Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 24
S kjaldkirtilstruflanir hafa margvísleg einkenni sem valda smám saman auk- inni vanlíðan og skerða lífsgæði fólks til lengri tíma. Fæstir gera sér grein fyrir hversu víðtæk áhrif truflun á skjaldk- irtlinum hefur á líkamann og líðan okkar og margir eiga erfitt með að lýsa einkennunum fyrir læknum þar sem þeir setja þau ekki öll í samhengi og telja ekki alltaf um eiginleg sjúkdómseinkenni að ræða, heldur kannski bara leti, eigin skapgerðargalla eða sjálf- skapað vandamál á borð við rangt mataræði og óreglulegan svefn. Nú hefur hópur fólks tekið sig til og stofnað samtökin Skjöldur, fé- lag um skjaldkirtilssjúkdóma, með það mark- mið að fræða almenning og heilbrigðisstétt- ina um þessa lúmsku sjúkdóma. „Skjaldkirtilstruflanir eru ekki einn sjúk- dómur; sjálfsofnæmissjúkdómar eru þar inni í líka og mismunandi truflanir á skjald- kirtlinum, ofvirkni, vanvirkni og margt fleira. Ýmislegt bendir til þess að margir séu með ógreind skjaldkirtilsvandamál, eða rangt greindir, og þar af leiðandi ómeðhöndlaðir eða vanmeðhöndlaðir svo það veitir ekki af að halda utan um þennan hóp,“ segir Ása Björg Valgeirsdóttir, formaður Skjaldar. Að- spurð hver þörfin sé fyrir samtök sem ein- blíni á svo afmarkaða truflun á líkams- starfseminni bendir Ása Björg á spjallhóp fólks með skjaldkirtilssjúkdóma á samfélags- miðlinum Facebook. „Það eru komnir yfir 2.200 meðlimir í spjallhópinn og umræðurnar þar benda til að það þurfi meiri fræðslu, bæði fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk. Það sést á umræðun- um að margir vita lítið um skjaldkirtilstrufl- anir, vita ekki einu sinni hvað skjaldkirtillinn gerir eða að það sé yfirhöfuð eitthvað inni í okkur sem heiti skjaldkirtill! Ég hafði ekki heyrt á hann minnst þegar ég greindist loks með vanvirkan skjaldkirtil árið 2009; þá var ég 31 árs og búin að vera með einkenni frá því ég var 15 ára,“ segir Ása. Gleyma að nefna gleymskuna og taka lyf! Truflun á starfsemi skjaldkirtilsins getur haft mýmörg einkenni og því greinist vanda- málið oft ekki fyrr en sjúklingurinn er búinn að finna fyrir vanlíðan í langan tíma og jafn- vel fá meðhöndlun við öðrum sjúkdómum, sem hafa svipuð einkenni, s.s. þunglyndi og kvíða. Einkennin geta verið að koma fram eitt af öðru á löngum tíma en eru svo fjöl- breytileg og óræð að fólk leitar oft til nokk- urra mismunandi lækna án þess að neinn kveiki á því að samnefnarinn geti verið skjaldkirtillinn, eða röskun á honum. „Ef fólk væri almennt meðvitaðra um einkenni skjald- kirtilstruflana og algengi þeirra þá myndi það kannski hjálpa okkur sjálfum að tengja punktana.“ Ása Björg nefnir að það séu oft- ast nánustu vinir og fjölskylda sem ýti við fólki að leita læknis þegar þau taki eftir ein- kennum og/eða umkvörtunum viðkomandi og því geti hjálpað ef sem flestir hafi einhverja hugmynd um einkenni skjaldkirtilstruflana. Svona líkt og þegar fólk kemur með vinsam- legar ábendingar til vina og vandamanna um að taka inn lýsi eða láta athuga vítamínskort, vegna þess að þeir hafi tekið eftir ákveðnum einkennum hjá viðkomandi. „Af því að ein- kenni skjaldkirtilstruflana eru svo óræð og ótengd þá erum við kannski að nefna eitt og annað umkvörtunarefni við þá sem eru okkur nánastir, án þess að setja það í samhengi. Við gætum verið að kvarta yfir þreytu og sleni, að neglurnar séu alltaf að brotna, hárið sé orðið líflaust og farið að þynnast og okkur sé alltaf kalt. Og þeir sem standa okkur næst gætu tekið eftir því hvað við erum orðin gleymin og utan við okkur. Ef þeir væru meðvitaðir um einkenni skjaldkirtilstruflana gætu þeir mögulega kveikt á perunni og stungið upp á að við létum mæla virkni skjaldkirtilsins.“ Helstu einkennin sem rætt er um í spjall- hópnum, segir Ása, eru örþreyta, framtaks- og sinnuleysi, depurð/þunglyndi, þyngd- araukning, lélegar neglur, líflaust hár og hár- missir, þurr og gróf húð og útlimakuldi. „Og eitt af „fyndnu“ einkennunum eru mikil and- vörp, en þau geta verið merki um skjaldkirt- ilsóreglu.