Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/Golli *Samkvæmt mælingum Hagstofunnar voru regluleg mán-aðarlaun fullvinnandi launamanna hér á landi um 436.000 kr.árið 2013 og heildarlaun að meðaltali 526.000 kr. Um 75%launamanna eru með regluleg laun undir500.000 kr og 17% með regluleglaun á bilinu 250-300.000 kr. Aðmeðaltali voru regluleg laun karla 475.000 kr og regluleg laun kvenna 393.000 kr. Fjármál heimilanna Þessi dægrin er Valgeir Skagfjörð m.a. að skrifa leikrit um Hallgrím Pét- ursson ætlað unglingum í 8.-10. bekk grunnaskóla og á verkið að fara á fjalirnar í haust. Hann vinnur líka hörðum höndum við að aðstoða fólk sem langar að hætta að reykja og bók hans um þau mál var endur- útgefin um áramótin. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum mismörg í heimili þessa daga. Dætur mínar ganga hér inn og út með kærastana sína og hund og kærastan mín, Ingibjörg Kaldalóns, er hér mörgum stundum. Hvað má alltaf finna í ísskápnum? Ég á alltaf til egg í ísskápnum. Ef það eru til egg, þá er alltaf eitthvað að borða. Fullt hús matar. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Ég hugsa svona í kringum tuttuguþúsundkall á viku, plús, mínus. Hvar kaupirðu helst inn? Ég kaupi inn í Bónus eða Krónunni. Melabúðin freistar stundum. Þar er margt gott og gómsætt á boðstólum sem ekki fæst annars staðar. Hvað freistar mest í matvörubúðinni? Ég er mjög veikur fyrir alls konar heilsuvörum og góðu tei en löstur minn er að vera veiklundaður gagnvart ýmsum framandi sósum og kryddum. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Ég spara með því t.d. að reykja ekki, kaupa ekki áfengi, nota ekki mjólk- urvörur aðrar en smjör og ost, og kaupi ekki gosdrykki, drekk mest vatn og te. Ég veit að það hljómar eins og ég eigi ekkert líf en heilsan er mér mjög mikilvæg svo ég reyni að temja mér hófsaman, einfaldan lífs- stíl. Í krafti þess leyfi ég mér eitt og annað á hátíðis- og tyllidögum. Hvað vantar helst á heimilið? Það vantar ekkert á heimilið. Dætur mínar væru mér ósammála. En ef eitthvað, þá mundi ég vilja eiga nýjasta iMacinn með 27" skjá. Skothelt sparnaðarráð? Hætta að reykja, ef maður reykir. Og/eða panta pítsu miklu sjaldnar. Það er hellings peningur sem sparast með því t.d. að búa til pítsu heima, eða grilla sína eigin borgara í stað þess að fara á Búlluna eða Stælinn. En það má alveg stundum leyfa sér eitthvað smá. Annars verð- ur lífið leiðinlegt. VALGEIR SKAGFJÖRÐ Þarf að leyfa sér smá Valgeir segir hægt að spara hellings pening með því að gera pítsurnar heima. Það er synd að henda mat en stundum gerist það að í innkaupa- körfuna rata vörur sem enginn hef- ur lyst á. Aurapúkinn hefur stundum lent í þessu þegar hann prufar nýjar kex- eða sælgætistegundir og þykir hon- um fjarska leitt að sjá opinn og hálf- kláraðan pakkann sitja inni í skáp eða ofan í skúffu svo vikum og mánuðum skiptir. Til að leysa þennan vanda hefur púkinn brugðið á ráð að baka smá- kökur og mylja eða brytja þessi óvinsælu sætindi niður og blanda út í deigið. Merkilegt hvað allt verður betra þegar það er komið í smáköku- form, rjúkandi heitt, beint úr ofn- inum. Svona má t.d. gera við gamlar karamellur, óvinsælustu Quality Street-konfektmolana, ævafornt og þurrt kex eða hnetur, og þurrkaða ávexti sem enginn vill. púkinn Aura- Má