Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 Stefán Máni Sigþórsson rithöfundur. Morgunblaðið/Golli Gera má ráð fyrir að einhverjir fari í keppni í kvöld og reyni að slá nágrannanum við með því að halda sem flottast Eurovision-parti. Stefán Máni Sigþórsson rithöfundur er búinn með sitt partí en á Twitter sagði hann frá því að hann væri búinn að halda sína eigin Eurovision- veislu en í hádeginu á föstudag snæddi hann hádegisverð með 6 evrópskum blaðakonum á K-Bar. Gott hádegi Almennt greiða launþegar og vinnuveit-endur fyrir þeirra hönd stéttarfélögumgjöld í alls kyns sjóði. Launþegar reiða þessi gjöld af hendi til stéttarfélaganna með peningum sem þeir ella hefðu til frjálsrar ráð- stöfunar. Í staðinn eiga launþegar kost á styrkjum frá stéttarfélögum til ákveðinna hluta, líkt og gleraugnakaupa og líkamsræktar. Peningum sem gilda alls staðar er þannig breytt í peninga sem aðeins má nota þar sem forystu stéttarfélaganna hugnast. En hver nýtur svo styrksins til gleraugna- kaupanna? Sjálfsagt hugsa margir launþegar hlýlega til stéttarfélagsins síns þegar þeir end- urnýja gleraugun sín fyrir 60 þúsund krónur og fá 30 þúsund króna styrk frá stéttarfélaginu til þess. Styrkurinn er að vísu peningar sem launþegarnir hafa sjálfir greitt til stéttarfélags- ins, en sú hringavitleysa er ekki forvitnilegasta hlið málsins. Mun áhugaverðara væri að vita hvaða áhrif það hefur á gleraugnaverð í land- inu að stór hluti gleraugnakaupa sé nið- urgreiddur með þessum hætti. Hvað myndu 60 þúsund króna gleraugun kosta ef engra nið- urgreiðslna nyti við? Eða myndu menn kannski kaupa ódýrari gleraugu? Er hugsanlegt að hluti niðurgreiðslunnar lendi í raun annars staðar en hjá þeim sem ætlað er að njóti henn- ar? Verðlag fer fyrst og síðast eftir því hvað fólk er tilbúið að greiða. Ef það fær styrk til ákveð- inna kaupa má gera ráð fyrir að það sé tilbúið að eyða meiru. Nú er til umræðu að sameina vaxta- og húsa- leigubætur sem íbúðakaupendur og leigjendur eru sagðir njóta og skattgreiðendur, bótaþeg- arnir sem aðrir, standa undir. En hvaða áhrif hefur það á vexti og húsaleigu þegar ríkið styrkir menn til lántöku og leigu? Blasir ekki við að fjármagnseigendur, bankar og aðrir lán- veitendur, geta sett upp hærri vexti á íbúðalán þegar vitað er að stór hluti íbúðarkaupenda nýtur ríkisstyrks til lántökunnar? Og hvað um húsaleigu? Húsaleigubætur virðast kannski renna í vasa leigjenda en í raun má gera ráð fyrir að stór hluti þeirra renni í vasa leigusal- ans. Hann getur nefnilega sett upp hærra leiguverð en ef engar slíkar bætur eru í boði. Mér sýnist það alveg réttmæt spurning hverjir njóti helst góðs af gleraugnastyrkjum, vaxtabótum og húsaleigubótum? Við henni er hins vegar ekkert nákvæmt svar og jafnvel ekki ónákvæmt heldur. Ekki er allt sem sýnist * „Viltu ekki kvittun fyrirstéttarfélagið þitt?“ er ég jafnan spurð þegar ég endurnýja gleraugun. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Twitter-partí Íslendinga fór fram á þriðjudag þar sem fólk tísti af miklum móð með merkingunni #12stig. Bergur Ebbi Bene- diktsson lög- fræðingur og grín- isti með Mið-Ísland hópnum tísti. „Miðað við fordómastuðulinn í #12stig eru Íslendingar ekki alveg að meðtaka boðskap eigin lags,“ og vakti mikla lukku enda voru margar neikvæðar raddir á lofti framan af forkeppninni. Atriði Úkraínu vakti töluverða kátínu hér á landi þar sem dans- arinn hljóp á hamsturshjóli nánast allt lagið. Sjónvarpsmað- urinn Gísli Marteinn Bald- ursson tísti. „Mér sýnist hamstra- hjólið knýja áfram vindvélina.“ Gísli Marteinn var virkur þetta kvöld og hélt áfram þegar kom að atkvæðagreiðslunni. „Þessi ræða um að ekki megi kjósa eigið land, er svipað og ítrekanir um að bannað sé að reykja í flugi. Við er- um búin að ná þessu.“ Ásmundur Helgason, Þrótt- ari, veiðimaður og tvíburabróðir Gunnars, var með beina útsend- ingu á Facebook-síðu sinni frá báðum forkeppnunum og trúlega setti hann Íslandsmet í fjölda stöðuuppfærslna. Kvörtuðu marg- ir vina hans við hann að hann hefði einokað Facebook þessi kvöld. Þegar Ísland kom sem síð- asta land upp úr hattinum sagði Ásmundur einfaldlega. „Þeir sem efuðust mega skammast sín.“ Frá 2009 hefur Ísland fjórum sinnum komið síðast upp úr um- slaginu og voru margir orðnir spenntir þegar kom að því að sýna hvaða land væri síðast inn í úrslitakvöldið. Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttaritari tísti. „Þessi skrattans Norðmaður setur okkur alltaf í 10. umslagið“ AF EUROVISION-NETINU Íþróttafréttamönnum sem störfuðu við leik Víkinga og Framara á fimmtudag brá í brún þegar þeim var vísað til sætis fyrir leikinn. Blaðamannastúkan var í barnahorninu í Ár- mannsheimilinu þar sem börn horfðu á Einar Áskel í sjónvarpinu sem var beint fyrir ofan fréttamennina. Hækkuðu börnin í óþökk fréttamannanna sem vilja helst vinna í þögn. Einar Áskell á vellinum Ebay-dót Myndirnar frá keppninni í Írlandi kosta 17 doll- ara allar fjórar saman á Ebay. Undarlegasta dót dúkkar upp á sölusíðunni Ebay í kringum Eurovision. Nú er hægt að kaupa þar fjórar ljósmyndir sem gestur keppninnar tók á vettvangi þegar keppnin var haldin á Írlandi 1993. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema að Ingibjörg Stefánsdóttir sem söng lagið Þá veistu svarið fyrir Íslands hönd er á einni myndinni. Vettvangur Leikhópurinn Talking Timber sýnir verkið „Answering Answering – Machine“ laugardag- inn 10. maí kl. 17:00. Hópurinn samanstendur af listamönnunum Josephine Kylén Collins, Mikk- el Rasmussen Hofplass, Piet Gitz-Johansen og Hanna Reidmar. Sýningin er flutt á ensku Tón- listarmennirnir Jonny Collins Wartel og Georgia Wartel Collins sýna einnig í þessu verki. Sýningin er flutt á ensku í Rýminu á Ak- ureyri. Miða er hægt að nálgast á leikfelag.is. Talking Timber í Rýminu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.