Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Page 17
11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Alla foreldra dreymir um að börnin þeirra upplifi ham- ingju. Foreldrar ættu þó að hafa í huga að byrja á að huga að eigin hamingju. Óhamingjusamt foreldri er ekki líklegt til að stuðla að hamingju barna sinna. Hamingjusöm börn*Og það bobobobobo-borgarsig að brosa. Pollapönk  Gott Eurovision-partí byrjar að morgni þegar allir vakna og klæða sig. Áskorunin snýst um að allir velja sér sinn eftirlætis Pollapönks- lit og finna eina flík eða fylgihlut í þeim lit og nota út daginn.  Það er eitthvað sérstaklega skemmtilegt við það að fara í mat- vöruverslun og velja veitingar kvöldsins samdægurs. Takið alla fjölskylduna með og leyfið hverjum og einum að velja eitthvað tvennt á hlaðborð kvöldsins. Það sem vantar upp á hlaðborðið sjá svo hinir eldri um að kaupa.  Á hádegi er upplagt að bjóða allri fjölskyldunni upp á næring- arríkan og hollan hádegisverð því kvöldið verður án efa veisla sykurs og fitu á flestum bæjum. Smá há- degislúr er mikilvægur fyrir þá sem ætla að vaka.  Eftir hádegismat skal skipta fjölskyldunni í 2-3 hópa eftir stærð. Tveir og tveir æfa saman skemmti- atriði fyrir kvöldið þar sem söngur og helst dans skal koma við sögu. Tilvalið að sýna atriðið í hléi.  Það er rík hefð fyrir því að sjónvarps- kynnar Eurovision- kvöldsins skipti um fatnað á miðju kvöldi. En slíkt verður að sjálfsögðu að koma á óvart. Leyfið öllum að fara í fatakistur, geymslur og annað um daginn, skoða gömul föt og máta. Hver og einn velur sér leynilega fatnað sem hann klæðir sig svo í öllum að óvörum einhvern tímann um kvöldið og reynir að birtast aftur í stofunni eins óvænt og hægt er með sem glæsilegastri innkomu. Ímyndið ykkur að þið þurfið að fanga athygli heimsins á sviðinu og toppið hvert annað.  Seinnipartinn er gott að róa mann- skapinn aðeins niður og fá alla til að setjast niður og föndra hvatning- arspjöld fyrir Pollapönkarana. Gott er að nota stífari pappa eins og ut- an af morgunkorni. Nokkur Áfram Ísland-spjöld heima í stofu munu án efa senda góða strauma út.  Kvöldmatinn er gott að hafa tilbúinn á borðum um hálftíma áð- ur en keppni hefst og fingramatur gerir borðhaldið oft fjörugra. Til dæmis mætti útbúa kjúklinga- vængjaveislu eða hafa taco-þema eins og sjá má á bls. 32.  Ef einhver vill fara út í garð til að hvíla eyrun aðeins meðan á keppni stendur er hér sérhannaður Pollapönksleikur. Finnið til fullt af smáhlutum um daginn sem eru í Pollapönkslitunum; bleikum, bláum, rauðum og gulum. Þetta geta verið lúdóspilakarlar, eldhúsáhöld, serví- ettur, blöðrur, tússpennar, sokkar og lítil leikföng. Felið um allan garð, vel og vandlega, alls ekki hafa staðina auðvelda. Sendið fjöl- skylduna út og sá sem er fyrstur að finna og safna fjórum hlutum í öllum litum vinnur. Hafið tilbúinn skemmtilegan vinning svo sem bíó- eða sundmiða. julia@mbl.is LEIKUR, MATUR OG FJÖR Fullkominn Eurovision-dagur TIL AÐ GERA EUROVISION-DAGINN SEM BESTAN ER UM AÐ GERA AÐ NÝTA ALLAN DAGINN OG HEFJA GLEÐINA AÐ MORGNI. Lítur alltaf vel út. Líka í myrkri. Audi Q3 lýsir upp veginn í orðsins fyllstu merkingu með glæsilegum framljósum sem bregðast sjálfkrafa við breytingum á birtuskilyrðum. Þetta er enn eitt dæmið um þá stefnu Audi að láta útlit og innihald alltaf haldast í hendur. Audi Q3 kostar frá kr. 7.590.000.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.