta bara og er frekur og fæ það sem ég
vil. Þeir Ingvar og Júlíus kalla mig alltaf
„lúxuspinnann sinn“ vegna þess hvað þeir
eru góðir við mig. En þeir eru líka frábær-
ir, enda hafa þeir staðið við bakið á mér ár-
um saman.“
Vinnur að mynd um týndu
stelpurnar í þjóðfélaginu
Inntur eftir því hvort handritagerðin hafi
kallað á mikla rannsóknarvinnu segir Bald-
vin aðalatriðið hafa verið að finna fólk sem
hafi verið tilbúið að segja þeim Birgi sögu
sína. „Við erum með stóran hóp heimildar-
manna sem sögðu okkur alls kyns sögur
sem við settum síðan saman eftir listrænum
þörfum. Þannig er engin ein fyrirmynd að
persónum t.d. Eikar og Sölva. Við pöss-
uðum okkur á því að skálda sögurnar þó að
sannleikurinn væri innblástur okkar. Það
munu þannig verða senur í myndinni sem
einhverjir kannast við.“
Hvað titil myndarinnar varðar segir Bald-
vin að hann vísi annars vegar til þess að
allar séu aðalpersónurnar í leit að von.
„Hins vegar vísar titillinn til þess að kjarni
myndarinnar gerist í og í grennd við Von-
arstræti, s.s. við Tjarnargötu og Bjark-
argötu, þó ég svindli aðeins í landafræðinni.
En hjarta myndarinnar slær á þessu
svæði,“ segir Baldvin og tekur fram að
enskur titill myndarinnar verði hins vegar
Life in a Fishbowl. „Enda hefði verið glatað
að láta myndina heita Hopestreet.“
Ekki er hægt að sleppa Baldvini án þess
að forvitnast um næstu verkefni. „Ég geri
ráð fyrir að fylgja Vonarstræti eftir á er-
lendri grundu,“ segir Baldvin og tekur fram
að hann hafi fylgt Óróa eftir á hátíðum út í
heim í tvö ár eftir frumsýningu. „Ég er
nýbúinn að fá styrk til að gera heimild-
armynd sem mér tekst vonandi að klára á
næsta ári. Svo er ég með sjónvarpsseríu í
þróun sem verið er að fjármagna. Næsta
kvikmynd fer vonandi í tökur árið 2016, en
við Birgir höfum unnið að handriti þeirrar
myndar sl. hálft annað ár. Sú mynd fjallar
um týndu stelpurnar í íslensku samfélagi.
Mansal á unglingsstúlkum er stundað hér á
Íslandi og þetta er ljótt þjóðfélagsmein sem
því miður er hunsað. Við höfum unnið með
nokkrum stelpum að því að að skoða þenn-
an dimma heim,“ segir Baldvin og tekur
fram að stærsti innblástur þeirra Birgis að
sögu myndarinnar sé Kristín Gerður sem
lést árið 2001, en Kristínarhús Stígamóta
var nefnt eftir henni „Ég fékk hennar sögu
upp í hendurnar fyrir rúmum tveimur ár-
um. Hún skildi eftir sig dagbækur sem fjöl-
skylda hennar leyfði mér að lesa,“ segir
Baldvin og tekur fram að það sé afar
vandasamt að skrifa um þennan dökka heim
svo vel sé.
„Myndin er þó um svo miklu meira og miklu alvarlegri hluti en einhverja útrásarplebba,“ segir Baldvin Z handritshöfundur og leikstjóri Vonarstrætis.
Morgunblaðið/Ómar
NÍU ÁR ERU SÍÐAN BALDVIN Z KVIKMYNDALEIKSTJÓRI FÉKK HUGMYNDINA AÐ VONARSTRÆTI
„Átti að vera mín fyrsta mynd“
NÝJASTA KVIKMYND BALDVINS Z GERIST Á ÁRUNUM RÉTT FYRIR EFNAHAGSHRUNIÐ 2008. MYNDIN FYLGIR EFTIR ÞREMUR ÓLÍKUM PERSÓNUM SEM
EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ BÚA YFIR LEYNDARMÁLI EN ÖRLÖG ÞEIRRA FLÉTTAST, AÐ SÖGN LEIKSTJÓRANS, SAMAN Á ÁHRIFARÍKAN HÁTT.
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann fara með hlutverk Sölva og Móra.