“ Þá lýsa margir í hópnum nokkurs konar „heilaþoku“ þar sem viðkomandi á erf- itt með einbeitingu og skammtímaminnið er lélegt. Gleymskan er mjög algengt vandamál og getur valdið því að skjaldkirtilssjúklingar gleyma að segja lækninum frá ýmsum ein- kennum og gleyma svo jafnvel að taka horm- ónalyfið sem á að ráða bót á vandanum! Félagsskapur og fræðsla Fyrsti fundur samtakanna Skjöldur verður haldinn 26.maí klukkan 19.30, í sal Sjálfs- bjargar í Hátúni 12. „Til að byrja með ætlum við að einbeita okkur að því að kynna sjúk- dóminn fyrir fólki og fræða það um einkenn- in. Innkirtlasérfræðingurinn Finnbogi Karls- son ætlar að vera okkur innan handar með að útbúa fræðsluefni fyrir almenning. Okkur finnst reyndar líka kominn tími til að endur- skoða og uppfæra klínísku vinnureglurnar hér á landi en þær eru frá árinu 2010 og síð- an þá hafa komið fram nýjar upplýsingar úr stórum rannsóknum, enda eru fjögur ár í læknavísindum langur tími.“ Eitt af því sem Ása nefnir er að þegar virkni skjaldkirtilsins sé mæld gæti þurft að mæla fleiri en eina tegund hormónanna í blóðinu, sem sé ekki flókið að gera en sé ekki í klínísku vinnuregl- unum í dag. En samtökin Skjöldur eiga líka að vera athvarf fyrir þá sem vilja deila reynslu sinni og heyra aðrar hliðar á sjúk- dómnum. „Við viljum að fólk viti að það standi ekki eitt, fleiri geta verið að kljást við sama vandamálið og geta gefið ráð því það er ýmislegt sem hægt er að gera til að bæta líð- anina, annað en að taka eingöngu lyf.“ Eins og með svo margt getur mataræði haft áhrif á einkennin, þó mismunandi eftir því hvers kyns skjaldkirtilstruflunin er. Ása segir marga hafa náð góðum árangri með því að minnka eða útiloka t.d. sojavörur, glúten og mjólkurvörur í fæðunni. Eins sé mikilvægt að athuga vítamínskort og þá sérstaklega D og B vítamín. Mest um vert sé að hafa í huga að þar sem einkennin séu svo mörg geti mis- munandi úrræði hentað og því sé gott ef fólk geti borið saman bækur sínar á einum stað. Fyrir frekari upplýsingar er netfang samtak- anna skjaldkirtill.is@gmail.com. OFT ERFITT AÐ GREINA SKJALDKIRTILSTRUFLANIR Lúmsk einkenni sem skerða lífsgæði „Ef fólk væri almennt meðvitaðra um einkenni skjaldkirtilstruflana og algengi þeirra þá myndi það kannski hjálpa okkur sjálfum að tengja punktana,“ segir Ása Björg, formaður Skjaldar. Morgunblaðið/Kristinn NÝLEGA VORU STOFNUÐ SAMTÖK FÓLKS MEÐ SKJALDKIRTILSSJÚKDÓMA, ÓTRÚLEGA ALGENGT FYRIRBÆRI SEM FÆR OFT AÐ VAÐA UPPI ÓÁREITT OG DREGUR HÆGT OG ÖRUGGLEGA ÚR LÍFSGÆÐUM FÓLKS. SKJALDKIRTILSTRUFLUN HEFUR VÍÐTÆK ÁHRIF Á LÍKAMLEGA OG ANDLEGA HEILSU FÓLKS OG ÞVÍ TIL MIKILS AÐ VINNA AÐ GREINA OG MEÐHÖNDLA HANA RÉTT. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 Heilsa og hreyfing Borðspil og bækur geta verið góð verkfæri til þess að þjálfa heilann. Bæði stuðla að betri starfsemi heilans og spil þjálfa auk þess minnið. Hlutir sem þjálfa heilann Ofvirkni:  Þreyta og úthaldsleysi eða mæði  Kvíði, pirringur – fólk er oft uppstökkt  Hitaóþol, fólk svitnar oft mikið og klæðir sig lítið miðað við aðra og árstíma  Skjálfti  Þyngdartap, þrátt fyrir mjög góða matarlyst  Hjartsláttarköst  Niðurgangur  Vöðvaslappleiki, þreyta  Útbrot  Bólga á hálsi  Þurr augu sem jafnvel geta á stundum orðið útstæð og þá fylgja oft verkir og tvísýni Vanvirkni:  Þunglyndi, skapsveiflur og pirringur  Síþreyta  Lágur líkamshiti (kuldatilfinning)  Þurrkur í húð, hári og augum  Stökkar neglur  Svefnleysi  Þyngdaraukning  Hárlos  Lágur blóðþrýstingur  Gleymska  Stirðleiki í liðamótum  Orkuleysi  Hægðatregða  Minnkandi kynhvöt  Miklar tíðablæðingar Helstu einkenni skjaldkirtilstruflana Skjaldkirtillinn Skjaldkirtill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.