Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 36
Þó að Panasonic hafi ekki smíðað myndavélar nema rétt írúman áratug á fyrirtækið sér langa sögu í framleiðslu árafeindabúnaði og er meðal stærstu og helstu japönsku fyrirtækja á því sviði. Fyrsta Lumix-myndavélin frá Panasonic kom á markað 2001 í samvinnu við þýska myndavélaframleið- andann Leica og samstarf fyrirtækjanna hefur haldist síðan. Á síðustu árum hafa myndavélar frá Panasonic skipað sér í fremstu röð fyrir myndgæði og tæknilega útfærslu. Lumix GX7 er gott dæmi um það; myndavél sem lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en birtir sífellt fleiri mögu- leika eftir því sem maður skoðar hana betur – ótrúlega tæknivædd þó ekki sé hún mikil um sig. Boddíðið á henni er traustvekjandi og mjög gott stamt grip á henni, en annars er hún úr magnesíum og tiltölulega létt fyrir vikið. Ofan á vélinni eru stillihjól og hnappur til að smella af. Vélin sjálf er rétt rúm 400 grömm en 512 grömm með Lumix G Vario 14-42 mm linsu. Eitt af því fyrsta sem maður tekur eftir er að húsið fyrir rafrænan sjónglugga, sem er efst til vinstri á vélinni (séð aft- an frá, nema hvað), er í einskonar stokki sem hægt er að velta upp úr láréttri stöðu og í lóðrétta og reyndar allt þar á milli. Þrælsniðugt til að taka myndir frá ýmsum sjónarhornum. Á baki vél- arinnar er líka 3" skjár sem virk- ar eins og sjóngluggi, þ.e. sýnir það sem linsan sér, og honum er líka hægt að velta til, 80 gráður upp og 45 gráður niður. Þegar við bætist að hægt er að taka myndir hljóðlaust er hægt að taka myndir án þess að vera uppáþrengjandi eða trufla það sem fram fer, nefni sem dæmi á tónleikum með lág- stemmdri tónlist eða leiksýn- ingu. Þess má geta að sjónglugg- inn er þeirra gerðar að það kviknar ekki á honum nema maður setji augað, eða eitthvað annað, upp að honum (það er skynjari við ljóshita vinstra megin við gluggann). Upplausnin í sjóngluggaskjánum er 2,7 milljón dílar, sem er býsna gott og litir í honum eru líka mjög eðlilegir og eins á skjánum á baki vélarinnar. Eins og getið er þá er á baki vélarinnar skjár sem nota má sem sjónglugga, en hann er líka notaður til að stilla vélina og snertiskjár sem auðveldar til stillingar til muna. Dæmi um það er ef stilla á ljóshita (White Balance) og þá sér maður á skjánum jafnharðan hvernig myndirnar verða með hverri still- ingu. Annað sem kom skemmtilega á óvart að ef taka á svart/ hvíta mynd þá verður skjárinn, og sjónglugginn líka svart/ hvítur, vitanlega ekkert stórmál, en gerir alla slíka myndatöku mun skemmtilegri. Vélin er með innbyggt þráðlaust net og hægt að nota það til að senda myndir og vídeó úr henni jafnharðan eða eftir þörfum, en það er líka hægt að tengja farsíma við vélina og nota hann til að taka myndir með henni. Ofan á vélinni er tenging fyrir leifturljós og til hliðar við hana er líka innbyggt leift- urljós sem smellur upp þegar þess gerist þörf eða ef vill. Gaman hefði verið að geta stillt það, látið vísa upp til að mynda, en það er hægt að halda við það ef vill og smella síðan af. Það er náttúrlega hægt að taka vélina beint úr kassanum og byrja að smella af, en það er líka hægt að stilla hana í smáu sem stóru og einnig að velja myndasnið eins og portrett, landslag, litríkt, svart/hvítt og þar fram eftir götunum, 22 myndasnið alls. Hún er líka með HDR snið, en skilar þá myndum bara sem JPG, en annars er hægt að láta hana skila myndum sem RAW. Vélin er með 16 MP myndflögu. Alla jafna er hristivörn innbyggð í linsur myndavéla, en ný- stárlegt að hristivörnin er innbyggð í vélina sjálfa. Fyrir vikið er hægt að nota eldri og ódýrari gerðir af linsum við vélina, en ef hristivörn er í linsunni þá velur vélin sjálfkrafa að nota hana. Sjálfvirka skerpan á vélinni, sjálfvirki fókusinn, er mjög hraðvirkur, frábær reyndar, en vélin er þó ekkert sérstaklega fljót að komast í gang þegar kveikt er á henni. Myndir eru mjög fínar, sérstaklega þegar dýrari linsa er sett við vélina eins og til að mynda Leica-linsa, en einn ljós- myndara Morgunblaðsins hefur einmitt verið með