Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Blaðsíða 57
11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Karl Aspelund, lektor við háskólann á Rhode Island, flytur á sunnudagskvöld klukkan 20 áhugaverðan fyr- irlestur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Fjallar hann um fatnað sem fólk klæðist við opinberar athafnir á Vesturlöndum. 2 Saxófónn hljómar ekki bara vel í djassi og rokki, eins og glöggt mun heyrast á tón- leikum Íslenska saxó- fónkvartettsins á tónleikum í Hjallakirkju í Kópvogi, á vegum Kópa- vogsdaga, á laugardag klukkan 13. Leikin verður fjölbreytt efnisskrá sem spannar sögu tónsmíða fyrir hljóðfærið. 4 Myndlistarsalurinn Anarkía, Hamraborg 3 í Kópavogi, hefur haslað sér völl í listalíf- inu. Á laugardag kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar; sýning Krist- ínar Tryggvadóttur ber yfirskriftina „Spor baugur“ en sýning Finnboga Helgasonar „Orð“. 5 Hinn mæti myndlistarmaður Guðjón Ketilsson verður á laugardag klukkan 14 með leiðsögn og ræðir við gesti á sýningu sinni í Hverfisgalleríi, Hverf- isgötu 4. Guðjón, sem er einn kunn- asti listamaður sinnar kynslóðar, sýn- ir skúlptúra gerða úr viði og fundnum húsgögnum, auk blýants- teikninga. 3 Daði Guðbjörnsson mynd- listarmaður verður sextugur í næstu viku og af því tilefni verð- ur sýning á nýjum málverkum hans opnuð í tveim sölum í Gallerí Fold klukkan 15 á laugardag. Sýningin kallast „Landslag, sjólag og sólin“. MÆLT MEÐ 1 Óperan „Tónarnir ríkja og textinnskal víkja“ eftir Antonio Salieri(1750-1825) verður frumflutt hér á landi í Salnum á þriðjudagskvöldið kemur og sýnd aftur daginn eftir. Söngdeild Tónlistar- skóla Kópavogs, sem fagnar fimmtíu ára af- mæli á þessu ári, setur verkið á svið og er aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir. Hljómsveitarstjóri á sýningunum er Guð- mundur Óli Gunnarsson, leikstjóri og þýð- andi verksins er Anna Júlíana Sveinsdóttir, söngkennari skólans, en hljóðfæraleikarar eru þau Guðrún Óskarsdóttir á sembal, fiðlu- leikararnir Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Viktor Orri Árnason, Ásdís Hildur Run- ólfsdóttir á víólu og Gunnhildur Halla Guð- mundsdóttir á selló. Söngvararnir eru fjórir: Jóhann Björn Björnsson, Jón Pétur Frið- riksson, Tinna Jóhanna Magnusson og Bryn- dís Guðjónsdóttir. Ópera Salieris, sem nefnist á frummálinu „Prima la musica poi le parole“, var frum- flutt í Vín árið 1786. Salieri var hirðtónskáld Jósefs II. keisara í Vín og eitt frægasta tón- skáld í Evrópu í 18. öld. Keisarinn fól þeim Salieri og Mozart að semja óperu sem flytja átti sama kvöldið, í sitt hvorum enda Schön- brunnhallar í Vín, í tilefni heimsóknar prins- ins Alfreðs af Sachen-Teschen. Mozart samdi óperuna „Der Schauspieldirektor“ (Leik- hússtjórinn) en Salieri óperuna sem flutt verður í Salnum, við söngrit hins snjalla Gi- ambattista Casti. Ópera Salieris er sögð bráðsnjöll gamanópera um tilurð óperu og aldarspegill 18. aldar, þegar mikið var að gerast í óperuheiminum. SÖNGDEILD TÓNLISTARSKÓLA KÓPAVOGS FLYTUR ÓPERU EFTIR SALIERI Gamanópera um tilurð óperu „TÓNARNIR RÍKJA OG TEXTINN SKAL VÍKJA“ NEFNIST ÓPERA SALIERIS SEM FLUTT VERÐUR Í SALNUM Í VIKUNNI. Tvær sannkallaðar prímadonnur takast á í gamanóperu Salieri sem flutt verður í Salnum á þriðju- dags- og miðvikudagskvöld. Keisarinn fól Salieri og Mozart að semja óperur til að frumflytja saman. Morgunblaðið/Ómar menningarlíf yfir höfuð. Hún hefur haft gríð- armikil og jákvæð áhrif á þjóðina.“ Vänskä ítrekar að hann taki því alltaf vel að koma til Íslands að stjórna. „Enda á ég fjölda vina á Íslandi og góðar minningar það- an. Ég er alltaf reiðubúinn að koma ef dag- skrá mín leyfir það. Það er alltaf yndislegt að snúa aftur til Íslands.“ „Bring Osmo back!“ Vänskä viðurkennir mæðulega að deilurnar og illindin í kringum verkbannið í Minneapolis hafi haft óþægileg áhrif á líf sitt síðasta árið. Hann hafði alls ekki í hyggju að snúa aftur þangað til starfa en honum hefur nú verið fagnað sem týnda syninum í menningarlífi borgarinnar. Á heimasíðu sinfóníu- hljómsveitarinnar í Minnesota er nú flennistór borði þar sem tilkynnt er að Vänskä snúi aft- ur sem listrænn stjórnandi. „Eftir að samningar náðust við hljóðfæra- leikarana sneri ég aftur til að stjórna tón- leikum í heila viku, til að fagna Grammy- verðlaununum fyrir 1. og 3. sinfóníur Sibelius- ar. Það var efnisskrá tónleikanna. Síðustu tvö ár höfðu mótast mikið af afar neikvæðum deilum og atburðum í tengslum við þessa at- burðarás alla, þar sem stjórnin vildi neyða hljómsveitina til mikillar lækkunar á launum, auk annarra hluta. En það var frábært að stjórna hljómsveitinni að nýju. Áhorfendur troðfylltu salinn, kvöld eftir kvöld, og tónleik- arnir voru kynntir sem „Finnish!“ – með tveimur n-um eins og í orðinu Finnland. Hundruðir finnskra fána voru í salnum, finnsk efnisskrá, finnskur stjórnandi og mikil sam- kennd meðal áhorfenda og hljóðfæraleikara. Það gladdi mig vitaskuld að lesa í greinum, og heyra kallað: „Bring Osmo back!“ Hann hafði verið harðorður í gagnrýni sinni á stjórnendur áður en hann sagði starfinu lausu. „Já, ég skrifaði opinber bréf. En stjórn- endur báðu mig að snúa aftur.“ Var hljómsveitin ryðguð eftir árs hlé? „Nei. Hún lék einstaklega vel á öllum tón- leikunum sem ég stjórnaði með þessari efnis- skrá. Viðhorf hljóðfæraleikaranna er einstakt. Ég held að einir tuttugu forfallaspilarar hafi tekið þátt, þar sem sumir hljóðfæraleikaranna höfðu þurft að ráða sig í önnur verkefni með- an á launadeilunum stóð, en allir tóku hönd- um saman og léku einstaklega vel. Og þá er gaman að stjórna.“ Morgunblaðið/Jim Smart „Þessi sinfónía er eins og heilir tón- leikar. Hún er eitt af meistarverkum Mahlers, verk sem er afar gefandi, fyr- ir áheyrendur sem flytjendur, en vek- ur jafnframt fjölda spurninga,“ segir Osmo Vänskä um 3. sinfóníu Mahlers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.