Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014 Ferðalög og flakk H rafnhildur Árnadóttir, sautján ára Verzlunar- skólanemi, hefur verið forfallinn Eurovison- aðdáandi frá blautu barnsbeini og leynt og ljóst átt sér þann draum að fara utan til að fylgjast með keppninni. Fyrir réttu ári varð sá draumur að veruleika – býsna óvænt. „Þetta kom skyndilega upp. Rakel systir mín, sem býr í Kaupmannahöfn, hringdi og til- kynnti mér að við værum að fara saman á Íslandsriðilinn í for- keppninni nokkrum dögum síðar,“ rifjar Hrafnhildur upp en keppnin fór sem kunnugt er fram í Malmø. Hún réð sér varla fyrir spennu og það skyggði á engan hátt á gleðina að um forkeppni væri að ræða en ekki úrslitakvöldið sjálft. „Á því stigi þótti mér það bara betra. Mig langaði svo mikið að sjá Eyþór Inga flytja íslenska lag- ið á sviðinu og var alls ekki viss um að hann myndi komast í úr- slit. Þegar hann komst svo áfram var frábært að vera í höllinni. Auðvitað hefði verið gaman að sjá íslenska lagið í úrslitunum en ég geri það bara seinna.“ Miklir sérfræðingar á ferð Hrafnhildur flaug utan til Kaup- mannahafnar daginn fyrir keppn- ina og fór síðan með lest til Malmø á keppnisdaginn sjálfan. Um leið og systurnar stigu út úr lestinni fundu þær að eitthvað mikið lá í loftinu. „Það var gríð- arleg stemning í bænum, búið að skreyta og allt tilbúið fyrir keppn- ina,“ segir hún. Systurnar tóku aðra lest í keppnishöllina og þar færðist ennþá meira fjör í leikinn. „Lestin var troðfull af Eurovision- aðdáendum. Það fór ekkert á milli mála. Ekki var talað um annað en keppnina og augljóst að miklir sérfræðingar voru á ferð,“ segir Hrafnhildur sem viðurkennir að hún hafi fundið til smæðar sinnar andspænis öllum þessum sérfræð- ingum. Og veit hún þó sitthvað sjálf um Eurovision. Hvert lagið var sungið ofan í annað og systurnar urðu meira að segja vitni að því þegar útlend- ingar tóku íslenska lagið – há- stöfum. Ekki minnkaði fjörið þegar komið var að höllinni. Múgur og margmenni blasti við og Euro- vision-tónlist ómaði um stræti. Fánum var veifað í allar áttir og alls ekki bara fánum keppnis- þjóðanna. Þannig kom Hrafnhildur bæði auga á ástralska og banda- ríska fánann. Eurovision er greini- lega ekkert einkamál Evrópubúa. Í litríkum hópi gesta á keppn- inni vakti það athygli Hrafnhildar að karlmenn voru í meirihluta. Hún hafði ekki búist við því. Stemningin engu lík Það var mikil upplifun að koma inn í höllina. Systurnar voru ekki í bestu sætunum enda hafði skón- um verið stefnt til Malmø með skömmum fyrirvara. Það skipti engu máli. Hrafnhildur segir stemninguna hafa verið engu líka og gaman hafi verið að fylgjast með hörðustu aðdáendunum í „pyttinum“ upp við sviðið. Þar dansa menn og syngja eins og þeir eigi lífið að leysa. Einhverjir voru í salnum „upp á grínið“ en flestir greinilega í fúlustu alvöru. Hrafnhildur segir allt annað að fylgjast með keppninni á staðnum en heima í stofu. Athyglin sé á yfirsnúningi og augað nemi ótal margt sem myndavélarnar ná ekki að skila. „Þetta var ótrúleg upp- lifun og ég get ekki beðið eftir að fara aftur.“ Hrafnhildur fylgdist með úrslit- unum í fyrra á heimili Rakelar systur sinnar í Kaupmannahöfn og þriðja systirin, Erna, kom líka utan fyrir það partí. Mikið var um dýrðir og ekki spillti fyrir að Danir fóru með sigur af hólmi. „Við horfðum á keppnina á danskri stöð og þulurinn missti sig gjörsamlega.“ Birgitta kveikti áhugann Hrafnhildur stóð ekki út úr hnefa þegar hún byrjaði að fylgjast með Eurovision með fjölskyldu sinni. Frá því Birgitta Haukdal tók þátt með lagi Hallgríms Óskarssonar, Open Your Heart, árið 2003, hef- ur hún verið forfallinn aðdáandi. „Ég hef alltaf heillast af stemn- ingunni kringum Eurovision. Ís- lendingar verða svo spenntir og glaðir. Og svo þýðir Eurovision að sumarið er að koma. Aðalatriðið er samt hvað það er alltaf gaman að kvöldinu.“ Það árar fyrr í Eurovision nú en í fyrra. Þá var Hrafnhildur nýbúin í prófum en nú er hún í miðri törn. „Það er súrt að vera í prófum,“ segir hún og dæsir. Próflesturinn þýddi að Hrafnhild- ur þurfti að taka daginn snemma á þriðjudaginn enda var ekki ann- að í boði en að hafa kvöldið laust. Sama verður uppi á teningnum þegar úrslitin fara fram á laug- ardag, hún verður búin að loka bókunum áður en fyrsta lagið fer í loftið. Kom þægilega á óvart Góð stemning er í Kaupmanna- höfn. Það hefur Hrafnhildur með- al annars frá kærasta systur sinn- ar en hann hefur verið að vinna í sambandi við keppnina í vikunni. „Ég er frekar afbrýðisöm,“ segir hún hlæjandi. Kvöldið leggst ágætlega í hana. „Ég hélt ekki með Pollapönki í forkeppninni hérna heima og átti síður von á því að þeir kæmust í úrslit á þriðjudaginn. Atriðið kom mér hins vegar þægilega á óvart, var virkilega skemmtilegt og ég er mjög ánægð með að það skyldi komast áfram. Boðskapurinn er góður og þeir hafa örugglega Eurovision ótrúleg upplifun DRAUMUR HRAFNHILDAR ÁRNADÓTTUR RÆTTIST ÓVÆNT Í FYRRA ÞEGAR HENNI VAR BOÐIÐ ÚT Á EUROVISION-KEPPNINA Í MALMØ. HENNI ÞÓTTI EKKERT VERRA AÐ FARA Á FORKEPPNINA EN LOKAKVÖLDIÐ ENDA GAT HÚN ÞÁ FAGNAÐ GLÆSTUM SIGRI ÍSLANDS SEM KOMST ÖRUGGLEGA ÁFRAM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hrafnhildur Árnadóttir glöð í bragði fyrir utan höllina í Malmø fyrir réttu ári. Höllin í Malmø, þar sem keppnin fór fram í fyrra, er glæsilegt mannvirki. Rakel Árnadóttir, systir Hrafnhildar, fær Eurovision beint í æð annað árið í röð enda búsett í Kaup- mannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.