Lumix GX7 í notkun undanfarnar vikur og þá notað við hana Leica linsu. Hann tók myndina sem fylgir einmitt á þá vél. Panasonic Lumix GX7 kostar 209.900 kr. hjá Fotoval, sjá fotoval.is. DVERGVAXIÐ TÆKNIUNDUR PANASONIC HEFUR SMÁM SAMAN SÓTT Í SIG VEÐRIÐ Í STAFRÆNUM MYNDAVÉLUM OG ÞÁ HELST Í VÉLUM SEM KALLAST „PROSUMER“ YTRA, OG SEGJA MÁ AÐ SÉU FYRIR LENGRA KOMNA ÁHUGAMENN EÐA ÁHUGASAMA ATVINNUMENN. Skóarinn Hafþór Edmond Byrd á skó- vinnustofu sinni í Garðastræti. Myndin er tekin á myndavélina Panasonic Lumix GX7. Morgunblaðið/Árni Sæberg * Vélin getur tekið 4,3 ramma á sekúndu með sjálfvirkriskerpu en fimm ramma annars. Mest er hægt að taka 80 ramma í striklotu, sem er þá um 42 rammar á sekúndu, en myndirnar eru þá ekki nema 4 MP (2272 x 1704 dílar). * Legria GX7 styður NFC sem auðveldar til muna aðtengja við síma eða spjaldtölvur - nóg er að bera símann eða spjaldtölvuna að vélinni, nema náttúrlega síminn sé iPhone og spjaldtölvan iPad því Apple styður ekki NFC. * Ljósnæmið er ISO 200 til 25.600. Vídeó er hægt að takaí AVCHD eða MP4 með sjálfvirkum fókus og handvirkum stillingum. en óneitanlega nokkur ókostur fyrir vídeótökur að ekki sé á henni tengi fyrir sérstakan hljóðnema. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Græjur og tækni Gæsalappa leitað *Eitt mest lesna svarið á Vísindavefnum í apríl fjallaði umíslenskar gæsalappir en notandi spurði um hvar þærværi að finna á lyklaborði. Í svarinu kemur fram að áMacintosh OS X fást gæsalappir niðri („) með því aðhalda inni ALT-hnappi lyklaborðsins og ýta um leið á Ð.Hinar seinni (“) má fá með því að gera slíkt hið sama,en halda einnig inni SHIFT. Í Word má þó yfirleitt fá gæsalappir sjálfkrafa með því að halda niðri SHIFT og slá inn 2. Þetta á við ef lyklaborðið er stillt á íslenskt. „“ Óhætt er að segja að Canon hafi komið mörgum á óvart með Legria mini X- myndavélinni, enda er hún talsvert frábrugðin þeim vél- um sem Canon er þekktast fyrir, bæði í útliti og notkun. Óvenjulegt útlitið sjá menn á meðfylgjandi mynd, en notkunin er ekki síður merkileg því ég man ekki eftir eins einföldu og augljósu notendaviðmóti frá Canon – um leið og maður fer að nota vélina kann maður á hana. Kveikt er á vél- inni á hliðinni og þá smellur lok frá linsunni og kviknar á skjánum. Á honum birtast upplýsingar um stillingar á vélinni svo að maður þarf ekki að rýna í valmyndir. Síðan er það ekkert nema að kveikja á upptöku með hnappi á vinstri hlið vélarinnar, nú eða taka myndir eftir því hvaða stilling er á henni. Vélin er ekki nema 160 g að þyngd og fer vel í vasa því hún er ekki nema 96 mm að þykkt. Skjárinn á bakinu er 2,7“ og þó að á honum sé ekki nema 230.000 dílar er hann samt býsna góður. Umfjöllun um Legria mini X hefur mikið gengið út á það að nú sé komin á markað vél sem sé sérhönnuð fyrir þá sem eru að taka myndir af sjálfum sér, vídeó „selfie“, enda er það sáraeinfalt, því hægt er að snúa skjánum á vélinni 180 gráður svo að maður sjái myndina þó að maður sé fram- an við lisnuna. Þetta er náttúrlega snilld- arlausn fyrir þá sem eru til að mynda að taka upp vídeóblogg, senda einhverjum kveðju eða bara mynda uppáhaldið. Að því sögðu þá þetta fyrst og fremst þrælskemmtileg vídeóvél sem státar að auki af afbragðs hljóðupptöku, sem er oftar en ekki Akkilesarhæll smærri víd- eóvéla. Almennilegt hljóð hefur vænt- anlega vakað fyrir tveimur tökumönnum sem birtust með Legria-vélar á tónleikum sem ég hélt á heimili mínu fyrir stuttu, enda er það alla jafna frekar þolanleg en gott í svo litlum vélum. Hljóðskráin er líka geymd óþjöppuð og hægt að fínstilla vel fyrir upptöku. Þar sem ég hafði vélina bara stuttan tíma náði ég ekki að prófa hana út í hörgul, en tók eftir því hvað hljóð í henni var gott og mun betra en í sambærilegum vélum sem ég hef prófað. Vídeóupptaka er 1080/25p eða 1080/ 50i á MP4-sniði, en hún getur líka streymt myndskeiðum með upplausninni 640 x 360 25p. Það er líka hægt að nota hana sem myndavél og skilar hún 12 MP JPG- myndum. Merkilega óvenjuleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.