bjarga vondu nammi?H verjum myndi ekki þykja ánægjulegt að sjá uppá- halds handsápuna sína til sölu með helmings af- slætti? Eða ávaxtasafann sem börn- in svolgra í sig alla daga boðinn á 20% lægra verði? Hvað ef mjólkin sem fer út í kaffið eða út á morg- unkornið væri 10% ódýrari? Það merkilega er að þessi tilboðs- verð standa okkur öllum til boða, ef við bara þorum að bæta smá vatni út í og þynna þessar vörur og margar aðrar nauðsynjavörur heim- ilisins. Handsápan helminguð Auðveldast af öllu er að þynna út fljótandi sápur og á það við bæði um handsápu, hársápu og jafnvel hárnæringu. Mest liggur á að þynna handsápuna því pumpan sem skammtar úr flöskunni sprautar alltaf sama rúmmáli af vökva, á meðan það má skammta af meiri nákvæmni úr sjampó-flöskunni. Fréttavefur Yahoo bendir á að yf- irleitt skammtar pumpan miklu meiri sápu en þarf til að þvo hend- urnar vel og alla jafna óhætt að þynna sápuna til helminga með vatni. Þegar reyna á að spara með því að þynna út vörurnar í baðherberg- inu er gott að byrja hægt. Athug- aðu hvort það breytir einhverju að bæta vatni ofan í þegar búið er að nota einn tíunda af sjampóflöskunni, eða hvort hárnæringin dugar ekki örugglega þótt hún sé drýgð að ein- um fimmta hluta með vatni. Sumum þykir útþynnt vara m.a.s. vera betri, og t.d. hefur þynnt hársápa síður þurrkandi áhrif á hárið. Mjólkin og safinn Að þynna út matvæli getur verið vandasamara því bara lítið magn af vatni getur breytt bragðinu mjög greinilega. Sparnaðarráðavefurinn Moneysavingmom.com segir það geta hentað sumum að bæta vatni út í nýmjólk svo að hlutfall vatnsins verður allt að 30%. Vatnsþynnt mjólk er samt ekki allra og getur hjálpað til að byrja mjög, mjög hægt á þessari vegferð. Að þynna út ávaxtasafa getur stundum verið auðveldara og bragð- áhrifin ekki jafn greinileg. Aftur er aðalreglan sú að byrja smátt, sjá hvort örlítil viðbót af vatni breytir einhverju, og svo prufa meira og meira. Í sumum tilvikum ætti að vera hægt að þynna safann um helming á móti vatni en eiga samt nærandi, bragðgóðan og svalandi drykk í ísskápnum. Þvottalögurinn þynntur Annar sparnaðarvefur, Cheap- ism.com, segir oft hægt að þynna út hreinsiefni fyrir heimilið, jafnvel um allt að helming, á móti vatni beint úr krananum. Að blanda vatni út í spreybrúsann eða sápuflöskuna á ekki að rýra virkni sápunnar svo að eftir sé tekið. Það sama á að gilda um fljótandi sápu fyrir þvottavélina. Rétt er að fólk vari sig á að ekki má bæta vatni út í allar hreinsivör- ur. Það má t.d. alls ekki blanda vatni út í stíflueyði, klósetthreinsi og ofnhreinsi. Í þessum sterku hreinsivörum eru efni sem valdið geta kröftugum efnahvörfum ef þau komast í snertingu við vatn, fram- kallað hita og þrýsting sem sprengt getur umbúðir og gefið frá sér hættulegar gastegundir. EINS OG 50% AFSLÁTTUR Hægt að spara mikið með því að þynna út ÓHÆTT ER AÐ BLANDA HANDSÁPU TIL HELMINGA Á MÓTI VATNI, BÆTA KRANAVATNI Á SJAMPÓ-BRÚSANN OG JAFNVEL ÚT Í ÁVAXTASAFANN LÍKA. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Auðvelt er að þynna með vatni margt af því sem finna má á baðherberg- inu. Sterk hreinsiefni eins og stíflueyði má þó alls ekki þynna út. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Heildarlaun að meðaltali 526.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.